Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ f FRETTIR NORRÆNU samstarfsráðherrarnir ásamt fastafulltrúum Norðurlanda gagnvart ESB, talið frá vinstri: Halldór Ásgrímsson, Antto Saturli sendiherra, Polu Skytte Christoferssen, fulltrúi Danmerkur, Roger Jansson, Ole Norrback, samstarfsráðherra Finnlands, Einar Bull, fastafulltrúi Noregs, Harriet Berg, að- stoðarsamstarfsráðherra Noregs, Högni Hoydal, ráðherra frá Færeyjum, Fridljov Clement, Svend-Eric Söder, aðstoðarsamstarfsráðherra Svíþjóðar, Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra og Vibeke Roosen, fulltrúi Danmerkur í Norrænu embættismannanefndinni. Norrænir ráðherr- ar á fundi í Brussel SAMSTARFSRAÐHERRAR Norðurlanda hittust á fundi í Brus- sel á þriðjudaginn og stýrði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkis- og nor- rænn samstarfsráðherra, fundin- um. Ráðherrarnir áttu jafnframt fund með sendiherrum norrænu ríkjanna í Brussel, þar sem til um- ræðu voru mikilvæg mál í Evrópu- samstarfinu; Dagskrá 2000, fyrir- huguð stækkun Evrópusambands- ins, Evrópska myntbandalagið, undirbúningur Finnlands fyrir for- mennsku í ESB og áherslur þeirra varðandi hina norðlægu vídd innan Evrópusambandsins og loks Shengen-samningurinn. I umræð- unni lagði Halldór áherslu á mikil- vægi þess að íslandi og Noregi væri gefinn kostur á að fylgjast með aðildarviðræðum umsóknar- ríkjanna. Ráðherrarnir ræddu al- mennt möguleika á aukinni upplýs- ingamiðlun milli evrópsku stofnan- anna og þeirra norrænu landa sem standa utan hins nýja evrópska gjaldmiðils. Fram kom að Finnar myndu halda ráðstefnu um hina svonefndu norrænu vídd síðar á þessu ári og að fulltrúum Noregs og íslands yrði boðin þátttaka. í umræðunni um Shengen-samning- inn lýsti Halldór Ásgrímsson ánægju yfir því að Shengen-sam- starfið myndi halda áfram á nýjum forsendum undir finnskri for- mennsku í Evrópusambandinu. Hyggjast efla samstarf sendiráða í Brussel Einnig var til umræðu samstarf norrænu sendiráðanna á staðnum, sem íslenska sendiráðið er í for- mennsku fyrir þetta ár, og tillögur um að styrkja samstarfið og nýta betur. Á fundinum voru kynntar tillögur íslands um að efla nor- rænt samstarf í Brussel og tengsl- in milli ráðherranefndar Norður- landa og höfuðborganna á sviði Evrópumála, sem m.a. fela í sér stofnun sjö tengslahópa um mikil- væg verkefni innan Norrænu ráð- herranefndarinnar. Til að mynda hefur slíku fyrirkomulagi verið komið á á sviðum menningarmála, umhverfismála, jafnréttismála, neytendamála, menntunar og rannsóknarmála, atvinnumála og svæðisbundins samstarfs. Hópum þessum er ætlað að tryggja greið upplýsingaskipti milli embættis- manna í Brussel, Kaupmannahöfn og höfuðborgunum. Tillögurnar fela m.a. í sér að nýta starfsemi á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar til að hafa áhrif á stefnu- mörkun á vettvangi Evrópusam- bandsins. Halldór Asgrímsson hefur boðið til ráðstefnu á íslandi síðar í þess- um mánuði, með öllum formönnum vinnunefnda sem starfa á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingafulltrúi Umferðarráðs Ekki verjandi að yfírfylla bfla af fólki SIGURÐUR Helgason, upplýs- ingafulltrúi Umferðarráðs, segir það ekki verjandi að rútustjórar yf- irfylli bíla sína af farþegum, í ljósi fréttar af því þegar rúta var yfir- fyllt af skíðafólki á leið heim úr Skálafelli á sunnudag. Hann bendir á að það þurfi ekki nema eitt alvar- legt rútuslys til að margfalda fjölda látinna í umferðarslysum ár hvert á íslandi, en á síðasta ári létust 27 manns sem þótti mikið miðað við undangengin ár. Sigurður telur að mjög þarft sé að taka á málum í sambandi við fólksflutninga í tengslum við íþróttastarf. Segir hann að koma þurfi upp vinnureglum fyrir þá sem annist flutninga af þessu tagi. „Það tel ég vera mjög mikilvægt því þetta eru miklu meiri flutning- ar en fólk gerir sér almennt grein fyrir," segir Sigurður. Að hans sögn hefur Umferðarráð reifað hugmyndir að vinnureglum við for- ráðamenn ÍSÍ og UMFÍ og hafa viðbrögð verið góð. Sigurður segir að þýddar hafi verið á íslensku hugmyndir Norð- manna og Svía um fólksflutninga vegna íþróttastarfs, sem lúti að því hvernig eigi m.a. að undirbúa ferð- ir, kanna ástand bílanna og bfl- stjóra og nota öryggisbúnað. „Það er mat Norðmanna og Svía að mik- 01 flýtir við flutninga valdi streitu, sem komi síðan niður á frammi- stöðu manna í leik eða keppni," segir hann. Bláfjallanefnd fundar um málið Ingvar Sverrisson, formaður Bláfjallanefndar, segir aðspurður hvort nefndin muni aðhafast eitt- hvað til að koma í veg fyrir að ör- yggi skíðafólks í rútum sé ógnað til eða frá skíðasvæðum með því að yfirfylla þær, að fólksflutninga- mál séu ekki á vegum Bláfjalla- nefndar, en segist samt munu taka málið upp sem sérstakan lið á fundi nefndarinnar í næstu viku þar sem Bláfjallanefnd láti sig ör- yggismál á skíðasvæðum sig miklu varða. Hreppsnefnd Vestur-Landeyja Beiðni um opin- bera rannsókn NIU íbúar Vestur-Landeyjahrepps hafa sameiginlega sent ríkislög- reglustjóra beiðni um að fram fari opinber rannsókn á því hvort meint brot, sem varða almenn hegningar- lög, bókhaldslög, sveitarstjórnarlög, stjórnsýslulög og skattalög hafi átt sér stað hjá fyrrverandi oddvita hreppsins, Eggerti Haukdal, og lög- giltum endurskoðanda hreppsins. Ennfremur er óskað eftir því að rannsakað verði hvort kjörnir hreppsnefndarmenn hafi sinnt störf- um sínum sem eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Að sögn Haraldar Júlíussonar, eins íbúanna, er vilji meðal fólks- ins til að málefni stjórnsýslunnar í hreppnum komist á hreint, því svo virðist sem verið sé að reyna að hylma yfir störf fyrrverandi odd- vita og hreppsnefndar. Á síðasta hreppsnefndarfundi, 17. febrúar, óskuðu íbúar hreppsins eftir því að haldinn yrði borgara- fundur, þar sem hreppsnefndin skyldi skýra sín mál og samþykkti hreppsnefndin að sá fundur yrði haldinn sem fyrst. Sá fundur hefur ekki enn verið haldinn. Háreysti drykkjusvola truflaði svefnfrið gesta í Landmannalaugum Framkvæmdastjóri Ferðafé- lagsins vill aukna löggæslu SLÆMUR umgangur, drykkju- skapur og háreysti röskuðu ró þorra ferðamanna í Landmanna- laugum um seinustu helgi, að sögn Ingu Rósu Þórðardóttur, fram- kvæmdastjóra Ferðafélags ís- lands. Kvörtun barst frá íslenskum ferðalangi sem náttaði í skála fé- lagsins ásamt spænskum gestum sínum, en þar að auki var fjöldi manns í skálanum. Inga Rósa segir þörf á viðhorfs- breytingu ferðamanna sem heim- sækja hálendið og kveðst hlynnt aukinni löggæslu þar. Ólæti og ófriður „I skálanum voru ólæti og ófrið- ur vegna ölvunar þannig að ekki var svefnfriður. I skálanum á að vera kyrrð frá miðnætti til sjö á morgnana, þannig að það er ótví- rætt að skálareglur voru brotnar. Ölvunarakstur stundaður á hálendinu Þá var umgengni mjög slæm og litlar undirtektir hjá ákveðnum hópi að bæta úr, þrátt fyrir ítrek- aðar ábendingar skálavarða. Þetta þýðir ekki að umrædd helgi hafi verið einstök að þessu leyti. I Landmannalaugum var stór hópur fólks, þar á meðal skipulögð ferð með íslendingum og útlendingum, en sá hópur sem var til vandræða var í miklum minnihluta. Þá skilst mér að á Hveravöllum hafi einnig eitthvað gengið á," segir Inga Rósa. „Drykkja ferðamanna á hálendi er gamalt og nýtt vandamál. Fyrir nokkrum misserum var mjög mikil umræða í fjölmiðlum um þessi mál, þá í tengslum við nokkur slys sem urðu á hálendinu, þar á meðal á vélsleðamönnum en eitthvað af þeim var talið að mætti rekja til ölv- unar þó að svo væri ekki í öllum til- vikum. Þessi mál eru ekki bundin við skála og allir vita að ölvun- arakstur er stundaður á hálendinu. Mitt persónulega mat er að of mikil brögð sé að slíkum akstri, en í því sambandi verður að hafa í huga að eitt dæmi um ölvunarakstur er of mikið. Þessi akstur á snjó er enda nær eingöngu bundinn vetrarferð- um." Hún kveðst telja óskiljanlegt að finna megi dæmi þess að menn vilji neyta áfengis á hálendinu og eðli- legra megi teljast að stunda slíka iðju í byggð. „Það sem hálendið hefur upp á að bjóða er með þeim hætti að áfengið skemmir frekar en hitt að mínu mati. Menn njóta ekki íslenskrar náttúru ölvaðir. Það er almenn kurteisi að ganga vel um og sýna samferðamönnum sínum tillitssemi. Dæmi um vonda umgengni eru miklu algengari um helgar og ekki þarf nema einn svartan sauð til að spilla fyrir allri hjörðinni. Mér fmnst þetta spurn- ing um viðhorf ferðalanga til sjálfra sín, samferðamanna, eigna og þeirrar náttúru sem fólk er að vitja. Ef hugarfarið er þannig að fólk telur sig þurfa að neyta áfeng- is á hálendinu þarf að breyta hug- arfarinu með markvissum hætti. Ég vildi gjarnan að löggæsla væri hert á hálendinu en lögregla hefur því miður tæpast tækjakost eða mannafla til að sinna henni með nauðsynlegum hætti," segir hún. Ásdís Rafnar fram- kvæmda; stjóri LI ÁSDÍS Rafn- ar héraðs- dómslögmað- ur hefur ver- ið ráðinn nýr fram- kvæmda- stjóri Læknafélags fslands. Tók hún við af Páli Þórðarsyni lögfræðingi sem verið hefur framkvæmda- stjóri læknafélaganna síðustu 27 árin. Ásdís Rafnar lauk prófi frá lagadeild Háskóla íslands árið 1979. Hún starfaði um skeið sem blaðamaður á Morgun- blaðinu og fréttamaður á Rík- isútvarpinu. Árið 1986 stofnaði hún lögmannsskrifstofu i Reykjavík ásamt Ingibjörgu Rafnar hrl., Kristínu Briem hrl. og Steinunni Guðbjarts- dóttur hdl. Ásdi's Rafnar. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.