Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Kirkjukór í æfingabúðum
Ólafsvík - Kirkjukórinn í Ólafs-
vík brá undir sig betri fætinum
og eyddi síðustu helgi í æfinga-
búðum á Hótel Örk í Hveragerði.
Verið er að æfa undir tónleika
sem haldnir verða í mars og kom
Ingveldur Hjaltested söngkenn-
ari kirkjunnar til liðs við org-
anistann Kjartan Eggertsson og
kenndi kórfélögum raddbeit-
ingu, öndun og fleiri tæknileg at-
riði.
Ekki hafði ferðalag þetta áhrif
á helgihaldið, þar sem kirkjan
var lokuð þessa helgi vegna
breytinga og viðhalds. Sunnu-
dagaskólinn flutti sig um set og
kom saman í Grunnskólanum af
sömu sökum.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
HÉR má sjá hluta kórfélaga á afslappandi æfingu.
Héraðsskógar
kynna verkefni á
N orður-Héraði
Vaðbrekku, Jökuldal - Héraðs-
skógar boðuðu nýverið til fundar
með íbúum Norður-Héraðs í Hótel
Svartaskógi. A fundinum var kynnt
með hvaða hætti yrði staðið að
skógræktarverkefrd Héraðsskóga
á Norður-Héraði. A fjárlögum sem
samþykkt voru fyrir þetta ár var
ákveðin viðbótarfjárveiting upp á 5
milljónir til að Héraðsskógar gætu
víkkað út starfssvæði sitt til þess
B L A Ð A U K I
Veitingar í veisluna
Kökur - matur
Girnilegar uppskriftir og góðar hugmyndir
fyrir fermingar- og páskaveislur.
Skilafrestur auglýsingapantana
er til kl. 12 mánudaginn 8. mars.
AUGLÝSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Meðal eínis: Fermingarfatatíska * Hárgreiðsla og snyrting • Fermingargjafir • Uppskriftir frá matreiðslumönnum
Veisluborð - hugmyndir að skreytingu •Rættvið verðandi fermingarbörn • Fermingarmyndir af þekktum íslendingum •O.fl.
að það næði til Norður-Héraðs
einnig.
Fundinn í Hótel Svartaskógi
sóttu nær þrjátíu heimamenn
ásamt framsögumönnum frá Hér-
aðsskógum, þeim Níels Arna Lund
stjórnarformanni sem flutti ávarp,
Helga Gíslasyni framkvæmda-
stjóra sem kynnti verkefnið og
Rúnari ísleifssyni skógræktar-
ráðunaut sem talaði um fram-
kvæmdina og hvernig mætti
standa að henni. Frá Skógrækt
ríkisins mætti Láras Heiðarsson
skógræktarráðunautur og talaði
um ræktunaráætlanir og skóg-
ræktarskilyrði. Einnig flutti erindi
Einar Sæmundsen frá Landmótun
sem talaði um skipulagsmál.
Að sögn Helga Gíslasonar verða
nú send bréf til bænda og þeim
gefinn kostur á að sækja um að
verða aðilar að verkefninu, síðan
verða valdar 10-15 jarðir til að
byrja með til skógræktar. Við það
val verða valdar þær jarðir er hafa
best ræktunarskilyrði og era bún-
ar nú þegar að friða land. „Með því
að taka fyrst þær jarðir er þegar
hafa friðað land sparast peningar
og þessar fimm milljónir nýtast all-
ar beint í plöntunina,“ segir Helgi,
„seinna má hugsa sér að einhvert
hlutfall fari í girðingai- þegar fjár-
veitingar aukast og hægt verður að
taka stærri svæði til skógræktar á
Norður- Héraði.“
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
JÓHANN Hauksson, nýráðinn
forstöðumaður RUV á Austur-
landi, tekur við lykli að deild-
inni úr hendi Ingu Rósu Þórð-
ardóttur.
Yfírmanna-
skipti hjá
RÚVá
Austurlandi
Egilsstöðum - Inga Rósa Þórðar-
dóttir, forstöðumaður Ríkisútvarps-
ins á Austurlandi, kvaddi Austfirð-
inga í beinni útsendingu síðasta
föstudag.
Hún hefur gegnt starfi forstöðu-
manns allt frá því Svæðisútvarp
Austurlands var stofnað árið 1987
en Inga Rósa hóf störf hjá RÚV
1985. Inga Rósa tekur við starfi
framkvæmdastjóra Ferðafélags Is-
lands nú um mánaðamótin. Jóhann
Hauksson var ráðinn forstöðumað-
ur RÚV úr hópi fimm umsækjenda
og hefur þegar hafið störf. Hann
hefur unnið hjá Fréttastofu Út-
varps frá 1987.