Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kirkjukór í æfingabúðum Ólafsvík - Kirkjukórinn í Ólafs- vík brá undir sig betri fætinum og eyddi síðustu helgi í æfinga- búðum á Hótel Örk í Hveragerði. Verið er að æfa undir tónleika sem haldnir verða í mars og kom Ingveldur Hjaltested söngkenn- ari kirkjunnar til liðs við org- anistann Kjartan Eggertsson og kenndi kórfélögum raddbeit- ingu, öndun og fleiri tæknileg at- riði. Ekki hafði ferðalag þetta áhrif á helgihaldið, þar sem kirkjan var lokuð þessa helgi vegna breytinga og viðhalds. Sunnu- dagaskólinn flutti sig um set og kom saman í Grunnskólanum af sömu sökum. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar HÉR má sjá hluta kórfélaga á afslappandi æfingu. Héraðsskógar kynna verkefni á N orður-Héraði Vaðbrekku, Jökuldal - Héraðs- skógar boðuðu nýverið til fundar með íbúum Norður-Héraðs í Hótel Svartaskógi. A fundinum var kynnt með hvaða hætti yrði staðið að skógræktarverkefrd Héraðsskóga á Norður-Héraði. A fjárlögum sem samþykkt voru fyrir þetta ár var ákveðin viðbótarfjárveiting upp á 5 milljónir til að Héraðsskógar gætu víkkað út starfssvæði sitt til þess B L A Ð A U K I Veitingar í veisluna Kökur - matur Girnilegar uppskriftir og góðar hugmyndir fyrir fermingar- og páskaveislur. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 8. mars. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Meðal eínis: Fermingarfatatíska * Hárgreiðsla og snyrting • Fermingargjafir • Uppskriftir frá matreiðslumönnum Veisluborð - hugmyndir að skreytingu •Rættvið verðandi fermingarbörn • Fermingarmyndir af þekktum íslendingum •O.fl. að það næði til Norður-Héraðs einnig. Fundinn í Hótel Svartaskógi sóttu nær þrjátíu heimamenn ásamt framsögumönnum frá Hér- aðsskógum, þeim Níels Arna Lund stjórnarformanni sem flutti ávarp, Helga Gíslasyni framkvæmda- stjóra sem kynnti verkefnið og Rúnari ísleifssyni skógræktar- ráðunaut sem talaði um fram- kvæmdina og hvernig mætti standa að henni. Frá Skógrækt ríkisins mætti Láras Heiðarsson skógræktarráðunautur og talaði um ræktunaráætlanir og skóg- ræktarskilyrði. Einnig flutti erindi Einar Sæmundsen frá Landmótun sem talaði um skipulagsmál. Að sögn Helga Gíslasonar verða nú send bréf til bænda og þeim gefinn kostur á að sækja um að verða aðilar að verkefninu, síðan verða valdar 10-15 jarðir til að byrja með til skógræktar. Við það val verða valdar þær jarðir er hafa best ræktunarskilyrði og era bún- ar nú þegar að friða land. „Með því að taka fyrst þær jarðir er þegar hafa friðað land sparast peningar og þessar fimm milljónir nýtast all- ar beint í plöntunina,“ segir Helgi, „seinna má hugsa sér að einhvert hlutfall fari í girðingai- þegar fjár- veitingar aukast og hægt verður að taka stærri svæði til skógræktar á Norður- Héraði.“ Morgunblaðið/Anna Ingólfs JÓHANN Hauksson, nýráðinn forstöðumaður RUV á Austur- landi, tekur við lykli að deild- inni úr hendi Ingu Rósu Þórð- ardóttur. Yfírmanna- skipti hjá RÚVá Austurlandi Egilsstöðum - Inga Rósa Þórðar- dóttir, forstöðumaður Ríkisútvarps- ins á Austurlandi, kvaddi Austfirð- inga í beinni útsendingu síðasta föstudag. Hún hefur gegnt starfi forstöðu- manns allt frá því Svæðisútvarp Austurlands var stofnað árið 1987 en Inga Rósa hóf störf hjá RÚV 1985. Inga Rósa tekur við starfi framkvæmdastjóra Ferðafélags Is- lands nú um mánaðamótin. Jóhann Hauksson var ráðinn forstöðumað- ur RÚV úr hópi fimm umsækjenda og hefur þegar hafið störf. Hann hefur unnið hjá Fréttastofu Út- varps frá 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.