Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 31 LISTIR MYIMDLIST GaUerí Fold / Kringlan MÁLVERK HRAFNHILDUR BERNHARÐSDÓTTIR Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 6. mars. GALLERI Fold rekur auk aðal- sýningarrýmisins við Rauðarárstíg sýningar og sölurými í Kringlunni og mun það vera liður í að koma listinni fyrir augu sem flestra lands- manna meðan þeir sinna innkaup- unum í verslanamiðstöðinni. Sýn- ingarrýmið í Kringlunni er í raun aðeins fleki sem stendur á annarri hæð hússins og má hengja á hann Sænskur, kauðskur Schwarze negger KVIKMYMJIR Sambíóin, ÁKabakka HAMILTON •% Leikstjóri Harald Zwart. Handrits- höfundur William Aldridge, e. sögu Jans Guillou. Kvikmyndatökustjóri Jerone Robert. Aðalleikendur Peter Stormare, Mark Hamill, Lena Oiin, Mats Lángbacka, Madeleine Elfstrand. Sænsk. Buena Vista 1998. NORÐURLANDABUUM er margt betur gefið á kvikmyndasviðinu en að gera harðhausamyndir, oft kenndar við Stallone, Willis, Schwarzenegger, og þá félaga alla. Þetta hefur þó skflað árangri og honum ekki litlum. Árið 1986 gerði óþekktur læknissonur frá útnára í Finnlandi smámynd í alþjóðlegum hasarstíl og bar það óaðgengilega heiti Jaataavá polte, sem fékk heimsdreifingu undir nafninu Artic Jíeat. Var m.a. sýnd hérlendis í Laugarásnum. Ekki var mannvalinu til að dreifa, framleiðendur höfðu ekki einu sinni efni á Chuck Norris, urðu að gera sér drengstaulann hans, Mike, að góðu. Hvað með það, myndin skaut læknissoninum á sporbraut um stjörnuheiminn í Hollywood, þar sem hann hefur yfir- leitt skinið ágætlega síðan. Hann heitir Renny Harlin. Norðmaðurinn Harald Zwart stenst engan samanburð við Harlin, Hamilton, sem er byggð á reyfara- hetju sem kvikmynduð hefur verið í marggang í Svíaríki, er vandræða- leg, sundurlaus og sálarlaus spennumynd um titilhetjuna, ofur- svalan leyniþjónustumann, sem fenginn er til að hafa uppá stolnum gjöreyðingarvopnum. Berst leikur- inn víða um lönd, kryddaður þssum vanabundnu hliðarsögum. Afrakst- urinn klisjusúpa, þar sem helst er treyst á alþjóðafrægð Peters Stormare og Lenu Olin, þótt lítil sé. Þau eru engir aukvisar, hafa hæfi- leika, sterka návist og persónuleika, sem hefur nýst mönnum einsog Mazursky og Coen-bræðrum. Þau eiga betra skilið. Þessi tilraun „frænda" okkar er mestmegnis klúður og borin von hjá herra Zwart að hún dugi til að feta slóð Finnans frækna. Sæbjörn Valdimarsson -----------?-?•?--------- Upplestur í Gerðarsafni LESIÐ verður upp í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, á vegum Ritlistarhóps Kópavogs, í dag kl. 17 til 18. Olafur Haukur Símonarson rit- höfundur er gestur að þessu sinni og mun hann lesa úr eigin verkum. Aðgangur er ókeypis. Málverk í undar- legu umhverfí myndir báðum megin. Hins vegar stendur flekinn á miðjum gangi og . því ættu flestir sem um ganginn fara að verða hans varir og geta velt fyrir sér því sem á honum er sýnt. Myndir Hrafnhildar eru nett en átakalítil málverk, myndefhið hefð- bundið og úrvinnslan einnig. Nú er líklega úr vöndu að ráða þegar sýna á myndlist á stað eins og þessum svo ekki er hægt að dæma það sem þar er hengt upp á sömu forsend- um og verk sem sýnd eru í þar til gerðum sölum og galleríum. Kring- um flekann í Kringlunni er sífelldur erill og umhverfið í raun alls ekki tO þess fallið að fólk staldri þar við til að skoða myndlist af neinni alvöru - en það hlýtur þó alltaf að vera markmiðið þegar sýning er sett upp, hvar sem það er. Listauppákomur á stöðum sem þessum eru sjaldgæfar en þó þekkjast þess dæmi að verslana- miðstöðvar hafi verið nýttar fyrir nútímalist af einhverju tagi. Þá virðist hafa komið best út að búa til verk sem eru í talrt við erilinn og firringuna sem slíka staði ein- kenna, en reyna jafnframt að koma einhverjum einföldum skilaboðum inn hjá kúnnanum. Þannig virka stór og ögrandi verk, gjarnan í hálfgerðum auglýsingastíl, stund- um ágætlega í þessu umhverfi. Hins vegar er það vafasamara að setja upp hefðbundin listaverk á borð við málverk Hrafhhildar. Þeg- ar slík verk birtast innan um allt skrumið og vöruúrvalið verður lítið úr þeim og á vissan hátt má segja að það sé verið að gera lítið úr þeim með því að sýna þau þar. Þau virðast þá ekkert merkilegri en hvert annað skópar eða skrautlegir auglýsingabæklingarnir sem dreift er á göngunum. Málverk Hrafnhildar eru alls ekki slæm og eiga betra skilið en að þeim bregði aðeins fyrir eins og gluggaútstillingu eða auglýsinga- spjaldi þar sem fólk hendist fram- hjá á leið sinni úr Ríkinu í Hag- kaup. Jón Proppé m «*SUSS nisartmm garsölunnar á Fosshálsi og því seljum við allan lagerinn með allt að afslætti STÓRAUKINN AFSLÁTTUB AF FJQLMÖRGUM VÖRUM DÆMI UM VERÐ Úlpur frá kr. 4.950 Öndunarflíkur frá kr. 7.450 Hettupeysur frá kr. 1.990 Háskólapeysur frá kr. 750 Allirbolir kr. 650 Pólóbolir frá kr. 745 Sundbolir frá kr. 598 Sundbuxur frá kr. 460 Joggingbuxur frá kr. 750 Kakíbuxur frákr. 1.990 2 stk. barna pólóbolir kr. 990 Barna-fleecepeysur frákr. 1.990 ?Columbia Sportswear í'ompaity. nRUSSELL ¦ ATHŒIIC TiX [ ci ld A m a r x) Russeli Athletic Dúnúlpa verð kr. 5.950,- verðáðurkr. 11.900,- Bakpokar ii-.Huui mööS ma Opið í dag 30-50% afstáttur HREYSTI —sport vonvmfs Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 föstud. og laugard.kl. 11-18 Ath. fnll buð af nýjum vörum 1 Hrcysti íitness Shop, Skeifunni 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.