Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur Ingólfsson um stöðu mála í samningum við Norsk Hydro Stefnt að undirritun samkomu- lags um „framhald málsins44 FINNUR Ingólfsson í ræðustól á Alþingi. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra ítrekaði á Alþingi í gær að tímabundnir erfiðleikar norska stórfyi-irtækisins Norsk Hydro, vegna lækkunar á hrávöruverði á heimsmarkaði, hefðu ekki breytt áformum fyrirtækisins hér á landi. Stefnt væri að undirritun sam- komulags milli íslenskra stjórn- valda og Norsk Hydro um „fram- hald málsins“ í júní eða júlí á þessu ári. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Arnbjargar Sveinsdóttur, þingmanns Sjálfstæð- isflokks á Austurlandi, um viðræður íslenskra stjómvalda við Norsk Hydro. Benti hún á að sú óvissa sem ríkti um fyrirhugaðar stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi væri mjög óheppileg fyrir atvinnu- og byggðaumræðu á svæðinu og sagði að Austfirðingar væru orðnir lang- eygir eftir því að sjá hvemig þær auðlindir sem þeir ættu í formi vatnsorku kæmu til með að nýtast þeim í nánustu framtfð. „A síðustu mánuðum hafa rann- sóknir beinst að byggingu 120 þús- und tonna álvers í Reyðarfirði með stækkunarmöguleikum síðar,“ sagði ráðherra og skýrði ennfremur frá því að nú lægju fyrir áætlanir um umfangsmiklar framhaldsathuganir á álverinu, umhverfisáhrifum þess, eignaraðild og fjármögnun. „Um þessar áætlanir og athuganir verð- ur fjallað á næstu vikum og mánuð- um og um mitt árið er stefnt að því að undirrita samkomulag milli Norsk Hydro og íslenskra stjórn- valda um framhald málsins." Jafn- framt sagði ráðherra aðspurður að Byggðamál afgreidd frá Alþingi ALLS átta þingmál voru af- greidd ýmist sem lög eða ályktanir frá Alþingi í gær. Meðal þeirra eru lög um lífeyr- issjóð þænda, lög um starfsemi kauphalla og ályktun um stefnu í byggðamálum fyrir ár- in 1999 til 2001. auk Norsk Hydro hefðu aðrir er- lendir aðilar sýnt áhuga á að skoða Reyðarfjörð fyrir álver í svipaðri stærð en með annarri tækni. „Náist ekki samkomulag við Norsk Hydro á næstunni í samræmi við þær áætl- anir sem unnið hefur verið eftir verður leitað ann- arra leiða að sama markmiði. Meðal annars með því að fylgja áhuganum eftir sem komið hefur fram hjá ýmsum aðilum um bygg- ingu orkufreks iðnaðai- úti á landsbyggðinni," sagði ráðherra. Eftir svar iðnaðarráðhen’a kom Össur Skarphéðinsson, þingflokki Samfylkingarinnar, í pontu og kvaðst efast um þau áform Norsk Hydro að reisa hér á landi álver. „Leyfist mér að óska hæstvirtum iðnaðarráðherra til hamingju með það að vera eini maðurinn sem eftir er í öllum heiminum sem hefur trú á því að Norsk Hydro ætli að koma hingað til að reisa þetta stóriðju- ver,“ sagði hann. Furðu lostinn yfir svarinu Egill Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks á Austurlandi, kvaðst furðu lostinn yfir áðurgreindu svari iðnaðarráðherra og gekk eftir því við ráðherra að hann talaði skýrar um það hvort ekki væru hafnar við- ræður við neina aðra aðila en Norsk Hydro. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks á Austurlandi, benti á að viðræðurnar við Norsk Hydro væru stærsta atvinnuþróun- arverkefni sem hefði verið í gangi á Austurlandi. „[...] Það er nauðsyn- legt fyrir alla stjórnarliða að standa í lappirnar í þessu máli,“ sagði hann og taldi ennfremur nauðsynlegt að umrætt verkefni yrði leitt til lykta, af eða á, og að menn þyrftu að standa að baki iðn- aðarráðherra í þeim efnum. „Það gengur hér maður undir manns hönd að reyna að eyðileggja þetta verkefni með því að segja að það sé búið að vera.“ Hjörleifur Guttormsson, fjórði þingmaður Austurlandskjördæmis, tók einnig til máls og kvaðst taka undir með Arnbjörgu þegar hún segði að óvissa með fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi væri alvarlegt mál fyrir atvinnuþró- un á Austurlandi. „Þetta er auðvitað búið að vera eins og fallöxi þar yfir mönnum frá því að tilkynning um [fyrirhugaðar framkvæmdir] kom frá fyrsta þingmanni Austurlands, hæstvirtum utanrikisráðherra, í ágúst 1997,“ sagði hann og hvatti m.a. til þess að tíminn yrði notaður til þess að setja Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat. Rétt að Islendingar reki sjálfir slíka stóriðju? Arnbjörg Sveinsdóttir kom aftui’ í pontu og kvaðst velta því fyrir sér, í Ijósi þeirrar óvissu sem ríkti um samningaferlið við Norsk Hydro, hvort ekki væri rétt að íslendingar tækju frumkvæðið og rækju sjálfir slíka stóriðju. Benti hún á að það hefði komið fram í máli bankastjóra Landsbanka íslands á Eskifirði fyr- ir helgi að bankinn hefði hug á því að fjárfesta í stóriðjukostum. Að síðustu tók iðnaðarráðherra aftur til máls og sagði ekki hægt að fullyrða um hugsanlega byggingu álvers á Reyðarfirði fyrr en samningar um slíkt hefðu verið undirritaðir. Hann ítrekaði fyrirhugaðan fund við Norsk Hydro um mitt þetta ár og sagði að á honum yrði látið á það reyna hvort báðir aðilar væru til- búnir til að verja hundruðum millj- óna króna í rannsóknir á Austur- landi. Bæjarstjóri um óánægju starfsmanna Tónlistarskólans Leiðir til breytinga vand- fundnar KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að sú staða sem er uppi í Tónlistarskólanum á Akureyri sé alls ekki góð en hins vegar séu leiðir til breytinga vandfundnar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er töluverð óánægja meðal kennara skólans með launakjör sín. Atli Guð- laugsson skólastjóri hefur sagt upp störfum og eru margir kennarar famir að leita að öðrum störfum. „Það er mjög slæmt þegar hæft fólk segir upp störfum og það er eft- irsjá í Atla, sem hefur gert mjög góða hluti. Hins vegar em breyting- ar á launakerfi starfsmanna Tónlist- arskólans mun flóknara mál og lýt- ur að gerð kjarasamninga og ferli þeirra mála hjá sveitarfélögum al- mennt. Við sömdum við grunnskóla- kennara undir mikilli pressu sl. vor en það þýðir samt ekki að allir aðrir starfshópar geti sótt sjálfkrafa launabreytingar við gerðan kjara- samning," sagði Kinstján Þór. Kennarar skólans hafa sótt það fast að fá viðræður við bæjaryfir- völd án mikils árangurs. Kristján Þór sagði það alveg rétt og það beri vissulega að harma. „Ástæðan fyrir því getur m.a. verið sú að menn vilja gjaman taka á óskum kennara en svigrúmið er mjög þröngt. Menn hafa verið að leita leiða til þess að mæta þessum óskum en þær leiðir eru vandfundnar.“ Vinnulag sem ég vil komast út úr Kristján Þór sagði það mjög erfitt mál að taka upp samninga sem búið væri að gera á samnings- tímabilinu. „Af hverju eru menn að eyða allri þessari vinnu í gerð þess- ara stóm kjarasamninga? Hvers vegna kjósa stéttarfélögin og við- semjendur þeima að hafa formið með þessum hætti ef við þurfum síðan að standa upp öðru hvom á samningstímanum og semja um breytingar við einstaka starfshópa? Þessi vinnubrögð eru mjög áber- andi á opinbera vinnumarkaðnum á sama tíma og almenni vinnumark- aðurinn heldur þær samskiptaregl- ur sem em í gangi. Þessum spurn- ingum þarf að svara en þetta er vinnulag sem ég vildi gjarnan kom- ast út úr.“ ALÞINGI Formaður Sambands íslenskra tryg-gingafélaga gagnrýnir lagafrumvarp um skaðabætur Uppfyllir ekki kröf- ur um skaðabótarétt FRUMVARP til breytinga á lögum um skaðabætur, sem nú liggur fyrir Alþingi, uppfyllir ekki þær kröfur sem gera þarf til laga um skaða- bótarétt. Þetta kom m.a. fram í framsöguræðu Axels Gíslasonar, formanns Sambands íslenskra tryggingafélaga (S.Í.T.) á aðalfundi samtakanna í gær. Hann sagði skaðabótareglur eiga að vera skýr- ar og þannig úr garði gerðar, að þær gefi ekki stöðugt tilefni til ágreinings. Kom fram í máli Axels að í öllum nági’annaríkjum okkar íslendinga er það verklag viðhaft, þyki ástæða til breytinga á skaðabótarétti, að leitað er til sérfræðinga á sviði vá- tryggingaréttar, læknisfræði og tryggingastærðfræði um mótun til- lagna í því efni, að því er varðar uppgjör líkamstjóna. Það væri hins vegar skoðun S.I.T. að því verklagi hefði ekki verið fylgt nægjanlega í undirbúningi þess lagafrumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi. „Frágangur meginbreytinga eða skrautfjaðra frumvarpsins, sem fel- ast í fjölmörgum stuðlum, reikni- verki sem vakið hefur gagnrýni sér- fræðinga, til dæmis tryggingastærð- fræðinga, er hinn undarlegasti," sagði Axel Gíslason. „Skýringarlaust leggja frumvarpshöfundar til, að frá reikni- og stuðlaverki sem notað er til ákvörðunar tryggingabóta, megi víkja þegar ástæður þyki óvenjuleg- ar! Þetta hlýtur að teljast sérstakt í allri lagasmíð," sagði Áxel. Vísvitandi verið að stofna til ágreinings Með þessu er bersýnilegt, kom fram í máli Axels, að ef löggjafinn gengur ekki frá efnisreglum að þessu leyti, er vísvitandi verið að stofna til ágreinings um afgreiðslu skaðabótamála sem ekki verður leystur nema fyrir dómstólum í hverju einstöku tilviki. I síðustu breytingum sem gerðar voru á lögum um skaðabætur var markmiðið að hækka bætur vegna mikilla líkamstjóna, en lækka bætur vegna minni tjóna á móti. Taldi Ax- el að þetta markmið hefði gengið eftir. „Ekkert sýnilegt meginmark- mið hefur nú verið mótað með frum- varpinu til breytinga á skaðabóta- lögum. Veit því í raun enginn, hvort því marki verði náð, sem að er stefnt," sagði Axel. Einnig taldi Ax- el gagnrýnivert, að engin athugun hefði farið fram á íjárhagslegum áhrifum frumvaipsins, hvorki fyrir ríkissjóð né aðra. I framsögu sinni fjallaði Axel einnig um fjárfestingar einstaklinga á innlendum hlutabréfamarkaði. Sú fjárfesting hefði að stórum hluta verið til komin vegna hvatningar sem einstaklingar hefðu af skattaaf- slætti. Nýlega var ákveðið að fram- lengja skattaafsláttinn til ársins 2002. Nú bregður hins vegar svo við að Eftirlitsstofnun EFTA hefur til- kynnt íslenskum stjórnvöldum að stofnunin telji ákvæði skattalaga, sem veiti landsmönnum skattaaf- slátt vegna kaupa á innlendum hlutabréfum, stangast á við EES- samninginn og reglur Evrópusam- bandsins um frjálsa fjármagnsflutn- inga, að sögn Áxels. Hann lagði til að sá möguleiki yi’ði kannaður, hvort ekki mætti breyta skattalögum á þann veg að auka skattfrjálsan viðbótai’h'feyrissparnað til dæmis úr 2% af launum í 4%. Mætti skilyrða skattaafslátt af við- bótar lífeyrisspamaði því, að spam- aðurinn fari alfaiið fram fyiir milli- göngu innlendra vörsluaðila lífeyris- spamaðar. Benti Axel á, að í dómi Evrópudómstólsins hefði verið kom- ist að þeiiri niðurstöðu að stjóm- völdum í Belgíu var heimilt að skil- yrða þannig skattfrestun þegnanna til lífeyrisspamaðar. „Með þessu móti mætti viðhalda þeim kostum sem em samfara öfl- ugri þátttöku innlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði, og innlend hlutafélög myndu á þennan hátt eiga áfram kost á að afla sér hluta- fjár sem fjármagnað er með lang- tímasparnaði landsmanna, sparnaði sem hvatt hefur verið til með skattalegum aðgerðum ríkisvalds- ins,“ sagði Axel Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.