Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 63
FÓLK í FRÉTTUM
Tónlistarnýjung á Rex í kvöld
SKÖPUNARGLEÐIN mun ríkja hjá Árna Einari, Óskari og Margeiri á staðnum Rex næstu þrjú fimmtudagskvöld. Morgunblaðlð/,RAX
Hljómsveit
er úrelt
fyrirbæri
Saxófónleikari mun kljást við plötusnúða á
Rex næstu þrjú fímmtudagskvöld. Hildur
Loftsdóttir spurði tónlistarmennina út í
formið og ný gildi í tónlistinni.
PLÖTUSNÚÐARNIR Ái-ni
Einar, Margeir og Alfred
More ætla að leika tónlist
sína með og á móti Óskari Guðjóns-
syni næstu þrjú fimmtudagskvöld á
veitingastaðnum Rex undir yfir-
skriftinni Improve Groove, og hefj-
ast tónleikarnir alltaf kl. 22.
Auðveldlega
úr tóntegund
Óskar: Þetta er einsog mjög lítil
hljómsveit, þar sem plötusnúður-
inn sér um bassalínuna og taktinn,
og ég spila yfir það með saxófónin-
um.
- Eruð þið þá að svara hvor öðr-
um?
Óskar: Já, og svo er plötusnúðurinn
með tvo plötuspilara, hann skiptir á
milli, og í skiptingum get ég verið
að spila. Þannig að við getum flakk-
að á milli á marga vegu.
Margeir: Ég get tekið tónlistina
niður og látið Oskar spila einan og
skellt henni svo aftur inn. Það verð-
ur í hita leiksins sem hlutirnir fara
almennilega að gerast.
- Er þetta í fyrsta skipti sem þið
spilið saman á þennan hátt?
Margeir: Nei, við Óskar spiluðum
einu sinni saman fyrir nokkrum ár-
um.
Óskar: Já, skrítið að við vorum að
gera sömu hluti fyrir mörgum ár-
um. Þá mætti ég í útvarpsþátt hjá
Robba plötusnúði og spilaði ofan í
hans tónlist. Síðan spilaði ég með
Þossa og Margeiri, en svo datt þetta
upp fyrir og ég held að enginn hafi
gert þetta síðan.
Árni: Erlendis er mjög algengt að
bæði bassaleikari og slagverksleik-
ari spili með plötusnúðum, en það
hefur lítið verið gert hér.
- En sjá ekki plötusnúðamir um
bassalínuna og taktinn?
Óskar: Jú, en þegar plötusnúðar
eru að snúa plötunum geta þeir
auðveldlega skipt um tóntegund
og það getur orðið býsna vanda-
samt fyrir saxófónleikara að spila
yfir það. Það er því miklu auðveld-
ara að spila takt yfir sem er bara
spurning um hraða. Ég þarf því að
„heyra“ bassalínuna til að geta
spilað eitthvað almennilegt yfir
þá.
Mörk að deyja
-En er plötuspilarinn efns og
hljóðfæri fyrir ykkur?
Margeir: Já, í rauninni. Flestar
hljómsveitir sem flokkast til dans-
geirans í dag hafa plötusnúð sem
spila með þeim, og þá er hann einn
af hljóðfæraleikurunum.
Óskar: Eiginlega eni þeir hljóm-
sveitarstjórar, því þeir spila ekki
bara á eitt hljóðfæri, heldur eru með
alla tónlistina í einu formi og blanda
henni saman við eitthvað annað.
Árni: Ég lít ekki á mig sem hljóm-
sveitarstjóra.
Margeir: Það er hægt að kalla þetta
hljóðfæraleik, og kalla plötusnúða
listamenn, einsog hægt er að kalla
margt list. Þetta er bara spurning
um flutning og að vera skapandi á
staðnum hvaða nafni sem maður kýs
að nefna það.
Óskar: Maður hefur heyrt á lærðum
tónlistarmönnum að þeir furða sig á
að hljómsveit geti gengið þar sem
enginn spilar á hljóðfæri. Öll þessi
mörk eru bara að deyja í dag, þau
skipta ekki máli.
Margeir: Margir halda að plötu-
snúðar spili bara eitt lag í einu. Það
á reyndar við um suma, en maður
getur líka skapað með tónlistinni.
Úthugsað uppbygginguna og reynt
að ná einhvem heild í flutninginn.
Þá er maður að skapa og ég fæ mjög
mikið út íyrir því.
- Er þetta þá ekki orðið nýtt list-
form sem ætti að vera hægt að læra
ískóla?
Ámi: Jú, eiginlega. Það er t.d. langt
síðan plötuspilarar eins og við not-
um byrjuðu að seljast meira en raf-
magnsgítarar. Það era bara flestir
sem fai-a variega í það að kalla þetta
list, og það er langt í það að ég fari
að gera það.
Óskar: Það var örugglega kominn
einhver skóli.
Margeir: Já, ég vai- með hann;
Plötusnúðaskóla Islands. Þannig að
ég hef h'ka látið til mín taka í
menntamálum! Það var gífurleg eft-
irspum og ég hafði ekki undan, en
ég hef ekki tíma fyrir það í dag.
- Það hlýtur að vera rosalega
mikið mál að þjálfa sig upp í það að
vera góður plötusnúður.
Margeir: Ég er búinn að vera í
þessu í átta eða níu ár.
Tíminn stoppar ekki
Margeir: Mér finnst þetta mjög
áhugaverð hugmynd að fá okkur
þrjá plötusnúðana og svo Óskar til
að kljást við okkur eða með, því við
erum allir svo ólíkir. Mér finnst
leiðilegt að skilgreina tónlistina
mína en ég myndi segja að hún
hefði sterkan iatínkeim. Ég spila
mikið af alls konar ryþmum og
áslætti og skelli svo kannski geim-
hljóðum yfir það.
Ámi: Ég spila frekar fónkað
hipphopp út í „drum’n’bass". Alfred
More er svipaður mér en kannski
minna fönkaður.
Óskar: Þótt þessir þrír plötusnúðar
séu mjög ólíkir þá er hipphoppið
þessi undirliggjandi rót sem þeir
eru allir sprottnir af. En samt þrjár
mismunandi tegundir af því.
- Er þá ekki áskorun fyiir þig að
koma þér inn í nýjan stíl hvert
fimm tudagskvöld ?
Óskar: Það er bara eins og í djass-
inum, maður er sífellt að spila nýja
tóntegund; sömbu, fönk, „swing“,
„bebop“ og fleira. Maður er hefur
hlustað á alla þessa tónlist - suður-
ameríska, breskt hipphopp, banda-
rískt rapp - og bregst við hverri
tegund á sinn eigin hátt. Hipphopp
er mjög tengt fónkinu og bræðingn-
um sem eru djasstónlist.
Árni: Fyrir mér er tónlistin hans
Miles Davis hipphopp.
Óskar: Það var ótrúlegur maður
sem var alltaf með ungt fólk í kring-
um sig, þróaði tónlistina sífellt
áfram og gerði sér grein fyrir því að
tíminn stoppar ekki.
Smá ögrun
- Er þetta það ferskasta í tónlist í
dag?
Margeir: Ég get a.m.k. sagt að
þetta er mjög ferskt.
Óskar: Þetta er ekki að gerast neins
staðar annars staðar. Svo er bara að
sjá hvert þetta fer.
-Hveijir munu hafa gaman af
þessum tónleikum?
Árai: Allir sem hafa gaman af Ósk-
ari, allir sem hafa gaman af okkur.
Eiginlega allir sem hafa gaman af
tónlist.
Margeir: Allir sem hlusta á tónlist,
ekki bara heyra hana.
Óskar: Allir sem vilja aðeins láta
ögra sér og skemmta sér.
-Er þetta hljómsveit sem þið
eruð búnir að stofna og heldur
áfram eða verður ekkert áfram-
hald?
Árni: Hljómsveit er úrelt fyrirbæri.
Góugleði
K kvöld
Hálft
í hvoru
5. mars
..........
[Sixties
6. mars
í hvoru
7.mars
Rut
Reginalds
og Maggi
Kjartans
Hljóms veitin
8 villt
forfallast
um helgina
Tilboð á
mat og drykk
Nyr matseðill?
Þemadagur Æskulýðs-
UNGMENNIN
voru dugleg
að safna dósum
fyrir hjáipar-
starf kirkjunn-
ar.
Afrískir dansar
og brauð
ÞEMADAGUR Æskulýðssambands kirkj-
unnar í Reykjavíkurprófastsdæmum var
haldinn laugardaginn 20. febrúar. Að
þessu sinni var fjallað um lijálparstarf og
kristniboð á nijög fjölbreyttan hátt.
Leiðbeinendur úr Kramhúsinu kenndu
afríska dansa, eldað var afrískt brauð, auk
þess sem dósum var safnað fyrir hjálpar-
starf kirkjunnar. f lok dagsins borðuðu all-
ir saman og haldin var guðsþjónusta. Loks
var farið á skauta á skautasvellinu í Laug-
ardal.
Þátttakendur voru á aldrinum 13 til 16
ára og voru frá sjö kirkjum í Reykjavík og
nágrenni.
Snyrtilegur
klæðnaður
/AFFI
REY K)AVlK
HEITASTI
STAÐURINN
í BÆNUM