Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 64
(34 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM njrjan draum Síðastliðið sumar fór Asta Sighvats Qlafsdóttir leik- kona í leikför um heiminn með Theatre de Complicite leikhópnum í verðlaunasýningu hans Krókódílastræt- inu. Núna er sýningin komin á fjalirnar í Queen's Theatre á Shaftesbury Avenue í London við góðar undirtektir, uppselt á allar sýningar og leiklistargagn- rýnendur Time Out settu hana í fyrsta sæti. Dagur Gunnarsson talaði við leikkonuna í London. Ásta Sighvats Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson WEST End kalla Lundúnabú- ar leikhúsahveríið í mið- bænum. þar sem einka- reknu atvinnuleikhúsin eru til stað- ar. I Lundúnum skiptist leikhúslífið gróflega í þrennt. Fyrst má nefna sýningar Þjóðleikhússins, sem er með marga sali í nýtískulegu húsi á suðurbakka Thames og er efst í virð- ingarstiganum ásamt Royal Shakespeare Company, sem hefur aðsetur í Barbican-listamiðstöðinni. * Næst á eftir koma svokallaðar West End-sýningar. Þær uppfærslur eru oftast fjármagnaðar með svipuð- um hætti og kvikmyndir. Þær eru sýndar fyrst úti á landi og i úthverf- unum til upphitunar og sýningin æfð fyrir framan áhorfendur. Síðan er samið við eitthvert af hinum fjöl- mörgu og aldagömlu leikhúsum í miðbænum. Ef sýning gengur vel getur hún verið góð fjárfesting fyrir framleiðendurna og hoppað á milli leikhúsa ár eftir ár. Það er líka til í dæminu að sumar uppfærslur, sérstaklega söngleikir, hafi verið í sama leikhúsinu mörg ár í röð. Síðan koma „fringe"-sýn- ingar eða litlu jaðarleikhóparnir, ,*>em sýna í minni sölum víða um borg; oft eru það efri hæðirnar á pöbbum eða í dansstúdíóum. Jaðar- sýningar eru ekki síður vinsælar en aðrar, en það er tiltölulega þröngur hópur fólks sem sækir þær, ein- staka sinnum gengur jaðarsýning það vel að henni er skellt upp í West End. Theatre de Complieite-leikhópur- inn er einn af þeim fáu sem hefur tekið stökkið frá jaðarleikhúsunum yfir í West End. Krókódílastrætið var fyrsta sýning hópsins sem sló rækilega í gegn og var það árið 1992. Þær sem fylgdu í kjölfarið hafa auk- ið hróðurinn og með uppsetningu þeirra á Stólunum eftir Ionesco með j)eim Geraldine McEwan og Richard TBriars í aðalhlutverkum hefur Com- plicite hreiðrað enn betur um sig í West End. Driffjöðurin í Theatre de Com- plicite er leikstjórinn Simon McBurn- ey. Hann setti Krókódílastrætið fyrst upp í samvinnu við breska Þjóðleik- húsið árið 1992 og flakkaði hópurinn um heiminn með sýninguna til 1994. Og sýndu þá meðal annars á listahá- tíð í Reykjavík. Heimsreisa Krókódflanna Krókódílastrætið er byggt á ævi og sögum pólska gyðingsins Bruno Schulz sem nasistar tóku af lífi 1942. Leikritið var unnið í sam- vinnu við leikhópinn, byggt bæði á þeim fáu sögum sem liggja eftir Bruno og eins frásögnum eftirlif- andi frænda hans Jacob Schulz, sem þá var enn á lífi og hjálpaði leikhópnum mikið. í sögum sínum fjallaði Bruno aðal- lega um fjölskyldu sína og nágranna úr þorpinu Drohobycz, en flestir þeirra sem flúðu stríðið og komust lífs af settust að í New York. Aðalá- stæðan fyrir því að sýningin var tek- in upp aftur fjórum árum síðar var boð sem kom frá leiklistarhátíð í New York. Simon McBurney sá þar tækifæri til að sýna fólki sem þekkti Bruno, fólkinu sem sýningin er um og afkomendum þeirra, þetta magn- aða stykki. Úr tíu manna hóp þurfti einungis að finna þrjá nýja leikara til að taka þátt í nýju uppsetningunni, þar á meðal var Ásta Sighvats Ólafs- dóttir sem var rétt óútskrifuð úr leiklistarskóla í Lundúnum. Útsend- arar McBurneys sáu hana í aðalhlut- verkinu í íslenskri sýningu í Lundún- um „Daughter of The Poet" og boð- uðu hana í prufu og viðtal. Eftir tvær vikur á Broadway í New York var áhuginn svo mikill á Krókódílastrætinu að þau voru beðin að sýna í nokkrar vikur í Toronto, eina viku í Minneapolis, fjórar í Tókýó og loks tæpa tvo mánuði í West End í London, síðustu þrjár sýningarnar verða síðan í Stadstea- tern í Stokkhólmi. Ásta sagði að það hefði verið mikill munur á áhorfend- unum: „í New York fengum við mik- inn og innilegan skellihlátur en í Tókýó voru allir mjög kurteisir og lVlenalind Vernd fyrir viðkvæma húð KYNNING á nýju húðvemdarlínunni frá HARTMANN í Holts Apóteki, Álfheimum 74, x í dag, fimmtudag -^ s%y~ kl.13.00-17.00. =3 o t) Ráðgjafi verður á staðnum. ^ ¦*> 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR "'íl^ það tók smá tíma áður en fólk áttaði sig á því að það mætti hlæja, en þeg- ar það gerðist komu miklar hlát- urgusur." En hvernig tilfinning var það að komast inn í þennan fræga hóp? „Ég sá þessa sýningu á listahátíðinni á ís- landi áður en ég hafði ákveðið að fara til Englands í nám og þá snart hún mig djúpt og beindi mér í ákveðna átt innan leiklistarinnar og svaraði mörgum spurningum um t.d. hvert ég vildi stefna sem leikari. Þegar ég síðan fékk þetta verkefni síðastliðið sumar þá þyrmdi eiginlega yfir mig, því utanfrá séð fannst mér þetta svo ótrúleg sýning og svo sterkir og áhrifamiklir hlutir sem var verið að skapa og að vera boðið að taka þátt í því gerði mig dálítið skelkaða. Það er líka svo langt frá því að það sé sjálfsagt að maður fái nokkra vinnu hér beint eftir skólann. Það var reyndar rétt fyrir sýningu í New York sem ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að ég væri útskrif- uð úr skólanum. Þegar Simon McB- urney spurði mig í tilefni af 26 ára afmælinu mínu, hvaða drauma ég hefði, sagði ég að þetta hefði nú eig- inlega verið draumurinn minn og núna yrði ég að finna mér draum." Einstakur stíll Theatre de Complicite, litli gras- rótarleikhópurinn, hefur náð ótrú- lega langt og tekist að brúa bilið milli hefðbundinnar leiklistar og þess sem kallað er „physical"-leik- list; skihn eru ekki lengur skýr þarna á milli því eins og Simon McB- urney segir þá er allt leikhús „physical" því allur sviðsleikur krefst líkamlegrar nærveru leikar- ans í einhverju formi. Krókódíla- strætið er hárfín blanda hreyfinga og texta og áhorfendum er alls ekki boðið uppá fimleikasýningu með bókmenntalegu ívafi heldur heil- steypt verk þar sem engin ein túlk- unarleið er ríkjandi. Ásta kemst betur að orði: „Eftir að ég kom hingað út var ég alltaf að heyra nafn Complicite nefnt og margir vildu setja upp sýningar eins og Complicite, en þær sýningar ein- blíndu um of á ytra form og um- gjörðina en innihaldið náði ekki að skila sér. Complicite-hópurinn fann vinnuaðferð sem hentaði honum og það er eitthvað einstakt sem gerist og „sannleikur" hópsins kemur fram. Leikstjóranum tókst með þessum ákveðna hóp að búa til mjög flókna sýningu sem lítur í fyrstu út fyrir að vera mjög einföld; hún er eins og lagskipt kaka. Hann vinnur þannig að hann er kannski með eina smá- sögu sem kjarna eða undirstöðu, ein- hverja hluti í kringum sig og spyr síðan: „Hvernig tala þessar persónur saman á tungumáti leiklistarinnar?" Því næst byrjar hann á því að búa til myndrænan ramma með hreyfmg- um, látbragði og leikmunum, síðan kemur kannski smá texti eða tónlist sem þarf ekki endilega að segja það sama og látbragðið, slíkar mótsagnir geta verið hárfínar og spennandi. Of- an á þetta bætast síðan ljósahönnun og sviðsmynd. Það er nánast ómögu- legt að endurgera þann stíl sem þessir tilteknu einstaklingar skapa með þessum hætti." Notar íslenskuna Tungumálið er líka ein víddin í þessari sýningu, því það eru töluð að minnsta kosti fjögur tungumál í sýn- ingunni, leikararnir koma víða að og þótt enska sé aðalmálið, koma setn- ingar á stöku stað á þýsku, spænsku og smáræði á íslensku. Það eru setn- ingar sem hljóma meira eins og tón- list og áhorfendur þurfa ekki að skilja annað en hljómfallið. „Það gefur sýningunni ákveðna breidd, því þótt bakgrunnurinn sé smáþorp í Póllandi, þá gerir þessi notkun á mismunandi tungumálum það að verkum að áhorfendur eiga kannski auðveldara með að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og tengja hana frekar eigin reynslu og trúlegast er það þess vegna sem sýn- ingin ferðast svona auðveldlega á milli landa." En hefur sýningin breyst eitthvað frá því hún sá hana fyrst? „Já, já, við tókum alltaf lágmark viku í að æfa hana á undan hverjum nýjum stað sem við fórum á og ég sá hvernig hlutir breyttust í hvert skipti, litlir hlutir kannski, en það var alltaf verið að pússa sýninguna. Þetta er eins og þegar maður er að elda uppáhalds kássuna sína, maður bætir aðeins við af þessu kryddi og prófar pínu af öðru. Það gerði það líka að verkum að það var eitthvað iífrænt í sýningunni og við sem leikarar héld- umst spennt; maður varð að halda hlustun til að fylgjast með breyting- unum. Við vorum þrjú ný sem kom- um inn í sýninguna og það gerði það að verkum fyrir hina leikarana að þau voru ekki bara að fara að taka upp sömu gömlu sýninguna, þarna var eitthvað nýtt á ferðinni og ný andlit sem mættu þeim á sviðinu." Asta heldur svo aftur til Japans. „Næsta verkefni er að leika í Góðu sálinni í Sezúan í New National Theatre í Tókýó í nokkra mánuði og trúlegast þarf ég að leika á japönsku [mikill hlátur]. Við erum fjögur eða fimm Vesturlandabúar sem fórum og tökum þátt í sýningunni og hug- myndin er víst sú að við lærum lín- urnar okkar á japönsku, þetta verð- ur líklegast ekki ósvipað því þegar hljóðfæraleikarar spila eftir eyranu. Leikstjórinn, sem heitir Kazuyosi Kushida, sá mig hér í London í Bubba kóng í fyrra þegar ég var ennþá í skólanum og bauð mér á námskeið í Japan sem var stór- skemmtilegt og núna er ég að fara að leika í þessari sýningu hjá honum í lok mars."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.