Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opnu bréfi um dreifbýlisstyrki og endurinnritunargjald svarað BIRKIR J. Jónsson, framhaldsskólanemi ritar mér opið bréf í Morgunblaðið hinn 26. febrúar síðastliðinn. Kvartar hann undan því að dreiíbýlisstyrkir framhaldsskólanema hafi ekki hækkað nægilega mikið og einnig að endurinnrit- unargjald eða „fallskattur", eins og hann nefnir það rang- lega, beri vott um mis- munun nemenda. 130% hækkun dreif- býlisstyrkja Fyrra atriðinu hef ég reyndar þegar gert skil í grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 30. desember síðastliðinn en mér er ljúft að end- urtaka megindrætti þess máls hafi það farið fram hjá einhverjum. Nú er unnið markvisst að því að hrinda í framkvæmd hinni nýju skólastefnu, sem kynnt var fyrir réttu ári. Jafnrétti til náms er meðal höfuðþátta hennar. Þar kemur fram að eitt mikilvægasta úrlausnarefni skóla og skólayfir- valda sé að finna leiðir til að koma til móts við ólíka getu og ólík áhugamál nemenda, það er að veita nemendum menntun við hæfi hvers og eins. Eru ólíkar aðstæður vegna búsetu meðal þesS, sem taka þarf tillit til í þessu sambandi. A síðasta ári sam- þykkti Aiþingi frum- varp ríutt um breyt- ingu á lögum um ráð- stafanir til jöfnunar á námskostnaði en þau fjalla einmitt um dreifbýlisstyrki til þeirra, sem stunda nám í framhaldsskóla fjarri heimabyggð sinni. Lagabreytingin fólst í því að skapa samræmi milli þess- ara styrkveitinga og úthlutunar- reglna Lánasjóðs íslenskra náms- manna (LIN). Skemmst er frá því að segja að samþykkt var að auka útgjöld á fjárlögum um 25 milljónir króna af þessu tilefni. Þar að auki sam- þykkti alþingi að hækka almenna fjárveitingu til að jafna námskostn- að um 40 milljónir króna. Ber sú hækkun glöggt vitni um viðleitni þingmanna til að styrkja forsendur búsetu um land allt. Nám.sstyrkjanefnd, sem úthlutar dreifbýlisstyrkjum til framhalds- skólanema, hefur því 67,9 milljón- um króna meira fé til ráðstöfunar á Skólamál Endurinnritunargjöldin eru viðleitni til að skapa skilvirkni, segir Björn Bjarnason, og bætta nýtingu fjármagns í framhaldsskólum. árinu 1999 en 1998. Fjárveitingar til að jafna námskostnað og til skipulegs skólaaksturs á fram- haldsskólastigi eru 191 milljón króna í fjárlögum 1998 og verða 258,9 milljónir á árinu 1999. Til samanburðar má geta þess að árið 1996 nam þessi fjárhæð 111,5 millj- ónum króna. Nemur hækkunin því um 130% á þremur árum. Skilvirkara skólahald, betri þjónusta Um endurinnritunargjald er það segja, að heimild skólameist- ara til innheimtu þess var ákvörð- uð með reglugerð árið 1997 (nr. 333/1997). Samkvæmt henni er gefín heimild til að heimta gjald af nemendum sem innritast vilja aft- ur í sömu bekkjardeild eða námsá- fanga, gjaldið á þó ekki við um endurtöku eða sjúkrapróf. Meg- intilgangur þessa fyrirkomulags er að stuðla að markvissu skóla- starfi og góðri nýtingu fjármuna. Tilgangurinn er alls ekki, eins og Birkir heldur fram, að gera nem- endur sem standa höllum fæti að féþúfu, enda getur endurinnritun stafað af ýmsum öðrum orsökum, svo sem þegar nemendur sjá að þeir hafa færst of mikið í fang, hætta um stundasakir eða segja sig frá prófi. Markmið heimildar- innar er að skapa nemendum eðli- legan hvata til að haga námi sínu með skynsamlegum hætti og ígrunda vel námsframboð skólans og eigið vinnuálag í upphafi hverr- ar annar. Fækki endurinnritunum sparast miklir fjármunir í rekstri skólanna, sem síðan er unnt að nota til að auka þjónustu við nem- endur á öðrum sviðum. Endurinnritunargjaldið er ekki tilraun til að níðast á minni mátt- ar, eins og haldið var fram í grein Birkis, þvert á móti. Skólameist- arar hafa ekki nýtt heimildina á þann hátt. Nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða, geta auk þess með auðveldum hætti hagað námi sínu þannig að aldrei komi til þess að þeir greiði endur- innritunargjald, þótt þeim mistak- ist á prófum. í reglugerðinni, sem minnst var á að ofan, kemur fram að í skólum, sem stai'fa eftir áfangakerfi, eru 12 einingar á hverri önn undanþegnar gjald- skyldu vegna endurinnritunar en 15 einingar í bekkjarskólum. Nemendur, sem endurinnritast, greiða því ekki gjald vegna fyrstu tólf eininganna sem þeir innritast í að nýju en fullt nám samkvæmt námskrá er 18 einingar. Nemend- ur áfangaskóla, sem einhverra hluta vegna finnst þeir standa höllum fæti geta því ákveðið að fara ögn hægar í sakimar vilji þeir komast hjá því að greiða end- urinnritunargjöld. í bekkjarskól- um er svigrúmið meira til að mæta minni sveigjanleika til að ákveða eigin námsframvindu. Af ofansögðu sést glöggt að endurinnritunargjöldin eru síður en svo aðfór að þeim sem minna mega sín, heldur viðleitni til að skapa skilvirkni og bætta nýtingu fjármagns í framhaldsskólum. Höfuðkrafan á að vera, að tíma og fjármunum til menntunar sé vel varið. Skólar eru til vegna nem- endanna, þegar allt kemur til alls. Skólakei’fið er að taka breyting- um, sem auðvelda að svara sífellt fleiri kröfum allra nemenda. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason 2 „Aðeins á sunnudögum^ ÞAÐ ER svo skrítið að ég þreytist aldrei á að standa sjálfan mig að því að vera hissa þegar sagt er við mig og spurt hvað kirkjan eða hvort kirkjan hafi eitthvað upp á að bjóða ungum, miðaldra og eða öldruðum og bætt síðan við: „Eru kirlq- umar ekki galtómai- alla daga þannig að hljómur hennar er eins og rödd „hrópandans í tómri tunnu“! þannig að heyrist einungis endurkast þinna eigin orða?“ Og ég er hjart- anlega sammála! Vissulega er það svo í tilviki þess sem þannig spyr. Viðkomandi hlýtur að búa í tunnu svo djúpri að hann/hún sjái ekki upp fyrir brún hennar og skynji vera- leikann fyrir utan hana. Látum vera að blessuð börnin sum hver skynji veröldina þannig að það sem sést og hægt er að þreifa á er raunveruleikinn, annað er ekki til. Eða eins og fimm ára guttinn í sunnudagaskólanum, sem kom eitt sinn að máli við undirrit- -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. aðan og sagðist ætla að verða prestur þegar hann yrði stór. Undir- ritaður varð náttúru- lega djúpt snortinn og vöknaði um augu af því að hafa þessi áhrif á unga sál, sem horfði fram á langa ævi í þjónustunni við Drott- in. En það var svipað og með Adam í paradís, ekki dvaldist ég lengi þar, því sá stutti bætti við, um leið og ég sá undir iljamar á honum: „Þá þarf maður bara að vinna á sunnudög- um.“ Sunnudagur er dagur Drottins. Þá kemur söfnuðurinn saman til að endurnærast og byggjast upp til nýrra verka. Dagar vikunnar em sjö. Flestir ef ekki allir þeir dagar í lífi prestsins liggja undir í verk- um af fjölbreyttu tagi. Eitt þeirra verka er starf með börnum og unglingum. Það fer sjaldnast hátt. Það þykir ekki merkilegt starf í huga samfélagsins. Uppeldi og menntun ungmenna er ekki papp- írsins virði hjá svo alltof mörgum. Þrátt fyrir að launin kunni ekki að vera kraftur ti! góðra verka þá em smáir sigrar unnir á hverjum degi í söfnuðum landsins og það fer ekki hátt í umfjöllun. Eða hvaða félagssamtök yrðu ekki ánægð Þór Hauksson Æskulýðsdagur Kannski er aldrei meiri þörf en akkúrat núna, segir Þór Hauksson, að minna á kærleika Guðs til okkar manna. með að fá á viku hverri u.þ.b. að meðaltali 400 ungmenni í ýmiskon- ar starf í einni sókn, í þessu tilfelli Arbæjarkirkju? Þá eru ekki taldir með allir þeir einstaklingar er falla ekki undir skilgreininguna „ung- menni“. Varlega er hægt að áætla að á viku hverri komi um þúsund ein- staklingar og njóti skjóls og um- önnunar í Arbæjarsöfnuði einum og viðlíka geta aðrir söfnuðir sagt frá. Næstkomandi sunnudagur, 7. mars, er æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar. Er hann ætlaður til að minna á starf það er börn og ung- lingar vinna í kirkjum landsins. Hefur svo verið um árabil að fyrsti sunnudagur marsmánaðar er tek- inn frá og ungmenni safnaðanna í æskulýðsfélögum, 7-9 ára og 10-12 ára starfi bera hitann og þungann af guðsþjónustuhaldinu. Ber dag- urinn í ár yfirskriftina „Kærleikur- inn fellur aldrei úr gildi“. Er hún fengi að láni úr hinum þekkta kær- leiksóði Páls postula, 1. Kor. 13.8. Kannski er aldrei meiri þörf en akkúrat núna til að minna á kær- leika Guðs til okkar manna og hvernig við getum sýnt elsku okkar til Guðs með því að sýna náungan- um kærleika. Sýnum börnum okkar þá virð- ingu að mæta til guðsþjónustu sunnudaginn 7. mars, hvar í sveit sem við erum sett. Hífum okkur upp úr ryðguðum hugmyndum um lífið og tilveruna og kirkjustarfíð. Upp yfir brún þess, til að sjá að lífið er í lit. Fjölbreytilegt, uppbyggj- andi starf sem unnið er innan og ut- an veggja kirkjunnar með ung- mennum þessa lands á meira og betra skilið en þreyttar ryðgaðar klisjur um tómar kirkjur. Með kær- leikskveðju! Höfundur er prestur í Árbæjar- kirkju. Snjóflóðavarnir á Flateyri SNJÓFLÓÐIÐ úr Skollahvilft austan Flateyrar 21. febrúar féll neðarlega á irmri leiðigarðinn, sem stýrði því í átt til sjáv- ar og áleiðis að báta- höfninni. Garðurinn „svínvirkaði“ og skýra fjölmiðlar frá því að fögnuður ríki á Flat- eyri og þeir séu nú vissari um öi-yggi sitt en áður. Eg samgleðst þeim. Eg hefi aldrei dregið í efa að þessir leiðigarðar verja nú- verandi byggð á Flat- eyri, enda svo miklu til kostað, að enginn hefir fengist til að gefa upp sundurliðaðan kostnað við fi-amkvæmdirnai'. Vamimar var hægt að gera með miklu minni tilkostnaði og miklu öruggari og betri ef menn hefðu athugað að- stæður ofar í Eyrarfjalli, en eng- inn ráðamanna var tilbúinn að líta á þá möguleika. Þessvegna hefir umhverfi Flateyrar verið stórspillt til frambúðar og beztu byggingar- lóðir þar verið settar í bann eða eyðilagðar. Meðfylgjandi myndir sýna aðstöðuna til varna þarna. Þær eru teknar 23. september, 1998, eftir að núverandi fram- kvæmdum var lokið. Innra-Bæjargilið. Mynd 1 er tek- in ofan Eyrarhjallanna og sýnir fremst yfírfallið úr vatnsgeymi Flateyi-ar en að baki sést í svartan eystri klettabarm gilsins. Niður- grafin snjóflóðabraut eða renna úr honum í átt að vatnsþrónni, með öflugum ca. 250 m löngum vamar- garði á eystri bakka rennunnar myndi stýra öllum snjóflóðum úr gilinu og fjallinu burt frá byggð á Flateyri niður yfir Eyrarhjallana og í sjó í Eyrarbót. Bratt væri nið- ur rennuna og þvf mjög létt og ör- ugg stýring á snjóflóðum. Fjarlægð frá efstu húsum við Ólafstún væri um 800-1000 metrar. Samhliða samþykkt á nýju varn- argörðunum hefir Skipulag ríldsins bann- að búsetu og allar ný- byggingar ofan Tjam- argötu í amk. næstu 20 árin. Öll.hús við Ólafs- tún neðan vamanna hafa verið keypt upp fyrir opinbert fé. Skollahvilftin. Öll- um snjóflóðum er stýrt um grófina vegna að- halds frá hjöllunum tveim til beggja handa. Lítil snjóflóð fara um sjálfa grófina, en stór flóð fara jafnframt yfir Litla-Klett tv. við grófina. Engin merki finnast um að snjóflóð hafi nokkra sinni farið vestan Litla-Kletts, hvorki að ofan eða neðar. Fremst á mynd 2 má sjá Snjóflóðavarnir Umhverfi Flateyrar hefur verið stórspillt til frambúðar, segir Ön- undur Asgeirsson, og beztu byggingarlóðirn- ar settar í bann eða eyðilagðar. hæsta kollinn á Eyrarhiyggnum, sem klauf stóra snjóflóðið 26. októ- ber 1995, en vestari strengur flóðs- ins fór niður á Flateyri og olli tjón- inu þar. Hún sýnir leið snjóflóð- anna neðan grófarinnar. Kollurinn á Hryggnum hefir verið skilinn eft- ir við jarðvinnuna og sést vel, hvemig hann hefir skipt flóðinu 1995, og mun gera það aftur. Sjá má hversu langt varnargarður VST/NGI hefir verið hafður frá snjóflóðastefnu og að bein leið er Önundur Ásgeirsson k :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.