Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 33 Félag íslenskra landsbyggðarlækna HINN 2. október 1998 var Félag ís- lenskra landsbyggðar- lækna (FILL) formlega stofnað. Fyrirmynd fé- lagsins er sambærileg félög í Kanada og Ástralíu sem byggja á „rural-medicine“ sem við höfum kosið að nefna landsbyggðar- lækningar. Félagið er ætlað þeim læknum er deila með sér svipuðum kjörum og starfsað- stöðu á landsbyggðinni. Markmið félagsins er; að vinna að bættri heil- brigðisþjónustu dreif- býlisins að gæta almennra hagsmuna lands- byggðaj'lækna að vinna að viðeigandi endurmennt- un og sérfræðimenntun fyrir lands- byggðarlækna Af hverju nýtt félag? Læknaskortur á landsbyggðinni er tilfinnanlegur og hefur verið svo um árabil. Óþarfi er rifja hér upp söguna um fjöldauppsagnir heilsugæslu- lækna, svo fersk er hún í minni. Um- rótið sem varð í kjölfar uppsagnanna hefur markað djúp spor í huga okkar sem úti á landsbyggðinni vinnum og viljum vera þar áfram homsteinai' heilbrigðisþj ónustunn- ar, hver á sínum stað. Ný staða er komin upp þar sem nýr aðili, kjara- nefnd, ákvarðar nú kjör okkar heilsugæslu- lækna. Þetta fyrir- komulag hefur sína kosti og galla eins og við er að búast. Þetta býður upp á meiri sveigjanleika en hingað til hefur þekkst en á móti kemur að kjaramál heilsugæslulækna era í stöðugri endurskoðun dag frá degi og ekki alltaf ljóst hvert stefnir. Nokkur atriði eru þó enn með slæmri slag- síðu í kjaramálum landsbyggðar- lækna. Helst er að nefna lág vakta- laun lækna á heilsugæslustöðvum auk lægiá dagvinnulauna en við- gengst í þéttbýlinu. Niðurstaðan verður lág heildarlaun margra lands- byggðarlækna í samanburði við þétt- býlið þegar vaktaálag er haft í huga. Þetta þarf að laga ef læknar eiga að fást til að vera áfram í dreifbýlinu. Þessi staða í kjaramálum og mönn- unarvandi læknishéraða á lands- byggðinni, ásamt þörfinni fyrir markvissari endurmenntun og sér- menntun fyrir landsbyggðarlækna, hefur verið aðalhvatinn að stofnun félagsins. Heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisyfirvöld verða því að fara að bretta upp ermarnar, ------3»-------------- segir Agúst Oddsson, og hætta þessu rölti yfir bæjarlækinn eftir vatni. Yfír bæjarlækinn Yíírvöld heilbrigðismála hafa með ýmsu móti reynt að ráða bót á læknaskorti á landsbyggðinni en orðið lítið ágengt. Bæði landlæknir og fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins hafa verið á faraldsfæti erlendis við að kynna kjör okkar. Þessir aðilar hafa væntanlega upplýst heimilis- lækna erlendis um að nú sé lag að koma heim þar sem kjörin séu orðin „fyllilega sambærileg" svo vitnað sé í fréttatilkynningu heilbrigðisráðu- neytisins. Við landsbyggðarlæknar könnumst því miður ekki við að þessi yfirlýsing eigi við okkar kjör. Heilbrigðisyfu-völd verða því að fara að bretta upp ermamar og hætta þessu rölti yifir bæjarlækinn eftir vatni. Það þarf að skilgreina vandann betur og skipta honum upp í bráðavanda og langtímavanda. Bráðavandinn er það sem blasir við hér og nú, flótti lækna af lands- byggðinni á mölina og enginn kemur í þeirra stað. Það lætur nærri að 16-20 læknishéruð séu ómönnuð í dag og einungis tæplega helmingur læknishéraða á landsbyggðinni er setinn sérmenntuðum heimilislækn- um. Losni stöður í þéttbýlinu eru það fyrst og fremst þessir heimilis- læknar á landsbyggðinni sem munu sækja um þær, hugsanlega í sam- keppni við kollega erlendis. Á lands- byggðina fer varla nokkur maður við núverandi aðstæður. Hér duga engin langtímamarkmið eins og fjölgun læknanema, aukin kennsla heimilis- lækninga í læknadeild eða héraðs- skylda. Héraðsskyldu verður heldur ekki komið á nema sem lið í námi og þjálfun unglækna, nokkuð sem kem- ur til með að leggja aukna vinnu á herðar heimilislækna á landsbyggð- inni. Það er einfaldlega liðin sú tíð að unglæknar séu settir á beit einir á báti í héruðum landsins, eins og tíðk- aðist hér áður fyrr, til að leysa tíma- bundinn læknaskort. Kjarabætur Það sem gera þarf er að bæta kjör landsbyggðarlækna. Með bættum kjörum er ekki eingöngu átt við launakjör. Önnur atriði vega hér þungt svo sem endurmenntun, starfsumhverfi, vaktabyrði, félags- legt umhverfi og svo mætti lengi telja. Til að mæta þeim kröfum sem dreifbýlið gerir um víðtæka menntun og kunnáttu þarf landsbyggðarlækn- irinn að hafa mun meiri möguleika á endurmenntun og símenntun en læknar þéttbýlisins. Starfsumhverfið þarf að vera fjölskylduvænna en nú er, vaktabyrði minni og möguleikar til orlofs meiri. Vaktafríið sem fékkst við síðasta úrskurð kjaranefndar var stórt skref í rétta átt en menn mega ekki gleyma því að um er að ræða viðurkenningu fyrir lækna sem eru með mikla vaktabyrði árið um kring. Af hverju landsbyggðarlæknir? Landsbyggðarlæknar eru í eðli sínu sjálfstæðir, búa yfir mikilli og víðtækri starfsreynslu við fíölbreytt- ar aðstæður. Þeir verða að temja sér sjálfstæð vinnubrögð og skipulag fyr- ir utan það að treysta á sjálfa sig þeg- ar á reynir, enda oftast einir á vakt ólíkt því sem tíðkast í þéttbýlinu. Nálægðin við samfélagið er afar gjöful. Sambúðin við náttúruna og náttúruöflin í sinni fegurstu en jafn- framt ógnvænlegustu mynd er lífs- reynsla sem landsbyggaðarlæknar upplifa gjarnan bæði í starfi og leik. Landsbyggðariæknirinn er einn af máttarstólpum síns samfélags. Hann er sá sem ber jafnan ábyrgð á heilbrigðisþjónustu byggðarlagsins og þá sérstaklega neyðarþjónust- unni, að öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum ólöstuðum. I mínum huga er því það að vera landsbyggðar- læknir ákveðinn lífsstíll sem er ekki allra að búa við, lífsstíll sem ég veit að margir kollegar sakna þegar þeir flytja á mölina. Þeir sakna oft þeirr- ar lífsfyllingar og viðurkenningar samfélagsins sem vinnan úti á lands- byggðinni gefur en eru skiljanlega ekki tilbúnir að snúa til baka þegar álagið, vaktabyrðin og umhverfi fjöl- skyldunnar er skoðað, svo ekki sé minnst á launakjör miðað við vinnu- framlag. Höfundur cr yfirlæknir á Heilbrigð- isstofnun Bolungnrvfkur. Ágúst Oddsson HLÍÐIN og gilið þar sem snjóflóðið féll. enn opin til að snjóflóð geti áfram hlaupið niður á bátahöfnina. Eg lagði til að snjóflóðarenna yrði grafin í miðjan Hi'ygginn og ýtt upp til beggja handa þannig að snjóflóð væra í öraggum böndum til sjávar. Vestari vamargarður rennunnar kæmi niður úr Ytri- Hjallanum niður á Krókinn, þar sem nú er kominn neðri hluti varn- argarðs VST/NGI, en neðsta hluta hans þarf að beina enn meira til austurs til að vemda bátahöfnina. Ábyrgðin. Mínar tillögur gerðu ráð fyrir að unnt yrði að halda allri byggð við Ólafstún og unnt yrði að nýta allt byggingarlandið, sem eyðilagðist í snjóflóðinu 1995 og Merarhvammurinn milli varnar- garðanna myndi haldast óbreyttur. Þar var upplagt skíðaland fyrir Flateyringa, með skíðalyftu upp á Ytri-Hjallann. Nú er þetta land allt eyðilagt, og það er fyrst og fremst að kenna ókunnugleika NGI (Nor- ges Geotekniske Institutt) á stað- háttum, sem allir íslenzkir ráða- SÉÐ yfir Flateyri úr fjallinu, þar sem snjóflóðið hljóp. menn hafa látið villa um fyrir sér. Slík mistök mega pkki endurtaka sig annarsstaðar. I níræðisafmæli heiðursborgarans, Maríu Jóhanns- dóttur, 25. maí 1997, sagði eg að bezta afmælisgjöfm til hennar væri sú, að Flateyringar létu fara fram endurskoðun á tillögum NGI/VST um varnirnar. Á það var ekki hlust- að, og því fór sem fór. Höfundur cr fyrrverandi forstjðri. Á fermingaborðið BorðdúKaúrvalið er hjá okkur Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. London frá kr. 16.645 í sumar með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sumar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágætis hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðviku- daga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verðkr. 1Ó«Ó45 Verðkr 19.990 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, fiugsæti og skattar. Flug og skattur. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.