Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS liiusjón Arnór G. Ragnarsson Undanúrslit Islands- mótsins í sveitakeppni spiluð um helgina 40 sveitir spila í undankeppni ís- landsmótsins í sveitakeppni um helg- ina. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri MasterCard á íslandi, setur mótið kl. 15. Dagskrá: Föstudagur 5. mars: Fyrirliðafundur kl. 14.00 l.umf. kl. 15.00-16.30 kl. 16.50-18.20 2.umf. kl. 19.30-21.00 kl. 21.20-22.50 Laugardagur 6. mars: 3.umf. kl. 11.00-12.30 kl. 12.50-14.20 4.umf. kl. 14.50-16.20 kl. 16.40-18.10 5.umf. kl. 19.30-21.00 kl. 21.20-22.50 Sunnudagur 7. mars: 6.umf. kl. 10.30-12.00 kl. 12.20-13.50 7.umf. kl. 14.15-15.45 kl. 16.05-17.35 Úrslit leikja verða sett inn jafnóð- um á heimasíðu BSÍ: islandia.is/~is- bridge en þar er einnig að finna allar upplýsingar um mótið, t.d. lista yfir alla þátttakendur. Úrslitin í MasterCard-mótinu verða spiluð 31.mars-3.apríl nk. Bridsfélag Suðurnesja Feðgarnir Kjartan Olason og óli Þór Kjartansson sigruðu í minningar- mótinu um Guðmund Ingólfsson, sem lauk sl. mánudagskvöld. Með þeim í pari spilaði Jón Steinar Ingólfsson. Staða efstu para varð annars þessi: Kjartan-ÓliPór-JónSteinar 168 Gunnar Guðbjörnsson - Garðar Garðarsson 159 Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Sævarss. 153 Heiðar Sigurjónss. - Vignir Sigursveinss. 144 Björn Dúason - Karl Einarsson 140 Næsta keppni verður hraðsveita- keppni. Spilað er á mánudagskvöld- um í félagsheimilinu við Sandgerðis- veg. Bridsfélag Hafnarfjarðar Fyrri umferð af tveimur í ein- menningi félagsins var spiluð mánu- daginn 1. mars. Spilað var í tveimur riðlum. Pessir einstaklingar urðu efstir: A-riðill: Þórarinn Sófusson 80 Erla Sigurjónsdóttir 77 Edda Jónasdóttir 72 Leifur Aðalsteinsson 69 B-riðilI: Sigurjón Harðarson 76 Guðmundur Magnússon 74 Páll Valdimarsson 72 Guðni Ingvarsson 68 Keppninni verður fram haldið mánudaginn 8. mars. Ef þú ert orð- inn leiður á makker, þá er tilvalið að koma og spila einmenning hjá Brids- félagi Hafnarfjarðar eitt kvöld. Bridsfélag Húsavíkur Staða fimm efstu sveita fyrir síð- ustu umferð í aðalsveitakeppni Brds- félags Húsavíkur er eftirfarandi: Sveinn Aðalgeirsson 176 Gunnlaugur Stefánsson 164 Björgvin R. Leifsson 162 Frissi kemur 147 Heimir wBessason 119 I lokaumferðinni eigast við sveit- irnar í 2. og 2. sæti en Frissi á leik við Heimi, þannig að baráttan um 2. - 3. sætið gæti orðið hörð. Estu pör í fjölsveitaútreikningi eftir 16 hálfleiki eru: Þórólfur Jónass. - Einar Svanss. 19,52 Gaukur Hjartars. - Friðgeir Guðmundss. 19,52 Magnús Andréss. - Þóra Sigurmundsd. 17,77 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Eftir 28 umferðir í barómetir-tví- menningnum er staða efstu para eft- irfarandi: Sigurður Ámundas. - Jón Þór Karlss. 249 PáU Ágúst Jónss. - Ari Már Aras. 181 Baldur Bjartmarss. - Halldór þorvaldss. 168 Hermann Friðrikss. - Jón St Ingólfss. 156 Jónas Elíass. - Jón Guðmar Jónss. 143 Guðrún Jörgensen - Gauðlaugur Sveinss. 132 Hæsta skor 1. mars: Stefanía Sigurbjönsd. - Inga J. Stefánsd. 67 Arni Magnúss. - Eyjólfur Magnúss. 58 SigurðurAmundas.-JónÞórKarlss. 57 PállÁgústJónss.-ArniMárArnas. 52 15. mars hefst Aðalsveitakeppni deildanna. Hægt er að skrá sig strax hjá B.S.Í. Sími 5879360. Spilastjóri ísak Orn aðstoðar með að mynda sveitir. I DAG <££* 'íbks^ RAÐSTEFNA UM SKATTAMÁL föstudaginn 5. mars kl. 10:15-17:00 á Hótel Loftleiðum, Bíósal. 10:15-10:30 Setning: Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands. 10:30-11:00 Ávarp Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra: Stefna ríkistjórnarinnar í skattamálum. 11:00-11:20 Kaffihlé. 11:20-12:00 Goðsögn um skatta: Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands íslands. 12:00-13:00 Matarhlé. 13:00-13:30 Erindi frá Öryrkjabandalaginu og Landssambandi aldraðra: Margrét Sigurðar- dóttir, varaformaður Félags eldri borgara. 13:30-14:40 Þjóðarsátt um skatta og velferð: Kristján Bragason, vinnumarkaðsfræðingur VMSÍ og Garðar Vilhjálmsson, skrifstofu- stjóri Iðju, félags verksmiðjufólks. 14:40-15:00 Kaffihlé. 15:00-17:00 Umræður og pallborð: Grétar Þorsteinsson, forseti ASl, Björn Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ, Sjöfn Ingólfsdóttir, fulltrúi BSRB, Ágúst Einarsson, alþingismaður og Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður. Umræðum stjórnar Einar Karl Haraldsson. Ráðstefnustjóri: Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. VELVAKAIVÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Borgarstolt? Á FLESTUM póstkortum af Reykjavík má sjá Tjörnina með fjölbreyttu fuglalífi og ferðamenn sí- fellt að mynda við Tjörn- ina. Nú finnst mér lítill sómi að sjá gæsir og end- ur sársvangar og illa haldnar, margir fuglar bæklaðir og jafnvel brotn- ir. Þarna standa tveir bæjarstarfsmenn í 10 daga og vigta brauð frá velviljuðum borgurum. Það eru 5 vinnudagar í viku svo þetta er hálfur febrúarmánuður, senni- lega á launum nálægt 100 þús. krónum. Það er hægt að kaupa brauðpoka af eldra brauði í flestum bakaríum fyrir 50-100 kr. Hvað fengist af brauði fyrir 100 þús. krón- ur? Nóg til að fæða end- urnar í langan tíma. Borg- in þykist svo ekki hafa efni á að fæða þessi grey og lætur þau deyja á ráð- húströppunum. Ég hringdi til dýra- verndunarnefndar út af þessum vansælu fuglum. Þar var mér sagt að í gæsum sem dáið höfðu á Tjarnarbakkanum hefðu fundist steinar í magan- um, sem sagt farnar að borða steina vegna hung- urs. Og einnig að borgin hefur ekki hlustað á kvartanir dýraverndunar- nefndar sem var mér sammála. Ekki aldeilis „dýravinir" þessi borgar- stjórn. Katrín. Hækkanir R-listans ÉG VAR að fá reikning fyrir fasteignagjöldum mínum fyrir árið 1999 eins og allir aðrir íbúðareig- endur í Reykjavík. Það sem stingur strax í augu er að nú hækka gjöldin ennþá einu sinni hjá R- listanum. Og nú er hækk- unin á milli ára hjá mér um 16,75% eða úr kr. 34.514 fyrir árið 1998 í kr. 40.296 fyrir árið 1999. Og allir muna loforðin á Ing- ólfstorgi fyrir kosningar: „Við ætlum ekki að hækka skatta." Eg tók saman fast- eignagjöld síðustu fjögur árin sem D-listinn fór með völd hér í Reykjavík og hinsvegar síðustu fjögur ár sem R-listinn fór með völd, þ.e. fast- eignagjald, lóðaleigu, tunnuleigu og vatnsskatt. Árin 1991-1994 greiddi ég alls kr. 100.818 eða um 25.000 kr. á ári. En árin 1995-1998 bættist einn skattur á seðilinn, hol- ræsagjald. Þessi fjögur ár greiddi ég alls kr. 132.022 í fasteignagjöld eða kr. 33.000 á ári. Þetta eru 31,46% hærri gjöld en hjá D-listanum og enn hækka þessi gjöld um 16,75% milli ára eins og fyrr segir. Og nú er það tunnuleigan sem fer í 6.000 kr. á tunnu. Gjaldið hjá mér fer úr 942 kr. í 7.260 kr. á ári sem er 67,07% hækkun. Eg hafði samband við skrifstofu gatnamála- stjóra og taldi tunnuleig- una of háa hjá mér eða réttara sagt okkur hér í húsinu. Okkar stigagangi eru reiknaðar fimm tunn- ur en öðrum stigagöngum hér í blokkinni frá fjórum og niður í tvær. Því hagar þannig til hjá okkur að hér eru sex stigagangar eða 34 íbúðir með aðgang að sömu sorpílátum og það er 21 tunna fyrir allar þessar íbúðir og hefur svo verið frá því ég kom hingað árið 1959. Þetta ættu þeir sem losa tunnurnar að geta staðfest. Eftir útreikningum gatnamálastjóra erum við hér í mínum stigagangi með fimm tunnur, fjögur stigahús með fjórar og eitt stigahús með tvær tunnur. Þetta reiknast mér vera 23 tunnur. Þá er spurningin, hvernig er hægt að taka gjald fyrir 23 tunnur þar sem aðeins er 21 tunna? Svarið sem ég fékk hjá skrifstofu gatnamálastjóra var: „Við getum ekki gert að því þótt tunnur hverfi." Ekki var boðist til að athuga málið nánar. Hvaða skatti megum við eiga von á að ári á fasteignaseðlinum frá R- listanum? Varla er hægt að finna fleira í sambandi við sorp, og þó. Birkir Skarphéðinsson, Hringbraut 109, Rvík. Tapað/fundið Gucci gleraugu í óskilum GUCCI gleraugu fundust efst á Laugavegi við gömlu Mjólkurstöðina. Upplýsingar í Auganu, gleraugnaverslun, sími 568-9111. Kápa tekin í misgripum SVÖRT og þunn, og svart hliðarveski með CK í einu horninu, var tekið í mis- gripum á árshátíð MR miðvikudaginn 24. febrúar í Broadway. Sá sem tók þetta í misgripum hafi samband í síma 561 9435. Gullkross tapaðist KARLMANNS u.þ.b. 4 sm í keðju, týndist á leið- inni Humarhúsið, Rex og svo upp í Bankastræti, sl. fimmtudagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 6764. Fundar- laun. Ullarfrakki tekinn í misgripum hjá GR NÝR dökkgrár síður ull- arfrakki var tekinn í mis- gripum í Golfklúbbi Reykjavíkur sl. föstudags- kvöld og annar skilinn eft- ir. Sá sem tók frakkann í misgripum er beðinn að hafa samband í síma 561 1258. Skartgripir töpuðust TVEIR gullhringir, ann- ar giftingarhringur með höfðaletri, silfurhringur og eitt silfurarmband, týndust föstudaginn 26. febrúar eftir kl. 18 í sundlauginni Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu. Skilvís finnandi hafi sam- band við sundlaugarvörð- inn í Hátúni 12. GSM-sími tapaðist BLÁR Panasonic GSM- sími týndist í bíl hjá ung- um manni á leiðinni frá miðbæ Reykjavíkur í Kópavog. Sá sem hefur símann undir höndum hafi samband í síma 552 2845. Dyrahald Rósa er týnd ÞESSI þrílita læða, (svört, hvít og gul) hvarf frá Smyrlahrauni í Hafn- arfirði þriðjudaginn 16. febrúar sl. Hennar er sárt saknað og eru þeir sem hafa orðið hennar varir beðnir að hafa samband við Dagbjörtu í síma 565 5565. . Lúna er týnd LÚNA týndist fyrir u.þ.b. 3 vikum frá Sveinsstöðum við Úlfarsfell í Mosfells- bæ. Hún er svört og hvít, eyrnamerkt en ekki með ól. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi sam- band í síma 854 4111 eða 698 2822. Fressköttur týndur Grábröndóttur fresskött- ur, geltur, týndist sunnu- daginn 21. febrúar frá Langholtsvegi. Hann er eyrnamerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 553 0076. Víkverji skrifar... TONLISTARUNNENDUR fögnuðu mjög þegar Klassík FM hóf útsendingar sínar og ekki minnkaði ánægjan þegar skipt var yfir á bylgjulengdina 100.7, því svo mjög batnaði útsendingin. Enda er það orðið svo, að fjölmargir tón- listarunnendur hafa opið fyrir stöðina meira og minna frá morgni til kvölds og helzt ekki skipt yfir á aðrar útvarpsstöðvar nema á fréttatímum. Þættir Halldórs Haukssonar eru frábærir og verða seint full- þakkaðir, en því miður eru þeir of stuttir til að fullnægja þörfinni. Þess í milli er flutt tónlist með sjálfvirkum hætti, sem er allt í lagi út af fyrir sig, en vandinn er sá, að dag eftir dag og viku eftir viku er leikin sama tónlistin. Oftast eru þetta kaflar úr vinsælum verkum eða sönglög. En svo oft má spila slíka músík með stuttu millibili, að hörðustu aðdáendur fá meira en nóg. Mörg merk tónverk eru svo viðkvæm, að þau þola ekki síbylju- flutning. Meira að segja Tungl- skinssónatan. Víkverji hlustar mikið á Klassík FM, en að undanförnu hefur hann fengið sig fullsaddan af sífelldum endurflutningi sömu verkbúta. Þá er stutt í, að lokað sé fyrir stöðina. Þess vegna er skorað á aðstand- endur hennar að endurnýja verkin á tónböndunum, t.d. með hljóm- sveitarverkum í fullri lengd, og gæta þess að hafa hæfilega langt á milli útsendinga. Á þetta er bent í fullri vinsemd af þakklátum stuðningsmanni stöðvarinnar að öðru leyti. xxx VÍKVERJI álpaðist inn í Skífuna í Kringlunni á dögunum og fór að skoða geisladiska. Víkverji hefur gaman af jazzi og flettir stundum í stæðunum, þar sem hann er geymd- ur. Þá rakst hann á uppáhaldsplötu sína, sem hann hafði átt í áratugi og var því orðin svolítið þreytt, þegar hún var sett í plötuspilarann, heyrð- ust orðið brak og brestir. En þarna var þessi dýrgripur útgefinn á geisladiski, þótt tónlistin hafi verið tekin upp á sjöunda áratugnum. Vfkverji var því ekki lengi að kaupa nýju útgáfuna og hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga, hlustar á þessa góðu tónlist truflanalaust, rétt eins og fyrir 30 árum. Það er þakkarvert, þegar góð tónlist er endurútgefin og lagfærð fyrir geisladiska. Þetta er oft frá- bær tónlist, sem gaman er að eiga á jafnvaranlegu efni og geisladiskar eru. Það er aldrei nóg af slíkum endurútgáfum. Vfkverji er t.d. bú- inn að leita lengi að annarri plötu, sem gefin var einnig út á sjöunda áratugnum, en ekM fundið enn. Það er plata með Dave Brubeck, sem heitir „Anything Goes", þar sem kvartettinn spilar lög eftir banda- ríska tónskáldið Cole Porter. Frá- bær plata og frábær jazz. Lfklegast þarf Vfkverji enn að bíða þess að sú plata verði endurútgefin. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.