Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 51 MINNINGAR MARGEIR SIGURÐSSON + Margeir Sig- urðsson fæddist 7.júníl922íHnífs- dal. Hann lést 24. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar Margeirs voru Sig- urður Kristóbert Sigurðsson, f. 5.4. 1888, d. 18.4. 1970 og Friðgerður Ingibjörg Friðriks- dóttir, f. 29.4. 1891, d. 16.11. 1966. For- eldrar Margeirs tóku í fóstur Daní- elu Jónu Jóhannes- dóttur, f. 14.2. 1914, d. 8.3. 1981 og gengu henni í for- eldrastað; Auk þess tóku þau að sér Olöfu Kristínu Krist- jánsdóttur, f. 9.11. 1903, d. 18.7.1991 sem áður hafði verið fóstruð af foreldrum Friðgerð- ar. Margeir kvæntist 16. júlí 1955 Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 20.8. 1921, d. 11.12. 1998. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson,/. 24.8. 1890, d. 24.2. 1980 og Ása Kristín Jóhannes- dóttir, f. 18.6. 1896, d. 23.10. 1942. Börn þeirra eru 1) Sig- urður Ingi, f. 18.1. 1954, kvæntur Dóru Hafsteinsdótt- ur. Börn þeirra eru: a) Haf- steinn Gunnar, f. 24.9. 1978. b) Margeir Gunnar f. 29.5. 1982. c) Stefán Gunnar f. 22.6. 1993. Nú er elsku afi Margeir dáinn. Hann bara dó og sem betur fer þurfti hann ekki að kveljast eins og amma Stella. Nema kannski bara í hjartanu eftir að amma dó, en hún dó rétt fyrir jól. Það er svo skrýtið að það líða bara tveir mánuðir á milli þeirra. Afi hefur bara viljað fara til ömmu. Hann var svo sorg- mæddur og guð hefur tekið hann til sín. Nú vitum við að afi og amma, Birta og Ólöf Kristín horfa niður til okkar og gæta okkar. Okkur langar að minnast afa og ömmu í fáeinum orðum. Þegar mamma sagði okkur að afi væri dáinn þá rifjuðum við upp allar þær skemmtilegu stundir sem við systurnar áttum með afa og ömmu. Allar ferðirnar til Akureyrar og amma stoppaði í öllum sjoppum og keypti nammi og fór í spilakass- ana. A Akureyri fórum við í sund á morgnana og í bakaríð og Guðrún frænka fór með okkur í ferðirnar. Afi var alltaf frekar rólegur og hlédrægur en amma dró hann alltaf með sér hingað og þangað. Okkur fannst alltaf merkilegt að afi skyldi hafa verið sjómaður og að mamma hafi siglt með honum um víða veröld. Það var alltaf gaman að hlusta á sögurnar frá því afi var á sjónum og ef við vorum að tala um eitthvert land sem varla þekktist þá heyrðist alltaf í afa: Ég hef farið þangað. Afi fylgdist alltaf með öll- um veðurfréttum og vissi alltaf hverig spáin yrði fyrir vikuna. Við gátum alltaf spurt hann um veðrið. Ferðin sem Gerður fór til Portúgals með ömmu og afa sl. sumar er ógleymanleg og hún geymist í minningunni. Amma var svo spennt því hún var ákveðin í að fara, það var hennar draumur. Hann rættist og pakkað var niður í töskur löngu fyrir brottför. I Portúgal vorum við á mjög fínu hóteli og sundlaugargarðurinn var mjög stór, alveg frábær. Á morgn- ana fór ég og Jón Örn litli frændi sem Ása systir mömmu á, en þau fóru í ferðina líka, í Módeló að kaupa nýtt brauð og með því. Svo var það hlutverk okkar Jóns Arnar að taka frá bekk við sundlaugina fyrir ömmu, afa og Ásu frænku, því amma vildi alltaf vera á besta staðn- um að sóla sig. Á kvöldin fórum við út að borða og í göngutúr á eftir. Afi Margeir var alltaf svo snyrti- legur og reglusamur. Hann tók alltaf strax úr uppþvottavélinni þeg- ar hún var búin, lét það aldrei bíða eins og svo margir gera. Hann 2) Magnús, f. 8.11. 1956, kvæntur Jenný Ólafsdóttur. Börn þeirra eru : a) Ólafur Haukur f. 4.12. 1982. b) Guðrún, f. 1.4. 1989. c) Hrafnhild- ur Bára, f. 30.9. 1995. 3) Brynja, f. 2.12. 1960, gift Guðjóni Davíð Jónssyni. Börn þeirra eru a) Gerð- ur, f. 17.12. 1984. b) Geirþrúður Ása, f. 16.3. 1987. c) Ólöf Kristín, f. 16.3. 1987, d. sama dag. d) Birta, f. 16.4. 1992, d. sama dag. 4) Ása Kristín, f. 1.3. 1964, gift Erni Stefáni Jónssyni og þeirra son- ur er Jón Örn f. 17.11. 1993. Margeir fór á sjó upp úr fermingu og var á fiskibátum og togurum. Hann lauk fiski- mannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavfk 1947 og farmannaprófi frá sama skóla 1951. Hann hóf störf hjá Eim- skipafélagi íslands 1947 og skipstjóri frá 1974 til 1987 er hann lét af störfum. Hann starfaði hjá Sjávarútvegsráðu- neytinu frá 1989-1997. Útför Margeirs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. pússaði alltaf skóna sína með bréfi áður en hann fór úr húsi. Elsku afi okkar, við vitum að þér líður vel og ert ekki sorgmæddur, því að þið amma Stella eruð saman á ný. Guð geymi þig elsku afi okkar og takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og ömmu Stellu. Þínar Gerður og Geirþrúður Ása. „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls að brugðist getur lánið frá morgni til kvelds." (M.Joch.) Mér kom þetta vers í hug, þegar hringt var í mig og mér tjáð að frændi minn og vinur, Margeir, væri látinn. Ég hafði verið að hringja heim til hans að spjalla við hann, en á sama klukkutímanum hringir Sigurður sonur hans í mig og segir að pabbi sinn hafi orðið bráðkvaddur, þar sem hann var að þrífa bílinn sinn. Við Margeir höfð- um daginn áður verið saman við jarðarför skólabróður hans úr Sjó- mannaskólanum og ekkert virtist þá ama að honum. Því má segja að skjótt skipist veður í lofti. Við Margeir vorum systrasynir og var mikið og gott samband milli fjölskyldna okkar frá því við vorum smastrákar vestur í Hnífsdal, en stutt var milli heimila okkar. Faðir Margeirs var sjómaður og lengst af skipstjóri á vélbátnum Dan. Snemma heillaðist Margeir af sjón- um og fór að beita og stokka upp hjá pabba sínum. Eftir að útgerð Dans fluttist til ísafjarðar settist fjölskyldan þar að. Á ísafirði stundaði Margeir sjómennsku á landróðrabátum. Hann ákvað síðan að mennta sig meira og fluttist til Reykjavíkur til að innritast í Sjó- mannaskólann og lauk þaðan prófi. Hann hóf síðan störf hjá Eim- skipafélagi íslands, sem stýrimaður og síðar skipstjóri til margra ára á skipum félagsins og farnaðist vel í starfi. Lengst var hann skipstjóri á Grundarfossi. Eftir að Margeir hætti á sjónum vann hann hjá sjávarútvegsráðuneytinu og undi sér vel þar. Margeir var maður prúður og hæglátur. Hann var snyrtimenni mikið og vildi hafa allt í röð og reglu, hvort sem var á skipum þeim er hann stjórnaði eða heima fyrir. Segja má að skammt sé stórra högga á milli því aðeins eru rúmir tveir mánuðir síðan eiginkona hans, Stella, var borin til grafar. Missir hennar var mikið áfall fyrir Mar- geir, en hún hafði barist lengi við ill- kynja sjúkdóm. Stella var mikil húsmóðir og dugnaðarforkur og mjög listfeng. Hjá þeim var oft gestkvæmt og þau höfðingjar heim að sækja. Það var hins vegar mikið starf að vera eiginkona sjómanns, enda dvaldi hann oft langdvölum að heiman. Hún stýrði hins vegar heimilinu á meðan af miklum mynd- arskap. Við hjónin og fjölskyldur okkar höfum átt margar ánægjustundir á heimili þeirra hjóna og þökkum fyr- ir það. Börnum þeirra og fjölskyld- um þeirra vottum við dýpstu samúð og biðjum Guð að milda sorg þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning vinar míns og frænda. Guðmundur L.Þ. Guðmundsson. Elsku frændi! Ekki datt mér í hug þegar ég skrifaði henni Stellu okkar fyrsta og síðasta bréfið, enda þurftum við ekki að skrifast á endranær, að þú yrðir næstur til að kveðja okkur. Ég hélt að það yrði annar mér líka svo kær sem næstur færi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þú varst Magginn hennar mömmu og þú varst henni svo kær, eins og okkur öllum. Það hefur verið sólskin í Dalnum daginn sem þú fæddist og hamingj- an mikil hjá fjölskyldunni í litla hús- inu sem nú stendur við Skólaveg 1 í Hnífsdal. Þar bjuggu þá, auk for- eldra þinna, amma þín og afi, for- eldrar Fríðu ömmu, og tvö frekar en þrjú börn sem þau langamma og langafi ólu upp. Og svo hún mamma mín sem foreldrar þínir tóku til sín í fóstur þegar hún var fjögurra ára gömul og var því orðin átta ára þeg- ar þú fæddist. Þegar ég skrifa þessa kveðju er ég hér með mynd af ykk- ur, þú tveggja eða þriggja ára gam- all og hún tíu eða ellefu ára, þið eruð bæði svo fín, hún með sitt mikla dökka hár og þú svo ljós. Þú varst sannkallað ljós. Ég ætla ekki að tíunda hér allt það sem þú varst okkur systkinun- um né allar gjafirnar sem þú færðir okkur úr útlandinu. Og árin mín í Sólheimum 10, þau fæ ég seint þakkað ykkur Stellu. Eg veit, er ég mæli fyrir munn pabba og okkar systkinanna, að það er kær vinur og frændi sem hér er kvaddur. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut, Guð oss það geE, glaðir vér megum þér síðar fylgja' í friðarskaut (V. Briem.) Elsku Ása, Brynja, Magnús og Siggi. Guð styrki ykkur og ástvini ykkar, en munum að það kemur aft- ur sumar að liðnum vetri. Bára. Elsku besti Margeir minn. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Þú hefur þekkt mig frá þriggja ára aldri og fylgst með mér með ást og umhyggju fram á þenn- an dag. Mér er efst í huga þegar ég var átján ára yngismær og fékk að búa hjá ykkur Stellu í mánuð. Við Ása vorum í jólaprófum. Það sem þú stjanaðir við okkur, komst inn á morgnana og fékkst óhreina þvott- inn sem kom svo hreinn og saman- brotin skömmu síðar. Eg á nú kannski ekki að segja frá þessu en svona var það nú. Þú gerðir allt fyr- ir okkur og ég fann umhyggju þína streyma frá þér til mín. Og nú þeg- ar ég hugsa um þig koma minningar upp í hugann þar sem þú brosir og hlærð að uppátækjum okkar Asu. Það veitir mér gleði að hugsa um þær minningar nú. Það er ekki langt síðan hún Stella þín kvaddi okkur og ef ég þekki hana rétt þá hefur hún tekið yndislega á móti þér. Það hefur verið erfiðara en nokkurn grunar að missa hana Stellu þína en nú eruð þið sameinuð hjá Guði. Elsku Margeir minn, takk fyrir alla umhyggjuna. Ég geymi hana í hjarta mér. Elsku besta Asa mín, Brynja, Maggi og Siggi, það er mikið á ykkur lagt að missa foreldra ykkar á svona skömmum tíma en það er líka fallegt að hugsa um þau sameinuð að nýju. Eg bið algóðan Guð að veita ykkur styrk í sorg ykk- ar. Ykkar Herdís. Margeir frændi minn og vinur er nú fallinn frá. Ekki renndi mig í grun, þegar við föðmuðumst við jarðarfórina hennar Stellu, að svo skammt yrði í það að hann kveddi þennan heim. En nú er hann kom- inn til hennar Stellu sinnar enda voru þau hjón ákaflega samrýnd og höfðingjar heim að sækja. Margeir og móðir mín ólust upp sem systkin og var alla tíð kært milli þeirra og fórum við systkinin ekki varhluta af gjöfum Margeirs. Ég minnist Margeirs fyrst sem strákur í Hnífsdal þegar góður maður spurði mig hvort við ættum ekki að heimsækja hann frænda minn sem væri að sigla stóra skip- inu inn fjörðinn. Við löbbuðum inn á ísafjörð og þar var Margeir gest- gjafinn eins og svo oft. Seinna réðst ég í skipsrúm á Brú- arfossi og í framhaldi af því kvöttu Margeir og Stella mig til að fara í Stýrimannaskólann og læra fræðin og er ég þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Margeir átti langan og farsælan feril sem stýrimaður og skipstjóri á skipum Eimskipafélagsins og voru skipin hans ætíð til fyrirmyndar hvert sem þau sigldu. Þar er geng- inn góður drengur og við Kristbjörg sendum öllum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Ingi Lárusson. BERGSTEINN L. GUNNARSSON + Bergsteinn Loftur Gunnars- son var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 28. des- ember 1918. Hann lést af slysförum hinn 21. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þverárkirkju 30. janúar. Þegar ég hugsa um Bessa afa eins og ég kallaði hann alltaf kemur fyrst upp í huga minn minning tengd síðustu jólum. í september síðastliðnum, þegar Bessi og Bogga voru að koma úr sinni fyrstu og síðustu utanlands- ferð, gistu þau hjá ömmu og afa í Ásgarði eins og vanalega. Kom ég þangað til að heilsa upp á þau og var ég í háum stígvélum sem nú eru mjög í tísku. Bessi tók strax eftir stígvélunum og sagði; „í hverju ertu, stelpa? Og ég hélt í fyrstu að hann væri að stríða mér eins og hann var oft vanur að gera, en þá leist honum í raun svo vel á stígvél- in að hann spurði hvort þau væru ekki tilvalin í jólagjöf handa Nönnu. Svo það varð úr að ég keypti samskonar stígvél og sendi norður svo Bessi og Bogga gætu gefið Nönnu þau í jólagjöf. Þetta lýsir því vel hvað Bessi var alltaf ungur í anda. Eg á svo margar góðar minning- ar tengdar Bessa afa og Kast- hvammi að ég veit varla hvar ég á að byrja. Ein sterkasta minningin er um það þegar mamma og pabbi fóru til Færeyja og ég var í pössun í (kvsshvammi) Kasthvammi. Til að lofa mér að fylgjast með ferða- lagi mömmu og pabba þá teiknaði Bessi með tómatsósunni á fiskinn minn hvað þau voru að gera, þegar þau voru á skipinu og þegar pabbi var að syngja i stórum sal o.s.frv. Við Nanna brölluðum margt þeg- ar við vorum litlar í Kasthvammi og alltaf tók Bessi afa þátt í því öllu sama hvort sem var að dæma íþrótta- leiki, koma í drullukökukaffi, renna á snjóþotu eða lesa og leika sögur fyrir okk- ur. Þegar Bessi var sjötugur að aldri var ég stödd fyrir norðan í páskafríinu mínu og voru Nanna Björg og Bersteinn yngri þar líka. Einn daginn fórum við á snjóþotur fyrst á varpanum og renndum okkur niður á tún en það fannst okkur ekki nógu spennandi svo við ákváðum að fá Bessa afa til að fylgja okkur upp í gilið fyrir ofan bæinn til að við gætum rennt okk- ur í stærri brekku, Bessi afi tók mjög vel í það og gekk upp gilið með okkur en þegar við ætluðum að renna niður fannst okkur svo leiðinlegt að hann þyrfti að ganga einn niður svo við sögðum honum bara að renna með okkur niður, í fyrstu leist honum ekki svo vel á það en sló svo til og renndi með okkur niður gilið. þessi minning er mér svo í fersku minni að mér finnst hún hafa gerst í gær. Ég gæti skrifað heila bók um Bessa afa með minningum mínum um hann. Mér finnst eins og Bessi afi sé ennþá í Kasthvammi og ég sé hann fyrir mér standa á varpanum bros- andi út að eyrum og taka á móti mér í stóra hlýja faðminn sinn. Elsku Bogga mín og allir aðrir aðstandendur, ég bið Guð að vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Ykkar Kristín (Stína) Dögg. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTINN GUÐMUNDSSON, Greniteigi 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 6. mars kl. 11.00. Auður Jónsdóttir, Birgir Ingólfsson, Bjargey Sigrún Jónsdóttir, Guðmundur Sigmar Jónsson, Rúnar Ágúst Jónsson, Margrét Linda Ásgrimsdóttir, Pétur Tryggvi Jónsson, Ólöf Hildur Egilsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.