Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUNNÞORUNN
EGILSDÓTTIR
-1
+ Guimþórunn
Egilsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
10. júní 1911. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala 25. febrúar síð-
astiiðinn. Foreldrar
hennar voni Þórunn
Einarsdóttir, hús-
móðir, f. 16.12. 1883,
d. 28.5. 1947, og Eg-
ill Guðnmndsson,
sjómaður, f. 2.11.
1881, d. 29.9. 1962,
frá Hellu í Hafnar-
firði. Systkini Gunn-
þórunnar voru átta.
1) Jensína, f. 21.9. 1905, d. 5.6.
1991, maki Gísli Sigurgeirsson, f.
1.3. 1893, d. 7.5. 1980. 2) Sigríð-
ur, f. 2.10. 1906, d. 1.4. 1950,
maki Jón Finnbogason, f. 1.10.
1907, d. 1.12. 1987. 3) Guðmund-
ur, f. 25.10. 1908, d. 31.1. 1987,
maki Ásta Einarsdóttir, f. 1.10.
1917, þau skildu. 4) Einar, f. 18.3.
1910, maki Margrét Thoroddsen,
f. 19.6. 1917. 5) Nanna, f. 10.8.
1914, d. 22.3. 1979, maki Björn
Sv. Björnsson, f. 15.10. 1909, d.
14.4. 1998. 6) Svanhvít, f. 10.8.
1914, d. 12.11. 1998, fyrri maki
Óskar Guðnason, prentari, þau
skildu, seinni maki Jan Moravek,
f. 25.5. 1912, d. 25.5. 1970, þau
skildu. 7) Gísli Jón, f. 31.3. 1921,
d. 23.4. 1978, maki Sigrún Þor-
leifsdóttir, f. 16.12.
1927. 8) Ingólfur, f.
4.12. 1923, d. 2.1.
1988, maki Svava Júl-
íusdóttir, f. 30.12.
1925.
Hinn 18. maí 1933
giftist Gunnþórunn
Sigurbirni Magnús-
syni, hárskera frá
Borgarnesi, f. 2.10.
1910, d. 20.9. 1994.
Foreldrar hans voru
Magnús Þorbjarnar-
son söðlasmiður og
skókaupmaður í
Borgarnesi, f. 4.10.
1873, d. 5.5. 1942, og Ingibjörg
Einarsdóttir húsmóðir, f. 8.6.
1878, d. 20.2. 1953.
Gunnþórunn og Sigurbjörn
hófu sinn búskap í Hafnarfirði en
fluttu 1955 til Garðabæjar og
bjuggu þar til æviloka.
Börn Gunnþórunnar og Sigur-
björns eru: 1) Sigríður Laufey, f.
28.8. 1934, maki Geir Magnússon,
f. 13.8. 1933. Börn þeirra eru: Sig-
urbjörn, f. 21.11. 1953, maki Gullí
Berg, f. 28.6. 1957, börn þeirra
eru: Stella, Gunnar og Aron.
Stella og maki hennar Svavar
Hrafn Svavarsson eiga soninn
Kristófer. Gunnþórunn, f. 20.9.
1955, maki Kristinn Kolbeinsson,
f. 3.4. 1957. Börn Gunnþórunnar
og fyrrv. maka, Sigurðar Kr. Sig-
urðssonar eru Haukur og Auð-
ur, börn Gunnþórunnar og
Kristins eru Sigríður María, Kol-
beinn og Geir. Hrafnhildur, f.
9.6. 1959, börn hennar og fyrrv.
maka, Guðmundar Loga Óskars-
sonar eru Eva María og Davíð.
Magnús, f. 30.9. 1961, maki Vala
Margrét Grétarsdóttir, barn
Magnúsar og fyrrverandi maka
Söndru Friðleifsdóttur er Geir,
börn Magnúsar og Völu eru Sig-
urbjörn og Magnús Grétar. Þor-
valdur, f. 16.11. 1966. 2) Örlyg-
ur, f. 29.6. 1945, maki Lilja
Óskarsdóttir, f. 25.3. 1946, börn
Örlygs og fyrrv. maka, Svanfríð-
ar Blöndal, f. 24.6. 1944, eru Sig-
ríður, f. 7.5. 1963, maki Daníel
Þorsteinsson, f. 25.11. 1958,
þeirra börn eru Arna og Árný.
Egill, f. 20.9. 1965, maki Auður
Lísa Antonsdóttir, f. 23.11; 1964,
þeirra börn eru Agnes Ósk og
Egill Örn, auk þess á Egill dótt-
ur, Evu Dögg. Ingibjörg, f. 12.9.
1966, sambýlismaður Garðar
Kjartansson, f. 25.3. 1951, börn
Örlygs og Lilju eru Freydís, f.
5.1. 1973, barn hennar er Karit-
as Róbertsdóttir, Bergdís, f. 6.3.
1977, sambýlismaður Bento
Costa Guerreiro, f. 15.7. 1974.
Gunnþórunn vann við verslun-
arstörf mestallan sinn starfsald-
ur. Hún vann í Blómabúðinni Bur-
kna í Haíharfirði til ársins 1972
þegar hún keypti verslunina
Skemmuna og rak hana allt til
ársins 1995, þá 84 ára að aldri.
Utför Gunnþórunnar fer fram
í dag frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði kl. 13.30.
Það fyrsta sem ég man eftir ömmu
var það þegar hún og afi komu að
sæly'a mig og bróður minn, en við átt-
um að fá að fara í kirkju með þeim.
Það var Fríkirkjan í Hafnarfírði, en
þar söng amma og hafði gert síðan
i%ún var ung stúlka. Amma og afi fóru
stundum að synda á morgnana, þá
fengum við líka stundum að fara með,
sem okkur þótti mjög skemmtilegt og
ekki var það verra þegar heim var
komið að amma smurði lungamjúkt
brauð með marmelaði. Þegar ég
hugsa um ömmu finnst mér að það
hafí alltaf verið sólskin, kannski
vegna þess að við sátum ósjaldan úti í
garði í skotinu hjá ömmu og nutum
sólarinnar, drukkum kaffí og spjöll-
uðum, alltaf var nóg pláss fyrir alla og
alltaf hægt að ná í fleiri stóla. Mér
fannst gott að tala við hana, hún var
góður hlustandi, skilningsrík, hrein-
skilin og hvetjandi.
Amma var algjör bindindismann-
æskja á vín og tóbak. Hún var í
"ríemplarafélagi Hafnarfjarðar frá því
að hún var ung. Hún hafði gaman af
að spila félagsvist og fóru hún og
mamma gjarnan saman. Hún var
mjög dugleg og áhugasöm í því sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún var
alltaf fyrst að setja niður kartöflurn-
ar á vorin og einnig að taka þær upp
á haustin. Þegar við svo settum okk-
ar kartöflur niður kallaði hún á okkur
í kaffi og pönnukökur. Snjórinn var
varla fallinn á gangstéttina og tröpp-
umar þegar hún var búin að sópa
honum í burtu. Hún víldi hafa allt í
föstum skorðum, var mjög stundvís
og lét aldrei bíða eftir sér. Það gladdi
hana að fá börnin í heimsókn og alltaf
var hún tilbúin að gæta þeirra ef á
®>urfti að halda. Þá var stundum farið
í beijamó.
Amma var árviss þátttakandi í
Kvennahlaupinu í júní frá upphafi,
sem og annað kvenfólk í fjölskyld-
unni. Eins og gefur að skilja var hún
oft elsta konan og var heiðruð með
blómum. Þá var hefð fyrir því að
pabbi bakaði vöfflur og hellti upp á
könnuna fyrir okkur.
Amma og afi höfðu gaman af að
ferðast og fóru þau í hin ýmsu ferða-
lög bæði innanlands sem og erlendis.
Síðastliðið haust fóru hún, mamma,
pabbi og ég til London, en hún hafði
-jryög gaman af að fara þangað og
'kíkja í búðir. I þeirri ferð sagði hún
við mig: „Þetta er síðasta ferðin mín
hingað." Það er ekki hægt að minnast
ömmu án þess að segja frá því hvað
hún var mikill dýravinur. Alltaf gaf
hún fuglunum og hún vissi hvað þeim
þótti best.
Þegar amma var um sextugt lét
hún draum sinn rætast og keypti
vérslunina Skemmuna við Reykjavík-
urveg og rak þar vefnaðarvöruversl-
un í um aldarfjórðung með sóma og
góðri þjónustulund. Hún lagði hart að
sér til þess að eignast Skemmuna.
Áður en hún mætti í búðina á morgn-
ana bar hún út Morgunblaðið til þess
að endar næðu saman. Það kom
aldrei annað til greina en að borga
reikninga á gjalddaga. Það segir svo-
lítið að í þessi 25 ár voru aðeins tvær
konur í hálfu starfi hjá henni. Hún
hætti rekstri fyrir rúmum þremur ár-
um, þá að verða 84 ára.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryflrláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku amma, ég kveð þig með virð-
ingu og söknuði, þakka þér fyrir allt
sem þú kenndir mér með góð-
mennsku þinni.
Elsku mamma, Ölli og aðrir að-
standendur, megi algóður Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Gunnþórunn.
Elsku amma.
Ég veit að ég ætti ekki að vera sorg-
mædd núna þegar þú hefur kvatt líf-
ið, sátt við þitt og tilbúin að fara, en
það vantar svo mikið þegar þú ert
farin. Þú varst aðalmanneskjan í fjöl-
skyldunni og eldhúsið þitt var sam-
komustaðurinn, því fleiri sem voru í
kaffi, því ánægðari varst þú. Þú varst
alltaf svo hraust og dugleg að
kannski fannst mér að þú yrðir bara
alltaf hérna hjá okkur.
Ég er svo stolt af þér amma, því
enginn kemst með tæmar þar sem þú
hafðir hælana. Ég hef oft montað mig
af þér og sagt stolt frá kraftinum og
eljuseminni í þér, þú gafst aldrei upp
og ætiaðir þér frekar að gera meira
en minna. Við sögðum oft í gríni að þú
værir hraustasti unglingurinn í fjöl-
skyldunni en veistu, það var satt, þú
varst óstöðvandi og þú þurftir alitaf
að hafa eitthvað fyiir stafni. Þú
elskaðir vorin og sumrin, birtuna og
ylinn og þú varst svo jákvæð og
fjörug, svo lifandi. Það var svo ríkt í
þér að drífa hlutina af og slagorðið var
„það er ekki eftir sem búið er“. Það
stóð aidrei á þér, amma, ef það vant-
aði aðstoð og jafnvel þó það vantaði
ekki aðstoð, þá mætti mín samt, tilbú-
in að rétta hjálparhönd og tilbúin að
drífa hlutina af. Þú gladdist alitaf ef
þú gast gefið, þú gafst og gafst, ver-
aidlega hluti og af sjáifri þér og allir
hændust að þér, fullorðnir og böm en
bömin áttu alveg sérstakan stað í
hjarta þínu og þar áttu stóran vina-
hóp. Við systkinin vomm svo lánsöm
að búa í næsta húsi við ykkur afa pg
ég gat farið til þín þegar mig langaði,
þú tókst alitaf vel á móti litlu vinkon-
unni þinni og þegar kom að því að ég
byrjaði í skóianum tókstu að þér að
styðja mig í heimanáminu, þá fór litii
námsmaðurinn út til ömmu að læra og
þú hvattir mig endalaust. Á sunnu-
dögum fórum við svo saman í kirkju
þegar þú söngst í Fríkirkjukómum í
Hafnarfirði og á haustin fóram við út í
móa að tína ber. Það er mér ómetan-
ieg minning núna, sá tími sem við átt-
um saman. Stundum fórað þið afi með
okkur systkinin í sund á morgnana í
sumarfríinu ykkar, þá reyndi ég að
synda eins og hinir, full sjálfstrausts
með kútinn á bakinu, og þegar þú
sagðir mömmu frá tilþrifunum, gat
maður borið höfuðið hátt og verið
stoltur af hundasundinu. Þannig
varstu amma, hældir og hvattir, þú
lést mig finna að þú hafðir trú á mér,
það er bami ómetanlegt og æ síðan
hefur þú veitt stuðning og sýnt áhuga
á því sem ég hef gert og tekið mér
fyrir hendur. Þegar lifið reyndist snú-
ið var svo gott að koma til þín til að
spjalla - þú varst svo mikill spekingur
amma og þú sagðir svo oft „hið mjúka
vinnur það harða - hið hlýja vinnur
það kalda“. Þannig lagðir þú áherslu á
að við ættum alltaf að fyrirgefa og all-
ir ættu að vera vinir. Evu Maríu og
Davíð er það ómetanlegt að hafa alist
upp í næsta húsi við lang-ömmu sína,
eftir að ég flutti aftur heim til fóður-
húsanna því þau nutu elsku og um-
hyggju þinnar ríkulega og ekki bara
þau heldur vinir þeitra líka, allir vora
velkomnir og það var líka svo lýsandi
fyrir þig að þú mundir alltaf eftir smá-
fuglunum. Þú kenndir okkur að
treysta á Guð og bænina og nú, elsku
amma min, þegar þú hefur slökkt ljós-
ið í eldhúsinu þínu, og eftir sitja allar
góðu minningarnar sem ég er svo
þakkiát fyrir, þá treysti ég á bænina
og bið Guð að geyma þig.
Þín
Hrafnhildur.
Á fyrstu áratugum aidarinnar
kúrði iítið fiskimannaþorp í hæðum
og holtum við Hafnarfjörðinn. Þar
þekktust allir, flestir höfðu lítið handa
á milli af veraldlegum gæðum, en fólk
kom hvert öðra við og tók þátt í gleði
og sorgum hvers annars. I litlu húsi
að Hæðarenda steig Gunnþórann föð-
ursystir okkar sín fyrstu spor í faðmi
stórrar og samheldinnar fjölskyldu,
dóttir hjónanna Þórannar Einars-
dóttur og Egils Guðmundssonar. Það
vora ekki aðeins foreldramir og börn-
in níu sem mynduðu sterkan og svip-
mikinn kjarna heldur vora einnig
mikil tengsl við aðra fjölskyldumeð-
limi og gestkvæmt var mjög á heimil-
inu. Þegar Gunnþórunn var nálægt
tíu ára aldri byggði Egill afi okkar
hús að Austurgötu 23 og þangað flutti
fjölskyldan. Gunnþórann var fimmta í
röðinni og átti hún að heita í höfuðið á
móðursystur sinni, Guðrúnu. Guðrún
dró eitthvað úr þeirri hugmynd,
sennilega af eintómri hlédrægni. Það
varð því úr að bamið var skírt í höf-
uðið á systrunum báðum, Guðrúnu og
Þórunni ömmu. Það var alltaf mjög
kært með Gunnþórunni og Guðrúnu
og sagði sú síðarnefnda henni seinna
að hún hefði séð eftir því að hafa ekki
þegið nafngiftina að fullu. Fjölskyld-
an var mjög samrýmd og ríkti að
jafnaði glaðværð á heimilinu enda
systkinin öll með afbrigðum hiátur-
mild og hress, en þau fóru ekki á mis
við sorgir og áhyggjur. Það var mikið
álag á þau öll, þegar Guðmundur,
elsti bróðirinn, fékk blóðeitrun í fót-
inn og var lengi rúmliggjandi. En
bjartsýnin réði ríkjum eins og glöggt
má finna hjá föður okkar og öllum
þeim systkinum hans sem við bárum
gæfu til að kynnast, en Sigríði kynnt-
umst við því miður ekki því að hún dó
ung. Bjartsýn, lífsglöð og söngelsk
vora þau með afbrigðum. Gunnþór-
unn söng lengi í kirkjukór Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði, enda mjög trúuð
og lifði lífinu með sannkristnu hugar-
fari. Það var oft þröngt í búi, lífsbar-
áttan hörð og fjölskyldufaðirinn á
sjónum. Börnin fóru ung að leggja
sitt af mörkum til heimilishaldsins
með ýmsum störfum, bæði innan og
utan heimilis. Þar iá Gunnþórunn
ekki á liði sínu og tók mjög mikinn
þátt í öllum störfum á heimilinu, enda
hjálpsöm og skapgóð með afbrigðum
allt frá bamsaldri. Faðir okkar minn-
ist þess ekki að hafa nokkurn tíma
séð hana reiðast eða æsa sig yfir hlut-
unum heldur tókst hún á við lífið með
fádæma jafnaðargeði og glaðri lund.
Það var alltaf yndislegt að koma tO
Gunnþórannar og við minnumst þess
allt frá æskuárum. Hún tók á móti
okkur með opinn faðminn og ástúðleg
orð á vöram. Hún var svo hlý og góð
og vildi allt fyrir alla gera. Gunnþór-
unn var alla tíð einstaklega falleg
kona og bar aldurinn með reisn. I
okkar huga tengist minning Gunn-
þórannar hvunndagshetju, sem vann
verk sín án þess að fjölyrða um þau,
hlúði að fjölskyldu sinni án þess að
ætlast til neins í staðinn. Hún gerði
heiminn einnig mannúðlegri því hlýja
hennar og góðvild fór ekki framhjá
neinum sem kjmntist henni, jafnvel
ekki þeim sem þekktu hana lítið. Hún
var ein af þeim manneskjum sem
brosti til manns með öllu andlitinu og
ekki síst augunum. Það era ekki
nema örfá ár síðan hún hljóp um búð-
ina sína, en hún átti og rak vefnaðar-
vöraverslunina Skemmuna í Hafnar-
fírði. Þar hafði hún fallegar vörar og
vildi helst ekkert fyrir þær taka, ef
bróðurbömin foluðust eftir efnum í
gardínur og jóladúka. Það lýsir best
dugnaði hennar og eljusemi að ekki
era nema þrjú ár síðan hún seldi búð-
ina og dró sig út úr rekstrinum, þá
velfullorðin kona. Þegar fréttist að
Gunnþórann hefði selt Skemmuna
rann það fyrst upp fyrir okkur að hún
var komin á miðjan níræðisaldur.
Gunnþórunn og Sigurbjörn Magnús-
son, maður hennar, byggðu hús í
Garðabæ, á fallegum stað þar sem
enn er víðátta rétt við Gálgahraunið á
Alftanesi. Þar bjó Gunnþórann áfram
eftir að maður hennar dó og var svo
gæfusöm að hafa börnin sín í næsta
nágrenni, soninn Öriyg í sama húsi og
dótturina Sigríði eða Dúrrý, eins og
hún er kölluð í fjölskyldunni, í húsinu
beint á móti. Betri aðstæður er vart
hægt að hugsa sér, enda fjölskyldan
öll mjög samrýmd og aðdáunarvert
og fallegt samband margra kynslóða í
þessum tveimur húsum. Dúrrý var
okkur sem stóra systir á árum okkar í
Mexíkó og erum við þakklát Gunn-
þóranni fyrir að „lána“ foreldrum
okkar hana komunga til fjarlægs
lands.
Það er með mikilli eftirsjá að við
horfum á bak öllum systkinum pabba.
Þau voru fastur punktur í tilvera okk-
ar, það gustaði af þeim á einn eða
annan hátt og sannarlega var engin
lognmolla á þeim bæ. Þau vora sjálf-
um sér samkvæm, höfðu ákveðnar
skoðanir og þorðu að segja þær. Og
umfram allt var mikið hlegið í návist
þeirra. Við minnumst Gunnþórunnar
með miklum trega og vottum börnum
hennar og fjölskyidum þeirra dýpstu
samúð okkar við fráfall hennar.
Einnig föður okkar, sem hefur mátt
kveðja tvær systur sínar með aðeins
þriggja mánaða millibili.
Blessuð sé minning elsku Gunn-
þórunnar.
María, Egill, Þórunn, Sigurður
og Margrét Einarsbörn.
Mér finnst svo stutt síðan ég sat í
eldhúsinu hennar ömmu „lang“ og
úðaði í mig pönnsunum hennar sem
vora þær bestu í heimi. Hún töfraði
þær fram á mettíma en hafði varla
undan því við krakkarnir voram
jafnfljótir að renna þeim niður. Að
maður tali nú ekki um
rabarbaragrautinn hennar og
hunangs-cheeriosið sem var í mikiu
uppáhaldi hjá okkur krökkunum. Já,
enginn fékk að vera svangur hjá
henni langömmu. Það var alltaf svo
gott að vera hjá henni. Hún var svo
góð og alltaf svo örlát. Hún kenndi
mér ljóð og bænir og sagði mér frá
Jesú. Hún trúði á svo margt gott.
Hún trúði því að hið góða sigri alltaf
hið illa. Það var sko ekkert sem
stoppaði langömmu. Ef hún ætlaði
sér að gera eitthvað þá gerði hún það.
Hún lagði aldrei árar í bát og gafst
upp, það hugtak var ekki til í hennar
orðasafni. Hún setti niður kartöflur á
vorin og tók þær svo upp á haustin og
stundum fyrir aðra líka. Hún tók þátt
í Kvennahlaupinu á hverju einasta ári
og var oftast aldursforseti þar. Hvað
henni þótti gaman að taka á móti
blómvöndunum sem hún hlaut ár eftir
ár fyrir þennan heiður. Hún Ijómaði
öll á sviðinu, og maður var svo stoltur
af því að vera langömmubamið
hennar. Það var svo sannarlega hægt
að vera stoltur af henni. Það komast
fáir, ef nokkur, með tærnar þar sem
hún hafði hælana. Alltaf mundi hún
eftir þeim sem minna máttu sín,
smáfuglunum. I vetrarkuldanum
þegar lítið var um æti gaf hún þeim
fuglafóður og oft var þröng á þingi í
garðinum, bæði fyrir framan og aftan
húsið. Hún elskaði vorið, þegar
myrkrið og skammdegið víkja fyrir
birtu og yl, og ef snjórinn var seinn að
yfirgefa garðinn þá mokaði hún
honum bara út fyrir girðinguna,
svona til að flýta fyrir vorinu. Það
þýddi ekki að sitja og bíða! Hún var
alltaf svo jákvæð, jafnvel þegar hún lá
veik á spítalanum. Þegar maður kom
til hennar og spurði: „Hvað segirðu,
amma mín?“, þá var svarið alltaf: „Ég
segi allt ágætt“, og svo brosti hún
sínu blíðasta.
Elsku langamma mín. Þú varst sú
allra besta, og ert, því að í mínu
hjarta og okkar allra, verður þú alltaf
til. Öll góðu ráðin þín og trúin á Guð
og englana hafa styrkt mig í trúnni
og munu fylgja mér alla ævi. Ég mun
alltaf minnast þín með brosandi
hjarta og þökk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(H. Péturss.)
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þín
Eva Marfa.
Yndisleg mágkona mín, Gunnþór-
unn, lést sl. fimmtudag aðeins rúmum
þrem mánuðum eftir lát Svanhvítar
systur sinnar. Þau vora níu systkinin,
en nú er aðeins Einar, maðurinn
minn, eftir af þessum glaðværa og
söngelska systkinahópi. Systurnar
vora fimm og höfðu þær allar fallega
söngrödd. Tvær þeirra urðu óperu-
söngkonur, Nanna og Svanhvít, en
hinar þrjár, Jensína, Sigríður og
Gunnþórunn, sungu allar í kórum.
Mér eru sérstaklega minnisstæðir
tðnleikar Tónlistarkórsins árið 1947.
Þá sungu allar systurnar í kórnum en
Nanna og Svana einsöng. Bræðumir
voru líka allir með góða söngrödd, en
mest bar þó á Guðmundi, sem söng í
áratugi bæði innanlands og utan með
Karlakór Reykjavíkur. Auk þess spil-
aði hann frábærlega á fiðlu.
Ung að árum felldu þau hugi sam-
an Gunnþórann og Sigurbjöm, hár-
skerameistari. Hann var frá Borgar-
nesi, en þau settust að í Hafnarfirði,
þar sem Gunnþórunn var fædd og
uppalin. Síðar reistu þau sér hús í
Garðabæ. Gunnþórunn var sérstak-
lega myndarleg húsmóðir og bar
heimili þeirra þess glöggt vitni. Það
var sannkallaður griðastaður fjöl-
skyldunnar.
Sigurbjörn lést árið 1994 og hafði
hann þá átt lengi við vanheilsu að