Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 41
-i I MORGUNBLAÐIÐ 250 hrefnur árlega og 100 lang- reyðar. Málið hefur hins vegar fleiri hliðar en hinar líffræðilegu. Hvalveiðar eru afar viðkvæmt mál í alþjóðlegu samhengi. Hvað ætla menn að gera með allt þetta hval- kjöt? Ekki Uggur fyrir að unnt sé að selja teljandi magn af því til út- landa. Norðmenn sem stundað hafa hrefnuveiðar um nokkurra ára skeið leggja blátt bann við út- flutningi hvalaafurða. Þá er það mat margra í ferðaþjónustu og meðal útflytjenda sjávarafurða að hvalveiðar að lítt undirbúnu máli séu mikið hættuspil. Ég hef oft varað við einföldun í túlkun útreikninga á fæðunámi hvala og áhrifum þess á veiðar þorsks og annarra nytjastofna hér við land. Niðurstöður Hafrann- sóknastofnunar um þessi efni byggjast á takmörkuðum gögnum og túlkun á þeim er oft út í hött eins og m.a. mátti sjá í myndriti með greininni „Togast á um hval- inn" í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. (bls.10-11). Sýnum mikla varúð Að mínu mati þurfa að liggja fyrir ítarleg gögn og rökstuðning- ur frá ríkisstjórn, áður en Alþingi fer að taka afstöðu til hugsanlegra hvalveiða. Afstöðu sína þarf þingið að byggja á traustum upplýsing- um og áhættumati, meðal annars á áhrifum hvalveiða á samskipti okkar við helstu viðskiptaþjóðir og ímynd landsins og stöðu í um- hverfismálum. Eftir að ríkis- stjórnin hefur skorist úr leik í loftslagsmálunum með því að und- irrita ekki Kýótó-bókunina, er ís- land þegar í afar slæmu ljósi á al- þjóðavettvangi. Alyktun um hval- veiðar nú myndi bæta gráu ofan á svart. Grundvallaratriði í þessu máli er líka, hvort ísland ætli sér að leita á ný inngöngu í Alþjóða- hvalveiðiráðið, eins og starfshópur sjávarútvegsráðuneytisins lagði til fyrir tveimur árum að athugað yrði. Það er líka reginmunur á því hvort menn eru að tala um að veiddar verði fáeinar hrefnur eða hvort hér eigi að hefja stórhvala- veiðar. Hið síðartalda væri hreint glapræði við núverandi aðstæður. Ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna og Alþingi á ekki að gefa grænt ljós á hvalveiðar við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður. JJ Ár aldraðra Jenna Jensdóttir I sverðinum glitrar grasið" Imannlegum samskiptum er dýrmætt að sýna ástúð og um- hyggju. Það hefur sannað sig að aldraðir sem lifa við slíka rækt- arsemi eiga mun betra með að taka mótlæti og þeim erfiðleikum sem óumflýjanlega fylgja háum aldri. Rósemi og gleði taka sér oft bólfestu í andliti ef aldraður getur eytt elliárum og háð sitt síðasta stríð í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Það er staðreynd. I nútíma samfélagi er slík samvera kynslóða næsta óhugsandi. Samt er hún til. Það er ótrúlega hamingjuríkt að eiga hlutdeild í slíku í vinahúsi, þótt í stuttri heimsókn sé. Hafa samt alltaf vitað að þar er óhugsandi að sérgirni og lífsgræðgi geti nokkurn tíma gripið inn í rótgróin viðhorf. Glaðari og betri í vitundinni gengur hver og einn frá heimsókn í svo sjaldgæft vinahús. Það er auðvelt að skilja að ei- lífðin kalli þá sem aldraðir eru. Viðskilnaður er samt oftast sárs- aukafullur. Það er ylrík huggun ef umönnun og gott þel hafa ríkt í samskiptum. Kannski er ekki neitt eins þakkarvert í lífi aldraðra og það að andi og hugsun skerðist sem minnst, þótt líkamskraftar þrotni. Þá er ekkert háleitara til en sameinast í góðum hugsunum til þeirra er missa ástvini sem eru á manndóms-, æsku- eða barnsaldri. Þar brestur okkur alltaf skilning. Góðar hugsanir spyrja ekki um trú eða trúleysi. I þeim felst einfald- lega máttur kærleikans og því hljóta þær að gjöra öðrum gott. Það er auðvelt að skilja að eilífðin kalli þá sem aldrað- ir eru. Viðskilnaður er samt oftast sársaukafullur. Það er ylrík huggun ef umönrt- un og gott þel hafa ríkt í samskiptum. - 1969-1999 30 ára reynsla Einangninargler GLERVERKSMIÐJAN , - .: -. -¦¦ .- ¦,., -;--,. Eyjasandur 2 • 850 Helia ¦b 487 5888 • Fax 487 5907 Á ORLANE P A R I S ^SP^ Hefur húð þín sofnað á verðinum? Vissir þú að húðin hefur „minni" sem dvínar með árunum? ORLANE býr yfir lausn til að vekja húð þína úr dvalanum, með nýja hrukkubananum, Soin Antirides Extreme d'Orlane. Nýtt varakrem sem inniheldur sömu eiginleika og Extréme. Notaðu nú tækifærið til að kynnast þessum frabæru kremum frá ORLANE. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Regnhlífabúðin Laugavegi Snyrtivöruverslunin Sandra, Smáranum, Kóp. Laugavegsapótek Snyrtivöruverslunin Nana, Hólagarði Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Snyrtivöruverslunin Evita, Borgarkringlunni Hagkaup Skeifunni Snyrtivöruverslunin Spes Háaleitisbraut Hilma, Húsavík FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 41 Sértilboð til r I 22. mars frá kr. 39.955 Við seljum nú síðustu sætin til Kanarí fyrir páskana og bjóðum þér hreint einstakt tilboð til þessa vinsælasta sólarstaðar fslendinga. Nú getur þú valið um 1 vikur eða 2 í sól og sumri og um leið valið um fjölda spennandi kynnisferða meðan á dvölinni stendur með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 39.9551 M.v. hjón með 2 börn, vika, flug,j gisting og skattar. Verð kr. 44.9901 M.v. 2 í Ibúð/smáhýsi, flug, gisting, [ skattar, 22.mars. Verð kr. 49.8501 M.v. hjón með 2 börn, 2 vikur.j flug, gisting og skattar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæö • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is RAÐAUGLYSINGAR FUNDIR/ MANIMFAGNAÐUR Náttúruverndarráð Nýting vatnsfalla! Hvernig hafa Norðmenn leyst málin? Friðun, yirkjanir, útivist, ferðaþjónusta o.fl. í sátt? Geta íslendingar lært af áratuga vinnu Norðmanna? Náttúruverndarráð boðartil opins kynningar- fundar um rammaáætlun um vatnsföll í Noregi sem innlegg í umræðu um ný vinnubrögð við landnýtingu og skipulag á ísíandi. Fundarstaður: Ráðhús Reykjavíkurföstudaginn 5. marskl. 13—15.30. Fyrirlesarar: Ola Skauge, deildarstjóri „Direktoratet för Nat- urforvaltning," Þrándheimi og Hallvar Stensby yfirverkfræðingur hjá „Norges Vassdrags- og Energidirektorat". Fyrirspurnum svarað að loknum erindum. Allir áhugamenn velkomnir. Náttúruverndarráð SMAAUGLYSINGAR FELAGSLÍF eHí Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Upp- hafsorð: Leifur Hjörleifsson. Hugleiðing: Benedikt Arnkels- son. Auk þess flytja 3 félagar stutt erindi. Allir karlmenn hjart- anlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Lofgjörðarsam- koma. Ofurstarnir Norunn og Roger Rasmussen. I.O.O.F. 11 ¦ 179348'/2 = 9.III* Landsst. 5999030419 VIII KENNSLA Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa, byrjendur/ framhald. Námskeiðstími: 7. mars—7. maí. Esther Helga Guðmundsdóttir, söngkennari. S. 561 5727 og 699 2676. -JkLLTAf^ EITTHVAO NYTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.