Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Ein lítil hjóna- saga úr sam- tímanum ANNA og Jón koma inn á skrifstofuna og fá sér sæti. Pau eru glað- leg í fasi. „Við erum búin að ákveða að reyna aftur,“ segja þau. „Við erum búin að búa hvort í sínu lagi í hálft ár. En við viljum fá leiðsögn og ráð áður en við flytjum saman aftur, til að gera enga vitleysu í þetta sinn.“ ,Af hverju flutt- uð þið frá hvort öðru?“ spyr ég. „Við hittumst fyrir sex árum og urðum strax rosalega ástfangin,“ seg- ir Anna. „Þegar við vor- um búin að vera saman í eitt ár ákváðum við að gifta okkur. Þá gekk þetta bara vel. Auðvitað komu alltaf upp einhver smádeilumál en það var í raun ekki neitt sérstakt. Þegar við vorum búin að vera gift í eitt ár eignuðumst við Jónu. Mér fannst Fjölskyldan Fjölskyldan, segír Þór- hallur Heimisson, hef- ur vaxandi hlutverki að gegna fyrir tilfínningar okkar í heimi sem verð- ur ópersónulegri með hverjum deginum. frábært að verða mamma, og ég naut hvers einasta dags, þó að fæðingin sjálf hafi verið erfið. Eg komst eigin- lega ekki á fætur fyrr en eftir tvo mánuði. En Jóna vai’ góð, fékk engar magakveisur, svaf vel og okkur hafði aldrei liðið betur. En auðvitað varð þetta samt erfitt eftir því sem á leið. Ekki batnaði ástandið þegar við flutt- um í nýja íbúð þegar Jóna var bara sex mánaða. Jón sá þá um allt þetta praktiska." Jón hélt áfram: „Þetta var mjög erfiður tími hjá mér. Ég varð að sjá um allan flutninginn, ganga frá pen- ingamálunum, gera íbúðina í stand og skila þeirri gömlu fínni. Um leið hafði ég nóg að gera í vinnunni, mikil eftir- vinna. Enda vantaði okkur peninga til þess að borga af íbúðinni. Þegar ég kom heim úr vinnunni hafði Anna engan áhuga á mér, hún var svo upptekin af Jónu.“ „Já, eftir að við flutt- um fór þetta að ganga illa,“ segir Anna. „Við rifumst um allt^ oft al- gera smámuni. Ég þoldi ekki hvernig hann gekk um heimilið og hann var alltaf að rífast i mér út af peningamálunum sem dæmi. Þetta var orðið óþolandi ástand. Þegar Jón kom heim var hann þreyttur og vildi hvíla sig áður en hann byrjaði að vinna í íbúðinni. Um helgar vildi hann bara slappa af heima en ég vildi fara meira út og hitta fólk. Ég reyndi að tala um þetta, en hann var annaðhvort of þreyttur eða það kom eitthvað upp á. Þetta kom líka niður á kynlífinu. Það varð óþægilegur spenningur í kringurn það eins og annað. Að lokum þoldi ég ekki meira. Jón ekki heldur. Þess vegna ákváð- um við að skilja,“ segir hún. Við skulum kveðja Onnu og Jón að sinni. Vandinn sem þau eiga við að etja, í þessu stutta dæmi úr lífinu, er vel þekktm-. Vinnuálag fjölskyldunn- ar er of mikið og fjárhagurinn er of slæmur til að hægt sé að kaupa sig út úr vandanum. Hið hefðbundna fjöl- skyldumynstur, pabbi, mamma, bam eða böm, hefur verið á stöðugu und- anhaldi á Islandi undanfarin ár. Fleiri og fleiri hjónabönd enda með skilnaði og fjölskyldumynstrið einstætt for- eldri/bam er orðið æ algengara, eða foreldri/bam/stjúpforeldri. Auk þessa hefur fjölskyldan verið að tapa hlutverki sínu í stöðugt rík- ari mæli. Hið opinbera og sveit- arfélögin hafa tekið yfir margt af því sem áður var í verkahring fjölskyld- unnai'. Börnin dvelja lengur en áður utan fjölskyldunnar og em þá í um- sjón leikskóla, skóla, íþróttafélaga, heilsdagsskóla o.s.frv. A sama hátt hefur umönnun eldri borgaranna færst yfir á hendur heimahjúkmnar og dvalarheimila eldri borgara. Hin Þórhallur Heimisson opinbera umsjón er góð að mörgu leyti og sumum er hún blátt áfram lífsnauðsynleg. En þetta gefur fjölskyldunni líka nýtt vægi. Hún hefur vaxandi hlut- verki að gegna fyrir tilfinningar okk- ar í heimi sem verður ópersónulegri með hverjum deginum. Innan fjöl- skyldunnai' viljum við fá að njóta ástúðar, vináttu, kærleika og trausts. Þetta þýðir ekki að við fáum alltaf að njóta ástúðar, vináttu, kærleika og trausts innan fjölskyldunnar, því miður. Og af því að við geram þessar miklu kröfur til fjölskyldunnar era vonbrigðin þeim mun meh'i þegai' vonir okkar og væntingar bregðast. Afleiðingin er deilur og, oftar en ekki, skilnaður. Stöðugt vaxandi bil er á milli vel stæðra og fátækra fjöl- skyldna á Islandi. Þungar afborganir og vaxandi skuldir heimilanna ásamt lágum launum valda því nú að for- eldrar þurfa að vinna lengri og lengri vinnudag til að endar nái sam- an. Þrátt fyrir það lenda margar fjöl- skyldur í vanda og þm’fa að leita hjálpai-. Óhóflegt vinnuálag og fjár- hagsáhyggjur valda því að fjöl- skyldumeðlimir íjarlægjast, tengslin rofna og spenna verður viðvarandi í samskiptum á heimilinu. Dæmið af Önnu og Jóni er auðvitað tilbúið en sýnir ástand sem mörg pör kannast við. Eins og vill verða hjá mörgum vora þau ekki reiðubúin að takast á við ábyrgðina sem helltist yf- ir þau þegar bamið fæddist. Bamið krefst umhyggju, umsjónai' og at- hygli foreldra sinna 24 tíma á sólar- hring. Margir átta sig ekki á því fym en á reynir hversu mikil binding það er að eiga bam. A þessu tímabili í líf- inu er hætta á að þreyta hlaupi í sam- bandið, enda álagið allt of mikið. Hjónin era alltaf þreytt og deila jafn- vel stöðugt um það hvort þeirra sé þreyttara og hvort eigi skilið að fá „að gera eitthvað fyrir sig núna“. Þegar svona er ástatt eiga mai'gir enga krafta aflögu. Allt veldur þetta sárs- auka á báða bóga. En hvað má læra af sögunni um Önnu og Jón? Jú, kanski era „Tími og Ábyrgð“ lausnar- orðin á mörgum þeim vanda sem við blasir hjá íslenskum fjölskyldum í dag og endurspeglast m.a. í skólum landsins. Tími til að vera saman, tími til að vera með bömunum, tími fyrir fjölskylduna. En til að skapa þann tíma þarf að breyta áherslunum í þjóðfélaginu. Það á að vera á ábyrgð þjóðfélagsins að sjá til þess að fjöl- skyldumar í landinu fái tíma til að þroskast saman. Og það á að vera á ábyrgð fjölskyldunnar að nota tímann fyrir bömin, unglingana og samskipt- in innan fjölskyldunnai'. „Tími og Ábyrgð"! Hvemig væri að gera þau orð að einkennisorðum samfélagsins og hvfla í staðinn kröfuna um „Frelsi“? Höfundur er prestur. Atvinnulífs- dagar Há- skóla Islands FRAMADAGAR Háskóla Islands eru án efa orðnir fastir í sessi hjá íslenskum háskólanemum sem og fyrirtækjum. Dag- arnir verða nú haldn- ir 3.-5. mars en þeir hafa verið árlegur viðburður frá árinu 1995. Framadagar eru haldnir að frum- kvæði AIESEC sem er alþjóðlegt félag viðskipta- og hag- fræðinema og er fyr- irmynd þeirra sótt til Bandaríkjanna en þar nefnist viðburðurinn „Career days“. Dagskrá Framadaga hefst með hádegisfyrirlestrum 3. og 4. mars þar sem lögð verður áhersla á að greina nemendum frá þeim fjölmörgu tækifærum sem at- Framadagar Markmið daganna er, segir Vilborg Þórðar- dóttir, að Framadagar verði vettvangur öflugra samskipta milli atvinnulífsins og nema Háskólans. vinnulífið hefur upp á að bjóða. Þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. í ár eru það Alþjóða- skrifstofa stúdenta, FBA, Flaga, Nýherji og Price Waterhouse Coopers sem munu sjá um fyrir- lestrana. Föstudaginn 5. mars verður aðaldagur Framadaga haldinn í Þjóðarbókhlöðunni. Þar munu 40 framsækin fyrirtæki kynna fyrir nemendum starfsemi sína, menntunarkröfur, atvinnu- tækifæri o.fl. Á Framadögum gefst því nemendum kostur á að öðlast betri sldlning' á kröf- um atvinnulífsins og geta því unnið mark- vissar í námi til að mæta þeim kröfum. Markmið daganna er að þeir nái til sem flestra deilda innan Háskólans, þannig að Framadagar verði vettvangur öflugra samskipta milli at- vinnulífsins og nema Háskólans. Frama- dagar eru ætlaðir öll- um, bæði nýnemum og þeim sem eru í þann mund að ljúka námi. Ég hvet alla sem ætla að mæta á Þjóðarbókhlöðuna 5. mars tU að nýta sér daginn eins og best verð- ur á kosið. Til að glöggva sig á að hverju maður er að leita og hvaða spuminga er gott að spyrja er gagnlegt að kynna sér Frama- dagahandbókina vel, en þar er að finna upplýsingar um öll þau fyrir- tæki sem taka þátt. Fyrirtækin verða mörg og starfsemi þeirra spennandi, ég mæli því með að nemendur hafi skýr markmið að leiðarljósi, þegar komið er á svæðið. Mikilvægt er að hafa sam- antekinn starfs- og námsferil á einu blaði ef sækja á um vinnu á Framadögum en öll fyrirtækin koma tU með að taka við starfsum- sóknum. Jafnframt munu mörg þeirra hafa hug á að láta vinna lokaverkefni fyrir sig. Það er því undir nemendum komið að grípa tækifærið. Hvort sem markmið dagsins verður að finna verkefni í lokaritgerð, sum- arvinnu eða framtíðarstarf er nauðsynlegt að mæta með rétta hugarfarið og koma vel undir- búin. Framadagar gætu orðið þáttur í að þú náir settu marki. Höfundur er 2. árs nemi í við- skiptafræði og markaðsstjóri AIESEC á íslandi. Vilborg Þórðardóttir Of lítið í launaumslagið vörulistinn Ármúla 17a, sími 588 1980. Fréttir á Netinu vffl>mbl.is _EITTHWVO NÝTT SKATTAR eru grundvöllur velferðar- kerfisins og um það er ekki deilt að launafólk almennt vill gott og öflugt velferðarkerfi. Hinsvegar geta verið misjafnar áherslur á dreifingu skatta í samfélaginu. í dag eru jaðarskattar al- menns launafólks of háir og sérstaklega á það við um barnafólk. Þegar rætt er um jað- arskatta er verið að skoða skatta launafólks af síðustu krónunni sem er unn- Guðmundur Þ. Jónsson ið fyrir, og í okkar flókna skattkerfi þar sem skattar, skattaaf- slættir og greiðslur frá ríkinu tengjast launum verður útkom- an sú að launafólk horfír uppá æ minni hluta tekna sinna verða eftir í launa- umslaginu. Aðstaða fólks er mjög mismun- andi. Þeir launþegar sem vinna reglu- bundna dagvinnu njóta í flestum tilfell- um fullra bóta en þeir sem vinna yfirvinnu fá oft harla lítið í launa- Brúðhjón Allur borðbiínaöur - Glæsileg gjaíavara ■ Brúðhjönalistar VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. umslagið fyrir þá vinnu þegar búið er að mótreikna bæturnar. Fólk sem þannig er ástatt um er oft í þeirri aðstöðu að það „verður“ að vinna þegar farið er fram á það eða þess beinlínis krafist. Þetta á t.d. við í framleðslugreinum. Einföldum skatta og bótakerfið Hér eru engar töfralausnir og vissulega er það gullinn meðalveg- ur að rata þegar dreifa á byrðum samfélagsins á sanngjarnan hátt. Forgangsverkefni okkar ætti þó að vera að einfalda skatta- og bótakerfi hins opinbera til þess að almennt launafólk átti sig á því hvernig uppbygging kerfisins er og hvað ákveðnar breytingar þýði fyrir heimilisbókhaldið. Ásamt með því að einfalda tekjuöflunar- kerfi hins opinbera þarf einnig að vera vakandi fyrir því að með al- mannafé sé farið af ráðdeild og fyrirhyggju. Það er ekki náttúralögmál að opinber rekstur sé óhagkvæmur og slæmur í sjálfu sér. Opinber rekstur og gott vel- ferðarkerfi eru grundvallarstoðir undir samfélag sem leggur áherslu á réttlæti og jafnrétti. Gott opin- bert heilbrigðiskerfi og mennta- kei’fi eru forsendur þess að lág- launafólk geti átt sömu möguleika og aðrir til mannsæmandi lífs og átt sömu tækifæri fyrir börn sín á komandi öld. Ræðum skattamálin Skattar eru stór hluti af útgjöld- um hvers launamanns. Það er sanngjörn krafa launafólks að skattkerfið verði skýrt og öllum auðskilið og það er einnig eðlileg krafa að launafólk fái aðeins bestu þjónustu hverju sinni fyrir skatt- Skattamál Þeir sem vinna yfír- vinnu, segir Guðmund- ur Þ. Jónsson, fá oft harla lítið í launa- umslagið fyrir þá vinnu þegar búið er að mót- reikna bæturnar. greiðslur sínar. Skatta- og velferð- armál eru vaxandi hluti af kjara- baráttu launafólks og það þarf að efla þjóðfélagslega umræðu um þau mál og sú umræða þarf að vera stöðug - ekki aðeins á fjögurra ára fresti. Höfundur er fornmður Landssam- bands iðnverkafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.