Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 29 LISTIR Eyjólfur Einarsson sýnir á Mokka EYJÓLFUR Einarsson opnar sýningn á Mokka 5. mars. Þar sýnir hann tíu nýleg steinþrykk. Rúm þrjátíu ár eru síðan Eyjólfur sýndi síðast á Mokka, en þar sýndi hann tvisvar í upphafi starfsferils síns sem spannar yfir 35 ár. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni steinþrykk, en það hefur lengi verið gamall draumur minn að kynnast þessari tækni. Undan- farin þrjú haust hef ég dvalið á grafíkverkstæði í Amsterdam undir leiðsögn góðs kennara og er það árangur þeirrar dvalar sem ég sýni núna á Mokka. Eftir að hafa nær eingöngu unnið með ol- íulitum á léreft, má efiaust sjá einhver merki málarns í þessum verkum, þó að tilgangurinn sé að láta hina grafísku tækni ráða ferðinni." Sýningunni lýkur 6. apríl nk. KROSSGOTUR '96, 35,5x46 cm. Systkini í listinni T01\LIST IVcskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutti verk eftir Mozart og Dvorák undir stjóra Ingvars Jónassonar. Ein- leikarar: Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Sunnudagurinn 28. febrúar, 1999. ÞAÐ ER í raun ekki langt síðan Sinfóníuhljómsveit íslands var í svipaðri stöðu og Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna, nema að fyrrum voru færri er kunnu nokkuð til verka, auk þess sem ýmis hljóðfæri voru ekki til í landinu. Skólarnir hafa skilað út í samfélagið mörgum vel spilandi hljóðfæraleikurum og nú er hljóðfæraeign mjög almenn, jafnvel af þeim sem til sjaldgæfari teljast. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna var stofnuð 1990 og hefur starfað óslitið síðan undir leiðsögn Ingvars Jónassonar. Á tónleikunum sveitarinnar, s.l. sunnudag, í Nes- kirkju, voru tvö verk, Konsert fyrir flautu og hörpu, K.299, eftir Mozart og Sinfónía nr 9, „Frá nýja heimin- um", eftir Dvorák. Sagnfræðingar hafa togast á um hvort rétt sé, að Mozart hafi haldið lítið upp á flautuna og verið jafnvel enn minna um hörpuna. Það er ljóst, að í klassískri tónlist var flautan ekki virt sem einleikshljóðfæri, en var hins vegar mikið notuð í kamm- ertónlist, sérstaklega þó þeirri teg- und skemmtitónlistar, sem gekk undir nafninu „divertimento" og svo auðvitað, sem mikilvægt hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar, þó óbóið væri á tímabili jafhvel algengara en flautan, sem „efsta rödd". Það er því ekki að undra, hvers vegna Mozart áttaði sig ekki því dálæti sem Frakkar höfðu á þessu hijóðfæri. Þá var harpan ekki síður sér-franskt hljóðfæri og fékk t.d. ekki viður- kennda stöðu í sinfónískri tónlist ut- an Frakklands fyrr en í síðróman- tíkinni. Þannig má segja að Mozart hafi verið vorkunn, að vera eingöngu beðinn um að semja einleiks- konserta fyrir þessi hljóðfæri, ver- andi afbragðs píanóleikari, jafhvel slyngur fiðlari og alinn upp í sin- fónískri tónlist, en Frakkar töldu, svo vitnað sé í heimspekinginn Rousseau (1712 -78), að hljóð- færatónlist væri „aðeins nothæf til stuðnings við söng". Konsertinn fyrir flautu og hörpu er samt sem áður býsna góð tón- smíð og sérstaklega hægi þátturinn, þar sem Mozart leikur sér að tónlín- um, sem hann einn á til. Konsertinn var mjög fallega fluttur af Áshildi Haraldsdóttur og Elísabet Waage en sérstaklega þó í samleiks- kadensunum, sem voru sérlega fal- lega mótaðar og leiknar af miklu ör- yggi. í heild var leikur hljómsveit- arinnar góður og hljómurinn einnig, svo að flutningurinn í heild var vel frambærilegur. Seinna verkið á konsertinum var sú níunda eftir Dvorák, eitt af mestu meistaraverkum sinfónískrar tónlistar og í flutningi þessa verks komu einmitt fram veikleikar sveit- arinnar, sérstaklega fámenni strengjasveitar, sem hafði ekki í fullu tré við fullmannaða sveit blás- ara. Þrátt yfir þetta var oft skemmtilegur blær yfir flutningi þessa erfiða verks, t.d. í hinum fræga Largo-þætti og þá sérstak- lega einleikurinn á enska hornið. þá var og töluvert bragð af horna- blæstrinum í upphafi fjórða þáttar og stundum nokkuð vel tekið til hendi í tréblásarasveitinni, svo að á köflum var flutningurinn ánægju- legur. Nauðsynlegt er að stækka strengjasveitina, sérstaklega ef flytja skal verk eins og þá níundu eftir Dvorák. Ef það tekst, ætti sveitin að ráða nokkuð vel við sin- fónísk verk af stærri gerðinni, þó líklega væri vænlegast til árangurs, að sníða sér þar stakk eftir vexti, því nóg er af góðum sinfónískum verkum, sem ekki eru eins erfið og krefjandi um túlkun og sú níunda eftir Dvorák. Hvað sem þessu líður, er Sinfóníuhljómsveit áhugamanna merkilegt framtak, sem tónlistar- menn og opinberir aðilar mættu styðja við og efla, því atvinnu- mennska og áhugamennska eru sprottnar upp af sama meið, eru systkin í listinni. Jón Ásgeirsson DJASSTRIOIÐ Svartfugl. Svartfugl á Jómfrúnni í TILEFNI af þriggja ára afmæli Jómfrúarinnar og tíu ára bjórsölu á íslandi efnir Jómfrúin til djass- tónleika dagana 4.-7. mars. Fram kemur djasstríóið Svartfugl en það skipa Sigurður Flosason, altsaxó- fónn, Björn Thoroddsen, gítar, og Gunnar Hrafnsson, kontrabassi. Jómfrúin hefur staðið fyrir tón- listaruppákomum allt frá upphafi starfsemi sinnar. Má þar nefna þátttöku í RúRek og stofnun djass- klúbbsins Múlans. Svartfugl mun leika frá kl. 17-19 í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, og frá kl. 16-18 laugar- dag og sunnudag. . n i; „„___ _8_ Maraþontón- leikar í Lang- holtskirkju GRADUALEKOR Langholts- kirkju heldur maraþontónleika í Langholtskirkju laugardaginn 6. mars frá kl. 10 til 20. Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun kórsins vegna tónleikaferðar til Kanada næsta sumar. Kórinn þáði boð um að syngja á alþjóðlegri tónlistarhátíð, Niagara Falls International Music Festi- val, í byrjun júlí. I tengslum við ferðina er verið að skipuleggja ferð um íslendingabyggðir. Á tón- leikunum verða sérstakir gestir Barnakórar Hallgrímskirkju und- ir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Einnig mun kvar- tettinn „Djúsí systur" syngja. Þess má geta að kvartettinn vann nýlega söngkeppni MR og mun fyrir skólans hönd taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Ein þeirra, Lára Bryndís Egg- ertsdóttir, mun einnig leika ein- leik á píanó. Nokkrir fyrrverandi og núver- andi „Grallarar" eru í söngnámi og munu syngja einsöng. Innan Gradualekórsins starfar kammersveit sem samanstendur af sjö fiðluleikurum, lágfiðlu, þrem sellóleikurum og tveim flautuleik- urum. Strengjasveitin mun leika undir í nokkrum verkum með kórnum og einnig sjálfstætt og nokkrir félagar munu leika einleik. Þá munu „Rrúttakór" (4-7 ára) og Kórskólakór Langholtskirkju (eldri en 8 ára) syngja undir stjórn þjálfara sinna, Bryndísar Bald- vinsdóttur, Hörpu Harðardóttur og Laufeyjar Ólafsdóttur. Kórfélagar munu dagana fyrir tónleikana safna áheitum og einnig er hægt að hringja í kirkj- una til að gefa í ferðasjóðinn. Aðgangseyrir er kr. 500 og kaffi eða djús og meðlæti er innifalið. Ráðstefna um endurhæfíngu MG-sjúkra á Hótel Sögu Nú gefst þér einstakt tækifæri á að kynna þér sjálfnæmissjúkdóm sem leynst getur í sjúklingum ógreindur í fjölda ára. Tarja Ketola, taugasálfræðingur, mun ræða um meðferð á MG, vöðvaslensfári, í Finnlandi. MG-sjúklingur segir frá árangri sínum í endurhæfingarmeðferð og baráttunni við þennan eríiða sjúkdóm. Finnbogi Jakobsson, taugasérfræðingur, mun einnig kynna sjúkdóminn og helstu einkenni hans. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu, A-sal, föstudaginn 5. mars 1999 kl. 13.30. Allt fundarefni verður túlkað á íslensku. Aðgangur ókeypis. Það skiptir okkur megin máli að þú sért upplýst/ur. AÐALFUINDUR 1999 Aöalfundur Skeljungs hf. veröur haldinn þriöju- daginn 23. mars 1999 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavik, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 17. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins um fjölda á stjómarmönnum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aögöngumiðar og fundargögn eru afhent á aöal- skrifstofu félagsins aö Suöurlandsbraut 4, 5. hæö, frá og meö hádegi 16. mars til hádegis á fundar- dag, en eftir þaö á fundarstað. Að loknum aðalfundarstörfum veröur móttaka fyrir hlufhafa í Setrinu á sama stað. www.shell.is }^^AIN1^URENT Vor- oa sumaríitirnir eru í^gmnir Fórðunar- og snyrtifræðingar verða hjó okkur ídag, a morgun_og_ ó laugardag. Við kynnum - nýja liti - nýfar vörur - nýjan ilm Vertu velkomin Hægt er að panta tíma í förðun í síma 568 9033 Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.