Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir og afi, HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON verslunarstjóri, Þórshöfn, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Árnadóttir, Halldór Þorsteinsson, Sigrún María Halldórsdóttir, Anna María Gísladóttir, Ölver Arnarson, Ragnhildur Gísladóttir, Aníta Ósk Axelsdóttir, Anton Freyr Axelsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BÁRA MAGNÚSDÓTTIR, lést á Landspítalanum aðfararnótt miðviku- dagsins 3. mars. Frímann Frímannsson, Margrét Kristin Frimannsdóttir, Jón K. Friðgeirsson, Eiísabet Frímannsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson, Ingveldur Bára Frímannsdóttir, Ingvar Bjarnason og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GÍSLASON fyrrv. fulltrúi á Pósti og síma, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 6. mars kl. 11.00. Guðrún Svanbergsdóttir. Gísli Ólafsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Óli Ólafsson, Sesselja Einarsdóttir, Hörður G. Ólafsson, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnaböm. t Systir okkar, mágkona og frænka, dr. GÚSTA INGIBJÖRG SIGURS fyrrv. prófessor við Paul Valéry háskólann í Montpellier, lést á gjörgæsludeild St. Élois sjúkrahússins í Montpellier föstudaginn 19. febrúar. Útför hennar fór fram þar í borg mánudaginn 22. febrúar. Þórólfur Sverrir Sigurðsson, Kristján H. Sigurðsson, og börn. Veronica Li, Hulda Snorradóttir t Ástkær dóttir okkar, EIRÍKA ELFA AÐALSTEINSDÓTTIR, andaðist föstudaginn 26. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldu okkar og aðstandenda, Guðlaug Stefánsdóttir, Aðalsteinn Jónsson. M t Dóttir okkar og systir mín, NÍNA SKÚLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 5. mars, kl. 13.30. Skúli Þorvaldsson, Susann Schumacher, Þorvaldur Skúlason. JONÞ. HARALDSSON + Jón Þ. Haralds- son fæddist á Lindargötu í Reykjavík 6. ágúst 1917. Hann lést á öldrunardeild Landspitalans 24. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson og Hall- dóra Sveinbjörns- dóttir og var hann einn af tíu systkin- um. Þrjú þeirra eru eftirlifandi, Hörð- ur, Halldóra og Karitas. Elsku afí, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það verður skrýtið að koma til Reykjavíkur og þú stendur ekki við hliðina á ömmu til þess að taka á móti okkur með opinn faðminn. All- ir bflarnir okkar sem þú lagaðir aft- ur og aftur af endalausri þolinmæði fá ekki viðgerð lengur. Þú varst okkur góður vinur afí minn og alltaf til taks þegar við þurftum á þér að halda. Þegar Hafsteinn var h'till og þú smíðaðir rúm handa honum til þess að sofa í hjá ykkur ömmu var hann svo glaður og sagði öllum að þetta rúm hefði hann afi prjónað. Það fannst þér sniðugt og þetta var alltaf kallað rúmið sem afi prjónaði. I hjarta okkar geymum við minningarnar um yndislegan afa, afa eins og afar eiga að vera. Takk fyrir allt elsku afi, Guð geymi þig. Kristinn og Hafsteinn. Já, hann Nonni frændi er ekki lengur á meðal okkar. Þegar hann fór í rannsókn í haust og fékk nið- urstöðu um veikindi sín sagði hann við mig: „Er þetta ekki allt í lagi þótt ég fái að deyja, ég er þó orðinn 81 árs og kominn tími til að ég kveðji." Jón var vel gefinn til alls sem hann tók sér fyrir hendur. Hag- yrðingur, listmálari, náttúru- fræðingur og góður frændi. Hann leiddi okkur fyrstu börn bræðra sinna í mörg ævintýri. Hann hefur eflaust vakið áhuga minn á garðyrkju fyrstur manna, sem varð ævistarf mitt síðar. Nonni var fróður um allt og minni hans ótrúlegt. Alltaf var hann til- búinn að sinna okkur og segja frá hvernig náttúran og mannlífið gengu fyrir sig. Ofáar Ijósmyndir eru til sem hann lét okkur fá, stundum meira að segja í lit. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa við að teikna og skrifa fyrir mig og aðra. Listamaður var hann í mörgum skilningi. Málverk og útskurður eftir Nonna er til um allt land. Nú ertjiú farinn kæri vinur. Eg sendi Fjólu og einkasyninum Helga ásamt fjölskyldu hans mínar bestu kveðjur, þótt ég geti ekki verið með þeim í dag. Hafberg Þórisson. Ég vil með örfáum orðum minn- ast frænda míns Jóns Þorbergs Haraldssonar. Hann lést á öldrun- ardeild Landspítalans 24. febrúar sl. Fyrstu árin átti hann heima í Langholti í Laugardal, en flutti síð- an að Laugavegi 155, þá var hann 12 ára. Fyrstu minningar mína af Jóni eru að ég átti heima í sama húsi á holtinu, þar sem nú er DAS, dval- arheimili aldraðra sjómanna. Hann hafði reist þar lítið hús og fengu foreldrar mínir þar inni í einu her- bergi kringum 1953. Foreldrar mínir reistu sér svo hús ekki langt frá og kom Jón oft í heimsókn til okkar. Honum var margt til lista lagt, að mála myndir og skera í tré ásamt fróðleik um flóru fslands. Seinna er foreldrar mínir reistu hús við Langholtsveg þá voru Jón Jón kvæntist hinn 25.7. 1959 Fjólu Helgadóttur, f. 4. janúar 1920. Þau eignuðust einn son, Helga, f. 10.12. 1961. Hann er kvæntur Ásdísi Valdimarsdóttur og eiga þau tvo syni, Kristin, f. 8.9. 1988, og Hafstein, f. 12.7. 1993. Útför Jóns fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Fjóla tíðir gestir á heimilinu. Það hefur verið stutt á milli bræðranna, faðir minn lést 1995, Helgi 1998 og nú Jón. Það er ekki mitt að þakka þá umönnun sem hann naut á öldrunardeild Land- spítalans þar sem var virkilega vel hugsað um hann af því frábæra fólki sem þar starfar. Ég votta Fjólu og Helga syni þeirra mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Þ. Haraldssonar. Asmundur I. Þórisson. Vináttan er skrítin skepna, það er stofnað til hennar einhvern tí- mann í árdaga, raunveruleg sam- skipti eiga sér stað í fáein ár og síð- an getur liðið heil ævi - og samt varir vináttan. Eiginlega kynntist ég málverk- um Jóns Haraldssonar á undan manninum. Þannig var mál með vexti að þar sem ég var í sveit í Flóanum héngu uppi myndir með útsýni til Heklu og stóð strókurinn upp úr fjallinu - þetta mun hafa verið frá sumrinu 1947. Tólf sumr- um síðar var sjálfur málarinn mættur í heimsókn með konuefnið sitt, sem reyndar var fyrrverandi heimasæta á bænum og systir bóndans: Fjóla Helgadóttir. Á þeim hveitibrauðsdögum bar fund- um okkar Jóns fyrst saman. Jón og Fjóla eignuðust síðan soninn Helga og heimili á Unnar- stíg, snertispöl frá æskuheimili mínu. Fór ég að finna þessi skemmtilegu hjón oft og karpa við þau um hvað eina, milli þess sem ég úðaði í mig kaffi og kleinum. Um þessar mundir starfaði Jón við sandblástur á litlu verkstæði sem hann hafði komið sér upp efst í Grjótaþorpi. Þangað lá oft mín leið og aldrei var hann svo önnum kaf- inn að hann tæki unglingnum ekki með virktum og oft hef ég hugsað um það síðar, hvað það var dýr- mætt að eignast hann að viðmælanda á þessum óvissuárum þegar flest er í þoku og deiglu. Hann hafði þennan sjaldgæfa hæfi- leika að gera sér ekki mannamun og talaði við börn og unglinga eins og fullgilt fólk. Jón Haraldsson hlaut að vekja eftirtekt hvers sem honum kynnt- ist. Svipurinn heiður og hreinn, framkoman fumlaus og sama gilti um viðhorf hans og skoðanir sem hann hélt fram af einurð og festu. Hann orkaði á mig eins og fjöl- fræðingur, virtist alls staðar heima, en þó bar mest á hvað allt lék í höndunum á honum, völundur á hvers konar smíðar og merkileg- ur málari. Ekkert af þessu held ég að hann hafi sótt í neina skóla, hann var ungur að árum þegar móðir hans lést af fæðingu síns tíunda barns, heimilið flosnaði upp og lífsbaráttan hremmdi hann snemma. Ótalinn er þá heilsubrest- ur sem hann átti löngum við að stríða, jafnvel svo að oft held ég að það hafi kostað hann átak að standa uppréttur. Hann kom mér fyrir sjónir sem ákaflega óveraldlegur maður, ekki nóg með að hann sæktist ekki eftir þessu sem mölur og ryð fá grandað, heldur skynjaði hann, að ég held mjög sterkt, veröld á bak við þessa og birtist í sumum mál- verka hans: tveir heimar hvor inn- an um annan, þessi og svo annar bjartari, oft kenndur við álfa. Blóm og jurtir voru alveg sérstakir vinir hans og nutu sín enda vel í návist hans. Ekki svo að skilja að hann hafi sýnt amstri mannanna tóm- læti, þvert á móti stakk hann oft niður penna og skrifaði stutta pistla í blöð um það sem betur mátti fara í mannlífinu, gjarnan í Velvakanda Morgunblaðsins. Titlaði hann sig þá einatt verka- mann, það var sæmdarheitið sem hann valdi sér. Samfundir við þau góðu hjón strjáluðust með árunum, þar komu til fjarvistir í útlöndum við nám og störf og svo það uppátæki þeirra að flytja út í ysta jaðar borgarlands- ins, upp við Vatnsenda. En jafnan þegar fundum bar saman var vináttan ósnert á sínum stað og tók til fjölskyldu minnar allrar. Það var dæmigert fyrir örlæti Jóns að þegar hann varð fímmtug- ur gaf hann mér tímaritið Birting, komplett, sem hann hafði eignast jafnóðum en taldi tímabært að handlanga áfram. Nú þrjátíu árum síðar á ég enn eftir að þakka hon- um fyrir þá gjöf - en þó fyrst og síðast fyrir að hafa átt hann að vini. Fjólu og Helga og aðstandend- um öllum sendum við Hrafnhildur samúðarkveðjur. Pétur Gunnarsson. Genginn er heiðursmaðurinn Jón Þorbergur Haraldsson. Jón var á margan hátt sérstakur mað- ur. Viðvarandi heilsuleysi náði ekki að brjóta hann eins og oft vill verða með fólk sem þjakað er af vanlíðan langtímum saman. Þessi duli og hæggerði alþýðulistamaður kvartaði aldrei og hældi sér ekki af þeirri list sem hann skóp. Með skurðarjárnið að vopni varð fánýt- ur trébútur að aski eða styttu, með penslum og litum breytti hann strigaræmu í málverk. Jón hafði einstakt lag á að laða að sér ung- viðið, hafði ávallt tíma til að hlusta og rökræða. Væru fullorðnir al- mennt eins skilningsríkir og þohn- móðir við börn og unglinga og Jón Haraldsson var þá væri hugtakið unglingavandamál sennilega ekki til. Ég gisti ófáar nætur á Unnar- stígnum þar sem Jón og Fjóla bjuggu fyrstu búskaparár sín. Sjaldnast var haft fyrir því að gera boð á undan sér. „Hefurðu nokkuð borðað Helgi minn?" var það fyrsta sem „gesturinn" var spurður um þegar hann, oft um miðja nótt, vakti húsráðendur og beiddist gist- ingar. Breytti þá engu hvort hjón- anna kom til dyra. Samheldni þeirra hjóna Jóns og Fjólu frænku minnar var einstök. Frá því að þau rugluðu saman reytum sínum hafa nöfn þeirra verið jafn nátengd í hugum fjölskyldumeðlima og dag- ur er nóttu. Nafn Jóns var aldrei nefnt án þess að nafn Fjólu fylgdi með og öfugt. Jón var ekki skoðanalaus maður og hafði sérstakan frásagnarstíl. Sagði aldrei sögur af óförum ann- arra. Skoðanir hanns og sam- borgaranna fóru ekki alltaf saman. En Jón var ávallt trúr sinni sann- færingu og notaði aldreí stóryrði máli sínu til stuðnings. Menntun sína og þroska sótti Jón ekki til hefðbundinna skóla. Hann fékk í vöggugjöf hæfileika sem hann nýtti svo einstaklega vel að við sem nut- um þeirra forréttinda að kynnast honum teljum samfélagið fátækara að honum gengnum. Fjóla mín, við Lydía og strákarnir sendum þér, Helga, Asdísi, Kristni og Hafsteini okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall manns sem var fyrst og síðast einstakt ljúfmenni. Ég bið þig að fyrirgefa mér þessar línur Jón, ég veit að þú tel- ur ekki tilefni til að um þig sé skrif- að þótt þú skiptir um tilverustig. Helgi Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.