Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Bfi"; \Æ Hks ^B*»££Í^f^HflHfl W ii^JW ^P J5»* H If^l I JBI Bi ^^'^.^ii^B j^K - ¦¦:. fiB ^H i /^Hj ÍRf^^H H fmk^M ¦ JB B ¦ '''¦' -í'Cíi Morgunblaðið/Þorkell STELPURNAR stóðu sig vel á tfskusýningunni á árshátíð Breiðholtsskóla. Foreldrar unglinga með námskeið í Breiðholti Foreldrar eiga að sýna frumkvæði MARÍA Jónsdóttir er móðir í Breið- holtinu sem á að baki tíu ára feril í sýningarstörfum. Nýverið stóð hún fyrir námskeiði í samstarfi við Breið- holtsskóla og félagsmiðstöðina í Fellahverfi um sýningarstörf. „Það var haldinn fundur með for- eldrum í félagsmiðstöðinni í Fellun- um í Breiðholti í haust og þá var tal- að um að foreldrar kvörtuðu sáran undan því að unglingarnir hefðu ekki nóg fyrir stafni, væru bara úti að hanga. Foreldrar voru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að breyta þessu," segir María. Hvað get ég gert? „Hvað get ég gert? hugsaði ég með sér eftir fundinn." María hefur mikla reynslu af sýningarstörf- um og henni datt í hug að bjóðast til að halda námskeið um starf fyr- irsætunnar. „Stelpur á þessum aldri hafa mik- inn áhuga á svona hlut- um og þessu var strax mjög vel tekið. En ann- ars er ég örugglega búin að skemmta mér manna best," segir María sem gaf alla vinnu sína. „Þær eru orðnar eins og ofurfyrirsætur," segir María um stelpurnar sem voru á námskeiðinu. „Núna gengur ekki allt út á að vera rosalega sætur, heldur að vera sérstök týpa. Ég vildi koma því áleiðis að ekki eru allir skapaðir eins, og persónuleikinn sé það sem skipti aðalmáli." Hún seg- ir að starfsmenn félagsmiðstöðvar- innar hafi talað um að mun betri andi sé á milli stelpnanna eftir námskeiðið og meira jafnræði og samheldni ríki í félagsmiðstöðinni. Fleiri námskeið á döfínni Þegar fréttist af námskeiðinu komu fleiri foreldrar fram með hug- myndir og í bígerð er að kynna fleiri störf fyrir krökkunum og munu for- eldrar sjá um námskeiðin. „Á nám- skeiðinu um fyrirsætustörf var ekki bara verið að kenna hvernig eigi að ganga á tískusýningum, heldur spjölluðum við um allt milli himins og jarðar. Ég vildi leggja á það áherslu að krakkar þurfa að byrja að vinna að því strax ef þau ætla að gera eitthvað merkilegt þegar þau eru orðin fullorðin. En við erum líka á jákvæðu nótunum. Við ræddum líka um hvað hrós er miklu upp- byggilegra en gagnrýni. Þegar fólki er hrósað blómstrar það, og það á ekki síst við um unglingana sem eru oft með mjög brothætta sjálfsmynd." Akveðið var að halda tískusýningu á árshátíð skólans og þá komu fleiri for- eldrar inn í og hjálp- uðu til með förðun, hár- greiðslu og ann- að og versl- unin Spút- nik lán- aði fatnað. „Krakkarnir lögðu sig mikið fram fyrir árshátíðina, gerðu alla hluti sjálf og skreyttu skólann hátt og lágt," segir María sem segir árshátíðina og námskeiðið hafa heppnast vonum framar. María segir að námskeiðið hafi sýnt sér og sannað hversu miklu hægt er að fá áorkað ef foreldrar taka svolítið frumkvæði. „Félagsmið- stöðvarnar eru stöðugt að reyna að galdra fram hugmyndir, en við for- eldrarnir getum líka lagt okkar af mörkum. Það skiptir kannski meira máli en margir gera sér grein fyrir," segir María að lokum. *tokuáh°rfenduí ^ingunmje;^. ($Lxin0lukrd/# 1 :1 v223 Góugleðin í fullum gangi. Tilboð á mat og drykk alla vikuna. Lifandi tónlist öll kvöld, alla vikuna. í kvöld: Guðmundur Símonarson og Guðlaugur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.