Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 1
55. TBL. 87. ARG. SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS j Morgunblaðið/Brynjar Gauti í sól og snjó í Skálafelli Serbneskir harðlínumenn í Bosníu hóta hemaði Sar^jevo. Reuters. • • Ofgafull um- hverfísvernd ÆTLA mætti, að myndin af Jesú með app- elsínusneið yfir höfði sér í stað árunnar væri nútímalistaverk en svo er ekki. Hún er liður í áróðursherferð bandarískra um- hverfísverndarsamtaka, PETA, sem berj- ast fyrir „siðlegri meðferð á dýrum“ og meðal annars gegn kjötáti, sem þau líkja við mannát. Á annarri áróðursmynd er því haldið fram, að Jesús hafi verið græn- metisæta og á enn öðrum eru sýndar kýr við guðsþjónustu. Þar er kjötáti jafnað við morð og fólk hvatt til að neyta aðeins grænmetis. Ætla samtökin að auka þenn- an áróður um allan helming um páskana og hafa reynt að fá til liðs við sig ýmsa leiðtoga kristinna samtaka í Bandaríkjun- um. Bandaríkjamenn vilja vera miklir um- hverfisverndarmenn en nú fínnst mörgum mælirinn vera orðinn meira en fullur. Eru margir því reiðir hvernig samtökin nota og eigna sér Jesú sjálfum sér til fram- dráttar. Færeyingar óánægðir Þreyttir á norskri áreitni Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGUM fínnst yfirgangur Norð- manna gagnvart færeyskum sjómönnum keyra svo úr hófi, að Anfínn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hefur farið fram á sér- stakan fund með norskum yfirvöldum til að ræða málið. „Það er nú orðið þannig, að Norðmenn eru orðnir okkar mestu fjendur. Þeir gera allt til að hrella okkur, eru stöðugt um borð í skipunum og að standa í samninga- viðræðum við þá er hreinasta martröð," sagði Jákup Sólstein, formaður í félagi færeyskra útgerðarmanna. Hefur hann lagt til, að Færeyingar geri norskum skip- um í færeyskri lögsögu sömu skil. Færeyingar hafa leyfi fyrir nokkur skip innan norsku lögsögunnar en þeir segjast verða þar fyrir beinum ofsóknum. Norsku eftirlitsmennirnir séu eins og gráir kettir um borð og fyrir um hálfum mánuði var færeyska togaranum Vesturvón skipað að sigla til hafnar þar sem útgerðin var sekt- uð um nokkur hundruð þúsunda króna. Sökin var sú, að aflinn var of mikill, innan við eitt tonn umfram. Önnur gildi Kallsberg segir, að ólíku sé saman að jafna, viðskiptunum við íslendinga og Norðmenn. Norðmenn gefi aldrei eftir einn einasta þumlung en Færeyingar hafi aftur á móti notið vináttu Islendinga árum saman. Við ísland hafi þeir fengið að veiða án nokkurs endurgjalds. „Það er eins og það séu allt önnur gildi í gangi í samskiptum okkar við íslendinga en Norðmenn," sagði Kallsberg. HARÐLINUMENN í Serbneska lýðveldinu í Bosníu hafa hótað að grípa til vopna og verja bæinn Brcko en alþjóðlegur dómstóll hefur úrskurðað, að hann skuli vera hlutlaus og heyra hvorki undir Serba né sambands- ríki Króata og múslima í Bosníu. Serbar, sem líta á Brcko sem nauðsynlega tengingu milli austur- og vesturhluta Serbneska lýð- veldisins, lögðu bæinn undir sig í Bosníu- stríðinu og drápu og ráku burt króatíska og múslimska íbúa hans. Mikil ólga er í Serbneska lýðveldinu eftir að Carios Westendorp, eftirlitsmaður Vestur- veldanna í Bosníu, rak harðlínumanninn Nikola Poplasen úr embætti forseta en hon- um er gefið að sök að hafa hunsað niðurstöð- ur kosninganna í september og kynt undir óróa. Þegar svo úrskurðurinn um Brcko var kynntur, sagði hinn hófsami Milorad Dodik, forsætisráðherra lýðveldisins, af sér embætti. Áfall fyrir Milosevic Þing Bosníu-Serba hefur verið kvatt sam- an til skyndifundar í dag, sunnudag, en serbneskir harðlínumenn, sem láta sig enn Segjast munu verja yf- irráð sín í Brcko dreyma um stórserbneskt ríki, hafa hótað að grípa til vopna á ný til að verja yfirráð sín yfir Brcko. Vestrænir embættismenn segja, að ákvörð- un Westendorps um að reka Poplasen og úr- skurðurinn um stöðu Brckos séu hvorttveggja áfall íyrir Slobodan Milosevie, forseta Júgóslavíu, en hann hefur verið sak- aður um að stýra serbnesku harðlínumönnun- um í Bosníu á bak við tjöldin. Er það sérstak- lega dómurinn um Brcko, sem gerir draum- inn um Stór-Serbiu erfiðan í framkvæmd. Hóta hefndum Javier Soiana, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, NATO, sagði á föstudag, að herlið þess í Bosníu væri við öllu búið en ljóst er, að spennan milli þess og Serba fer vaxandi. Talsmaður friðargæsluliðsins sagði á fóstudagskvöld, að einn hermanna þess hefði brugðist við í sjálfsvöm og skotið vopn- aðan Serba, sem ráðist hefði á hann á veit- ingahúsi. SRNA, fréttastofa Bosníu-Serba, og Tanjug, júgóslavneska fréttastofan, sögðu, að maðurinn hefði verið Krsto Micie, vara- formaður Róttæka flokksins, flokks Poplas- ens og harðlínumanna, í bænum Ugljevik. Sagði Tanjug, að flokksmenn hefðu hótað að hefna dauða hans. Talsmaður friðargæsluliðsins sagði, að NATO-hermaðurinn hefði skotið í sjálfsvörn er 14 vopnaðir Serbar hefðu ráðist á hann og þrjá aðra hermenn á veitingahúsi skammt frá búðum rússneskra gæsluliða í Ugljevik. Ekki var tekið á stöðu Brcko í Dayton- samningunum, sem bundu enda á Bosníu- stríðið, en sambandsríkin tvö í Bosníu, Serb- neska lýðveldið og sambandsríki Króata og múslima, gera bæði kröfu til borgarinnar. Dodik, sem nú hefur sagt af sér sem forsæt- isráðherra í Serbneska lýðveldinu, harmaði úrskurðinn en Alija Izetbegovic, fulltrúi múslima í forsætisnefnd Bosníu, fagnaði honum en með fyrirvara þó. Sagði hann úr- skurðinn vera illskásta kostinn. Engin lægð svo djúp Flaga 30 tekur flugið Vilja vernd en deila um leiðir Fœrandi fiendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.