Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LjósmyGjon Mili PICASSO „teiknar“ með vasaljósi. LjósmyZwelethu Mthetwa Ljósm./Mama Casset ONEFND kona. Ljósmyndin og listamaðurinn Ljósmyndin átti stóran hlut í listsköpun Pablo Picasso eins og Freysteinn Jóhannsson komst að, þegar hann heimsótti Barbican-listasafnið í London. ÞEGAR Picasso féll frá 1973 lét hann eftir sig ógrynni efnis um listsköpun sína, sem nú er geymt í Picasso- safninu í París. Meðal þessa efnis voru yfír 17.000 ljósmyndir, bæði myndir, sem Picasso tók sjálfur og myndir, sem aðrir tóku af honum og verkum hans, og einnig Ijósmyndir og póstkort, sem hann safnaði hvaðanæva að. Nú stendur yfir í listasafni Barbican-miðstöðvarinnar í London sýning um Picasso og ljósmyndina og á hún að leiða í ljós, hversu ríkur þáttur í list Picasso ljós- myndin var. Og þótt leiðin frá ljósmyndinni á léreftið sé stundum löng og liggi ekki alltaf í augum uppi, eru þarna mörg slá- andi dæmi hennar, sérstak- lega þar sem bera má sam- an ljósmynd og málverk hlið við hlið. Picasso virðist ekki hafa verið neinn listaljósmynd- ari. En hann myndaði sköp- unarsögu verka sinna af elju og ástríðu, auk þess sem hann ljósmyndaði vini sína og samferðamenn í bak og fyrir. Minna fer fyr- ir landslagsmyndum, en þær hefur hann þó líka not- að til málverka og má þar sérstaklega nefna ljós- myndir, sem hann tók í sumardvöl í spánska þorp- inu Horta de Ebro. Og svo safnaði hann líka ljósmynd- um af áfergju. Hvors tveggja sér stað í list hans. Tvennt hef ég séð mönn- um þykja öðru merkilegra, þegar ljósmyndasafn Picasso kemur nú fyrir almenningssjónir; annað er hlutur ljósmynda í Bláa tímabilinu svokallaða og hitt tengsl ljósmynda við málverkið af stúlkunum í Avignon. Margt hefur verið skrifað og skrafað um Bláa tímabilið í list Picasso. Það var skömmu eftir komu hans til Parísar aldamótaárið, að hann málaði blágráar myndir, sem hafa verið teknar sem ávísun á dapra sál hans sjálfs og mikil notkun hans á bláa litnum sögð stafa af fátækt hans. Þegar hins vegar ljósmyndasafn hans er skoðað, má finna þar margar fyrir- myndir að þessum málverkum, og nú er bent á, að tónn ljósmyndanna hafi ráðið meiru um þetta litaval Picasso, heldur en sálarástand hans sjálfs eða aðrar aðstæður. Þá hafa menn ekki síður velt vöngum yfir Stúlkunum frá Avignon; málverkinu, sem leiddi listamanninn að kúbismanum og sumir telja frægasta málverk þessarar aldar. Picasso vann að málverkinu fyi'ir luktum dyr- um mánuðum saman 1907. Enginn fékk að stíga þar inn fæti og listamaðurinn lét ekkert uppi við vini sína um það, sem hann var að fást við. Svo einn góðan veðurdag hleypti Picasso-safnið í París LJÓSMYND Picasso af Olgu Khoklova - myndin er tekin í vinnustofu listamannsins í Montrouge. hann þeim inn í vinnustofuna og þótt þeir hafi verið ýmsu vanir frá hans hendi, tók nú stein- inn úr. Einn lét þau orð falla, að þetta væri eins og einhver hefði sopið bensín og spýtt því frá sér logandi, og sagt er að málarinn Henri Matisse hafi beinlínis orðið öskuillur. En Picasso hélt ró sinni; lét þó málverkið snúa til veggjar til þess að það setti ekki fleiri gesti úr jafnvægi! Og lét verkið ekki koma fyrir almenningssjónir í tuttugu ár. Það eru einkum afrísk áhrif, sem menn hafa deilt um í sambandi við þetta málverk Picasso og þá m.a. tekizt á um, hvern hlut afrískar ættbálkagrímur eigi í því. En enn og aftur bregður ljósmyndasafnið nýju ljósi á list Picasso. Þar leyndust um 40 erótísk póstkort með ljósmyndum af berbrjósta konum afrískum, sem maður að nafni Edmond Fortier gaf út. A póstkortunum halda konumar gjaman höndum yfir höfði eða fyrir aftan bak og þegar grannt eru skoðaðar ýmsar skissur Picasso og málverk vilja menn frekar sjá þar áhrif frá lifandi póstkortakonum en dauðum grímum. En það var ekki aðeins, að Picasso mundaði sjálfur ljósmyndavélina. Hann starfaði líka náið með nokkram ljósmynduram og eru dæmi þess á sýn- ingunni. Meðal þessara ljósmyndara var Dora Ma- ar, sem m.a. myndaði til- urð Guernica-málverksins, sem Picasso gerði í kjölfar loftárásanna á fólkið í Baskaþorpinu Guernica, og margir telja áhrifamesta verk hans. A nr Af nnar samstarfsmaður Picasso vai’ Gjon Mili. Samstarf þeirra má m.a. sjá á myndbandi, sem sýnt er á sýningunni, en þar teiknar Picasso með vasaljósi út í loftið og myndavélin fangar sköpunaiTnátt hans í ljósrákunum. Þarna er einnig sýnt annað myndband; Heimsókn til Picasso, sem Paul Haesaerts gerði 1950, en þá myndaði hann Picasso gegnum gler, sem listamaðurinn málaði á með hvítri málningu. Þessi sýning heldur fram nýjum og for- vitnilegum hliðum á list Picasso. Menn geta svo sem deilt um, hversu góður ljósmyndari hann var. En það er bara ekki það sem skipt- ir máli. Það, sem fer ekkert á milli mála, er, að ljósmyndin hefur verið honum sterkur aflgjafi til þeirrar myndlistar, sem heldur nafni hans á lofti. Picasso-sýningin er á efri hæð listasafnsins í Barbican-miðstöðinni. A neðri hæðinni er önnur sýning; ljósmyndasýning líka, en öfugt MÁLVERK Picasso af Olgu í hægindastólnum. við efri hæðina, skiptir færni ljósmyndarans öllu máli fyrir listina á neðri hæðinni. Þar eru ljósmyndir afrískra ljósmyndara og þær sýna manneskjuna í svolítið öðru ljósi en póstkort- in, sem Picasso safnaði. Þetta er Afríka, séð með afrískum augum. En fyrstu augun, sem litu Afríku gegnum ljósmyndavélina, voru hvítra manna. Og það sem þau sáu, var framandi heimur og öoravísi fólk. Ljósmyndirnar vörpuðu ævintýraljóma á ferðir þessara manna og í Evrópu og Ameríku sóttist fólk eftir ljósmyndum frá þessum fjar- lægu og sérstæðu slóðum. Og mest þótti til þeirra mynda koma, sem sýndu fólkið þarna suður frá; villt, framstætt og berbijósta. Það leið þó ekki á löngu unz Afríkumenn tóku sér ljósmyndavélar í hönd og mynduðu sitt fólk, ekki sem framstæða villimenn held- ur sem fuligild atkvæði. Og sunnan Sahara tóku menn ljósmyndir af ekki minni ástríðu en Picasso, en kannski meiri leikni. Fólk safnaði ljósmyndum sem mest það mátti, - ekki til þess að efna í málverk, heldur til þess að hafa hendur á vináttunni. Ljósmyndin varð eins konar fjölskylduspegill. Og svo var enginn maður á uppleið, nema hann væri með nafnspjald með mynd af sér upp á vasann. Það fór sem segir, að ljósmyndafárið sló sér fyrst niður í fjölmennustu hafnarborgun- um í Vestur- og Suður-Afríku. En leiðin lá fljótt inn í land, þar sem Ijósmyndin fékk ekki síðri viðtökur en við sjóinn. Stofu- myndatökur voru vinsælastar, en hægt og bítandi fetuðu ljósmyndarar sig líka um raunveruleikann í lífi fólks. Sýningin í Bar- bican er þó borin uppi af persónumyndun- um. En nokkrar sýna fólk í leik og starfi og þar fara fyrir ljósmyndarar tímaritsins Dr- um. Það eru margir ljósmyndarar, sem eiga verk á þessari sýningu. Eg nefni sem dæmi Alex Agbaglo Acolatse (1880-1975), Daniel Attoumo Amichia (1908-1994) og Mama Casset (1908-1992) af þeim, sem horfnir eru okkar sjónum, og Samuel Fosso (1962), Santu Mofokeng (1956) og Andrew Ts- habangu (1966) af þeim, sem nú festa afrískt þjóðlíf á filmur. Milli þessara manna hefur svo fjöldi annarra staðið með sína myndavél og smellt af í gríð og erg. Andlitin á veggjum Barbican-listasafnsins segja sína sögu. En fólkinu á neðri hæðinni fær enginn Picasso breytt. Það kemur til dyranna eins og það er klætt. Sýningarnar í Barbican-listasafninu standa til 28. marz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.