Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 31 „Við erum með margar mismunandi vörur, sem tengjast ekki bara svefnrannsóknum og því getur framleiðslan orðið mjög mikil í framtíðinni. Við ætlum okkur að verða eitt öflugasta fyrirtækið í þessum geira." framvegis. Tækið er svo öflugt að það verður óhjákvæmilega drauma- tæki þeirra sem vinna við þetta dags daglega," segir hann og ekki laust við að örli á stolti í röddinni. Þolinmóðir viðskiptavinir - Eru tækin farín að selja sig sjálf? „Já, að nokkru leyti. Þegar við byrjuðum að kynna vöruna vorum við með þolinmóðari viðskiptavini, ef svo má að orði komast. Ég var búinn að vera í svefnrannsóknum til fjölda ára og þekkti orðið marga í gegnum starfið. Þeir keyptu fyrstu tækin, en smám saman komust tækin í hendur margra þekktustu vísindamanna á þessu sviði og þeir sætta sig engan veg- inn við að neitt sé að. Þess vegna höfum við lfka lagt mikla áherslu á að hafa þjónustuna framúrskar- andi og fyrir það erum við orðnir þekktir. Við höfum einnig haldið kynn- ingu hér á hverju sumri fyrir not- endur og væntanlega notendur, þar sem tvinnuð er saman fræðsla og skemmtun. Síðastliðið sumar vorum við til dæmis með 70 manns í Vík í Mýrdal og fórum með þá í siglingu út í Reynisdranga, keyrð- um að Gullfossi og Geysi og sigld- um niður Hvítá á gúmmíbátum. Þetta er mjög áhrifamikil leið til að kynna framleiðslu fyrirtækisins og það skilar sér vel út um allan heim." Flaga hefur selt framleiðsluvör- ur sína til um 30 landa og segir Helgi að þær séu í notkun á flest- um þekktustu svefnrannsóknar- stofum heims. I framhaldi af sam- vinnu við ResMed verður lögð áhersla á að kynna tækin næst fyr- ir lungnalæknum, sem eru um- svifamestir í hroturannsóknum og mun stærri markhópur en þeir sem stunda svefnrannsóknir. - Er Flaga í mikilli samkeppni við önnur sambærileg fyrirtæki? „Nú hafa tvö fyrirtæki markaðs- forskot á Flögu. Við eru þó alltaf að draga á þau, enda erum við tæknilega með fullkomnustu vör- una og forritið okkar er það öflug- asta. Nú þegar við erum komnir með Resmed sem samstarfsaðila tel ég líklegt, að við náum að verða markaðsleiðandi á þessu ári, alla vega ekki síðar en á því næsta." Framtíðarsýnin - Hvað er svo næst á döfinni? „Að breyta framleiðslunni yfir í fjöldaframleiðslu, styrkja ákveðna markaðsímynd, búa til vefsíðuvið- mót þannig að við getum boðið upp á þjónustu í gegnum vefinn. Segja má að heil deild sé að vaxa út úr þjónustudeildinni, sem sér um vefsamband okkar við viðskiptavin- ina," svarar Helgi og bætir við, að í rauninni þurfi að fjölga í öllum deildum, enda fari salan hríðvax- andi. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að Flaga verði orðin „íslensk erfðagreining tvö" innan fimm ára, svarar Helgi, að þeir geri að minnsta kosti fastlega ráð fyrir að þá verði starfsmennirnir orðnir mörg hundruð, gangi allt eins og reiknað er með. Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is \LUrAF: eiTTHVAÐ l\IÝTT~ „Við erum með margar mismun- andi vörur, sem tengjast ekki bara svefnrannsóknum og því getur framleiðslan orðið mjög mikil í framtíðinni. Við ætlum okkur að verða eitt öflugasta fyrirtækið í þessum geira." Fyrirlestur með Yogi Shanti Desai Andlecj löcjmál - lykill að velcjengni Fimmtudaginn 18. mars kl. 20.00 í Yoga Studio. Yogi Shanti Desai er jógameistari jóga vísindalega, miðlar af eigin reynslu og með yfir 45 ára reynslu af jóga. Hann er efna- og næringarfræð- ingur að mennt frá bandarískum háskóla. Shanti er fjölskyldu- maður, glaðvær og laus við öfgar. Hann nálgast fléttar saman dæmisögum svo fólk á auðvelt með að skilja. Á fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun Shanti sýna nokkrar af erfiðari stöðum Hatha Yoga. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Shanti býður upp á einkatíma á meðan á dvöl hans stendur. ||b Yoga - Tæki - Sauna - Polarity Therapy ÍlliSl Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.