Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 42
A2 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR RAGNHILDUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR + Ragnhildur Guðrún Ólafs- dóttir fæddist að Oddhól í Vest- mannaeyjum 8. apr- fl 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Olafur Andrés Guð- mundsson, f. 14. október 1888, d. 20. mars 1955 og Sigur- björg Iflálmarsdótt- ir, f. 7. september 1884, d. 15. ágúst 1937. Ragnhildur var elst fjög- urra systkina. Þau eru Guð- mundur Kristinn, f. 23. ágúst 1918, Þorsteina Sigurbjjirg, f. 4. september 1920 og Asmunda Ólafía, f. 16. júní 1922. Hinn 1. maí 1938 giftist Ragnhildur Magnúsi Jóhannssyni, vélstjóra frá Akureyri, f. 20. desember 1910, d. 13. ágúst 1958. Foreldr- ar Magnúsar voru Jóhann Hall- grímsson, f. 24. júní 1884, d. 27. febrúar 1969 og Tómasína Þor- steinsdóttir, f. 29. október 1884, d. 14. aprfl 1937. Ragnhildur og Magnús eignuðust 6 börn, þau eru: 1) Reynir, vélstjóri, f. 4. september 1937. Áður kvæntur Kristbjörgu Sigurðardóttur. 2) Erla, ritari, f. 3. febrúar 1939, gift Kristjáni Péturssyni skip- sljóra. 3) Sævar, sjómaður, f 27. mars 1941, d. 26. ágúst 1998. Aður kvæntur Önnu Sigurðar- dóttur. Seinni kona hans var Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Pá vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stefánsson) Elsku mamma, það er erfitt að setjast niður og skrifa til þín hinstu kveðju - þú sem alltaf hefur verið svo sjálfsagður _hlutur í lífi okkar og þeirra sem næst þér stóðu. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur þyrftum við á þér Sc að halda, hafðir skoðanir á málum, vaktir yfir velferð barna þinna og barnabarna og fylgdist grannt með því sem þau tóku sér fyrir hendur. Ofangreindar ljóðlínur eiga líka vel við lífshlaup þitt. Þú, líkt og aðrir af þinni kynslóð, vannst hörðum hönd- um til að tryggja þér og þínum framtíð - framtíð sem gerði börnum þínum kleift að afla sér menntunar og sér og sínum tryggrar lífsaf- komu. Skyndilegt fráfall föður okk- ar breytti engu þar um. Komu þá vel í ljós mannkostir þínir - þú gafst ekki upp, hélst áfram að sjá um þig og þína með dyggri aðstoð þeirra systkina minna sem mér eldri eru að ógleymdri Asu frænku. Á þess- ^ um stundum, þegar lífsbaráttan var hvað erfiðust, kom dugnaður þinn og ósérhlífni sér vel og þannig fékk maður veganesti út í lífið - þú sýnd- ir fram á að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Vissulega varstu kona með mikið skap - þú þurftir þess líka með. Sem sjómannskona varstu ekki bara í hlutverki ástríkrar móð- IJjir, heldur einnig sem húsbóndi á heimili þínu. Það þurfti án efa bein í nefinu og mikla búkonu til þess að stýra stóru heimili ein síns liðs. Arið 1968 kynntist þú Jóni V. Jónssyni og hófst með honum búskap skömmu eftir það. Jón reyndist þér og okkur systkinunum öllum afar vel og þér sér í lagi er aldurinn færðist yfir þig og þið tvö höfðuð lokið ykkar starfsævi. Elsku mamma, við þökkum þér allar sam- verustundirnar og biðjum guð að geyma þig og einkum að styrkja ~Jón á þessari stundu. Tui Donjai. 4) Arn- ar Þór, f. 4. júlí 1947, d. 31. janúar 1948. 5) Arnar Jó- hann, vélvirki, f. 19. desember 1948. Áð- ur kvæntur Elínu Björnsdóttur. Seinni kona hans er Jan Marie Magnús- son, bankagjald- keri. 6) Olafur Sig- urbjörn, fram- kvæmdastjóri, f. 3. október 1955, kvæntur Guðbjörgu Maríu Hafsteins- dóttur. Einnig ólst upp á heimili þeirra_ á Akureyri með móður sinni Asmundu systur Ragnhild- ar, Erna Eiríksdóttir kaupmað- ur, f. 31. mars 1947, gift Braga Kristjánssyni kaupmanni. Ömmubörn Ragnhildar eru 16 og langömmubörn 16. Sambýlis- maður Ragnhildar síðari ár var Jón Valdimar Jónsson, múrara- meistari frá Keflavík, f. 10. ágúst 1922. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Lengst af bjuggu Ragnhildur og Magnús á Akureyri, eða til ársins 1957 að þau fluttu til Reyjavíkur og lést Magnús þar hálfu öðru ári síðar. Ragnhildur var heimavinnandi meðan eig- inmaður hennar lifði. Eftir lát hans vann hún ymis störf, lengst í Lyfjaverslun rfldsins. Utför hennar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskirkju 1. mars síðastliðinn að ósk hinnar Iátnu. Ég vil fyrir hönd okkar systkin- anna þakka öllu starfsfólki á deild 4-B þá einstöku umönnun sem þú hlaust þar. Fagmennsku þeirra og hlýju voru engin takmörk sett. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Briem) Olafur Magnússon. Elsku amma. Við systurnar kveðjum þig með söknuði og trega - stundir okkar með þér koma aldrei aftur, en minn- ingarnar lifa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofír rótt. Pó svíði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Guð geymi þig elsku amma - þú ert og munt alltaf vera með okkur. Þínar Margrét, Marta og María. Amma okkar Ragna lést þriðju- daginn 23. febrúar. Við minnumst hennar sem umhyggjusamrar og hlýrrar konu sem gott var að vera nálægt. Reglulega kom hún í heim- sókn upp á Skaga enda átti hún lengi vel tíu barnabörn, á þremur heimilum á Akranesi. Okkur er minnisstætt hve hátíðleiki jóla og páska var mun meiri í þau skipti sem amma dvaldist hjá okkur. Minnisstæðar eru líka allar heim- sóknir okkar í Stóragerðið. Þar var alltaf tekið á móti okkur með hlýju og gleði. Á yngri árum okkar kom- um við oft með foreldrum okkar og gistum nótt og nótt. Þegar við urð- um eldri og vildum skoða höfuð- borgina upp á eigin spýtur þá áttum við einnig húsaskjól víst hjá ömmu. Seinni ár var gott að koma í kaffi- sopa til ömmu og Jóns, fá fréttir af ættingjum og langömmubörnin fengu að gramsa í dótakassanum góða. Amma var ekki ein af þeim sem stöðugt var að setja okkur lífsregl- urnar heldur tók hún okkur eins og við vorum. Amma var hógvær kona sem lét sér annt um sína nánustu. Minning um góða ömmu lifír í hug- um okkar. Pétur Kristþór og Magn- ús Ragnar Kristjánssynir. Ragnhildur móðursystir mín, eða Ragna frænka eins og ég kallaði hana alltaf, er látin. Nú þegar leiðir okkar skilja og ég horfi til liðinna ára minnist ég hennar sem konunn- ar sem átti stóran þátt í uppeldi mínu. Ég fæddist á heimili hennar og Magnúsar eiginmanns hennar á Akureyri og bjó þar hjá þeim ásamt móður minni þar til þau fluttu bú- ferlum til Reykjavíkur árið 1957. Rögnu frænku og Magnúsi varð sex barna auðið og þrátt fyrir þennan stóra barnahóp var alltaf pláss fyrir okkur mömmu á þeirra heimili og var framkoma þeirra í minn garð alltaf með þeim hætti að mér leið eins og ég væri eitt af börnum þeirra. Árið 1958 lést Magnús og nokkrum mánuðum síðar fluttum ég og móðir mín til Reykjavíkur inn á heimili Rögnu frænku og héldu þær systur heimili saman um tíma. Ein- stakt samband var á milli móður minnar og Rögnu frænku, alveg fram á síðasta dag og einkenndist samband þeirra af miklum kærleik og væntumþykju. Móðir mín stofn- aði heimili fyrir okkur mæðgurnar eftir að ég komst á unglingsár. Alltaf var ég þó með annan fótinn hjá Rögnu frænku og krökkunum í Barmahlíðinni því þar var mitt ann- að heimili. Elsku Ragna frænka, ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem ég átti með þér og fjölskyldu þinni. Minningin um þig verður alltaf björt og hlý. Ég og fjölskylda mín sendum Jóni sambýlismanni Rögnu frænku og börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning henn- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Erna Eiríksdóttir. Miglangar að skrifa örfá orð í minningu hennar Rögnu frænku. Ragnhildur Guðrún, föðursystir mín, var fædd í Vestmannaeyjum 8. apríl 1917, elst fjögurra systkina sem kennd voru við Oddhól, þar í bæ. Frá ungdómsárum átti hún lengst af heima á Akureyri og seinna í Reykjavík og þar bjó hún, nánar tiltekið í Barmahlíð 14, þegar ég man fyrst eftir henni. I bernskuminningunni er ævin- týraljómi yfir Reykjavík og Rögnu frænku. Hjá henni áttu allir í fjöl- skyldunni víst skjól, væru þeir á ferð í borginni, og það skjól átti ég eftir að þiggja oft og iðulega - fyrst 6 ára gamall þegar pabbi fór með mig til að láta taka úr mér háls- kirtla, en lengst árið 1973 þegar Heimaey blessunin tók að ræskja sig og hrista og upp af henni spratt Eldfell. Lífið hennar Rögnu var ekki alltaf dans á rósum frekar en margra annarra á þeim árum sem hún var að alast upp. En Ragna varð snemma ákveðin stelpa og víl- aði ekki smámunina fyrir sér, t.d. að skríða út um glugga í Oddhól og kýla strákóféti sem var að stríða henni með því að syngja um hana níðvísu. Hún kenndi mér vísuna - en ég sleppi því að rifja hana upp hér. Ragna varð ekkja rúmlega fertug og þá tóku við, að ég hygg, erfið ár. Að halda saman heimili fyrir börnin sín fimm, í íbúðinni sem þau Maggi heitinn höfðu nýlega fest kaup á. En hún stóð ekki alveg ein, því þau elstu reyndu að létta undir með henni eins og þau gátu og eins kom inn á heimilið Ása - yngsta systir hennar - ásamt Ernu dóttur sinni og saman studdu þær hvor aðra, stelpurnar frá Oddhól. Síðustu 20 árin hélt hún heimili með honum Nonna sínum, honum Jóni V. Jónssyni. Það, að þau kynntust, tel ég að hafi verið beggja gæfa. Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ljós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást" á æskubrosin smá og „eilíft líf' í feiga skörungs brá? Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvern tímans son? Guð er það ljós. (M. Joch.) Blessuð sé minning hennar Rögnu frænku. Sigurjón Guðmundsson. HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR + Hildur Halldórs- dóttir fæddist að Hallsstöðum á Fells- strönd í Dalasýslu 1. janúar 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 24. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaug Jónsdóttir og Halldór Guð- brandsson. Börn Hildar eru Agnar Breiðfjörð Krist- jánsson, f. 7.8. 1939, og María Kristjáns- dóttir, f. 22.9. 1942. Árið 1959 giftist Hildur Sig- urði Kristjánssyni, f. 3.11. 1929, d. í mars 1993. Utför Hildar fór fram frá Bú- staðakirkju 5. mars. Hildur frænka er látin eða „Stórveldið", eins og Siggi kallaði hana alltaf, er farin til Sigga síns eða þannig hugsa ég það. Þegar ég var lítil stelpa komu þau hjón oft í heimsókn í Kópavoginn til okkar og við fórum oft í Hafnarfjörðinn til þeirra og man ég það að ef við komum í kaffi vildu þau oftast að við værum lengur og borðuðum hjá þeim. Það vantaði ekki gestrisnina á þeim bæ enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Hildur varð snemma léleg til heilsunnar þannig að hún hætti að vinna úti og sá eingöngu um heimilið og gerði hún það með miklum sóma. Allt frá því að ég var lítil stelpa var innanhúsbrandari hjá okkur Hildi og Sigga að bjóða mér ís eða að spyrja mig hvort ég vildi fara út í búð til að kaupa ís, meira að segja, að þegar ég taldi mig nú vera orðna fullorðna og var farin að vinna í Búnaðarbankanum eins og Siggi kom hann alltaf til mín öðru hvoru og spurði mig hvort ég vildi ekki fara út í sjoppu og kaupa ís og svo hló hann eins og honum var einum lagið. Arið 1985 fluttu þau úr Hafnarfirðinum og vestur í bæ á Víðimelinn. Þar keyptu þau sér íbúð sem þurfti að taka alla í gegn og reyndum við við hjónin að hjálpa þeim eftir fremsta megni. Þvílíkum handverkshjónum hef eg aldrei áður kynnst, hann var alveg með á hreinu hvað hann ætlaði að gera og hún vissi alltaf hvernig hann ætlaði að frmkvæma hlutina og hvaða verkfæri hann þurfti til þess og öll nöfnin á verkfærunum hans kunni hún og til hvers ætti að nota þau. Hann var þvílíkur snillingur að smíða hvað sem var að ef hann átti ekki verkfærið sem hann þurfti á að halda bjó hann það bara til. Þessi sómahjón voru einstaklega samhent hvort sem það var á ferðalögum sér til skemmtunar eða þegar Hildur fór með Sigga út á land til að huga að sumarbústöðunum á vegum Búnaðarbankans sem Siggi sá um viðhald á allt frá því að það var farið að byggja þá og þangað til hann lést. Ferðalög voru þeirra helsta áhugamál og ferðuðust þau víða meðan heilsa Hildar leyfði. Eftir að Siggi lést fékk ég Hildi til að selja íbúðina á Víðimelnum og flytja á Sléttuveginn. Þar bjuggu foreldrar mínir líka og gat hún þá haft meira samband við þau og naut hún góðs af því þar sem systkini mín komu líka oftar til hennar en ella því það var stutt að fara frá mömmu til hennar. Móðir mín var fastagestur hjá Hildi. Þær hittust a.m.k. tvisvar á dag og oftar eftir að faðir minn lést á síðasta ári. Við Hildur áttum mjög gott samband, ég reyndi að aðstoða hana eins og ég gat og leit ég eiginlega á hana sem mína aðra móður og veit ég að henni fannst hún eiga stóran part af mér og minni fjölskyldu, ef eitthvað þurfti að gera innanhúss hjá henni leitaði hún oftast til Skúla eða Kjartans þar sem henni þótti vinnubrögðin bera þess helst merki að nálgast hann Sigga sinn. Hún var manni afskaplega þakklát fyrir hjálpina og lét mann óspart heyra það að hún vissi nú ekki hvar hún væri stödd í lífinu ef hún ætti okkur ekki að. Þegar Hildur lenti á spítala í þetta síðasta skipti, heimsótti ég hana nánast á hverjum degi, suma daga tvisvar á dag, síðasta daginn kom ég til hennar í hádeginu áður en ég fór í vinnuna og svo aftur eftir vinnu því að ég sá að þess yrði nú ekki langt að bíða að þetta yrði búið sem reyndist rétt því að hún lést morguninn eftir og var ég þá búin að sitja hjá henni um nóttina. Ég veit að hún var orðin ansi þreytt og hvíldinni fegin. Vil ég þakka Hildi okkar samverustundir og veit ég að það hefur verið tekið vel á móti henni. Ég bað hana fyrir kveðju sem hún hefur ábyggilega skilað frá mér því ég trúi á líf eftir dauðann og að við eigum eftir að hittast á ný. Með þessum orðum kveð ég þig, Hildur mín, með þökk fyrir allt. Þín Fríða. Nú hefur Hildur lokið sínu ævistarfi. Ég var náið tengd henni um langt árabil, og get ekki látið hjá líða að þakka henni og manni hennar, Sigurði mági mínum sem lést fyrir sex árum, fyrir alla hjálpina sem við nutum hjá þeim. Við Ingólfur áttum öruggt, hlýtt og traust athvarf á heimili þeirra í hvert sinn sem við komum suður. Þegar veikindi urðu í okkar fjölskyldu var heimili þeirra trausta höfnin sem leitað var til. Einnig eigum við margar bjartar og góðar minningar, þegar þau hjónin komu norður í Ystafell, þá var hér hátíð og gleði. Við ferðuðumst oft saman, um hálendið fórum við á stórum fjallabíl, sem við eigum og yfirleitt var sóhn með í för, þetta voru okkar sumarfrí. Nú eigum við ljúfar minningar eftir í söknuði horfinna daga. Með kæru þakklæti fyrir allt. Kristþjörg Jónsdóttir, Ystafelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.