Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jón Ingvarsson býður sig fram til áframhaldandi formennsku í SH Stefnan einróma sam- þykkt fyrir 22 mánuðum JÓN Ingvarsson segist staðráðinn í því að bjóða sig fram til áfram- haldandi formennsku í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna en eins og fram kom í blaðinu í gær hefur Ró- bert Guðfinnsson, stjórnarformað- ur Þormóðs ramma-Sæbergs hf., ákveðið að bjóða sig fram til for- mennsku á aðalfundi SH sem hald- inn verður næstkomandi þriðju- dag. Vegna gagnrýni á stefnu fé- lagsins vekur Jón athygli á því að Róbert hafi sem stjórnarmaður tekið fullan þátt í mótun og sam- þykkt stefnu félagsins fyrir aðeins 22 mánuðum. „Eg hef gegnt formennsku í þessu félagi á tímum mestu breyt- inga sem á því hafa verið gerðar og þær hafa orðið félaginu til farsæld- ar. Framtíð félagsins verður reist á þeim grunni og ég vonast til þess að njóta stuðnings til að halda því verki áfram. Eg er þess fullviss að sú stjórn sem kosin verður á þess- um fundi og fær mikil verkefni í hendur muni ganga til þess verks af fullum heilindum og af þeim krafti sem lengst af hefur tryggt þessu félagi farsæld í starfi," segir Jón þegar leitað er viðbragða hans við mótframboði Róberts. „Enn sem fyrr verður stærsta eign fé- Tillaga stjórnar VR Foreldrar fái 80% launa í fæð- ingarorlofí STJÓRN Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur mun leggja tillögu fyrir aðalfund félagsins á morgun sem felur í sér að allir foreldrar í fæðingarorlofi fái 80% af mánaðarlaunum sínum. Gunnar Páll Pálsson, hag- fræðingur VR, segir að gert sé ráð fyrir að Sjúkrasjóður fé- lagsins greiði mismuninn á þeim styrk sem greiddur er af Tryggingastofnun í fæðingar- orlofi og 80% af meðallaunum viðkomandi félagsmanna. Verði tillagan samþykkt er áætlað að um 300 félagsmenn muni njóta þessa á þessu ári og að greiddar verði um 40 milljónir kr. úr Sjúkrasjóði VR til að tryggja að foreldri fái 80% mánaðarlauna sinna í fæðingarorlofi. Gunnar Páll bendir á að í dag fái allir greiddar um 71 þúsund kr. í fæðingarstyrk og fæðingardagpeninga á mán- uði. Sú greiðsla myndi tryggja þeim sem er með 87.500 kr. á mánuði 80% af launum en verði tillagan sam- þykkt fá þeir sem hafa hærri laun viðbótargreiðslur úr sjúkrasjóðnum sem eiga að tryggja að þeir haldi um- ræddu hlutfalli launa sinna í fæðingarorlofi. Allir sitji við sama borð Stjórnendur VR benda á að í dag njóti einungis hluti laun- þega á íslandi þessa réttar þar sem opinberir starfsmenn haldi sínum launum í fæðing- arorlofi. Allir eigi að sitja við sama borð í þessum efnum. í VR eru um 15.000 félagsmenn og 70% þeirra eru konur. lagsins sá mikli samtakastyrkur sem felst í trú framleiðenda á þvi að mæta viðskiptavinum sem stór og öflug heild, sem skapað hefur sér nafn fyrir gæði og áreiðanleika í viðskiptum um áratugaskeið," segir hann einnig. Róbert staðið að stefnumótun Róbert segist óánægður með stefnu SH og segir nauðsynlegt að breyta áherslum í rekstri. „Róbert Guðfinnsson heldur því fram að fé- lagið hafi ekki trúverðuga stefnu og meðal annars þess vegna bjóði hann sig fram til formennsku í fé- laginu. Mér er spurn, hvar hefur stjórnarmaðurinn Róbert alið manninn?" segir Jón. Bendir hann á að stjórn félagsins hafi síðast unnið að stefnumótun fyrir félagið um nokkurra mánaða skeið á árinu 1997, hún hafi verið samþykkt ein- róma af stjórn í apríl 1997 og Ró- bert tekið fullan þátt í mótun og samþykkt stefnunnar. I stjórn hafi þá setið fulltrúar fyrir meira en 70% hlutafjárins. „Eftir þeirri stefnu ber félaginu að starfa þar til stjórnin breytir henni. Ég hef talið það eitt mitt meginverkefni sem stjórnarformaður í þessu félagi að tryggja að stefna félagsins sé löguð að aðstæðum hvers tíma. Nú síðast í september síðastliðnum hélt stjórnin sérstakan fund um stöðu félagsins og stefnu í framtíðinni og í framhaldi af því voru ráðnir rekstrarráðgjafar til að huga að endurskipulagningu félagsins og skila tillögum á vormánuðum," seg- ir Jón. Hann minnir á að þau ár sem hann hafi gegnt formennsku hafi SH tekið stakkaskiptum. Félagið hafi breyst úr því að vera sölusam- lag, þar sem hver framleiðandi hafi aðeins haft eitt atkvæði án tillits til eignarhluta og framleiðslustærðar. Breytingar á því hafi verið háðar samþykki hvers einasta félags- manns. Segir Jón að með mikilli vinnu hafi tekist að fá algera sam- stöðu um breytinguna sem hafi ver- ið alger forsenda þeirra breytinga sem síðan hafí verið gerðar. Félag- inu hafi verið breytt í lokað hlutafé- lag, síðan opnað og loks skráð á Verðbréfaþingi íslands. „Eg get upplýst það nú að hefði ég reynt að knýja fram breytinguna í hlutafé- lag ári áður en það var gert, hefði félagið klofnað vegna andstöðu stórra eigenda," segir Jón. Róbert telur að SH hafi alla möguleika til að verða í fararbroddi fyrirtækja í markaðssetningu sjáv- arfangs á alþjóðlegum mörkuðum. Vegna þessara ummæla segir Jón að SH sé í dag viðurkennt af keppi- nautum sínum sem eitt öflugasta félag á þessu sviði í heiminum. „Fé- lagið nýtur mikillar virðingar og af- ar mikils trausts og margir líta til þess með öfundaraugum, hve vel ís- íenskum fískframleiðendum hefur tekist að koma fyrir markaðsmál- um sínum. Bestu dæmin um þetta er áhugi erlendra fískframleiðenda að komast í viðskipti við SH. Vissu- lega höfum við nálgast þá flesta og boðið þeim að komast í viðskipti við okkur en sumir hafa líka leitað okk- ur uppi og óskað eftir þjónustu okkar vegna góðs orðspors fyrir- tækisins," segir stjórnarformaður SH. Tölurnar tala sínu máli Hann segir að á þessum áratug hafi velta félagsins aukist á fóstu verðlagi úr 20 milljörðum kr. á ári í yfír 30 milljarða, eða um 50% og þar af nemi aukningin síðustu fjög- ur árin um 30%. A sama tímabili hafí félagið skilað yfir þrem millj- örðum í hagnað á fóstu verðlagi. „Þessar tölur tala sínu máli," segir Jón. 60 Bretar 1 ævintýraferð á Islandi Fyrirmynd sótt í bresk- an sjónvarpsþátt HERLENDIS er staddur 60 manna hópur Breta í boði nokk- urra alþjóðlegra fyrirtækja sem Bretarnir starfa hjá og með í för er kvikmyndatökulið sem festa^ mun á filiiui ævintýri þeirra á Is- landi. Bretarnir komu hingað til lands á fimmtudag og meðal þess sem þeir gera sér til dægrastytt- ingar er akstur á vélsleðum, akstur á torfærujeppum, rallý- kross, brun á dekkjaslöngum nið- ur brekkur og svo kallað vírsig, sem felst í að hundrað metra langur vír er tengdur á milli jeppa yfir gil og menn renna sér þar á milli. Ólöf Einarsdóttir, starfsmaður innanlandsdeildar Urvals-Utsýn- ar og leiðsögumaður, segir að auk þessarar dægradvalar Bret- anna sæki þeir heim veitingahús- in Þrjá Frakka, Viðeyjarstofu og Perluna, skemmti sér á Kaffi Reykjavík og baði sig í Bláa lón- inu. Fyrirmynd ferðarinnar sé að miklu leyti sótt til bresks sjón- varpsþáttar sem gerður var hér- iendis og sýndur ytra fyrir um fjórum árum. Víðtæk skipulagning að baki „I þessum þætti var fjallað um jeppa, vélsleða, rallý-kross og tor- færubíla, svo eitthvað sé nefnt, og þeir sem skipulögðu ferðina ytra höfðu séð þáttinn og ákváðu í framhaldinu að hafa samband við Félag íslenskra akstursíþrótta- manna," segir Ólöf. „Félagið ræddi við Urval-Ut- sýn í kjölfarið og við hófum und- irbúning hér á landi. Við erum að reyna að bjóða útlendingum upp á eitthvað nýtt hérlendis, á þeim ársti'ma sem þeir sækja landið sjaldnast heim. Undirbúningur- inn hefur því verið gríðarlegur og höfum við átt mikið samstarf við meðal annarra Félag ís- Mogunblaðið/Golli BRETARNIR í torfæruakstri í Jósefsdal í gærmorgun. lenskra akstursíþróttamanna, fyrirtækin Fjallamenn og Lang- jökul, auk fjölmargra annarra. Mörg fyrirtæki eiga fulltrúa í ferðinni en hún er alfarið farin undir nafni eins þeirra, banda- ríska fyrirtækisins Lucent Technologies sem selur m.a. sím- tæki um allan heim. „Um svokall- aða hvataferð er að ræða og fyr- irtækin sem eiga í hlut greiða ali- an kostnað samfara ferðinni, meira að segja kostnað hópsins á barnum," segir Ólöf. Þá er að sögn Olafar væntan- legur 23 manna hópur frá fyrir- tækinu BMW í Belgíu, 120 manna hópur frá fyrirtækinu Daiken í Belgíu, ríflega þrjátíu manna hópur frá hollensku tryggingafé- lagi og fleiri slíkir, sem boðið verður upp á svipaða dagskrá og Bretarnir hafa notið. Einnig standi til að reyna að auka fjöl- breytnina með því að leita fleiri möguleika á afþreyingu fyrir þessa ferðamenn hérlendis að vetrarlagi. ? ?? Formúla-1 á mbl.is NÝJUM vef um formúlu-1 kapp- aksturinn verður hleypt af stokk- unum á Fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, en í dag fer fyrsti kappakstur ársins fram í Melbourne í Ástralíu. Á vefnum er að finna ýmsan fróðleik um formúlu-1. Asamt fréttum af mótum og æfingum og öðru fréttnæmu milli móta, er þar að finna ítarlegar upplýsingar um ökuþóra, keppnisliðm, kappakst- ursbrautirnar, úrslit og árangur fyrri ára svo og upplýsingar um bílana og umgjörð keppninnar. Hægt er að komast á formúluvef mbl.is með því að smella á hnapp á forsíðu Fréttavefjar Morgunblaðs- ins, en vefinn er annars að finna á slóðinni: http://www.mbl.is/sport/formula Vilja vernd en deila um leiðir ? Umdeild frumvörp um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og verndun vatnasvæðis Þingvallavatns. /10 Meta forsetann meira en sjálfstæðið ? Hvít-Rússar hafa ekki tilfinningu fyrir því að þeir séu sérstök þjóð á tímamótum. /12 Guð launar fyrir hrafninn ?Flatt kom upp á marga að krummi skuli vera talinn í útrýmingarhættu. /20 Engin lægð svo djúp... ? Kristinn Björnsson í viðtali um vetur vonbrigðanna. /22 Flaga tekur flugið ? í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Helga Kristbjarnason í Flögu. /30 ? l-16 Færandi hendi ? Með Rauða krossinum í Rúss- landi./l&8-ll Hálffullt vatnsglas eða hálftómt ? Rætt við Jón Hlöðver Áskels- son tónskáld á Akureyri. /4 Úr heimi harmonikunar ? Harmonikan hefur skipað veg- legan sess í skemmtanalífi íslend- inga. /6 c FERÐALOC ? 1-4 Quito ? Lítil heimsborg á miðbaug. /2 Hafnarsvæðið eftir- sóknarverðast ?Viðhorfskönnun meðal erlendra ferðamanna í Hafnarfirði. /4 D BILAR ? l-4 Rover 75 hefur útlitið með sér ? Rover kynnti nýjan lúxusbfl í Sevilla í síðustu viku. /2 Reynsluakstur ?Frísklegur Ford Focus og snöggur. /4 E ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ?l-24 Ársreikningar fyrir- tækja á Netinu ? Átján þúsund reikningar : skrá. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/g/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Viðhorf 36 Minningar 36 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 Idag Brids Stjörnuspá Skák Fólk í fréttum 50 50 50 50 54 Utv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 12b Dægurtónl. 14b INNLENDAR FRETTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.