Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 47
-\ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 47 1 H ! ! I AFMÆLI þessi sigldi til Ameríku á vegum SÍS, 22 ára að aldri, að læra til skinnaverkunar. Um það samdist við verksmiðju vestur þar að hann fengi að rokka á milli starfa í fyrir- tækinu og kynnast sem flestum verkþáttum. Arið 1923 kom hann aftur heim. Hann hófst handa með handverksmönnum að hanna, smíða og kaupa útbúnað fyrir afullun og forverkun gærna í Sláturhúsinu í Grófargili eftir að slátrun lauk það haust. Ari síðar reistu sömu aðilar, eftir tilsögn Þorsteins, Gæruverk- smiðjuna, ofar í Gilinu þar sem hún var starfrækt með hléum í áratug, undir hans stjórn. Þegar forráðamenn SIS tóku stefnu á fullgilda sútun skinna var það aftur Þorsteinn Davíðsson sem utan sigldi, fyrst til Ameríku og síð- an Þýskalands, árin 1927-30, til að kynna sér sútunina betur, og reynd- ar slátrun og skógrækt í leiðinni. Eftir þetta hóf hann með samverka- mönnum að fullsúta skinn í Grófar- gili, þó ekki væri það í stórum stfl. í útflutningstregðu og gjaldeyris- skorti kreppuáranna tóku Islending- ar upp þá stefnu að „búa að sínu" og gera sér sem mest úr eigin auðlind- um. Menn hófu að þróa iðnað fyrir heimamarkað. Árið 1934 var Þor- steinn Davíðsson beðinn að teikna allstóra skinnaverksmiðju á Gler- áreyrum fyrir aðalfund SÍS þá um sumarið. Þorsteinn gerði það. Var skjótt gengið til framkvæmda og Sk- innaverksmiðjan Iðunn hóf fram- leiðslu næsta ár. Þorsteinn var fram- kvæmdastjóri. Ekki þó þannig að hann stjórnaði frá skrifborði, heldur var hann eini fagsútarinn, verkstjóri, efnafræðingur og stjórnunarlegur forstjóri um leið, auk þess að hafa sem verkfræðingur hannað verk- smiðjuna áður. Hann var á þeim tíma eini íslendingurinn með alhliða reynslu af hinu margbrotna og afar vandasama ferli sútunariðnaðar. Árin 1936 og 1937 setti SÍS af stað tvær nýjar deildir við Skinna- verksmiðjuna, skógerð og hanska- gerð. Þær gáfu afsetningu fyrir hin sútuðu skinn og skópu um leið mörg störf. Á fyrstu árum skógerðarinnar dvaldi Þorsteinn eitthvað í Svíþjóð, í nokkurs konar sumarfríi, til að kynna sér þarlenda skógerð, kaupa tæki og læra á þau. Ég þekki Þorstein Davíðsson ekki persónulega. Ég hef hins vegar fengið vinnu við að skrifa um ís- lenskan skinnaiðnað á 20. öld og þá hef ég rekist á nafn hans æði oft, oftar en nokkurs annars manns. Það má reyndar ljóst vera af því sem þegar er sagt. Þó var þetta lítið annað en byrjun skinnaiðnaðar á Akureyri. Þetta var fyrir daga EFTA og sérhæfingarnar í íslenskum iðnaði. Opið hús í dag milli kl. 14ogl7 Fálkacjata 21,Rvík Ifc I dag er opið fyrir þig og þína til að skoða 3ja-4ra herbergja vel staðsetta og spennandi íbúð á eftirsótt- um stað í vesturbæ Reykjavíkur. íbúðin er á 2. hæð og er sameign góð. Frábært útsýni Suð- ursvalir. Bjallan merkt Guðjóni Einarssyni. Verð 8,5 millj. Hátúxt, fasteignasala, Skiphotti 50b, 2. hæð sími 561 9500. Og í hinum unga iðnaðarbæ Akur- eyri þurftu ýmsir frumkvöðlar að vera allt í öllu. Þorsteinn var það. Þá braut sem hann og samstarfsfólk hans gekk þurfti að ryðja fyrst. Auðvitað var margt af vanefnum gert. En menn urðu að duga á eigin spýtur eða drepast. í því reyndist hin þrjóska sjálfsbjargarviðleitni mönnum best. Ég hygg að Þor- steinn hafi haft mikið af henni. Eg held því ekki fram að Þor- steinn Davíðsson hafi verið neinn kraftaverkamaður. Bæði voru stundum fengnir erlendir fagmenn til starfa á Gleráreyrum og margir heimamenn kappkostuðu að ná tök- um á iðnaðinum sem skjótast. En þá var það líka ómetanlegt að til var maður með alhliða reynslu sem gat gengið á undan með fordæmi í margs konar störfum. Hann mætti manna fyrstur á morgnana og fór gjarnan síðastur heim og féll víst sjaldan verk úr hendi. Þessi iðnaður var þjóðinni lífs- nauðsyn. Á stríðsárunum þurftu ís- lendingar að framleiða megnið af skófatnaði sínum sjálfir, rétt eins og klæðnaðinn. Stærstu einingarnar bæði í sútun og skógerð voru á Gleráreyrum. Sérstaklega var sút- unin þar nauðsynleg fyrir margs kyns verkstæði og handverk vítt um land. Starfsfólk Skinnaverksmiðj- unnar þurfti að ná færni í afar fjöl- skrúðugri framleiðslu. í bréfi til norsks vinar síns 1953 lýsir Þor- steinn því hvað menn voru að starfa í verksmiðjunni þann daginn: „Tveir menn hafa penslað kalk- brennisteinsblöndu á 400 sauðskinn sem eiga að afullast á morgun. Einn maður kembir, í vél og með hönd- um, langhærð teppaskinn, og pækl- ar líka 400 gærur. Einn maður af- vatnar sólaleður, í vél og höndum. Einn maður valsar, lýkur við eitt 800 kg partí af kýrhúðum, tvíkróm- uðum í feitileður, eftirvalsar sól- aspalt og byrjar á partíi af kálfs- skinnum í bókband. Einn maður hlutleysir og eftirsútar kýrhúðir í leður fyrir húsgögn eða bflasæti og setur út í Essorella-vélina eitt partí (ea 2200 ferfet) af hrosshúðum fyrir chevreaux. Einn maður slípar sól- aspalt. Einn maður slípar og flosríf- ur hanskaskinn, tveir menn vinna við að sprauta hanskaskinn með eukanol-litum, sauðskinn í fóður með collodíum, orthokróm. Einn kantklippir gærur. Einn flokkar og mælir sólaspalt, kálfsskinn og geita- skinn í úrfestar, fóðurskinn og sóla- leður. Svona dagsprógram er lík- lega ekki til í nokkurri annarri sút- un í veröldinni." Eins og þetta væri ekki nóg voru talsverðir snúningar fyrir einstaka viðskiptavini. Helgi Hjörvar þurfti að láta sérsmíða á sig skó og lýsti fótum sínum í bréfi til Þorsteins. Það er stórbrotin lýsing. Og Jón í Möðrudal skrautritaði til hans áll- langt bréf og sendi ásamt með húð af Stóra-Skjóna sem hann þurfti að fá sútaða til að nota í setuleður und- ir hnakkadýnur en bað Þorstein velja fyrir sig tvo húðarparta að auki „ekki geysiþykka en samt góða" í löf og ólatau. Gallinn var sá að Jón gat ekki borgað strax, þ.e. hann þurfti fyrst að borga nýkeypt- ar 22 ær og meri. Hann yrði því að fá þetta lánað fram yfir áramót en þá kæmi ellistyrkurinn. Iðnaður þessi fyrir heimamarkað, þó margbrotinn væri, náði miklum þroska á starfstíma Þorsteins Da- víðssonar, framleiddi mikið og var ein meginundirstaðan undir at- vinnulíf Akureyrar. Þorsteinn hætti framkvæmdastjórn Sútunarinnar eftir verksmiðjubrunann 1969 en hélt þó áfram störfum fram yfir 1980, kominn á níræðisaldur. Og nú fyllir hann hundraðið enda er ber- sýnilega seigt í karli þessum. Þegar skrifuð er saga skinnaiðn- aðar í landinu þyrfti að gera þætti Þorsteins góð skil. Skinnaiðnaður hf. sem starfar á grunni gómlu Ið- unnar, hefur veitt framlag til ritun- ar þeirrar sögu og er það m.a. gert til heiðurs Þorsteini Davíðssyni og störfum hans. Þórarinn Hjartarson. félagITfasteignasala Örugg fasteignaviðskipti\ »U S533 4800 MIÐBORG JW-: ^B Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Fjölch eigna a veraldarvefnum: www.midborg.is Opið virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 12-15 Smáíbúðahverfi-einb/tvíb. Gott u.þ.b. 235 fm. einb. sem er kjallari, hæö og ris, auk u.þ.b. 40 fm. bílsk. Endurn. eldh. og baö. Arinn. Garðstofa. 5-6 svefnh. í kjallara er u.þ.b. 45 fm. séríbúö.V. 24,0 2197 Víðihvammur - Kóp. Gullfalleg u.þ.b. 105 fm efri sérhæö í 2-býli, ásamt 25 fm bílskúr. Nýtt eldhús. Nýtt baöherb. Nýjar innréttingar og gólfefni. Áhv. u.þ.b. 5,3 millj. V. 10,8 m. 1941 Við Vatnsstíg - 3ja herb. Vorum aö fá i sölu góöa 65 fm íbúö á þakhæð ítraustu stein- húsi. Ibúðin hefur talsvert verið endurn m.a. parket á herb, nýr sólpallur á stórri verónd. Snyrtil sameign V. 6,0 m. 2205 Boðagrandi - 2ja herb. I einkasölu 61 fm. íb. á besta stað í vesturb. Parket á gólfum. Rúmgóö stofa. Flísalagt baðherb. Góð sameign. Áhv. 3,6 millj. V. 6,6 m. 2190 Öldugata - einstaklíb. Vorum aö fá i sölu fallega og snyrtilega stúdíó-íbúð á þessum vin- sæla stað m. sérinng. í virðulegu húsi. Ný gólfefni og innr. í eldhúsi. Gott skápapláss. Lögn f. þvottav. Sérinngangur. V. 4,4 m. 2161 Vesturbær-101 svæði Sérlega falleg 50 fm kjíb. á þessum eftirsótta stað. Parket á gólf- um. Góðir skápar. íbúðin snýr öll inn í garð. Áhv.2,6m. V. 5,3 m. 2138 Miðhraun Garðabæ. Vorum að fá í sölu gott atvinnuhúsn. á góðum stað. Hentar vel fyrir alla þrifalega starfsemi. Gott athafnasvæði utan við rýmin. Stærðir 170-550 fm. Margháttaðir nýtingarmöguleikar. 2186 Hverafold-ekkert greiðslumat. Vorum að fá í sölu 88,4 fm endaibúð á 2. hæð í mjög góðu húsi í Grafarvogi. íbúðin er með innrétt- ingum frá Brúnás. Sérþvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Áhv. kr. 5,1 millj. byggsj. m/grb. 26 þús á mán. V. 8,6 m. 2074 Garðabær. Vorum að fá u.þ.b. 135 fm verk- stæðis- eða þjónustupláss á jarðhæð í nýju húsi, auk u.þ.b. 65 fm millilofts. Eignin er til afh. fljótlega tilb til innr. að innan en fullbúin að utan. Hagstæð langtímafjármögnun fylgir. 2184 Arahólar - 2]a herb. Falleg 62,5 fm ib. á 3. hæð í góðu lyftuhúsi. Flísar á holi og eldh. Merbau-parket á stofu. Hálf yfirbyggðar svalir. Endurn. eldhús og bað. Lögn f. þvottavél i íb. Húsvörður. Gervihnsjónv. Góð sameign. Áhv. 3.4 m. V. 5.7 m. 2195 Reykjavík - miðbær. Mjög gott 1.200 fm skrifstofu- og iðnaðarhús í traustri útleigu á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík. Byggingarmöguleiki á lóð. Allar nánari upplýsingar veita Karl G. og Pétur Örn á skrif- stofu Miðborgar. V. 75,0 m. 2043 LAUGARNESVEGUR 37 OPIÐ HÚS í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14 OG 17 Um er að ræða fallega 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í 2ja hæða steinhúsi á góðum stað við Laugarnesveginn. Parket. Vestursvalir. Gott útsýni. Ingólfur og Svala taka vel á móti þér. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 5685556. *? Sérhæð — HörcjsRlíð Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilega 177,3 fm sérhæð í nýlegu 4ra íbúða húsi. íbúðin skiptist m.a. í góða forstofu, stórt hol, 3 stór herbergi, mjög stórar stofur með ami, tumherbergi, tvö baðherbergi og eldhús. Sérhannaðar innréttingar. Frábært skípulag. Frábært útsýni. Bílskýli. Eign í algerum sérflokki. Verð kr. 17.000.000. rt=ÁSBYRGIrt= Suöurlandsbraut 54 vli lo.ol.n, 10« B.ykio.ik. siml 568-244«, fo»: 568-2446. OPIÐ HUS frá kl. 14 - 16 í dag. að AKRALANDI 3, Rvík Mjög góð 2ja herb. íb. á 2. hæð með sérinngang í litlu fjölb. Stærð 76 fm. Þvottahús í íbúð. Suðursvalir, falleg útsýni. Hús í góðu ástandi, frábær staðsetning. Verð 8,5 millj. 9248 Erum að leita að 130 - 160 fm sérbýli með sérinngang og bílskúr miðsvæðis í Reykjavík. Fjársterkur kaupandi. Staðgreiðsla í boði. LAUGARNESVEGUR. Rúmg. 2ja herb.íb. 1. hæð í litlu nýl. fjölb. Parket. Stærð 70 fm. Áhv. 2,8 m. hagstæð lán. Góð staðsetning. 9406 BARMAHLIÐ. Rúmg. 2ja herb. íb í kj. í 4-býli með sameiginl. inngangi með annarri íb. Nýl. innr. í eldhúsi. Baðherb. flísalagt. Stærð 65 fm. Áhv. 3,1 m. byggsj. Verð 5,7 millj. 9416 AKRALAND. Mjög rúmg. og vel innréttuð 2ja herb. íb. á 2. hæð með sérinngangi og suðursv. Þvhús í íbúð. Stærð '76 fm. Verð 8,5 millj. Frábær staðsetning við Fossvogsdalinn. 9248 SAFAMÝRI - LAUS. Rúmgóð 3ja herbergja íb. á 4. hæð í fjölb. með bílskúrsrétti. Gott útsýni. Vestursv. Hús og sameign í góðu ástandi. LAUS STRAX. 9446 DOFRABORGIR - BÍLSK. Mjög góð 123 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt innb. bílskúr. 3 svefnherb. Góðar innr. Parket og flísar. Stórar svalir. Verð 10,7 millj. 9445 FÍFULIND - KÓP. Glæsileg og vönduð 4ra herb endaíb. á 3. hæð í litlu fjölb. 3 svefnherb. Góð stofa. Mahóní innr. Baðherb. flísal. Þvhús í íbúð. Stærð 104 fm. Áhv. 5,9 m. Verð 11,5 m. 9425 LAUGARNESVEGUR. Mikið endumýjuð 4ra herb. endaíb. á 4. hæð með fallegu útsýni yfir flóann. 3 svefnherb. Ibúðin er nýl. standsett og í mjög góðu ástandi. 9436 REYRENGI. Vorum að fá i sölu gott raðhús á einni hæð með innb. bílskúr. 3 svefn- herb. Góðar innr. Parket. Áhv. 7,9 m. Verð 12,5 millj. Lóð fullfrágengin. Frábær staðsetning. 9443 VESTURBERG Mjög gott 210 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt innb. bíl- skúr. 4 svefnherb. 2 stofur með arni. Baðherb. allt nýl. standsett. Húsið er nýl. klætt með (múr og í góðu standi. Verð 14,3 millj. 9426 NESBALI - SELTJ. Vandað einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum bllsk. Húsið er innst í botnlanga og skiptist í 3 svefnherb. Góðar stofur, arinn, vandaðar innr. og gólfefni. Stærð 159 fm + 42 fm bílsk. Verð 21,5 millj. Góð staðsetning. 9427 SKULASKEIÐ HF. Vorum að fá í sölu járnklætt tim- burhús sem er hæð og ris á steyptum kjallara. Stærð 87 fm. Byggt 1925. LAUST STRAX. Gamalt vinalegt hús sem þarfn- ast lagfæringa. 9441 OPIÐ í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-15. lOreign ehff Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. k 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.