Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hjálmar Árnason, þíngmaður FramsÓknarflokks Varar við sölu Aburð- arverksmiðjunnar Ilaraldur í Andra bauó betnr í Ábniðar- verksmiðjuna ÞIÐ getið sofíð alveg rólegir, bræður, mitt sæði fellur ekki í grýtta jörð. Rekstrarleyfí gagnagrunns á heilbrigðissviði Auglýst eftir umsókn um á næstu vikum INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra skýrði frá því í fyrir- spurnartíma á Alþingi á fimmtudag að auglýst verði eftir umsóknum um rekstrarleyfi gagnagrunns á heil- brigðissviði á næstu vikum. „Undir- búningur málsins er í fullum gangi, bæði í ráðuneytinu og hjá Land- læknisembættinu," sagði hún m.a. við fyrirspurn Hjórleifs Guttorms- sonar, þingflokki óháðra. Aðspurð sagði hún einnig að ekki hefði verið tekin ákvörðun um sérstaka kynn- ingu á því hvaða heilbrigðisstofnanir eða heilbrigðisstarfsmenn gerðu ekki samning við rekstrarleyfishafa um þátttöku í gagnagrunninum, enda mætti gera ráð fyrir því að all- langur tími líði þar til á það reyndi. Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ljóst að ráðu- neytinu yrði talsverður vandi á höndum þegar reynt yrði að greiða úr umræddum málum því vitað væri að fjölmargir læknar væru ósáttir við að láta gögn af hendi í gagna- grunn. „Mjög margir eru þeirrar skoðunar að til þess að það verði gert þurfi upplýst samþykki sjúk- linga." ------ ~A \ Ji3# Magnari: 2 x 100W RMS Útvarp með 24 stöðva minni RDS • Þriggja diska spilari Hátalarar tvískiptir: 120W Powér Bass 3ja ára ábygð ; Bassi .Láttu erminqar- .barnið, „, heyra það! ¦M? Komdu meö auglýsinguna til okkar og hún gildir sem 4iUUU KV, innborgurn á N-650 stæðu Gildirer meðan birgðir endast Þegar hljómtaeki sklpta náli B R Æ Ð U R N I R m MSSON ^i^^ Lógmúla 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND -J Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Opinn fundur í Ráðhúsinu MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna hafa í mörg ár staðið fyrir opnum fundi 8. mars og í ár verða auk þess félags fjórtán önnur félög, flest stéttarfélög, sem eiga að- ild að fundinum. Konur eru í meirihluta í flestum þessum félögum. Fjögur ávörp verða flutt, þau flytja María S. Gunnars- dóttir frá MFÍK, Auður Styrkársdóttir stjórn- málafræðingur, María Priseilla Zanoria, formað- ur Filippínska-íslenska félagsins, og Asta Þórðar- dóttir, félagsráðgjafi og eftirlaunaþegi. Aðalræðu- maður fundarins er Rann- veig Traustadóttir, dósent við Háskóla íslands. Einnig syngja Sigurlaug Knudsen og Guðríður Júlíusdóttir. Undirleik- ari er Agnes Löve. Fundarstjóri verður Björk Vilhelmsdóttir, for- maður Bandalags háskólamanna. Eygló Bjarnardóttir meinatæknir er formaður MFÍK. Hún var spurð hver væri yfirskrift þessa fundar, sem haldinn verður í Ráð- húsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, klukkan 17 á morgun. - Kjörorð ALK i ár er: Gegn fá- tækt, breytingu á skiptingu auð- æfa og gegn ofbeldi. -HvaðerALK? - Það eru alþjóðasamtök lýðræð- issinnaðra kvenna. Um allan heim er 8. mars haldinn hátíðlegur sem baráttudagur kvenna. Það hefur verið gert frá árinu 1910. Það var þýsk baráttukona, Clara Zetkin, sem stóð fyrir því en MFÍK eru aðilar að alþjóðasamtökum lýð- ræðissinnaðra kvenna sem stofn- uð voru í París í nóvember 1945. Að stofnun þeirra stóðu konur í 41 landi, sem áttu það sameigin- legt að hafa lifað af seinni heims- styrjöldina, sumar þeirra höfðu lifað af vistina í fangabúðum nas- ista, margar komu úr röðum virkra andspyrnukvenna. Þessar konur fylltust nýrri von í lok heimsstyrjaldarinnar og þær hétu því að sameinast um að koma í veg fyrir að slíkir atburð- ir endurtækju sig. Þær sóru þess eið að standa vörð um réttindi kvenna, sem mæðra, sem vinnu- afls og sem borgará. I öðru lagi vildu þær standa vörð um að vernda rétt barna til lífs, heil- brigðis og menntunar. I þriðja lagi sóru þær þess eið að varð- veita frið og stuðla að alþjóðlegri afvopnun. Loks að verja sjálf- stæði þjóða og rétt þeirra til lýð- ræðis og vinna gegn hvers kyns kynþáttamismun og kynþátta- hatri. Fljótlega eftir stofnun al- þjóðasamtakanna fóru þau að fylgjast með störfum Sameinuðu þjóðanna og urðu samtökin virk í störf- um þeirra með til- lögurétt í ýmsum málaflokkum. Það var m.a. fulltrúi ALK, Herta Kuusinen frá Finnlandi, sem bar fram tillöguna um alþjóðlegt kvennaár 1975. - Er rík þörf fyrir starfsemi MFÍK? - Menningar- og friðarsamtók ís- lenskra kvenna vinna að málefn- um sem tengjast kvenfrelsi, friði og jafnrétti. I vetur höfum við unnið að verkefninu: Fjölskyldu- stefna óskast. Um samræmingu Eygló Bjarnardóttir ?Eygló Bjarnardóttir er fædd 18. september 1941 íReykja- vík. Hún er meinatæknir að mennt og hefur starfað í Keflavík hjá Birni Sigurðssyni lækni, síðan á Elliheimilinu _ Grund, Krabbameinsfélagi Is- lands, Rannsóknarstofu Olafs Jenssonar í Domus Medica og á Landspítalanum frá 1. febrú- ar 1973. Hún hefur verið deild- armeinatæknir frá 1. mars 1975 og yfirmeinatæknir frá 1. september 1987 á Rannsóknar- stofu í blóðfræði. Hún er ógift og á einn son. Framfærslu- vísitala verði lögbundin lágmarkslaun fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. - Eru mikil tengsl milli MFÍK og AIK? - Við erum aðildarfélag og send- um fulltrúa á ráðstefnur ALK, en önnur tengsl eru lítil. - Telur þú að þessi kjörorð og baráttuefni ALK í tilefni 8. mars í ár eigi mikinn hljómgrunn hjá konum í dag? - Ég tel að þau eigi fullan rétt á sér og allt eru þetta málefni sem verið hafa í umræðunni hér; fá- tækt, ofbeldi og skipting auðæf- anna. Einnig tökum við upp á okkar fundi málefni sem frönsku kvennasamtökin gera að sínu kjörorði, þ.e. sérstök áhersla á jöfnuð í stjórnmálum. Eg vil gera orð ALK að mínum lokaorðum; „Gegn fátækt". Það er einkenni- legt að það skuli vera til fátækt á íslandi nú, árið 1999, og við horf- um í kringum okkur á alla þessa velmegun og tekjur á hvern mann eru með því hæsta sem gerist, sem segir okkur að þeir hæstu eru með ekki bara tíföld laun þeirra lægstlaunuðu heldur nær því hundraðföld. I þessu þjóðfé- lagi er til nokkuð sem heitir: Skattleysismörk, atvinnuleysis- bætur, lágmarkslaun, eftirlaun, örorkubætur og framfærsla frá Félagsmálastofnun. Þetta eru allt hver sín upphæðin en eru samt það sem einstaklingur á að hafa til framfærslu. Ég legg til, í tilefni 8. mars, og skora á Al- þingi og ríkisstjórn að hlutast til um það, að framfærsluvísitala einstaklings verði lögbundin lágmarkslaun. Og enginn hefði lægri upphæð sér til framfærslu, bætur yrðu sama upphæð. I dag er fram- færsluvísitala á einstakling um 100 þúsund krónur, það myndi breyta miklu fyrir þá lægstlaun- uðu að fá þá upphæð og vonandi útrýma fátækt á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.