Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Göngur og • • ogongur Ekki væri úr vegi að sameina hátíðimar hreinlega, í hagræðingar- og sparnaðar- skyni. Að allir, sem fengju sérferðabœk- ling, yrðu sem sagt sjálfkrafa þátttakend- ur í öllum þrófkjörunum. SKILYRÐI fyrir því að Alþingi íslendinga sé starfhæft er að þar sitji fólk sem til þess hefur verið kjörið. Og skilyrði fyrir því að kosningar geti farið fram er að framboðs- listar hafi verið útbúnir með ein- hverjum hætti. Um þetta er ekki deilt. Hvernig raðað er á lista er hins vegar vandamál sem gjarn- an skýtur upp kollinum með jöfnu millibili. Enn virðist nefni- lega ekki hafa fundist hin eina, gallalausa leið. VIÐHORF ^S^s1" Eftir Skapta að því að lýð- Hallgrímsson ræðið er stund- um svo skrýtið að það virðist einfaldlega ekki alltaf henta og á það raunar bæði við þegar búa þarf til áður- nefnda Iista eða ákveða eitt og annað í samfélaginu. Lýðræðis- legt einræði er þá oft hentugra og fljótvirkara. Einstaka sinnum er besta hlið lýðræðisins sú að fámennur hóp- —ur flokksmanna raðar saman lista í bakherbergjum flokkshús- anna. Fyrir kemur að svokölluð lokuð prófkjör eru haldin, þar sem allir flokksfélagar fá að velja og upp á síðkastið virðist vera orðið vinsælast að halda op- in prófkjör, svonefnd. Þau eru best því þá getur fólk glatt svo marga, eins og berlega kom í ljós hjá sameinuðum vinstri útherjum fyrir skemmstu. Það er segin saga, nokk sama - - hvers konar lýðræðisafbrigði er brúkað, að sigurvegarinn gleðst en sá sem lýtur í lægra haldi gleðst síður. I íþróttum ganga keppnismenn alltaf svo langt sem dómarinn leyfir og eins er það í pólitíkinni; séu reglur þannig að hver sem er geti tekið þátt í prófkjöri skal enginn undrast að sú verði raunin. Þeg- ar KS og Tindastóll keppa þarf ekki að koma á óvart að Siglfirð- ingar styðji KS, hvort sem þeir hafa raunverulegan áhuga á íþróttum eða ekki! Þeir sem hafa dvalið í sveit vita að kýrnar koma gjarnan sjálfar heim að kveldi, en þeir sem vilja ná fé sínu í hús hafa löngu gert sér grein fyrir því að þeir verða að fara í göngur að hausti til að ná í skjáturnar. Sumir vilja það hins vegar ekki og eiga þá á hættu að lenda í ógöngum. Flest- ir eru þó sammála um að nauð- synlegt er að rétta, annars fer allt úr böndunum. Sumir smala en gleyma svo að draga í dilka og þá er voðinn vís. Flokkspólitísk viðrini, eins og höfundur þessa pistils, verða aldrei sendiherrar eða banka- stjórar. Þrátt fyrir þær augljósu hindranir á framabrautinni er þó vel þess virði að fylgjast með stjórnmálum úr fjarska. Á eigin forsendum, og velta einstaka sinnum fyrir sér fáeinum spurn- ingum. Um hvað verður til dæm- is barist í vor? Byggðamál, sagði einhver. Hvað er það? Verður slegist um það hvort fyrr verði borað gegnum fjöll fyrir norðan eða austan? Hægri- og miðju- menn slást um það nú þegar þannig að vinstri menn þurfa að minnsta kosti ekki að sameinast um þau slagsmál. Hvort drekkja eigi hálendinu og virkja? Það geta hinir líka séð um enda snú- ast þær spurningar ekki um hægri eða vinstri. Hvort fiskur- inn fyrir Vestfjörðum megi vera á þeim slóðum þar sem eigandi hans á lögheimili í svo mikilli fjarlægð sem raun ber vitni? í útlandinu mun algengt að ermar stjórnmálamanna séu troðfullar af loforðum fyrir kosn- ingar, en eftir að þær eru um garð gengnar er stundum eins og lokast hafi fyrir ermaopin. Því miður; „ytri aðstæður" breytast þá gjarnan eða „við- skilnaður fyrri stjórnar" var mun verri en þeir sem tóku við höfðu gert sér grein fyrir. Þetta þekkjum við ekki á íslandi. Sér- staða hérlendra stjórnmála virð- ist einmitt sú, í fljótu bragði, að þau snúast að langmestu leyti um málefni. Yfirleitt megin- strauma og stefnur en sjaldnast um einstaklinga, hvort sem um er að ræða landsmálapólitík eða sveitarstjórnarmál. Til dæmis um það hver skuli verða yfir- verkstjóri í áhaldahúsi bæjarins eða hvort stofnunin skuli flutt í kjördæmi formannsins eða vara- formannsins. Prófkjör voru haldin um sama leyti og ferðaskrifstofur kynntu sumarbæklinga sína á dögunum og hvort tveggja laðaði til sín fjölda fólks. Ekki væri úr vegi að sameina hátíðirnar hreinlega, í hagræðingar- og sparnaðar- skyni. Að allir, sem fengju sér ferðabækling, yrðu sem sagt sjálfkrafa þátttakendur í próf- kjöri þeirra flokka sem tækju þátt í samstarfmu. Þar með yrði fjöldinn enn meiri og sigur lýð- ræðisins og flokkanna enn meiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Þeir sem kæmu við hjá Úr- val-Útsýn teldust hafa valið A- hólf í því prófkjöri sem þannig fer fram en þeir sem færu á há- tíðina hjá Samvinnuferðum- Landsýn teldust hafa merkt við hólf B. Fólk sem færi á allar ferðaskrifstofur tæki einfaldlega þátt í öllum prófkjörum - sem það gerir hvort eð er - og áhug- inn á prófkjörunum kæmist auð- vitað í heimsfréttirnar. Þetta yrði miklu ódýrara fyrir fram- bjóðendur; það yrði algjör óþarfi að auglýsa sig. En ekki yrði nóg að velja hólf, eins og allir vita. Það vandamál yrði leyst með því að allir sem pöntuðu ferð til Spánar teldust hafa kosið þann fulltrúa í t.d. A hólfinu sem hefði lengsta nafnið, væntanlegir Portúgalsfarar þann ljóshærða og þeir sem hygðu á flug og bíl teldust þar með hafa greitt elsta frambjóðandanum atkvæði sitt. Eða þeir sem veldu Benidorm styddu þar með Pál, þeir sem kysu Mallorca væru þar með á bandi Jónasar og svo framvegis. Einfaldara getur þetta bara varla verið. Nema þar sem prófkjörsþátt- taka er orðin að fíkn eins og á Siglufirði. Þar þarf að finna nýjar leiðir og alls ekki vanabindandi. RAGNA GUNNARSDÓTTIR + Ragna Gunnars- dóttir var fædd að Þinganesi í Nesj- um á höfuðdag, 29. ágúst, 1905. Hún var elsta barn Gunnars Jónssonar, f. 13.1.1877, d. 23.3. 1948, bónda að Þinganesi og síðar bóksala á Höfn og konu hans, Astríðar Sigurðardóttur, f. 30.3. 1880, d. 23.2. 1918. Alsystkini Rögnu: Signý Bene- dikta, f. 16.10. 1908, d. 9.2. 1993; Guðmundur Björg- vin, f. 18.7. 1911, d. 8.11. 1995; Ásgeir, f. 22.2. 1914, d. 15.8. 1993. Þau eiga öll afkomendur. Synir Gunnars og seinni konu hans Bjargar Jónsdóttur, f. 29.6. 1891, d. 21.7. 1977, hálf- bræður Rögnu: Karl, f. 20.1. 1926, d. 1928; Jón ffilmar, f. 17.7.1929. Ragna fór ung frá heimili sínu Þinganesi við Hornafjörð til að starfa á Akureyri. Þar kynntist hún Guðjóni Bernharðssyni gullsmið. Þau giftust árið 1928. A Akureyri gerðist Guðjón mjög framsækinn athafnamað- ur. Árið 1945 ákváðu þau hjón að flytja suður og stofhuðu Ragna Gunnarsdóttir frá Þinga- nesi er látin á háum aldri. Sækja þá á hugann hugljúfar minningar. Fjórtán ára unglingur var að hleypa heimdraganum. Haldið var frá Flat- eyri í Menntaskólann á Akureyri. Það var stigið af skipsfjöl að kvöld- lagi og ekið frá bæjarbryggjunni upp í bæinn. Komið var í nýjan heim. Það var mikill munur á við heimabyggðina. Fyrst blasti við stórhýsi KEA með upplýstum sýn- ingargluggum, slíkt og þvíumlíkt hafði pilturinn aldrei augum litið. Hvert undrið tók við af öðru í ljósa- dýrðinni. Hughrifin voru magn- þrunginn. Eftirvæntingin var mikil að koma þangað sem mér var búin vist. Það var hjá hjónunum Rögnu Gunnars- dóttir og Guðjóni Bernharðssyni gullsmið á Bjarmastíg 11. Ég var kominn á fyrirmyndarheimili. Þau hjónin voru þá á besta aldri með kornungan son sinn Gunnar Bern- harð. Þau bjuggu í nýju glæsilegu einbýlishúsi. Allur húsbúnaður var með nýtísku sniði, smekklegur og menningarlegur. Þau hjón voru upprunnin hvort af sínu landshorn- inu, hann frá Hrauni á Ingjalds- sandi og hún frá Þinganesi í Horna- firði. Að báðum stóðu styrkir stofn- ar og jafnræði var með þeim í mannkostum. Mér var tekið sem heimilismanni. Það var mér mikið gæfuspor. í skjóli þeirra hjóna var ég alla mína tíð í Menntaskólanum á Akureyri, 6 vetur. Guðjón Bernharðsson var gull- smiður að iðn og vel metinn í sínu fagi. Hann rak sitt gullsmíðaverk- stæði á besta stað í bænum og skartgripaverslun. Þá voru erfiðir tímar, atvinnuleysi herjaði, fátækt og vesöld blasti víða við. Þó að smíðisgripir Guðjóns væru frekar fyrir þá sem máttu sín meira var hugur hans hjá þeim sem síður máttu sín. Gat verið að einkafram- takið hefði brugðist? Gat verið að miðstýrt efnahagskerfi væri til úr- bóta? Þurfti altækan áætlunarbú- skap? Einar Olgeirsson var sá sem Guðjón vænti mest af. Á verkstæðið litu margir inn til að ræða málin og alltaf var kaffi á könnunni. Þar vann hjá Guðjóni Ragna Pétursdóttir sem lagði drjúgum til mála. Það var ekki ónýtt fyrir skólapilt að eiga innangengt í þessa málstofu og fylgjast með. Hér var ekki fyrir að fara einlitri hjörð. Allt litróf þjóð- málanna gat verið til rökræðu hvenær sem var. Þótt Guðjón væri róttækur í skoðunum tók hann ekki beinan heimili að Lang- holtsvegi 65. Guð- jón hélt áfram starfi sínu í gull- og silfursmíði og fyrir- tækjarekstri. Arið 1954 stofhuðu þau Silfurbúðina á Laugavegi 55. Son- ur Rögnu og Guð- jóns er Gunnar Bernhard, f. 2.4. 1930, kona hans er Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1.5. 1931. Börn þeirra eru: a) Ragna, f. 28.2. 1950, maki R. Gould. Þau eiga tvær dætur b) Guðmundur Geir, f. 22.5 1952, maki Ingi- björg Snorradóttir. Þau eiga tvo syni, fyrir hjónaband átti Guðmundur Geir son og dóttur. Hann á 2 barnabörn og fóstur- son. c) Gylfi, f. 13.6. 1956, maki Dóra Bjarnadóttir þau eiga þrjá syni d) Edda, f. 19.8. 1957, maki Sveinn Ásgeir Baldurs- son. Þau eiga tvær dætur og einn son e) Gunnar, f. 16.9. 1965, maki Ylfa Pétursdóttir. Þau eiga þrjá syni. Útför Rögnu fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. mars og hefst athöfhin klukkan 15. þátt í stjórmálaafskiptum og var ekki flokksbundinn. Hann átti og góð kynni við ýmsa góðborgara staðarins. Ragna Gunnarsdóttir var ekki einungis mikil húsmóðir sem bjó manni sínum fagurt heimili. Hún var listelsk og bókhneigð, lá ekkert á skoðunum um menn og málefni ef svo bar undir og eigi síður róttæk en bóndi hennar. Það var einkennandi í lífi þeirra hjóna hve lifandi áhuga þau höfðu á því sem á hverjum tíma var að ger- ast í menningarlífi bæjarins. Það var venjan að sækja leiksýningar, söngskemmtanir eða aðra viðburði í menningarlífinu. Mér er þetta í minnum vegna þess að jafnan var ég hafður með. Má nærri geta hve mikils virði þetta varð mér í bráð og lengd. Nokkrum árum eftir að skóla- göngu minni lauk á Akureyri fluttu þau hjón búferlum til Reykjavíkur. Guðjón stofnaði þá fyrirtæki um framleiðslu á silfurmunum svo sem borðbúnaði. Framleiðsla þessi var vélvædd á þann veg að nýlunda var hér á landi. Þetta framtak lýsir manninum. í Guðjóni bjó ekki ein- ungis fagurkeri gullsmíðinnar held- ur og sterk taug framtaks og at- hafna. í þessum efnum minnti hann á bróðurinn, hinn kunna athafna- mann Marselíus Bernharðsson. I dag er fyrir að fara sérstökum námslánum til aðstoðar mönnum á námsbrautinni. I þá daga sem hér um ræðir var því ekki að heilsa. En mín aðstoð var frá þessum heiðurs- hjónum Rögnu Gunnarsdóttur og Guðjóni Bernharðssyni. Það náms- lán hefur ekki verið endurgreitt. Það var heldur aldrei gert ráð fyrir því af þeirra hálfu. En ég stend í ómetanlegri þakkarskuld til hinstu stundar. Ég votta Gunnari Bernharð og fjölskyldu dýpstu samúð. Þorvaldur Garðar Krislj;í nsson. Amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum sem þó gætu fyllt nokkrar blaðsíður, en eins og í þínum anda þá gætum við hófs. Það var alltaf svo gott að koma til hennar. Enginn hasar eða læti og alltaf tími til að sinna málum og aðstoða þegar með þurfti. Hún ræddi hlutina og skoðaði, sagði sína meiningu og svo kom: Eigum við ekki að koma að spila núna. Það var endalaust hægt að spila. Manni, vist og langavitleysa, það voru málin. Það var alltaf eitthvað að eera hiá ömmu. Spil, leikir og annað grúsk, hún leyfði svo margt. Það var ekki verið að flækja hlutina. Bílaleikur- inn í fótstignu saumavélinni, mála og smíða, fara upp á háaloft, gefa okkur kaffi í tóbaksdósirnar handa köllunum á verkstæðinu og fleira og fleira. Þulan og leikurinn: Fagur fiskur í sjónum, með rauða kúlu á maganum.., gleymist seint. Þegar ég byrjaði í 10 ára bekk var ég hjá afa og ömmu fyrstu mán- uðina þar sem til stóð að við flyttum á Langholtsveginn en okkar hús var ekki alveg tilbúið. Það er alltaf svo- lítið erfitt að byrja í nýjum skóla og kynnast nýjum vinum. Ég gleymi seint hvernig amma tók_ á einu vandamáli sem kom upp. I bekkn- um mínum voru t\'eir strákar mun stærri og sterkari en flestir aðrir. Einhverra hluta vegna voru þeir oft að atast og stríða mér og kvartaði ég undan þessu við ömmu. Hún seg- ir þá við mig ósköp rólega, bjóddu þeim bara heim einhvern daginn eftir skóla. Ég harla glaður og grandalaus gerði ég þetta við fyrsta tækifæri. Þegar við komum til ömmu býður hún okkur inn í heitt kakó og köku, sem vel var tekið á. Eftir skamma stund segir amma sallaróleg við strákana, hvernig er það strákar, eru það þið sem eruð að hrekkja og stríða Gylfa í skólan- um. Var mjög fátt um svör og held- ur urðu þeir sneyptir. En eftir þetta voru þessir tveir strákar mínir bestu vinir í langan tíma. Þetta var dæmigert um hvernig amma gat tekið á hlutunum. Ég er hins vegar viss um að í laumi hló hún mikið að þessu, því hún hafði lúmskan húmor en beinskeyttur gat hann verið. Amma var skapmikil en fór vel með það. Hún gat samt fussum sveiað yfir mörgu og vandaði mönn- um og málefnum ekki kveðjurnar, en svo var það búið. Það tók samt dálítinn tíma fyrir ungviðið að skilja að „helvítans kallinn" var bara ekki einhver einn maður, heldur margir ágætustu viðskiptamenn og vinir afa og ömmu. Þetta var bara henn- ar stíll. Amma mín, við Dóra, Bjarni Már, Atli og Egill kveðjum þig með söknuði. Á svona stundu er svo margt hægt að segja og spyrja, en fátt um svör. Eg kveð þig með bæn- inni okkar: Vertu Guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Gylfi. Nú hefur Ragna frænka sofnað svefninum langa. Síðastliðin ár voru þessari glæsilegu konu erfið. Alzheimer-sjúkdómurinn lagðist á hana með fullum þunga fyrir þó nokkrum árum, fram að því var hún heilsuhraust og afar ungleg miðað við aldur. Þrátt fyrir sjúkdóminn hélt hún reisn sinni til síðustu stundar og persónuleiki hennar kom tíðum fram í gegnum sjúk- dómseinkennin. Það var á vordögum árið 1952 að ég hitti Rögnu ömmusystur mína í fyrsta sinn. Þá fór ég með ömmu minni, Signýju Benediktu, suður til Reykjavíkur og við dvöldum á heimili Rögnu og Guðjóns. Þetta var mikil ævintýraferð, þarna lærði ég, dreifbýlisbarnið, af Rögnu yngri að þekkja í sundur gamla strætó og nýja. Fékk vellyktandi bak við eyr- un hjá Rögnu frænku á hverjum morgni. Ökuferðir um bæinn í glæsibifreið Guðjóns eru einnig eft- irminnilegar. Svo var það eina nótt að ég vaknaði skelfingu lostin alein í rúminu og varð vör við að eitthvað var öðruvísi en vant var. Mikið rétt, hún amma var að taka á móti barni. Guðmundur Geir kom í heiminn. Forvitnin rak mig að fæðingarrúm- inu og ég fékk að taka nýfæddan frænda minn í fangíð. Þetta var fyrsta heimsóknin mín á Langholts- veg, en þær urðu margar og fram undir tvítugt var ég tíður gestur þar um lengri eða skemmri tíma. Hún Ragna frænka var einstök kona. Hún var björt yfirlitum og fríð, hafði hlýtt og hógvært viðmót, sem var í senn aristókratískt. Allt sem hún tók sér fvrir hendur eerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.