Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ TEIKNING af brúnni, lífæð hins nýja Eyrarsundssvæðis. Briíin milli draum- sýna og veruleika BAKSVIÐ s I markaðsheimi nútímans er ekki lagt 1 framkvæmdir án meðfylgjandi framtíðar- hugsjóna, skáldaðra af almannatenglum. Munu hugsjónirnar tengdar Eyrarsunds- brúnni standast, spyr Sigrún Davíðsdóttir, eða eru þær aðeins auglýsingabrella? FERJUR tengja, brýr sam- eina,“ sagði Christian Wich- mann Matthiessen, prófessor í landafræði við Kaupmannahafnar- háskóla, þegar hann lýsti fjálglega áhrifum væntanlegi-ar brúar yfir Eyrarsund fyi-ir erlendum blaða- mönnum nýlega. Orð hans eru í hnotskurn það sem brúarfram- kvæmdimar snúast um. Það er ekki aðeins verið að byggja brú, svo fólk geti keyrt yfir hana, heldur er brúin notuð til að skapa nýtt vaxtarsvæði í Evrópu, styrkt af svæðasjóðum Evrópusambandsins, ESB. En orð hans eru einnig hluti af skáldskap almannatengla, ef marka má orð Leif Thomsens, menningarfélags- fræðings við Listaakademíuna. „Verkefnið er sviðsett og vísindi notuð til að ljá því traustvekjandi yfirbragð. Þetta er hættuleg þró- un,“ fullyrti hann. „Við sjáum bara auglýsingamar, ekki raunveruleik- ann, sem að bald býr.“ Brúin skapar verkefni - með ESB-styrkjum Hugmyndir um að byggja brú milli Málmeyjar og Kaupmanna- FRUMVARP um bann við loðdýra- búum í Bretlandi hefur verið sam- þykkt við aðra umræðu á breska þinginu og greiddi enginn atkvæði gegn því. I Bretlandi eru nú 13 minkabú og er stefnt að því að loka þeim og bæta eigendunum tjónið. Maria Eagle, sem lagði fram- varpið fram, sagði á fostudag, að yrði það samþykkt, yrði bönnuð „þessi grimmilega nýting á villtum dýram“, sem hefði það eitt að mark- miði að framleiða „ónauðsynlega lúxusvöra _ feldinn". Framvarpið nýtur stuðnings hafnar hafa lengi svifið yfir vötnum, en það var á síðasta áratug að póli- tísk öfl beggja vegna sundsins náðu saman um að byggja ekki aðeins brú, heldur skapa svæði, Eyi-ar- sundssvæðið, í takt við þróun í ESB í átt að svæðasamstarfi, óháð landa- mæram. Utan um þennan pólitíska vilja var „Öresundskommitéen", Eyi-arsundsnefndin, stofnuð og „Oresund“ skrifað á sænska vísu, „kommitéen" á danska. Nefndin er skipuð stjórnmála- manna úr öllum flokkum og ríkis- stjórnarinnar einnig en þó er ekki víst, að það verði samþykkt á end- anum. Samþykkt frumvarpsins þýddi, að það varðaði við lög að ala dýr með það fyrir augum fyrst og fremst að slátra þeim vegna felds- ins. Yrðu sektir við því allt að 23 milljónir íslenskra króna. Einn and- stæðinga frumvarpsins kvaðst ekki ætla að leggjast gegn því að sinni en áður en hann samþykkti það endan- lega yrðu að fást svör við nokkram „grandvallarspumingum“. Meðal mönnum frá bæjar- og sveitarfé- lögum svæðisins undir forystu borgarstjóra Kaupmannahafnar og Málmeyjar. Hún rekur skrifstofu rétt eins og gerist um bæjarstjórn- ir. Nefndin byggir ekki brúna, heldur á að koma á dansk-sænsk- um verkefnum, vera tengiliður stofnana og við almenning. Nefnd- in fer einnig með fé frá Interreg II, ESB-áætlun um samstarf yfir landamæri 1994-1999. Eyrar- sundssvæðið fær á þeim tíma 250 annars yrði að rökstyðja það með sannfærandi hætti, að það væri ómannúðlegt að ala minka í búrum, sem nú væru notuð, og einnig, að það væri ekki unnt að hafa búrin þannig, að dýranum gæti liðið sæmilega. Rannsóknir, sem gerðar hafa ver- ið í Hollandi og Danmörku, sýna, að unnt er að ala minka þannig, að þeim líði vel. Þá benti danska rannsóknin til, að líta mætti á minka sem húsdýr þegar 10 kynslóðir þeirra hefðu ver- ið í haldi. Minkamir í bresku búun- um era niðjar 80 kynslóða. milljónir danski-a króna frá ESB, ríflega 2,5 milljarða íslenskra króna. Sem dæmi um samstarf er nefnd- in hefur átt frumkvæði að er sam- starf svæðasjónvarpsins í Kaup- mannahöfn, TV2/Lorry, og svæða- sjónvarpsins í Málmey, Sydnytt, umræðuvettvangur fyrir ung- mennahreyfingar stjórnmálafélag- anna og samstarf Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar um bæjarmálefni eins og skóla og dagvistun. Öresundsuniversitetet, Eyrar- sundsháskóli, er samstarf 12 há- skóla á svæðinu. Nefndin hefur komið á upplýsingamiðstöð um menningaratburði á svæðinu. „Birth of a Region" er verkefni um markaðsfærslu svæðisins. Sjónvarpssamstarfið er gott dæmi um starfslag nefndarinnar. Einn góðan veðurdag hringdi fram- kvæmdastjóri hennar í Jens Winther, deildarstjóra á TV2/Lorry, og stakk upp á að Winther hitti starfsbróður sinn hjá Sydnytt til að ræða samstarf. „Hann bætti við að ESB-fé fylgdi með,“ segir Winther. Raunin sé góð, svo sennilega verði haldið áfram, þegar ESB-peningana þrýtur. „Áhorfendum okkar þykir fréttaefni frá Málmey ekki framandlegi’a en efni frá Hróarskeldu," segir Winther. Eyrarsundsbrúin og uppbygging Berlínar Mikilvægur liður í starfi nefnd- arinnar er að brjóta niður hindran- ir sem eru í vegi fyrir því að svæðið verði sem heildstæðast. Um er að ræða lög og reglur um skatta, al- mannatryggingar og önnur vel- ferðarmál, vinnumarkað og um- ferð. Meðal annars er í fjórtán dönskum ráðuneytum og álíka mörgum sænskum leitað að laga- hindrunum. Markmiðið er að upp spretti svæði sem einkennist af samvinnu og samkeppni á jöfnum forsendum og ekki verði hægt að gera sér mat úr ólíkum aðstæðum innan svæðisins. „Brúin er ekki til að létta um- ferð, heldur til að skapa svæði,“ segir Wichmann Matthiessen. „Brúnni fylgja nýir tímar. Aðeins uppbygging Berlínar er sambæri- legt verkefni." Brúin hefur kallað á tengdar fjárfestingar upp á 120 milljarða danskra króna beggja vegna sundsins, svo sem viðbygg- ingu á Kastrup, lagningu lestar- teina út í Kastrup og um brúna og vegagerð á svæðum er liggja að brúnni. f Málmey var opnaður nýr háskóli í sumar og það hafði tákn- rænt gildi að Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, var boðið að vera viðstaddur. Lundar- háskóli hefur opnað útibú í Hels- ingborg, svo eitthvað sé nefnt. Eyrarstaður: Alþjóðlegt aðdráttarafl eða félagsvandi í uppsiglingu? Eitt af stóru verkefnunum er „0restaden“, Eyrarstaður, nýr bæj- arhluti skammt frá brúnni. Þarna á að rísa skrifstofuhverfi, blandað íbúðarhúsnæði til að hindra dautt hverfi utan slmifstofutíma. „Sú hug- mynd að hægt sé að búa til bæ er andvana fædd draumsýn," segir Leif Thomsen, þar sem forsendur fyrir að slíkt takist séu óljósar. Hann vísar til eftirminnilegrar danskrar reynslu frá 7. áratugnum, þegar steinsteypubærinn Hoje Ta- astrup var byggður og fylltist óðar af félagslegum vanda. „Markmiðið með Eyi-arstað er að ná til alþjóðlegra fyrirtækja, sem vilja liggja vel við samgöngum, og fólksins, sem þeim fylgir," segir Wichmann Matthiessen. „Hvar ann- ars staðar í Evrópu er bæði mið- bærinn og alþjóðlegur flugvöllur nokkra kflómetra frá slíku hverfi?“ Það verði því sérlega eftirsóknar- vert, því þar verði bæði hægt að búa og vinna. Félagsleg vandamál muni ekki flytja með í nýja bæinn, full- yrðir hann, þó Thomsen minni á að auðvitað hafi Hoje Taastrap ekki verið byggður til að laða að sér vanda. Slíkt gerist einfaldlega með svona bæi. „Eyrarsundssvæðið verður aldrei til. Það er útópía. Það er gert úr tveimur svæðum, tveimur ólíkum menningarsvæðum," segir Leif Thomsen og minnir á að mikið ójafn- vægi rfld milli svæðanna tveggja. Annars vegar sé um að ræða höfuð- borgarsvæði, hins vegar þéttbýlis- svæði, sem tilheyri annairi höfuð- borg. Aðstaðan verði aldrei jöfn þama á milli og heldur ekki innan svæðisins. Sumir hlutar þess vinni á, aðrir missi spón úr aski sínum. Wiehmann Matthiessen er ósam- mála. „í nútíma hagkerfi er stærð kökunnar, sem til skiptanna er, ekki íyrirft-am gefin, heldur skapast nýir möguleikar á svæðinu, svo allir verða betui- stæðir en áður.“ Orðalag fagnaðarboðenda Eyrar- sundssvæðisins era það sama og markaðspostular nútímans nota í sí- fellu. Orð þeirra er vara við loft- köstulunum eru líka þau sömu og notuð eru um flestar nýjungar. Tím- inn sker úr um hver hefur rétt fyrir sér, en reynslan mun einnig verða notuð til að meta næstu stórfram- kvæmd: Brúna milli Sjálands og Þýskalands, milli eyja og megin- lands - Fehmernbrúna. Eyrarsundsbrúin mun verða opn- uð á næsta ári, að öllum líkindum á miðju ári. Um er að ræða 3,5 km jarðgöng bæði fyrir bíla og járn- brautalestir frá Kastrup út á til- búna eyju, sem er 4 km löng. Þaðan tekur við 7,8 km löng brú á tveimur hæðum yfir til Málmeyjar. Hæstu brúarstólparnir eru 203 m háir. Tengiliðir Danmerkurmegin eru 18 km járnbraut frá Aðaljárnbrautar- stöðinni og 9 km hraðbraut yfir Amager. Kostnaður er áætlaður 14,7 milljarðar danskra króna mið- að við verðlag 1990. Brúin mun tengja Málmey og Lund, þar sem um hálf milljón manna býr, við Stór-Kaupmanna- hafnarsvæðið, þar sem um 1,5 milljónir manna búa. Frekari upp- lýsingar er að hafa á www.or- esund.com. Loðdýrabú bönnuð í Bretlandi? London. The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.