Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 12
h 12 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Reuters ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvfta-Rússlands, heilsar upp á þegna sina í höfuðborginni Minsk. Hvít-Rússar hafa ekki tilfínningn fyrir því að þeir séu sérstök þjóð á tímamótum Meta forsetann meira en sjálfstæðið ALEXANDER Lúkasjenkó, for- seti Hvíta-Rússlands er mikill snilldarmaður. Það finnst að minnsta kosti aðstoðarmönnum hans, honum sjálfum og kannski stórum hluta Hvítrússa. Svona er forsetanum lýst á heimasíðu stjórnarinnar í Minsk: „Kraftmik- ill og fróðleiksfús persónuleiki A.G. Lúkasjenkó kemur fram í hinum fjölmörgu áhugamálum hans. Hann er fljótur að sjá hvar pottur er brotinn, aflar sér nauð- synlegrar þekkingar og fagmann- legs innsæis á svipstundu. Allt ber þetta vitni meðfæddum hæfileik- um hans til stjórnunar og for- ystu." Bakgrunnur forsetans gefur ekki neinar sérstakar vísbending- ar um hvernig snilld hans óx úr grasi og þroskaðist. Hann er kennari að mennt, sérhæfði sig í að kenna nemendum landbúnaðar- skóla sögu og hagfræði. Starfaði fyrir ungliðahreyfingu kommún- istaflokksins um tíma og svo fyrir borgarstjómina í heimaborg sinni Vitebsk. Á níunda áratugnum var hann um tíma aðstoðarfram- kvæmdastjóri samyrkjubús og svo framkvæmdastjóri ríkisbús. Hann fór ekki út í pólitík fyrr en eftir að Sovétríkin voru komin að fótum fram. Veturinn 1993-94 barðist hann gegn spillingu í stjórnkerfinu og var formaður þingnefndar um þau efni. Hann var eins og segir á heimasíðu hans „óvinur spillingar- innar sem ekki var hægt að múta". Það var meðal annars fyrir tilstilli hans að Stanislav Sjúskevítsj, þá- verandi þingforseti og þjóðhöfðingi Hvítrússa, neyddist til að segja af sér. Hann var sakaður um spill- Þótt Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta- Rússlands, sé virtur í heimalandinu hefur honum gengið illa að sannfæra Vesturlönd um ágæti sitt. Jón Olafsson fjallar um stöðu mála í Hvíta-Rússlandi. ingu, en aldrei hefur orðið neitt úr formlegum ákærum á hendur hon- um. Skömmu eftir að Sjúskevítsj hrökklaðist úr embætti var Lúkasjenkó sjálfur kosinn forseti, þegar fyrst var kosið til þess emb- ættis í beinum kosningum, og fékk hvorki meira né minna en 80 pró- sent atkvæða. Afstæður hagvöxtur Einhvern veginn hefur Lúkasjenkó gengið erfiðlega að sannfæra vestræna kollega sína, að ekki sé nú talað um blaða- og fréttamenn, um hið mikla ágæti sitt. Aðferðir hans við að stjórna Hvita-Rússlandi hafa ekki þótt frumlegar, enda fyrst og fremst byggðar á einföldum brögðum Sov- étkerfisins: Verksmiðjur starfa þótt framleiðsla þeirra seljist ekki, stjórnin tryggir lán til atvinnufyr- irtækja á afar lágum vöxtum, pen- ingar eru prentaðir eins og hver þarf á að halda og verðbólga af þeim sökum um 100 prósent. Og það er byggt og framleitt í Hvíta- Rússlandi. Reyndar slík ósköp að hagtölur stjórnarinnar sýndu 10 prósenta hagvöxt á síðasta ári. En sá hagvöxtur sannar ekki annað en að hagvöxtur er afstætt fyrirbæri. Hann er ekki alltaf merki um efna- hagslegt heilbrigði. Efnahagslega hefur Hvíta- Rússland verið eftirbátur ná- grannans í austri, Rússlands. Á meðan Rússar smáréttu úr kútn- um, meðallaun hækkuðu, vöru- framboð var sæmilegt og fór skán- andi, bösluðu Hvítrússar við gam- alkunnan skort sem fór heldur versnandi. Efnahagshrunið í Rússlandi í ágúst og kreppan sem fylgdi í kjölfarið hefur þó orðið til þess að menn hafa séð fleiri kosti á hvítrússnesku aðferðinni en áð- ur var. Þó að laun séu lág eru þau oftast greidd á réttum tíma og Hvítrússum virðist hafa tekist að koma í veg fyrir þá þjóðfélagslegu upplausn sem einkennir stór svæði í Rússlandi. Og þó að í vest- ur-Evrópu þyki mönnum Lúkasjenkó leiðinlegur og til lítils annars líklegur en að leggja efna- hag Hvíta-Rússlands endanlega í rúst, þá virðast landar hans enn hafa trú á honum. Þegar forsetinn boðar stöðugleika, einsog hann gerði fyrr á þessu ári, telja menn það skárri kost en hraðar umbæt- ur eins og þær sem Rússar virðast nú vera að gefast upp á. Bandalag Rússlands og Hvíta-Rússlands Það sem mesta furðu hefur vak- ið upp á síðkastið eru þó ráðagerð- ir um sameiningu Hvíta-Rússlands og Rússlands í einu ríkjabanda- lagi. 25. desember síðastliðinn var undirrituð yfírlýsing um efnahags- lega og pólitíska sameiningu ríkj- anna. Samningurinn er ekki bind- andi en hann er framhald aðgerða til að sameina ríkin sem staðið hafa yfir allar götur frá 1995 er samið var um tollabandalag. Ástæðan fyrir því að margir undr- ast í raun að bæði Rússar og Hví- trússar skuli vilja þetta er sú að sameining virðist hvorugum aðila hagstæð. Það er ekki að sjá að Rússlandi sé nokkur efnahagsleg- ur ávinningur í pólitísku bandalagi eða sameiningu við Hvíta-Rúss- land. Ekki er heldur augljós ávinn- ingur í sameiningu fyrir Hví- trússa, og á skjön við þróunina í löndunum í kring að stjórnin skuli vilja afsala sér nýfengnu sjálfstæði ríkisins. Það lá nærri að samein- ingarsamningur væri gerður fyrir tveimur árum, en talið er að þá hafi Anatolí Tsjúbaís, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands og nokkrir aðrir vestrænt sinnaðir stjórnmálamenn komið í veg fyrir að skrefið væri stigið til fulls. Nú eru þeir allir horfnir úr stjórnarstöðum en eftir sitja margir gamlir refir sem hafa ekki gefið upp alla von um að enn megi endurreisa stórveldi í líkingu við Sovétríkin og sjá sameiningu Rússlands og Hvíta-Rússlands sem fyrsta skrefið að því marki. Evgení Prímakov forsætisráð- herra Rússlands er sagður mestur ákafamaður um sameininguna. Margir aðrir áberandi stjórnmála- menn eru einnig eindregið fylgj- andi sameiningu, þar á meðal hers- höfðinginn fyrrverandi Alexander Lebed sem nú er fylkisstjóri í Kra- snojarsk í Síberíu. Hann sagði yf- irlýsinguna í desember vera leið- réttingu á hinum „sögulega glæp" þegar Sovétríkin voru lögð niður í árslok 1991. Táknrænar forsetakosningar ögra Lúkasjenkó En burtséð frá bágu efnahagsá- standi og vaxandi fjandskap í garð vesturlanda, hafa þó mannréttinda- mál í Hvíta-Rússlandi valdið mestu um andúð þá sem stjórnvöld hafa bakað sér út á við á síðustu misser- um. Lúkasjenkó hefur hvað eftir annað skorið upp herör gegn fjöl- miðlum og látið fangelsa blaða- og fréttamenn sem tregir eru í taumi. Margir áberandi leiðtogar stjórn- arandstöðunnar hafa mátt sitja í fangelsi lengur eða skemur. I síð- ustu viku sótti háttsettur embætt- ismaður, borgardómari í borginni Babryusk, um hæli í Þýskalandi sem pólitískur flóttamaður og sagði að dómstólar hefðu glatað hlutleysi sínu fyrir ofríki Lúkasjenkós. Margir aðrir emb- ættismenn hafa ýmist horfið frá störfum eða verið hraktir úr þeim og þurft að leita hælis utan landamæranna. Þjóðfrelsishreyf- ing Hvíta-Rússlands, sem var áberandi undir lok Sovéttímabils- ins, hefur hvað eftir annað þurft að loka skrifstofum sínum og blað hennar, Svaboda, hefur verið bann- að. Formaður hreyfingarinnar hef- ur búið í Bandaríkjunum síðan 1996. Lúkasjenkó hefur einnig ver- ið í nöp við fulltrúa erlendra fjöl- miðla ekki síst rússneskra og gert þeim lífið leitt með margvíslegum hætti. Lúkasjenkó var kosinn for- seti til fimm ára í forsetakosning- unum 1994, en rúmu ári síðar lét hann bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðaratkvæði og var sam- þykkt að lengja kjörtímabil hans í sjö ár. Æðstaráði Hvíta-Rússlands sem þá starfaði var slitið og nýtt þing kosið í þess stað. Þessi aðferð Lúkeshenkós var af mörgum talin frekleg valdníðsla og lýsti hæsti- réttur landsins því yfir að breyt- ingarnar væru svo miklar að í raun væri um nýja stjórnarskrá að ræða, sem þyrfti að samþykkja á þingi. Andstæðingar Lúkasjenkós hafa nú ákveðið að efna til tákn- rænna forsetakosninga í sumar til að leggja áherslu á þann skilning sinn að Lúkasjenkó haldi völdum með ólögmætum hætti fari hann ekki frá í sumar eða efni til nýrra kosninga. Lúkasjenkó hefur bent andstæðingum sínum á að þessi að- gerð þeirra geti talist ógnun við ör- yggi ríkisins, jafnvel tilraun til valdaráns. Var sjálfstæðinu þröngvað upp á Hvítrússa? Það er í raun furðulegt hvernig mál hafa þróast í Hvíta-Rússlandi. Þó að vissulega sé efnahagur víða bágborinn í löndunum í kring, þá hefur alls staðar orðið mikil þjóð- ernisleg vakning. Litháar, Ukra- ínumenn og Pólverjar, að ekki sé talað um Rússa, hafa fundið nýja merkingu í gömlum hugmyndum um þjóðerni sitt og uppruna og víða skiptir uppbygging þjóðar- hugmyndar miklu máli í stjórn- málaþróun. En það er eins og Hví- trússar hafi aldrei vanist því að líta á sig sem sjálfstæða þjóð. Fyrir hrun Sovétríkjanna voru kröfur Hvítrússa um sjálfstæði ekki há- værar, og það má segja að það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leiðtogi þeirra Sjú- skevitsj lýsti landið sjálfstætt ríki eftir fund með Jeltsín og Kravtsjuk leiðtoga Úkraínumanna. En hvort sem Hvítrússar vilja eða vilja ekki: Þeir eru enn sjálf- stæð þjóð og þurfa að glíma við er- lend ríki og öflug alþjóðleg samtök sem vilja sífellt segja þeim fyrir verkum. Alþjóðleg mannréttinda- samtök leggja hart að stjórnvöld- um í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum að þvinga Hvítrússa til sveigjanleika og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur sett hörð skilyrði fyrir því að Hvíta-Rússlandi verði veitt stórt lán, en á því láni velta áform Lúkasjenkós um að árið 1999 verði „ár stöðugleika"." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.