Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 17 LISTIR ERLEIXÍDAR BÆKUR Spennusaga UNDARLEGIR HLUTIR „PECULIAR THINGS" eftir Tam Hoskyns. Penguin Books 1999. 249 síður. TAM Hoskyns heitir nýr breskur spennusagnahöfundur sem vert er að veita nokkra athygli. Hún hefur einungis sent frá sér tvær bækur og er því rétt að byrja að feta sig áfram á spennusagnasviðinu. Hún býr 1 London og hefur reynslu af vinnu í sjónvarpi og á leiksviði en fyrsta skáldsaga hennar heitir „The Talking Cure". Bók hennar númer tvö heitir Undarlegir hlutir eða „Peculiar Things" og kom út fyrr á árinu í vasabroti hjá Penguin-útgáf- unni. Breskir bókagagnrýnendur hafa hrósað Hoskyns fyrir hversu leikin hún er í því að segja sögur og skapa andrúmsloft óróleika og spennu og það er svo sem ekki of- sögum sagt. Undarlegir hlutir er óvenjuleg spennusaga, skemmtilega samin og full af óvæntum krókum og , kimum sem forvitnilegt er að skyggnast um. Sigurður Örlyggson sýnir í SPRON OPNUÐ verður sýning á málverk- um Sigurðar Örlygssonar í dag, sunnudag, kl. 14, í útibúi SPRON í Mjódd. Sigurður Örlygsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1946. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1967-1971, við Den Danske Kunstakademi 1971-1972 og hjá Richard Morten- sen við Art Stu- dents League of New York 1974-1975. Sigurður hefur haldið fjölda einkasýninga, bæði innanlands og erlendis, og má sem dæmi nefna sýningar á Kjarvalsstöðum 1978, 1986, 1988 og 1990, sýningar í ýms- um galleríum í Reykjavík, Konung- legu akademíunni í Stokkhólmi og Gallery Persons og Lindell í Helsinki 1989, The Iceland Gallery í Haag 1991, Shad Thames Gallery London 1993, Gallery Valery London 1994, Listasafni Kópavogs 1996 o.fl. o.fl. Þá hefur Sigurður einnig tekið þátt í fjölda samsýniga heima og er- lendis s.s. The Rostock Biennal og Galleríi Sóloni íslandusi 1976 og 1986,17 íslenskir málarar Þórshöfn, Færeyjum 1984, Icelandic Art Köln og Diisseldorf 1990, Norðanvindur, Casa Golferich, Barcelona 1992, Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn 1995, á heimssýningunni í Sevilla á Sgáni 1997, 6 samsýningum hjá FÍM, vinnustaðasýningum auk fjölda annarra samsýninga. Sigurður tók þátt í að styrkja American Scandinavian Foundation með gerð Ólympíufána 1993, kenndi við Myndlista- og handíðaskólann 1980-1990 og 1994, vann ýmis nefndarstörf hjá FÍM og var for- maður þess í eitt ár. Þá var hann stofnandi og meðeigandi Gallerís Sólons fslanduss 1976-1978 og Gall- erís Gangskarar 1986, starfaði í op- inberum dómnefndum vegna list- skreytinga, var þátttakandi í lokaðri samkeppni um veggskreytingu í Ráðhúsi Reykjavíkur 1991, fékk menningarverðlaun DV 1988. Hann hefur unnið við uppsetningu u.þ.b. 50 myndsýninga fyrir aðra og notið starfslauna frá íslenska ríkinu. Sýningin mun standa til 9. júlí og verður opin mánudaga til föstudaga á þeim tíma sem útibúið er opið, kl. 9.15-16. Sigurður Örlygsson Undarleg fjölskyldumál ímyndun og veruleiki Umfjöllunarefni Hoskyns í nýju sögunni er fjölskyldan og þeir und- arlegu hlutir sem geta átt sér stað innan fjölskyldu sem á yfirborðinu virkar ósköp venjuleg, hvað sem það nú annars er. Hún er um feðraveldi sem er misnotað, ofbeldi og ótta og sár sem menn bera með sér þangað til þeir þola ekki meira. Hún er um leyndarmál, erfðafé, sjálfsmorð og jafnvel morð, um framhjáhald og brjálæðislega ofsóknarkennd kon- unnar sem reynir að fletta ofan af öllu saman. Hún er kasólétt í þokka- bót og því viðkvæmari en ella og ekki er ólfklegt að hún sé að ímynda sér allt heila klabbið. Það er á hinni þunnu línu milli ímyndunar og raunveruleika sem Tam Hoskyns lætur sögu sína ger- ast og lesandinn getur 1 rauninni engu treyst, sem eykur enn á áhrif- in. Sögumaðurinn er kona að nafni Na. Hún er kasólétt og að því er virðist ekki alltaf heil á geðsmunum. Maðurinn hennar, Jack, fremur sjálfsmorð í byrjun sögunnar og henni til mikillar furðu er hún allt í einu orðinn eigandi að stórhýsi í nærliggjandi sveitahéraði, sem var í eigu fjölskyldu mannsins. Hún ákveður að kynnast húsinu og ná- grenni áður en hún tekur ákvörðun um hvað hún geri við það. Þegar hún kemur á staðinn eru bræður mannsins hennar þar fyrir, Max, sem er einhleypur og hefur bú- ið erlendis lengi, og Neil, sem er kvæntur Láru. Jack var elstur bræðranna og létu foreldrarnir, sem báðir eru látnir, því húsið renna til hans og þannig lenti það í eigu Na þegar hann lést. Svo virðist sem bræðurnir séu ekki á því að hún fái arfinn baráttulaust. Það gæti þó bara verið ímyndun í Na, sem sannfærist um að setið sé um líf hennar og barnsins. Hún heyrir líka ókennileg hljóð í húsinu og einhvern tíma sýnist henni að Neil og Lára séu að burðast með lík- ið af Max. Lögreglan virðist ekki taka neitt mark á henni og loks er hún lögð inn á geðsjúkrahús. Hoskyns lýsir því vel hvernig of- sóknarkenndin þrengir smám sam- an að sögumanninum og lokar hann inni í sínum eigin ruglingslegu og óskiljanlegu hugleiðingum um hljóð og sýnir og grunsemdir sem bland- ast saman við óttann um að barnið verið tekið frá henni; sjálf er hún tökubarn. Sagan hefur marga góða kosti sem spennusaga; athyglisverð- ar persónur, sem leyna á sér til góðs eða ills, óvægna fortíð er gæti verið lykillinn að gátum sem fram eru settar, algjört bjargarleysi sögu- manns. Allt kemur þetta heim og saman í spennandi sögu Tam Hoskyns, sem lætur vonaíidi ekki deigan síga. Arnaldur Indriðason rjjjft.^ *'¦$ ; fi' V/*/ Með Landnámu irm í 21. öldína Qlæsílegur aldamótabæklíngíii' Landnámu er kominn út. Náttúruvænar ævántýraferðir fram tíl ársíns 2001 - Ævintýraferðin til Ekvador, Galapagoseyja hj og í Amasón regnskóginn endurtekin 1 Aðeins 10 sætiiaus. Minnesota - Náttúruparadís fyrir fjöl Dvöl ¦ sumarhúsum í vatnalandinu Ely. ¦ mM Hundasleðaferð til Grænlands með Ara Trausta 10. apríl. Metnaðarfullar menningarferðir í sumar tii Eistlands, Lettlands og Litháens, Grikklands, Frakklands og Spánar. Náttúruvænar aldamótaferðir til Madagaskar og Máritíus, Patagóníu og Eldlands og til Papúa - Nýju Gíneu. Með Síberíuhraðlestinni um Rússland, Mongólíu og Kína. ¦LS Nepal og Tíbet páskaferðín 26. mars. Nokkur sæti laus. fc N*^ Nepal- og Tíbetfarar athugið! Ferðakynning í Norræna Húsinu á mánudagskvöld ki. 20: 30. Ari Trausti kynnir ferðina í máli og myndum Aliir velkomnir. >*?r '&&¦¦¦ : *.%*<£ :4*-^ ás^fe ¦': i-\ . <?< <•;¦ ¦ 'it4&^ ¦**j L~*jjP*<J*»* Einkennisorð hins græna feröalangs Skiidu ekkert eftir nemalfotspor þin, 0 eyddu engu nema timanum, . ^'^i^#1^íaktú**ékk^r;tí nema,rriýndir. Vesturgátá?§ •fCNi l^l^áyík^imill5t/í«305p; - \,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.