Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 51 í DAG BRIPS (Jmsjón Giióniiniilur l’áll Arnarsnn ÍTALINN Attanasio spil- aði fjóra spaða í suður og fékk út hjarta frá þrílitn- um: Vestur AÁ103 V864 ♦ D1095 *1065 Norður * 864 ¥ KDIO * ÁKG4 * K32 Austur * 72 ¥ ÁG72 * 732 * G974 Suður * KDG95 ¥ 953 ♦ 86 *ÁD8 Hann stakk upp kóngum og austur gróf sig undir feld í drjúga stund áður en hann ákvað að kalla í litn- um. Austur hafði komið auga á fallega vörn. Hann var að vona að makker sinn ætti öruggan trompslag og kannski tí- una með - til dæmis ÁlOx eða KlOx. Austur sá þá fyrir sér að makker myndi spila aftur hjarta í gegnum gaffalinn. Þá væri bókin mætt og síðan gæti austur spilað hjarta út í þrefalda eyðu og uppfært slag á tromptíuna. Austur sá sannarlega langt, en það gerði Att- anasio einnig. í staðinn fyrir að spila strax trompi, eins og flestir hefðu gert, fór hann í tígulinn. Hann tók ÁK og trompaði tígul. Hann fór svo inn í borð á lauf til að spila tígulgosa og henda hjarta heima! Með þessum hætti sleit hann á samband varnar- innar og eyðilagði þannig trompuppfærsluna. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla ^/AÁRA afmæli. Á morg- I V/un, mánudaginn 8. mars, verður sjötug Ástríð- ur Þ. Þórðardóttir, Eini- grund 6, Akranesi. Eigin- maður hennar er Guðmund- ur Magnússon bygginga- meistari. Þau verða að heim- an á afmælisdaginn. r?/AÁRA afmæli. í dag, I v/sunnudaginn 7. mars, verður sjötugur Björn Ás- geir Guðjónsson, tónlistar- maður, Grandavegi 47, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingibjörg Jónasdóttir. Þau dvelja á heimih dóttur sinnar að Eiðistorgi 3 á af- mælisdaginn. SKAK Vnisjón Alargeir l'étursson STAÐAN kom upp á minningarmótinu um Efim Geller í Moskvu í febrúar. A. Gorbatov (2.415) hafði hvítt og átti leik gegn A. Afonin (2.285). Svartur lék síðast 19. - Bc5-f8??, en rétt var 19. - Be7! sem áður hefur verið leikið í tefldri 20. Rf6+! - gxf6 21. Dg4+ - Kh7 22. Be4+ - f5 23. Bxf5+ - exf5 24. Dxf5+ - Kg8 25. Df6 - Kh7 26. g4 - Re7 27. Dxf7+ og svartur gafst upp. HVITUR Ieikur og vinnur. Með morgunkaffinu ... að láta ástina sitja í fyrin-úmi. TM Rofl. U.S. P«. OH. — all right* reswved (c) 1999 Los Artgeles Tvnes Syridicate HANN heldur að hann sé sálfræðingur. HANN veiðir bara mold- vörpur. ORÐABÓKIN Fjórfættur _ ferfættur FYRIR stuttu rakst ég á viðtal í mánaðarriti, þar sem m.a. kom fram, að sá, sem talað var við, hafði um eitt skeið stundað fjár- gæzlu. Til þess að taka af allan vafa, við hvað hann ætti, tók hann þetta fram: „en þetta fé sem um ræðir var fjórfættKom þá í ljós, að gæzlumaður hafði verið að fylgjast með ferð- um sauðfjár í landi Reykjavíkur. Hér var það lo. fjórfættur, sem ég staldraði aðeins við, enda ekki vanur þessari orð- mynd, heldur ferfættur. Vissulega eru til margar samsetningar með fjór-, svo sem sjá má í orðabók- um: fjórfaldur, fjórraddað- ur o.s.frv. í OM (1983) eru einnig orðin fjórfætlingur, fjórheilagur (fjórheilög há- tíð), fjórhyrndur, fjórsund og nokkur fleiri. Ekkert mælir vitaskuld gegn því að tala ýmist um fjór- eða fer- í samsetningum og þá einnig um fjórfætt dýr. Engu að síður hygg ég, að menn tali almennt um [ská] ferfætt dýr og fer- fætlinga og eins, að kindin sé ferhymd, en tæplega, að hún sé fjórhyrnd. Þá er alltaf talað um ferhyming i stærðfi-æði, ekki fjórhyrn- ing. Þannig getur þess vegna farið svo, að ákveðin orðmynd verði alveg fóst í máli flestra, jafnvel eftir landshlutum, þótt aðrar orðmyndir séu hvorki beinlínis rangar né óæski- legar. - J.A.J. STJORNUSPA eftir l’rance.v llrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert verklaginn og vina- fastur og átt auðvelt með að setja þig í spor annarra. En þérhættir til þess að láta velgengni stíga þér til höfuðs. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Það eru ýmis verkefni sem kalla á athygli þína núna svo þú þarft að fresta öðru um sinn. Það er hægt að sýna vandamálum annarra skilning án þess að skilja þau. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að fara yfir á svið þar sem þér finnst þú vanmáttug- ur. Það hjálpar þó að vita hvað maður vill og svo má alltaf fá hjálp fyrir afganginn. Tvíburar _ (21. maí-20. júní) nA Einhver vandamál skjóta upp kollinum og valda þér stund- arerfiðleikum. Haltu ótrauður þínu striki og þá leysast þessi vandamál af sjálfu sér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það getur reynst nauðsynlegt að endurmeta afstöðu sína til manna og málefna. En slík endurskoðun þarf samt ekk- ert endilega að leiða til ein- hvers uppgjörs. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þér finnst eins og einhver sé að leggja stein í götu þína. Vertu því á varðbergi en varastu að líta á alla sem óvini þína. Meyja (23. ágúst - 22. september) (BS. Þér finnast vinnufélagarnir taka full dræmt í tillögur þín- ar en haltu ró þinni og gefðu þeim tíma til þess að kynna sér þær til fulls. V°g XTX (23. sept. - 22. október) Varastu að ganga of hart fram í þvi að þröngva þínum aðferð- um upp á aðra þótt þú hafir höndlað stóra sannleikann eiga aðrir það eftir. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Reyndu að brjóta upp daginn því nú er tilvalið að taka sér tíma til þess að slaka á og njóta dagsins í faðmi fjöl- skyldunnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) X- f Þér kann að líða einhvernveg- inn eins og þig langi hvorki til að hreyfa hönd né fót. Það er því full ástæða til þess að hressa upp á heilsufarið. Steingeit (22. des. -19. janúar) æIÍ Þú ert að gUma við eitthvert vandamál sem veldur þér miklum heilabrotum. Lausnin gæti falist í að leita ráða hjá öðrum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CísR Þú getur þurft að teygja þig ansi Iangt til þess að tryggja friðinn við aðra. Það er líka í lagi ef þú gengur ekki fram af sjálfstæði þínu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >¥«*• Það er sjálfsagt að gleðjast yf- ir góðu verki og njóta ávaxta erfiðis síns. En leyfðu öðrum að deila ánægjunni með þér þeir hafa líka lagt sitt af mörkum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Laugavegi 36 SKIPTILINSUR 6IPAKKA FRÁ KR. 3.000 Ertu með rafbylgjuóþægindi s.s. höfuðverk, svefntruflanir eða önnur Ifkamleg vandamál eða ryk og ló í íbúðinni? Leitaðu upplýsinga. Einnig heilun og fyrirbænir. Hreiðar Jónsson læknamiðill símar 5811008 eða 8988808 Símaviðtal kl. 10.00-12.00 f.h. og 20.30-22.30 á kvöldin alla virka daga. B a i, i. | Ógleymanleg paradís Hópferö 3/5-19/5 Möguleiki á aö stoppa í Bangkok á leiöinni heim. Mjög gott verö. Upplýsingar í síma 557 8600 Yfirbreiðslur á sófa Nýkomin sending af glæsilegum yfirbreiðslum S ó Glæsibæ, sími 568 7133 TILGANGURINN I LIFI ÞINU NAMSKEIÐ HELGINA 20.-21. MARS Ferðalag inn á við, með það að markmiðið að kanna hver er tilgangur þinn í lífinu og stóri draumurinn, svo þú getur skapað þér líf sem veitir þér fyllingu, hlaðið af þeirri lífs- gleði sem nærir sálina. Gitte Lassen, sími 551 1573. Sérmerkt bók fyrir fermingarbamið. Allt í sömu bókinni, gestalisti, myndaalbúm, vasi fyrir skeyti og kort. Sérmerktur penni fylgir hverri bók. Fæst í ýmsum litum. Handunnar bækur, engin eins. Verð kr. 3.200 r -» .. . i I •; m * ’m Pantið tímanlega, takmarkað magn. Sendingariíostnaöur bætisWÍÖ PÖNTUNARSÍMI Athendingartimi virka daga kl 16-19 557 1960 Eitthvað fyrir þig? • Ertu einmana? • Vantar þig félagsskap? < Langar þig að gera eitthvað skemmtilegt? Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands býður þér að taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi með menningarlegu ívafi. \/ið hittumst annað hvert mánudagskvöld kl. 20 á Hverfisgötu 105. Næst munum við hittast 8. mars. Bókakynningar, leikhúsferðir, kaffihús, fræðsla, spilakvöld, bíóferðir, föndur, grín og gaman. Einnig er hafinn undirbúningur að verkstæðishóp sem aðra hverja viku kl. 15-18 mun vinna með efni af ýmsu tagi í þágu góðra málefna. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 551 8800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.