Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hnífjöfn keppni í sjöþraut og Norður- landa- metið að falla í Japan EFTIR nokkuð misjafnan fyrri keppnisdag í sjöþrautarkeppni heimsmeistaramótsins í Maebashi í Japan er Jón Arnar Magnús- son í 4. sæti með 3.546 stig en efstur er Tékkinn Roman Sebrle, hefur önglað saman 3.616 stigum. Annars er keppnin mjög jöfn því Tékkinn Tomás Dvorák er í öðru sæti, fjórum stigum á undan Jóni og Pólverjinn Sebastian Chmara er þriðji, tveimur stigum á undan Jóni Arnari. Chris Huffins, Bandaríkjunum, er fimmti með 3.510 stig, Erki Nool, Eistlandi, sjötti, hefur hlotið 3.476 stig. Rússinn Lev Lobodin og Ungverjinn Dezó Szabo eru í sjöunda og áttunda sæti og blanda sér tæplega í baráttuna úr þessu. Það er því ljóst að gríðarleg bar- átta er framundan á síðari keppnisdegi og segja má að Jón Amar eigi alveg eins ivar möguleika á gulli eins Benediktsson og að hafna í fimmta skrifar sæti. Munurinn á fyrsta manni og þeim fímmta gæti verið aðeins 50-70 stig þegar upp verður staðið. Síðasta grein þrautarinnar, 1.000 metra hlaup, mun að öllum líkindum raða keppendum í sæti, nema eitthvað sérlega óvænt komi upp á. Jón Amar hefur best náð 3.594 stigum á fyrri degi sjöþrautar. Það gerðist á heimsmeistaramótinu inn- anhúss í París fyrir tveimur árum, þannig að hann er aðeins 48 stigum frá sínu besta. Þegar Jón Arnar setti Norðurlandamet sitt, 6.170 stig, á EM á sl. ári var hann með 103 stigum minna eftir fyrri dag en nú, hafði 3.443 stig. A Evrópumeist- aramótinu fyrir þremur ái’um var Jón með 3.575 stig eftir fyrri dag. Frá því á EM fyrir þremur árum og HM í París hefur Jón Arnar bætt sig verulega í stangarstökki og 1.000 metra hlaupi. Þess vegna er ekki óvarlegt að draga þá ályktun að Norðurlandametið sé í stórhættu og gangi Jóni nokkuð þokkalega á síðari degi má reikna með að hann bæti metið um a.m.k. 100 stig, jafn- vel 150 stig. Hvort það nægir til verðlauna verður síðan að koma í Ijós þar sem keppnin er afar spenn- andi á milli fímm efstu manna og eins gæti Nool blandað sér í þann hóp á kostnað Huffins sem virkar áhugalítill. Jón byrjaði illa, var slakur í 60 metra hlaupi, og kom í mark á 6,99 sek., sem er 14/100 frá hans besta. Huffíns varð fyrstur á 6,67 og fékk 1.003 stig, en Jón aðeins 886. Nool varð annar á 6,82 og hlaut 944 stig. Jón fór frá upphafi til enda hlaups- ins hægt og var meðal öftustu manna. í langstökkinu bætti Jón fyrir spretthlaupið. Hann stökk 7,69 metra og var aðeins 2 sm frá Is- landsmeti sínu innanhúss og var með þriðja lengsta stökk keppninn- ar. Nool fór lengst, 7,80 metra, og Sebrle 7,76. Auk þess átti Jón stökk sem mældist 7,40 en annað stökkið var ógilt. Jón fékk 982 stig fyrir langstökkið og færðist upp í 4. sæti Gangi Jóni nokkuð þokkalega á síðari degi má reikna með að hann bæti Norðurlandametið um a.m.k. 100 stig, jafnvel 150 stig. Hvort það nægir til verðlauna verður síðan að koma í Ijós. með 1.868 stig. Efstur var Nool með 1.954 stig. Kúluvarpið heppnaðist nokkuð vel. Jón varð í öðru sæti með 16,08 metra en hann á best innahúss 16,37. Reyndar voru bæði gildu köst Jóns 16,08, Dvorák varpaði lengst 16,70 og fékk 894 stig en Jón fékk 856 stig og var áfram í 4. sæti sam- anlagt með 2.724 stig. Dvorák tók forystuna eftir kúluvarpið, hafði 2.754 stig þannig að litlu munaði. Huffíns var annar með 2.743 stig og Nool var þriðji, 2.736 stig. Sebrle og Chmara voru fremstir allra í hástökki, lyftu sér yfir 2,11 metra og fengu 906 stig hvor. Jón varð þriðji með 2,02 sem var heldur lakara en vonir stóðu til, en hann á best 2,06 m inni. Fyrir hástökkið fékk Jón 822 stig. Hann stökk 1,90, 1,96 og 1,99 í fyrstu tilraun. Verr gekk með 2,02 og þeir höfðust ekki fyrr en í þriðja stökki. Loks felldi Jón Arnar 2,05 í þrígang. I þessari grein brást Nool og Huffíns boga- listin. Nool stökk 1,93 og Huffíns 1,96. Árangur dagsins var því æði mis- jafn hjá öllum keppendum, en það hefur ekki skemmt fyrir jafnri og skemmtilegri keppni. Segja má að eina greinin sem hafi brugðist hjá Jóni hafi verið 60 metra hlaupið. Hástökkið hefði mátt vera betra, en það er ekki á vísan að róa. ÍÞRÓTTIR________________________________ aðeins munar fjórum stigum á 2. og 4. sæti ÍSLAND Reuters JÓN Arnar Magnússon er hér í langstökkskeppninni - stekkur 7,69 metra, sem er aðeins tveimur sentímetrum frá íslandsmeti hans innanhúss. Verður að vera tilbúinn að gera það sem þarf að gekk upp og ofan á fyrri degi, 60 metra hlaupið og há- stökkið var slakt en hins vegar voru tvær greinarnar góðar, eink- um þó langstökkið," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnar Magnússonar, að lokinni keppni á fyrri degi. „Byrjunin var slæm, sextíumetrar voru allt of hægir. Viðbragðið var í lagi en síðan rétti hann illa úr sér og ég veit ekki hvað hann var hugsa og hlaupið varð slakt. Þama hefði ég viljað fá mun fleiri stig.“ Langstökkið var mun betra enda talar árangurinn sínu máli, 7,69, aðeins 2 cm frá íslandsmet- inu. „Jón hljóp atrennuna í lang- stökkinu mjög vel enda skilaði það sér vel.“ Gísli segir kúluvarp- ið hafa verið í lagi, en miðað við það sem Jón var að varpa í upp- hitun hefði verið óskandi að ná lengra kasti. „Ég er hins vegar óánægður með hástökkið, það kannski sleppur, en Jón á að geta stokkið 2,05 til 2,10 og ég vonaðist til þess að hann næði þeim ár- angri enda um 30 stig gefin fyrir hverja 3 cm hækkun. Annars var Sebrle sá eini sem náði sér á strik í hástökkinu, Chamra stökk reyndar 2,11 en á að geta gert betur.“ Gísli sagði að ekkert mætti bera út af hjá Jóni á síðari keppnisdegi ef hann ætlaði að ná verðlauna- sæti. „Það er sama staða og við höfðum reiknað með og í raun eru fimm keppendur að berjast um sætin þrjú, Jón hefði því mátt vera heppnari á fyrri degi, á því leikur enginn vafí.“ 60 metra grindahlaup er fyrsta grein síðari dag og þar segir Gísli að Jón verði að hlaupa vel og helst reyna að „hanga“ í Tomási Dvorák, Tékklandi. Þá verði hann einnig að vera 15 til 20 sekúndu- brotum á undan Erki Nool, því sá er sterkur í stangarstökki sem er næsta keppnisgrein á eftir grinda- hlaupinu. „Jón var linur í hástökkinu en það má hann alls ekki vera í stangarstökkinu," segir Gísli og leggur áherslu á orð sín. „Hann má alls ekki stökkva lægra en 5,10 metra, helst 5,20.“ Annars sagði Gísli að eins og vant væri þá myndi 1.000 metra hlaupið skera úr um verðlaunahaf- ana. „ Jón á að vera undir það bú- inn að hlaupa á þeim tíma sem þarf til. Þegar að hlaupinu kemur verða Jón, Chmara, Sebrle, Nool og hugsanlega Dvorák í barátt- unni og hún mun kosta alla þá krafta sem til eru. Ég reikna með því að þessir fimm keppendur verði með á bilinu 6.300 til 6.400 stig þegar upp verður staðið. Ég er nokkuð bjartsýnn á síðari dag- inn fyrir okkar hönd,“ sagði Gísli Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.