Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 40
*40 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÖRGENSSON kennari, dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, áður til heimilis í Grænumýri 15, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á Akureyri mánudaginn 8. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Samband íslenskra kristni- boðsfélaga. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Steindór Haraldsson, Böðvar björgvinsson, Ástríður Andresdóttir, Margrét Björgvinsdóttir, Sigurvin Jóhannesson, barnabörn og barnabarnaböm. t Faðir okkar, HÖRÐUR SIGURJÓNSSON, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 9. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Reykjalund. Hulda Harðardóttir, Erla Harðardóttir, Hörður Þórðarson, Arnar Þórðarson, Svava Björg Þórðardóttir, Anna Rós Þórðardóttir, Meyvant Meyvantsson, Þórður Walters, Elva Bergsteinsson, Björnstad, Tiffany Patton, Sigurður F. Meyvantsson. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR BRAGI STEFÁNSSON húsasmfðameistari, Þinghólsbraut 77, Kópavogi, lést mánudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigurveig Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Sólrún Ástþórsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Erla María Vilhjálmsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Árni Ólafsson, Stefán Bragi Sigurðsson, Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, Reynir Asmundsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ANDRÉS KRISTJÁN GUÐLAUGSSON húsasmíðameistari, Langholtsvegi 48, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi mánu- dagsins 1. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 11. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Vinafélag Sjúkra- húss Reykjavíkur eða hjúkrunarþjónustuna Karitas. Pálína Júlíusdóttir, Júlfus Hafsteinsson, Ingibjðrg Richtor, Rannveig Andrésdóttir, Sveinn Finnbogason, Björg Andrésdóttir, Einar H. Einarsson, Þorleifur Andrésson, Ragnheiður Vafgarðsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SIGURÐAR ÓLAFS MARKÚSSONAR skipstjóra, Lautasmára 1, áður Skógargerði 5. Asta K. Árnadóttir, Árni Ó. Sigurðsson, Sigrfður Hjaltested, Sigurður M. Sigurðsson, Ágústa E. Þorláksdóttir, Ásta Lára Sigurðardóttir, Kjartan KJartansson og bamabörn. HELGA JONINA MAGNÚSDÓTTIR vinnumaður hjá þeim hjónum. Þá kynntist ég Helgu betur og fann að hún var ekki bara stolt og virðuleg kona heldur einnig afar hlý mann- eskja. Búskapurinn var rekinn af reisn af þeim hjónum. Það voru margir sem nutu dvalar á heimili þeirra hjóna. Vinnufólk þeirra var jafnframt heimilisfólk þeirra. Frá því Helga varð tengdamóðir Mörtu systur minnar hef ég notið þess að eiga áfram tengsl við Blika- staðafólkið. Eg vil þakka þau tengsl um leið og ég og kona mín sendum innilegar kveðjur til Sigsteins og fjölskyldu. Guð blessi minningu Helgu Magnúsdóttur. Gunnar Sigurðsson. Kynni mín og fjölskyldu minnar af Helgu Magnúsdóttur á Blikastöð- um hófust síðla sumars 1973 en þá var nýtt hús okkar í byggingu í Mosfellssveit. Við höfðum selt íbúð okkar í Kópavogi og leitaði ég þá íbúðar til leigu um 3-4 mánaða skeið en ætlan þeirra Blikastaða- hjóna var að leigja til lengri tíma. Er Helga heyrði um aðstæður og að fjölskyldan væri með þrjú lítil börn ákváðu þau hjón að leigja okkur og urðu Blikastaðir samastaður okkar framundir jól, þegar flutt var í nýtt hús. Hjá Helgu og Sigsteini á Blika- stöðum áttum við dásamlegar stundir þann tíma sem við vorum þar og gleymist það aldrei. Þessi afstaða Helgu Magnúsdótt- ur til fjölskyldunnar sem var á hrakhólum með börnin sín mun að- eins hafa verið spegilmynd af henn- ar lífssýn og afstöðu hennar til barna og unglinga alla tíð og reynd- ar allra sem minna máttu sín. - Hún stóð vörð um velferð og sálarheill ungmenna þegar á bjátaði hjá þeim og var ávallt sterkust stoðin þegar erfiðleikar knúðu sem fastast að dyrum. Helga Magnúsdóttir og Sigsteinn Pálsson bjuggu í 50 ár á Blikastöð- um og eignuðust tvö börn, Magnús og Kristínu. Jörðin var kostamikil og búið stórt, mannmargt þar og mjög gestkvæmt, enda jörðin í þjóð- braut bæði fyrr og nú. Helga lét sig miklu varða félagsstörf og afkastaði þar gífurlegu starfi í viðbót við annasamt heimili. Hún sat í skóla- nefnd Mosfellshrepps árin 1950-1958, kjörin í hreppsnefnd 1954-1962 og oddviti seinna kjör- tímabilið. Var hún síðasti oddviti Mosfellshrepps, sem hafði öll störf nánast á einni hendi, en kjörtímabil- ið þar á eftir var ráðinn sveitarstjóri í fullt starf. - Helga var formaður Kvenfélagasambands íslands 1963-1971, hún var í Kvenfélagi Lágafellssóknar, varð þar heiðurs- félagi og einnig Kvenfélagasam- bands fslands. Helga var í stjórn Ungmennafé- lagsins Aftureldingar í nokkur ár og mun hún hafa gengið í félagið 1919, þá þrettán ára gömul. í sjötíu ára afmælisriti Aftureldingar frá 1979 má lesa frásögn hennar úr starfi UMFA frá þessum tíma, sem nefn- ist „Úr sjóði minninganna" og má geta þess hér að frásögnin mun birtast í nýju afmælisriti sem teng- ist 90 ára afmæli UMFA 11. apríl nk. Nú þegar komið er að leiðarlok- um þessarar mikilhæfu konu, sendi ég og fjölskylda mín hjartanlegar samúðarkveðjur til Sigsteins, Magnúsar, Kristínar og fjölskyldna. Gylfi Guðjónsson. Helga Jónína Magnúsdóttir frá Blikastöðum er látin 92 ára að aldri. Helga var kosin í hreppsnefnd Mos- fellssveitar 1954 og endurkjörin 1958 og sat í hreppsnefnd til 1962. Helga tók við oddvitastörfum í ágústmánuði 1958 og gegndi þeim til loka þess kjörtímabils. Helga var ein af fyrstu konum til að gegna ábyrgðarstörfum fyrir sveitarfélag hér á landi. Var hún síðasti oddviti hreppsins sem hafði öll störf á eigin hendi áður en hreppurinn fékk skrifstofu og sveitarstjóra, en af- greiðslan var þá í anddyri Félags- heimilisins Hlégarðs þar sem hún tók á móti bæjarbúum. Helga var vel menntuð kona, nam við Kvenna- skólann í Reykjavík og stundaði síð- an verslunarnám við Köbmands- skolen í Kaupmannahöfn. Skólamál voru því Helgu alla tíð mjög hugleik- in og sat hún í skólanefnd Mosfells- sveitar 1950-1958. I oddvitatíð sinni beitti Helga sér fyrir byggingu Varmárskóla, sem tekinn var í notk- un 1961 og leysti úr brýnni þörf á skólahúsnæði á þeim tíma. Helga beitti sér einnig fyrir því að fjár- munir fengust til byggingar Varm- árlaugar og var hafin bygging henn- ar í oddvitatíð Helgu. Sagði hún mér ekki alls fyrir löngu að það sem hún væri ánægðust með úr sínu oddvita- starfi yæri að hafa fengið fjármuni frá ríkinu til að byggja sundlaugina, en það hefði tekið margar hringing- ar niður á Alþingi til þess að fá það í gegn. Helga beitti sér fyrir því að jörðin Varmá var leyst úr ábúð. Hafði lengi staðið í deilum milli ábú- enda og sveitarfélagsins því vilji sveitarstjórnarinnar stóð til þess að byggja upp skólamannvirki á jörð- inni í hjarta sveitarfélagsins. Það tókst og í dag prýða jörðina helstu skóla- og íþróttamannvirki bæjar- ins. Helga var virkur þátttakandi í fé- lagslífi í bæjarfélaginu. Hún sat í stjórn Ungmennafélagsins Aftureld- ingar í Mosfellssveit nokkur ár, var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948— 1964, og formaður og heiðursfélagi í Kvenfélagi Lágafellssóknar. í við- tölum mínum við eldri Mosfellinga, sem búið hafa hér í áratugi, hefur Helga alltaf verið vel látin í öllu starfi og gjörðum og sýnt af sér höfðingsskap, einkum þegar einhver hefur verið í nauðum staddur. Þessi ummæli segja mikið um mannkær- leika hennar. Eg varð þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Helgu í gegnum störf mín sem bæj- arstjóri. Þar fór ljúf og indæl kona sem vildi láta gott af sér leiða. Blessuð sé minning hennar. Ég vil færa eftirlifandi eiginmanni Helgu, Sigsteini Pálssyni, og fjöl- skyldu þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall hennar. . Jóliann Sigurjónsson, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ. Langri og farsælli ævi er lokið. Helga á Blikastöðum hefur kvatt, elskuleg eiginkona, móðir og heilladísin hans frænda míns. Nafn hennar tengist Blikastöðum í hugum allra, sem kynntust henni, en þar var hún húsmóðir frá árinu 1942 er þau hjónin, hún og Sigsteinn Páls- son frá Tungu í Fáskrúðsfirði, tóku við búi að fóður hennar látnum. Magnús faðir Helgu fluttist frá Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu, ekkjumaður með tvær ungar dætur, Sigurbjörgu og Helgu. Margrét móðir hans fylgdi honum suður til Reykjavíkur til að annast litlu syst- urnar. Magnús keypti Blikastaði í Mos- fellssveit og töldu margir að hann veldi sér þar ekki góðan kost, þar sem þessi jörð var talin með léleg- ustu kotum í sveitinni, bæði að hús- um og ræktunarskilyrðum. En Magnús var framsýnn og breytti þessu koti í stórbýlisjörð. Síðari kona Magnúsar var Kristín Jósafatsdóttir frá Holtastöðum í Laugardal. Hún gekk dætrum Magnúsar í móðurstað og veit ég að Helga unni henni sem móður. Sam- an gerðu þau Blikastaði að einu mesta stórbýli landsins. Helga ólst upp á Blikastöðum og mikið var gaman að heyra hana segja frá ýmsu sem gerðist á þeim árum; það var ævintýri líkast í eyr- um okkar Tungusystkina. Hún var afburða námsmaður, út- 8krifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði síðar nám við K^bmandsskolen í Kaupmannahöfn. Þaðan útskrifaðist hún með glæsi- legum vitnisburði eftir eins árs nám. Að því loknu hóf hún skrifstofustörf hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, Mjólkursamlagi Kjalarnesþings og Mjólkurstöðinni í Reykjavík og vann þar í tíu ár, til ársins 1941. Þegar Helga og Sigsteinn tóku við búskapnum á Blikastöðum var orðin mikil breyting á kotinu, sem Magn- ús keypti forðum, og hér var ekki látið staðar numið. Helga og Sig- steinn bjuggu við rausn alla tíð og bættu enn jörðina. Blikastaðir voru landsþekkt stór- býli og þangað var gjarnan komið með útlenda tignargesti, sem áhuga höfðu á að kynnast því sem fremst var í íslenskum landbúnaði. Þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, var hér á ferð ásamt konu sinni og dóttur kaus frúin að fara í heimsókn á sveitabæ. Þá var leitað til Helgu á Blikastöðum og tók hún á móti frú Johnson sem dvaldi hjá henni í sóma og yfirlæti meðan tími gafst. Eitt sinn voru hér á ferð norræn ungmenni að kynna sér íslenskan landbúnað. Var Gísli Kristjánsson ritstjóri umsjónarmaður þessa hóps og fór fram á það að mega koma í Blikastaði. Honum þótti víst farið fram á fullmikið, þar sem hann var með 120 manns. En Helgu fannst sjálfsagt að veita öllum beina og svo var veitinga notið ekki aðeins inni heldur einnig úti í garði í góðu veðri öllum til mikillar ánægju. Helga var eftirsótt til félagsstarfa svo sem kunnugt er. Hún var mjög virk í ungmennafélagi sveitarinnar, kvenfélaginu og Kvenfélagasam- bandi íslands. Þar var hún formaður 1963-1971. Þá veit ég að hún bauð fulltrúum á þingi sambandsins heim og hélt þeim rausnarlegt matarboð með glæsilegum borðbúnaði og smekklegri framreiðslu. Fleiri störf hafði Helga á hendi, einkum fyrir sveit sína, en hún var bæði í skóla- nefnd og hreppsnefnd um árabil. Hún var síðasti oddviti hreppsins, sem sinnti því starfi að fullu áður en hreppurinn fékk skrifstou og sveit- arstjóra. Öll þessi störf rækti Helga með sóma. Sigurbjörg systir Helgu er látin. Hún var gift dönskum manni, Þor- keli Hansen. Börn þeirra eru tvö, Jóna og Nils. Mjög kært var með þeim systrum og vinátta með börn- um Sigurbjargar og Helgu. Hlýja og góðvild Helgu náði til fleiri en systurbarna hennar. Þegar frændi minn fór alfarinn frá Tungu var hans sárt saknað af öllum, ekki síst okkur bróðurbörnum hans. Það gleymist ekki hvílíkur fögnuður fylgdi heimsóknum hans til okkar og þó sérstaklega, þegar kann kom með Helgu með sér. Hún vann hug og hjarta okkar allra með elsku sinni og allri framkomu. Og þegar við fórum að sækja skóla suður og vorum langdvölum hjá systrum pabba og Stefáni bróður hans heim- sóttum við Helgu og Sigstein hvenær sem tækifæri gafst. Ég minnist allra góðu stundanna með innilegu þakklæti og veit að svo er um marga fleiri. Og nú að leiðarlok- um þakka ég Helgu fyrir hönd okk- ar allra Tungusystkina allt, sem hún gerði fyrir okkur frá fyrstu kynnum og bið guð að launa henni. Helga og Sigsteinn eignuðust tvö börn, Magnús og Kristínu. Magnús er bútækniráðunautur hjá Bænda- samtökum íslands. Hann er kvænt- ur Mörtu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn. Kristín er kennari að mennt, gift Grétari Hanssyni og eiga þau þrjá syni. Allt er þetta efni- legt og gott fólk. Auk þessara af- komenda eru svo barnabarnabörnin, sem hafa verið umvafin ást langömmu og langafa og eru nú að vaxa upp til að verða nýtir þjóðfé- lagsþegnar. Frændi minn, sem nú syrgir og saknar, mun huggast við dýrmætar minningar frá liðnum hamingjudög- um. Þú sæla heimsins svala lind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýta kind og ótal læknar sár (K.J.) Guð blessi ástvini Helgu og þerri tár þeirra. Með innilegri samúð. Eunborg Gunnarsdóttir frá Tungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.