Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 33 ? Wfímomffliútíb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EIGNIR OG TEKJUR ÖRYRKJA FIMMTUDAGINN 21. janúar sl. var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að Garðar Sölvi Helgason, örorkulífeyrisþegi, hefði birt bréf í fréttabréfi Geð- hjálpar, þar sem segir m.a.: „Ég vil leyfa mér að mótmæla þeirri grundvallarbreytingu í almanna- tryggingamálum, sem felst í reglugerð heilbrigðisráðherra sem afnemur greiðslu frekari uppbótar á lífeyri til þeirra, sem eiga „peningalega eign" yfir 2,5 milljónum króna." Síðan segir Garðar Sölvi: „Ég hef verið öryrki frá 1971, þegar ég var 17 ára og á því engan rétt á lífeyrissjóði. Allan þennan tíma hef ég lagt fyrir af bótunum. Sem dæmi um sparnað má nefna, að ég hef aldrei átt bíl, aldrei komið til útlanda og aldrei keypt áfengi eða tóbak. Lengi vel brann sparnaðurinn upp í verð- bólgunni en á síðustu árum hefur safnast svolítill sjóður, sem ég hyggst nota til að mæta óvænt- um útgjöldum." Síðan skýrir Garðar Sölvi frá því, að vegna þess að hann eigi sparifé hafi bætur hans lækkað um 13 þúsund krónur á mánuði og bætur aldraðrar móður hans með sömu rökum um 10 þúsund krónur á mánuði. Hinn 13. febrúar sl. birtist hér í blaðinu bréf frá Margréti Thoroddsen, sem áður starfaði hjá Tryggingastofnun, þar sem segir: „Mér er þetta mál vel kunnugt, því móðir Garðars Sölva leitaði til mín á skrifstofu FEB 12. júlí 1996, þar sem Garð- ar hafði skyndilega verið sviptur þessari uppbót, sem hann hafði haft lengi. Móðir hans var orðin áttræð og heilsuveil, en hafði samt annast son sinn heima frá því að hann varð öryrki og þar með sparað þjóðfélaginu stórfé. Hún hafði miklar áhyggjur af framtíð sonar síns, en fannst þó visst öryggi í því að hann ætti sparifé, sem hægt væri að grípa til ef í nauðir ræki. En nú átti hann að lifa af 39 þúsund krón- um á mánuði svo ekki var um annað að ræða en ganga á höfuð- stólinn til að komast af. En hve lengi mundi hann endast? Eg leitaði til heilbrigðisráðherra um hvort ekki væri hægt að veita neina undanþágu en fékk þau svör, að málið væri í athugun." Sl. fimmtudag tók Sigríður Jó- hannesdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, þetta mál upp á Alþingi og spurði heil- brigðisráðherra hvort til stæði að afnema þá reglugerð, sem þessi skerðing byggist á. Ráð- herrann kvaðst ekki geta rætt einstök mál en sagði að bætur væru tekjutengdar og bætti því við, að það væri sama hvort um væri að ræða laun fyrir vinnu eða fjármagn. í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að engin ákvörðun hefði verið tekin um, hvort reglugerðinni yrði breytt. Þessi svör stjórnvalda eru al- gerlega óviðunandi og fyrir þeim eru engin málefnaleg rök. I fyrsta lagi byggist reglugerðin á því, að uppbætur á lífeyri skerð- ist, ef viðkomandi á eign í pen- ingum eða verðbréfum yfir 2,5 milljónum króna. Þetta þýðir, að ef öryrki leyfir sér að spara á þann veg, eru uppbætur skertar en ef sparnaðurinn byggist á því að eignast íbúð eru uppbætur ekki skertar. Það sjá það allir, að slík regla er bæði ranglát og efn- islega fáránleg og tekur ekkert mið af þeim breytingum, sem orðið hafa á fjármagnsmarkaði, sem bjóða fólki upp á margar sparnaðarleiðir. Eru öryrkjar eina fólkið á íslandi, sem ekki má notfæra sér þá möguleika? í öðru lagi er ljóst, að það er hin peningalega eign sem slík, sem skerðir uppbæturnar. En vegna þess, að heilbrigðisráð- herra virtist á þingi blanda sam- an höfuðstól sparnaðar og fjár- magnstekjum af þeim höfuðstól er ástæða til að benda á, að launatekjur eru skattlagðar margfaldlega á við fjár- magnstekjur. Úr því að svo er um skattlagningu og ráðherrann vill blanda þessu saman, hvers vegna á það sama ekki við í til- viki sem þessu, að bætur skerð- ist minna vegna fjár- magnstekna? Eða eru það bara þeir, sem hafa umtalsverðar fjár- magnstekjur, sem eiga að njóta þeirrar mismununar? Ríkisstjórn og Alþingi geta ekki verið þekkt fyrir að láta sem ekkert sé í þessu máli. Hér er á ferðinni hróplegt ranglæti gagnvart tiltölulega fámennum hópi þjóðfélagsþegna. Heilbrigð- isráðherra getur breytt reglu- gerðinni sem engin efnisleg rök eru fyrir í nútímaþjóðfélagi á einni dagstund og á að gera það. Hvorki ráðherrann né aðstoðar- maður ráðherrans hafa fært fram nokkur skynsamleg efnis- leg rök fyrir því að það verði ekki gert. Saga um hest V, Hrafnkatla er •skáldsaga einsog aðrar íslendinga sög- ur, með rætur í heiðin- dómi, þangað sem hún sækir goðsögulegan kraft og efnivið sem ofinn er inní reynslu höfundar úr umhverfi hans og samtíð. Sagan sækir efnivið í Freysdýrkun og þannig - og einungis þannig - væri hægt að tengja hana Svínfellingum sem voru Freysgyðlingar og áttu trúfræðilegar rætur í átrúnaði á frjósemisguðinn Frey. Þetta vissi Brandur ábóti að sjálfsögðu og læt- ur kristin viðhorf sín ekki standa í veginum fyrir skáldsögulegri könn- un inní mikilvægan hugmyndaheim heiðinna forfeðra sinna. Þessi skilgreining er nær þeim hugmyndum sem Einar Pálsson hefur um söguna en Hermann Páls- son, þykist ég vita. Það er í rauninni einkennilegt, svo ríka áherzlu sem Hermann hefur lagt á langan að- draganda sagnanna og mikilvægi þess ævagamla hugmyndaheims sem þær eru sprottnar úr. En goða- fræði Hrafnkels sögu er ekki hægt að skíra með skírskotun í latneskar bækur heldur verður að styðjast við arfsagnir og líklega túlkun á bók- lausum viðhorfum germanskra þjóða. 2Hugmyndin um sögurnar sem •lykla að ákveðnum persónum á Sturlungaöld er alltof nútímaleg til að unnt sé að halda henni til streitu einsog Barði Guðmundsson og Her- mann Pálsson hafa gert. Sögurnar voru ekki nógu útspekúleruð bók- menntagrein til að kenningin geti HELGI spjall staðizt, þótt frumleg sé og raunar spenn- andi einsog slík lesn- ing er einatt. Sögurn- ar voru of frumstæðar bókmenntir til að þær gætu verið slíkar skír- skotanir. Þær eru nógu snjallar í sjálfu sér þótt annað kæmi ekki til. Þrátt fyrir langan menningarlegan aðdraganda voru sögurnar einsog þjóðfélagið sjálft, vel plægður en þó nýsáinn akur. Það eina sem var margslungið og velræktað í þjóðfé- laginu, var aldagömul ljóðlist sem átti rætur í goðsagnaheimi heiðn- innar en var einsog annað í þann mund að laga sig að nýrri menningu og nýjum sið. Sturlungaþjóðfélagið er að vaxa úr halfheiðnum arfi inní kristna siðbót. Ur þessum andstæð- um kvikna heimssögulegar bók- menntir þrettándu aldar. Hugarfar- ið er heiðið einsog það birtist í víga- ferlum þessarar vargaldar, en and- rúmið kristið og speglast hvorttveggja í list þessara tíma. 3. Stundum hafa mér fundizt skír- skotanir til samtímaviðburða einsog þær hafa verið settar fram af fræðimönnum meiri skáldskapur en sögurnar sjálfar - og á það ekki sízt við um Hrafnkels sögu. Slík klónun í bókmenntum getur verið varhuga- verð og misvísandi. Hrafnkatla á augsýnilega rætur í arfagömlum minnum, svo fyrnt sem hún er, en er þó að sjálfsögðu einkum skáld- skapur. Þessar sögur voru ekki saman settar úr engu. Samanburð- ur við samtíð sturlunga er augsýni- lega harla langsóttur, en þó má vera að höfundur Hrafnkötlu hafi haft einhverja atburði samtíðar sinnar í huga, þegar sagan var saman sett. Og þá með svipuðum hætti og höf- undur Harðar sögu og Hólmverja einsog Þórhallur Vilmundarson hef- ur bent á. Samanburður af þessu tagi er áleitið umhugsunarefni og kveikir nýja hugmynd af gamalli. Það gera einnig djarfar ábendingar þeirra, sem um Hrafnkels sögu hafa fjallað, og þá ekki sízt Hermanns Pálssonar, en allt slíkt er háskalaus og virðingarverð tilraun til að setja gömul stirðnuð fræði á hreyfingu. Sú hugmynd Þórhalls Vilmundar- sonar að Styrmir fróði hafi skrifað Harðar sögu og Hólmverja hefur verið mér áleitið íhugunarefni, ekki síður en ábending Hermanns Páls- sonar þess efnis, að Brandur Jóns- son, ábóti í Þykkvabæ og síðar byskup á Hólum, hafi samið Hrafn- kels sögu, en hann þýddi Alexand- ers sögu á íslenzku og þykir eitt mesta listaverk samanlagðra bók- mennta íslenzkra. Styrmir fróði var mikilvirkur skrifari en óvísara um skáldskaparhneigð hans, enda er Harðar saga ekkert snilldarverk, þótt merkileg sé. Brandur ábóti er aftur á móti viðurkenndur ritlistar- maður á sínum tíma og hafði skáld- skap á valdi sínu og eru hugmyndir Hermanns Pálssonar um hann sem höfund Hrafnkels sögu ekki einasta íhugunarverðar heldur stórsnjallar að mínu viti. Samt er sá hængur á að nú hneigjast fræðimenn einna helzt að því að sagan sé yngri en áð- ur var talið, eða frá lokum 13. aldar, en Brandur var þá genginn til feðra sinna fyrir margt löngu. En hver veit? Það eitt er víst að ekki eru öll kurl komin til grafar. M. BYRGÐ EVROPU var þema málþings sem COEUR-samtökin (Council on European Responsibilities) efndu til í Bellevue-höll í Berlín í síðustu viku. Þar kom saman hópur manna úr stjórnmálum og viðskiptalífi ásamt mennta- og listamönnum til að ræða þau risavöxnu verkefni er Evrópa stendur frammi fyrir. Evrópusambandið hefur nú hafist handa við að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil á sama tíma og unnið er að því að ríki í Mið- og Austur-Evrópu fái aðild að sambandinu. Margir óttast hins vegar þær hættur sem á vegi kunna að verða á meðan ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna og stofnanir sjálfs sambandsins eru uppteknar við þessi viðamiklu verkefni. Þótt hinn peningalegi samruni muni vafalítið styrkja innri mark- aðinn á EMU jafnframt eftir að draga skýr- ar fram í dagsljósið þann mikla mun sem er á efnahagslegri þróun einstakra svæða inn- an ESB. Þrátt fyrir að innan Evrópusam- bandsins sé að finna nokkur af þróuðustu og framsæknustu iðnfyrirtækjum heims og að ESB-ríkin séu með auðugustu ríkjum veraldar er innan vébanda sambandsins jafnframt að finna vanþróuð svæði og illa rekin og ofvernduð fyrirtæki, sem munu eiga erfitt með að standa berskjölduð í al- þjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að sama skapi mun stækkun Evrópusambandsins reyna mjög á þolrif stofnana þess, sem nú þegar eiga erfitt með að starfa við núverandi að- stæður. Flestir eru sammála um að land- búnaðarstefnu ESB verði að endurskoða óháð stækkun og það sama á við uppbygg- ingarstefnu þess, þ.e. það styrkjakerfi sem komið hefur verið á laggirnar til að styðja við fátækari svæði innan sambandsins. Breytingarnar verða hins vegar litlu minni í austurhluta Evrópu þar sem stokka verður upp stjórnsýslu og hugarfarsbreyting verð- ur að eiga sér stað í pólitískri jafnt sem efnahagslegri menningu. Að sama skapi stendur Evrópusamband- ið frammi fyrir því að þær forsendur er leiddu til stofnunar þess og voru í raun grundvöllur tilvistar þess hafa gjörbreyst. Evrópusamvinnan átti að tryggja að ekki kæmi aftur til styrjaldar á milli ríkjanna í vesturhluta Evrópu. Það markmið hefur náðst. Evrópusamvinnan átti að tryggja frjáls og óhindruð viðskipti í álfunni. Sá draumur er orðinn að veruleika með innri markaðnum. Evrópusamvinnan átti einnig að efla samstöðu Evrópuríkja á tímum kalda stríðsins er einkenndist af togstreitu tveggja risavelda. Einungis eitt risaveldi stendur nú eftir. Þar sem hinar uppruna- legu forsendur Evrópusamvinnunnar eru ekki lengur til staðar, að miklu leyti sökum þess hversu vel hefur tekist til við að fram- kvæma markmið hennar, spyrja margir hver eigi að vera tilvistargrundvöllur henn- ar í framtíðinni. Sú spurning kom ítrekað upp á málþinginu hvort ESB ætti á hættu að verða fórnarlamb eigin velgengni. Rætt hefur verið um að pólitískur sam- runi verði að fylgja í kjölfar hins efnahags- lega samruna en að sama skapi er ljóst að pólitískur samruni er óhugsandi án þess að fyrir hendi sé pólitískur vilji meðal íbúa álf- unnar. Því var ein meginspurningin, sem til umræðu var á málþingi COEUR, hvort í raun væru til sameiginlegir hagsmunir, sameiginlegar hugsjónir, er sameinað gætu Evrópu í eina pólitíska heild. Er til evrópsk menning, evrópsk samkennd, sem allir geta sameinast um? Sjálfselska og strúta- pólitík FRANSKI heim- spekingurinn André Glucksmann sagði orðið „Evrópu" not- að í tvennum skiln- ingi. Annars vegar væri það notað yfir vesturhluta Evrópu og hins vegar yfir Evrópu sem heild. Á milli þessara tveggja eininga væri tjald, er nauð- synlegt væri að fella. Hann sagði að síðustu tíu árum hefði verið sóað og tilraunir til að sameina Evrópu hefðu mistekist. Þau mis- tök væru þó ekki endanleg, þau mætti enn leiðrétta. Glucksmann sagði alla þá er starf- að hefðu með austur-evrópskum andófs- mönnum á sínum tíma vita hversu erfitt það hefði verið að vekja athygli á málstað þeirra á Vesturlöndum. Austrið hefði verið óþekkt stærð, Terra Incognita. Það ætti að miklu l.eyti við enn. Hann taldi að hugsan- lega mætti breyta þessu með því að höfða til sjálfselsku Vesturlandabúa og leggja áherslu á að örlög austurhluta Evrópu myndu hafa áhrif á afdrif barna Vestur- landa. „Rússar eru mikil menningarþjóð, Rússland er ekki þriðjaheimsríki. Hrun þess myndi hafa áhrif á okkur. Þetta er land Dostojevskís! Land stórbrotinna list- málara! Ef það hrynur þá er það vegna okkar og það mun snúast gegn okkur. Þró- unin fyrir austan mun sækja okkur heim. Pólitísk upplausn og kjarnorkuúrgangur þekkja engin landamæri," sagði Glucks- mann og sagði Moskvu vera Weimar nútím- ans. Þá sögu þekktu allir og ættu ekki að halda að það sem einu sinni gerðist gæti ekki orðið á ný. Glucksmann vitnaði í þau orð bandaríska fræðimannsins Francis Fukuyama að fall Berlínarmúrsins þýddi endalok sögunnar. Það sem hefði gerst hefði hins vegar ekki verið, líkt og margir hefðu viljað halda fram, að Evrópa hefði færst aftur til ástands nítjándu aldar. Hið rétta væri að við stæðum á sama punkti og árið 1920. Fjöldamorð Mladics og ódæðin í Srebrenica gætu verið skref í átt að gasklefunum og Auschwitz. Glucksmann sagði Júgóslavíu vera helsta þröskuldinn á leiðinni til sameiningar Evr- ópu og það hefði verið ófyrirgefanlegt að láta fjöldamorð í Bosníu óáreitt um fimm ára skeið. Hann tók einnig sláandi dæmi af Kosovo. Um tíu ára skeið hefði verið háð lýðræðisleg barátta fyrir sjálfstæði Kosovo. Undanfarna sex mánuði hefði verið háð vopnuð barátta. Sú staðreynd að Evrópu- sambandið hafi virt hina friðsamlegu bar- áttu að vettugi hefði sannfært heiminn um að skynsamlegasta leiðin til að ná fram markmiðum sínum væri að grípa til vopna. Evrópa yrði að vinna á sjálfselskunni með sjálfselsku, sagði Glucksmann. Með því að hjálpa Evrópu í stríðslok hefðu Bandaríkjamenn verið að þjóna eigin hags- munum. Allir hagfræðingar er þekktu sögu tuttugustu aldar vissu að aðstoð væri yfir- leitt gefandanum hagstæðari en þiggjand- anum. Evi-ópskir stjórnmálamenn eyddu hins vegar meiri tíma í þras um framtíð tollfrjálsrar verslunar en kreppuna í Rúss- landi. Að sama skapi væri það dæmi um vestrænan munað er ungmenni þrömmuðu um götur og krefðust þess að kjarnorku- verum yrði lokað. „Um þessar mundir eru þau kjarnorkuver sem hætta stafar af í austurhlutanum. Kjarnorkuverin sem græningjar vilja loka eru hins vegar í vest- urhlutanum," sagði Glucksmann og sagði þetta vera „strútapólitík", þar sem höfðinu væri stungið í sandinn í stað þess að horfast í augu við veruleikann. Frakkinn taldi það einnig dæmigert að þótt leitað væri í öllum bókasöfnum verald- ar, jafnvel bókasöfnun æstustu frjáls- hyggjumanna í Bandaríkjunum, fyndist hvergi fræðibók um það hvernig umskiptin úr sósíalísku hagkerfi yfir í markaðshag- kerfi gætu átt sér stað. Hins vegar hefðu þúsundir bóka verið ritaðar um það hvernig breyta ætti markaðshagkerfi yfir í sósíal- isma. Vísindaskáld- skapur og raunveruleiki FULLTRUAR Mið- Evrópu í umræðun- um voru þeir Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, Bronislaw Geremek, utanríkis- ráðherra Póllands, og ungverski rithöfund- urinn György Konrad. Geremek, sem var einn forsprakka pólsku lýðræðishreyfingarinnar í byrjun ní- unda áratugarins og stjórnaði síðar hring- borðsumræðunum um framtíð Póllands er fóru fram eftir fall múrsins, sagði ástæðu þess að finna mætti jafnmargar bækur um það hvernig breyta mætti markaðshagkerfi REYKJAVIKURBREF Laugardagur 6. marz VIÐ REYKJAVIKURHOFN. Morgunblaðið/RAX yfir í sósíalískt kerfi og raun bæri vitni væri að þar væri um vísindaskáldskap að ræða. Slíkar bókmenntir væri yfirleitt að finna á bókasöfnum. Hefðu menn hins vegar áhuga á raunveruleikanum, hvernig breyta mætti sósíalísku kerfi yfir í markaðskerfi, ,ættu þeir að líta til Póllands. Geremek sagði að nú á þessu ári, þegar tíu ár væru liðin frá hringborðsumræðunum, mætti slá því fóstu að bylting hefði átt sér stað í Evrópu. „Flauelsbylting" þar sem fólk hefði tekið ábyrgð á Evrópu allri. Nú stæði Evrópa frammi fyrir nýjum vandamálum, atvinnu- leysi og skipulagðri glæpastarfsemi. Til að takast á við þessi verkefni þyrfti Evrópa hins vegar nýja samvirkni. Evrópa þyrfti á austurhluta sínum að halda því örlög álf- unnar væru samtvinnuð. Ekki væri nóg að segja sem svo að Evrópa myndi sameinast, ræða yrði hvenær og hvernig. Þá kæmu menn að spurningunni um menningu. Ger- emek sagði einn helsta styrk Austur-Evr- ópu vera hina gagnrýnu nálgun, þann kost að geta dregið allt í efa, jafnvel „Evrópu" sjálfa. Hann sagði hina evrópsku hugsjón vera fallega, en hún væri hins vegar hug- sjón og ekki raunveruleiki. Það væri mikil- vægt að hafa hugfast að í austurhluta Evr- ópu bæru stjórnmál ríkan keim af þjóðern- issjónai'miðum. I því samhengi væri hins vegar mikilvægt að einfalda ekki fortíðina um of, en á því bæri stöðugt meira í hinni pólitísku umræðu. Geremek sagðist hafa miklar áhyggjur af því hversu veikburða hinir „evrópsku hags- munir" væru. Þjóðernishyggjan hefði styrkst vegna þess. Styrkur Evrópu myndi hins vegar felast í hinum peningalega sam- runa. Sú spurning sem menn stæðu nú frammi fyrir væri hver myndi sigra í hinni pólitísku baráttu, þjóðernishagsmunirnir eða hinir sameiginlegu hagsmunir. Efna- hagsmálin myndu skapa evrópska hags- muni gagnvart hinu alþjóðlega hagkerfi. Inn á við þyrfti Evrópa hins vegar á sam- eiginlegri arfleifð að halda, arfieifð þar sem áherslan væri á ábyrgð. Eitthvað það vit- lausasta sem nokkurn tímann hefði verið sagt væri að menn ættu að „deyja fyrir Danzig". Nú heyrðist sama heróp í tengsl- um við Kosovo. Ábyrgð á heiminum öllum VACLAV Havel sagðist telja að Evr- ópa hefði ávallt verið ein menningarheild í gegnum söguna. Ein- angrun þjóða Aust- ur-Evrópu á kalda stríðsárunum hefði veitt þeim sérstakan hæfileika, nefnilega að sjá hlutina úr ákveðinni fjarlægð. Hugsanlega ætti það enn við að íbúar austurhlutans sæju þörfina á sameiningu með skýrari hætti en aðrir. Það járntjald er hefði skipt álfunni fyrir hálfri öld en verið rifið niður fyrir tíu árum, væri sálfræðilega enn til staðar. Hann sagði alla hafa ákveðna skuld að gjalda. í austri yrðu menn að horfast í augu við að ekki hefði verið tekist á við af- leiðingar alræðisins. Það val að vera sóma- kær eður ei. Á Vesturlöndum yrðu menn að sama skapi að hefja sig yfir neysluhyggj- una. Evrópa ætti hins vegar einnig um- heiminum skuld að gjalda, nefnilega að sýna fordæmi, og vinna bug á þeim hættum er fælust í siðmenningunni, er Evrópa hefði á sínum tíma veitt umheiminum. Hver ann- ar en Evrópa ætti að takast á við það verk- efni? Havel sagði ábyrgðarkennd gagnvart umheiminum hafa verið einn af hornstein- um hins evrópska anda frá upphafi. Þetta ættu menn að hafa hugfast er leitað væri að nýrri evrópskri hugsjón. I þessu fælist ekki að Evrópa ætti að hafa afskipti af öllu held- ur sýna fordæmi. Sameining Evrópu hefði átt sér stað í skugga hildarleiks síðari heimsstyrjaldarinnar og oks kommúnism- ans. Nú væru hins vegar kynslóðir að vaxa úr grasi er minntust ekki þessa tíma og leituðu nýrra hugsjóna. Þær ættu að vera hnattrænar. „Hver og einn ber ábyrgð á heiminum öllum," sagði Havel. György Konrad lagði sömuleiðis áherslu á ábyrgð Vesturlanda. Það væri marklaust að ræða um samruna ef ábyrgðin gleymd- ist. íbúar Vesturlanda ættu að þakka fyrir að hættan á þriðju heimsstyrjöldinni vofði ekki lengur yfir. Vesturlönd hefðu eytt miklu fjármagni í vopnabúnað en virtust ekki reiðubúin að verja miklu fé til að efla samkennd. Hástemmdar yfirlýsingar um Evrópu misstu marks ef Evrópu ætti að byggja á útilokun. Slíkt myndi kynda undir ólgu og þjóðernishyggju og afleiðingar þess að þjóðernissinnaðir lýðskrumaðar næðu yfirhöndinni væru varasamar. Sam- runi yrði að byggjast á framrás og það væri svekkjandi ef menn færu að leika leik hinna síbreytilegu lokafresta. Þá yrði litið svo á að hin evrópsku gildi byggðust á óheiðarleika. „Þróunin fyrir austan mun sækja okkur heim. Pólitísk upplausn og kjarnorkuúr- gangur þekkja engin landa- mæri." w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.