Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUÐ LAUNAR FYRIR HRAFNINN „Guð launar fyrir hrafninn“, segir máltækið, en hver skyldu laun guðs vera ef hrafninum yrði eytt á Islandi? Mönnum þykir sú hugsun kannski með ólíkind- um að það sé hægt að útrýma hrafni á Islandi, fugli sem virðist blasa við mönnum við hvert fótmál, en umræður fuglafræðinga um að setja krumma á váfuglaskrá benda til að ekki sé allt með felldu og ástæða sé til að endur- skoða sess hrafnsins í íslenskri náttúru. Guðmundur Guðjónsson kynnti sér málið og kann að auki eitt og annað af krumma að segja. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson FÁIR íslenskir fuglar, ef nokkrir, eiga sér tvær jafn skarpar og ólíkar hliðar á hrafninn. Ann- ars vegar sjá menn áberandi glettinn og hrekkjóttan æringja, vel greindan af fugli að vera, hins vegar sjá menn sam- viskulitla drápsvél sem engu hlífir, hvorki afvelta kindum, veikburða lömbum eða dúnhnoðram smáfugla í hreiðri. Krummi er sem sagt ann- að hvort elskaður eða hataður. Það er seinni hliðin, sú svarta, sem hef- ur valdið því að margur tvífætling- urinn má ekki af honum vita án þess að drepa hann. Þó era það vart aðrir en æðarbændur sem hafa beinlínis einhvem hag af því að skjóta þá. Ævar Petersen fuglafræðingur segir að heildartalning íslenska hrafnastofnsins hafi ekki farið fram en áætlað sé með allgóðri vissu að hér á landi séu um 2.500 varppör og miðsumars þegar ung- ar séu komnir á flug, nemi stofninn um 13.000 fuglum og þar af séu um 5.000 ungfuglar. Á vorin séu um 4.500 geldfuglar á ferli auk varp- fugla. I bókinni íslenskir fuglar, eftir þá Ævar og Jón Baldur Hlíðberg segir að vegna hins illa orðspors sem af hröfnum fari megi veiða þá allt árið, fuglafriðunarlögin leyfí að þeir séu skotnir, hreiður þeirra rif- in niður, egg brotin og ungar drepnir og þótt æðarbændumir séu þeir einu sem hafí augljósan hag af því að fækka hröfnum þá virðist sem margir drepi þá af gömlum vana. I bókinni stendur: - Miklu opinbera fé er varið ár hvert til dráps á hröfnum. Á áran- um 1981 til 1985 vora að jafnaði drepnir um 4.100 hrafnar á ári og samkvæmt veiðiskýrslum vora árið 1995 drepnir um 7.000 fuglar sem er meiri hluti þeirra fugla sem drepast á milli ára. Þessar ofsóknir eru að einhverju leyti bundnar við ákveðna landshluta en löngu er orðið tímabært að endurskoða af- stöðuna til skotveiði á hröfnum.“ Það var og. Það nýjasta sem heyrst hefur er, að drápstalan sé komin upp í 8.000 fugla á ári, jafn- vel fleiri, því vel megi reikna með því að allmargir hrafnar séu drepn- ir án þess að hirt sé um að geta þess sérstaklega á skýrslum. Eitt og annað Hrafnar verpa með fyrstu fugl- um, yfirleitt snemma í apríl, en stundum fyrr og stundum seinna, allt eftir árferði. Aðeins fálkar og dílaskarfar verpa jafn snemma. Enda slær oft í brýnu milli fálka og hrafna. Þeir velja sér nefnilega oft mjög líka varpstaði og fálkar verpa oft í gamla hrafnslaupa. Jafnvel þótt hrafninn hafí ætlað sér það sama og lagt m.a. fram alla vinn- una við húsasmíðina. Þessir varpstaðir era oftast í ár- gljúfrum sem era í sérstöku uppá- haldi hjá fálkum. Það er fálkinn sem hefur betur, enda betur úr garði gerður frá náttúrunnar hendi til áfloga og ofbeldis. Krammi má því lufsast burt og finna sér nýtt bæli, en sést hefur þó til hrafna rífa niður og tæta laupa sem fálki hefur tekið herskildi og notað. Einnig eru dæmi um að hrafnar hafí stolið fálkaeggjum og drepið fálkaunga sem biðu í hreiðri rólegir eftir að foreldrarnir færðu þeim mat. ▲ HRAFN situr hugsi á ijósastaur. ◄ DÆMI um uppátækjasemi krumma í hreiðurstaðavali. Ef engir eru klettarnir þá er eitt og annað látið duga. Til er saga norðan úr landi. Hermt er að hún sé af Eyjafjarð- arsvæðinu. Fálki og hrafn verptu skammt hvor frá öðrum í sama ár- gljúfri. Það mun fágætt, en í þessu tilviki ríkti spennuþrungið afskiptaleysi og sambúðin gekk út á að hvorugur kom nærri hinum. Þetta gekk bærilega þar til að eitt I vorið, sem var óvenjulega kalt og erfitt til aðfanga, að hrafnarnir stóðust ekki mátið einhverju sinni er fullorðnu fálkarnir voru báðir fjarstaddir á veiðum, og drápu fálkaungana og færðu eigin ung- um. Veislan stóð hins vegar stutt, því annar fálkana kom heim skömmu L síðar og sá strax hvernig komið var. Rak hann upp gól og rauk þeg- ar í hrafnana sem bragðu hart við ' og vörðust vel. Það hallaði jafnvel örlítið á fálkann þar til hinn fálkinn kom úr sinni veiðiför. Sleppti hann þegar bráð sinni og blandaði sér í orastuna. Tveir gegn tveimur máttu hrafnamir sín lítils og þess- um hildarleik lauk með því að hrafnarnir lágu báðir dauðir, en ungar þeirra vesluðust að sjálf- k sögðu upp. Eggin eru oftast fjögur til sex og ungarnir era um það bil fímm vik- ur í hreiðrinu. Þeir era fremur ófrýnilegir og án allrar reisnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.