Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 21 framan af hreiðurdvölinni, en sækja í sig veðrið. Þótt hrafninn verði stundum að beygja sig undir vald fálkans þá er fjölbreytnin í hreiðurstaðavali svo miklu meiri hjá hrafni að hann lendir sjaldan í vandræðum. Hrafnar hafa verpt á húsum, í súrheysgryfjum, í trjám, úfnum hraunum, undir brúm, í hellismunnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Þetta gerir hrafninn helst þar sem sléttlendi er víðáttumikið og fátt um kletta og gljúfur. Duglegur og þjófóttur Það er auðvitað ekki krumma að kenna að hann skuli vera stór og þurftafrekur. Þótt það geti verið sárt að horfa upp á hann murka líf- ið úr einhverjum smælingjanum þá er það á sama hátt lofsvert hversu duglegur fuglinn er að bjarga sér og komast af. Hann verður þó und- ir í baráttunni við mannskepnuna sem vill hann feigan. Dæmi um úrræðasemi krumma er sú leikni sem margir hrafnar ná í að ná sér í fisk sem hengdur hefur verið á trönur til þerris. í áður- nefndri bók Ævars Petersens er því lýst þannig að þeir höggvi sundur böndin sem haldi spyrðun- um saman svo fiskarnir detti niður á jörðina, þar sem krummi sest svo að veislunni. Þá er það vel þekkt að krummi safnar sér forða sem hann læðir sér í þegar bjargir eru bannaðar í á vetrum. Rjúpnaskytta ein var á fjöllum dag nokkurn. Hvergi sá á dökkan díl og kennileiti voru eng- in, þ.e.a.s. sem mannleg augu gátu numið. Skyttan settist í snjóinn og rýndi í sjónauka. Skyndilega sá hún dökkan díl sem hreyfðist. Er nær dró sá hún að hrafn kom fljúgandi. Skyttan fylgdist með krumma, sá hann setjast í auðn- ina, róta eitthvað í snjónum, taka eitthvað í nefið og fljúga síðan burt. Skyttan fór á staðinn og var drjúga stund að finna blettinn sök- um skorts á kennileitum. Loks fann hún þó hvar snjó hafði verið rótað. Rótaði skyttan þá í snjónum og kom niður á mosakoll sem lá laus. Lyfti hún kollinum varlega og sjá, undir honum lágu þrjú spóa- egg. Farið eftir það fjórða var aug- ljóst. Skyttan gekk síðan frá forða- búrinu eins og hann hafði komið að því. Sumir hafa nennt að temja hrafna og er þá best að hafa þá með sér vel stálpaða úr hreiðri. Gefa þeim síðan vel að éta því krummi verður fylgispakur mat- móður sinni eða föður. Það er sagt að þeir séu skemmtilegir, en þjófóttir í meira lagi og þeir gangi iðulega of langt og baki sér óvin- sældir. Hópur veiðifélaga sem bleyttu færi í Vatnsá við Vík fyrir nokkrum árum fékk t.d. að reyna þetta. Á móti þeim tók afar ágeng- ur hrafn og þótti þeim félögum krummi í fyrstu mjög skemmtileg- ur. Drógu menn fram reykta síld og lifrarkæfudósir og gáfu krumma, en því hefðu þeir betur sleppt, því krummi gerðist aðsóps- mikill og mjög nákvæmur í öllum rannsóknum sínum og athugunum á eigum veiðimanna sem lágu á glámbekk. Einn veiðimanna gleymdi t.d. fyrsta daginn að færa veiðitösku sína inn í hús og þegar að var kom- ið hafði krummi kannað hvort eitt- hvað ætt eða skrautlegt væri þar að finna. Innihald töskunnar lá út um alla móa og náði yfir furðu stórt svæði. Flugubox var horfið, einnig heill tugur af dýrum flugu- taumum. Annar veiðimanna saknaði fljót- lega gleraugna sem hann hafði skilið eftir á borði úti á verönd og fundust þau aldrei aftur. Þannig mætti áfram telja. Var krummi svo snar að koma sér út úr húsi hjá þessum nýju vinum sínum, að þeg- ar einn í hópnum færði honum nýja kæfudós um kvöldið þá olli það ? KRUMMI krunkar úti. Hrafninn iætur ófriðlega þegar hann er ónáðaður á varpstað. •^UNGARÍhreiðri. það bæði athyglisverð tilgáta og mjög trúverðug. Hvað sem því líður þá hafa alltaf verið til hvítir hrafnar, svokallaðir hvítingjar eða albinoar. Slíkir fugl- ar eru þó mjög sjaldséðir og al- gengara að þeir sjáist með hvítar skellur þó það sé einnig sjaldgæft. Algengara er, þó einnig sé fátítt, að menn trúi ekki eigin augum þegar þeir sjá brúnum hröfnum bregða fyrir. I þá vantar litarefni. En það er merkilegt og til marks um ágæti kenningar Guð- mundar Ólafssonar um viðhorf manna til hins hvíta litar, að ævin- lega þegar hvítskellóttir hrafnar koma fyrir í gömlum sögum þá er jafnan um óvenju greinda hrafna að ræða, hrafna sem leiða hrafna- þing og eru göfugir og vísir. Okrýndir leiðtogar svarta almúg- ans. I þá daga voru hvítskellóttir hrafnar nánast helgir fuglar, en í dag myndu tvífætlingarnir líklega skjóta þá til þess eins að dást að furðunni. Margt hefur hrafninn verið bendlaður við. Hann má ekki sitja uppi á kirkjumæni þegar menn ganga til messu, þá hlýtur eitthvað ægilegt að vera í vændum. Hann má ekki fylgja mönnum bæjarleið, þá eru menn feigir. Saga frá þess- ari öld bendir til að ekki var tilvilj- un að menn töldu hrafninn forspá- an. Móðir ein sat inni í bæ, en úti fyrir var barnung dóttir hennar að leik. Skyndilega kom barnið hlaupandi inn hágrátandi og sagði móður sinni að hrafn hefði komið, sest á höfuð sitt og reynt að kroppa úr sér augun. „Af hverju gerði hrafninn það?" spurði barn- ið. „Hann hefur viljað segja þér eitthvað, barnið mitt," svaraði móðirin. Fáum dögum síðar var barnið dáið. Þessi litla saga er úr einni af bókum Björns J. Blöndal. Hann nefnir ekki konuna af tillits- semi, en segir hana grandvara og sannsögula. Móðirin sagði honum söguna sjálf. Sagan að ofan tengist hinni dökku hlið hrafnsins. Engar vin- sældir hreppti hann fyrir hátterni af því tagi. Þá vita þeir sem heyrt hafa, að garg í reiðum hrafni er ekki fagurt og næstum botnlaust hvflík forneskja þar býr undir. En hvað væri ísland án hrafna sinna? misklíð í hópnum og hann mátti hlaupa út og taka dósina af hrafn- inum til að halda friðinn. Önnur saga er eldri og er um er- lendan veiðimann sem var við veiðiskap við eina af laxveiðiám Borgarfjarðar. Þetta var sérvitur náungi og merkti gjarnan staði sem hann ætlaði að reyna betur síðar með því að skilja eftir flugu- box á steini sem bar við veiðistað- inn, eða blettinn í ánni sem átti að kanna nánar. Einn góðan veðurdag gerðist það að boxið var horfið af steinin- um. Var leitað dyrum og dyngjum, en boxið fannst ekki. Voru menn undrandi, því þarna voru engar óviðkomandi mannaferðir. íslensk- ur leiðsögumaður þess enska taldi að verið gæti að fugl eða fer- fætlingur hefði rænt boxinu og gerði fyrirspurn um hrafnshreiður í nágrenninu á nærliggjandi sveita- bæ. Á daginn kom að krummalaup- ur var skammt frá veiðistaðnum. Leiðsögumaðurinn reyrði um sig kaðal og seig í hreiðrið. Þar var boxið. Nokkrum dögum síðar hvarf boxið aftur og enn sótti leiðsögu- maðurinn boxið í hreiðrið. Þjóðtrú og forneskja Hrafninn hefur verið lands- mönnum svo hugleikinn að með ólíkindum má ef til vill heita. Ekki þar fyrir að fleiri en íslendingar hafa gefið honum gaum samkvæmt því sem lesa má í fuglabók Guð; mundar Páls Olafssonar. I Færeyjum var það t.d. einhvers konar nefskattur að hver eyja- skeggi skyldi drepa a.m.k. einn hrafn á ári og bar það vott um leti og aumingjaskap að standa ekki þá pligt. Það kemur einnig fram að hrafn- inum hafi verið útrýmt í Alabama í Bandaríkjunum fyrir þær sakir að vera svartur, en í Alabama sé hvíti liturinn talinn stórum æðri þeim svarta og „sál hins hvíta manns ljós heimsins." Bætir Guðmundur við að hefði krummi verið hvítur hefði hann ekki hlotið slík örlög og er 'LDim ds) 'Nýhzrju Hefurþú fundið fjársjóðinn íþínu fyrirtækL. þekkingu starfsfólksins? Komdu á fjársjóðsdaga Lotus og Nýherja og vib auðveldum þér leitina. Nýherji og Lotus efna til fyrirlestraraðar um hugbúnaðarlausnir frá Lotus þnr sem m.a.verður kynnt ný útgófa Lotus Notes og Domino 5.0. Aðalfyrirlesari er Bjarne Thomsen fró Lotus í Dnnmörku. Fyrirlestrarnir fara fram ó Grand Hótel 8.-10. mnrs og er aðgangur opinn öllum sem vilja nó auknum árangri - ekkert þátttökugjald. MÁNUDAGUR 10:00-11:00 Þekkingarstjórnun. Hvaða hlutverk gegnir Lotus hugbúnaður við árongursrika þckkingarstjórnun? /1:00-12:00 Lotus leiiin. Vill þú samræma og einfalda hugbúnaðarnotkun í þinu fyrirtæki? ÞRIÐJUDAGUR 10:00-/ J:00 Ert þú ai borga of mikii? Þtirf að uppfæra skrifstofuhugbúnaðinn? Skoðaðu vel lausnir frá Lotus áður en þú kaupir annan sambærilegan skrifstofuhugbúnað. 11:00-12:00 Hlicrosoft eia Lotus? Forvitnilegur samanburður ó hugbúnaðarlausnum fyrirtækjanna og verði hons. MIÐVIKUDAGUR 10:00-12:00 Hugbúnaóur árs'ms? Ekki missa af kynningu ó Lotus Notes og Domino 5.0 og öðrum óhugaverðum nýjungum fró Lotus. Htttaka tilkyimiil mei töiwpósti: kgb&nyherjui Vmiamlega takii íiam hvaia fyrirleHrai verla sóttir. Pramlum Partner lausair Nýherja fyrir Lotus Hotes NÝHERJI Dreifingaraðili Lotus Notes á Islandi Skaftahlíð 24 • S:569 7700 http://www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.