Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 38
-i38 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HELGA JONINA MAGNÚSDÓTTIR + Helga Jónína Magnúsdóttir frá Blikastöðum var fædd að Vestur- hópshólum í Þver- árhreppi, V.-Hún. 18. september 1906. Foreldrar hennar voru Þorlákur Magnús Þorláksson bóndi þar, síðar að Blikastöðum í Mos- fellssveit, og fyrri kona hans Marsibil Sigurrós Jónsdóttir. Hinn 18. nóvember 1939 giftist Helga eftirlifandi manni sínum, Sig- steini Pálssyni, f. 16. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Páll Þorsteinsson bóndi og hrepp- stjóri í Tungu í Fáskrúðsfirði og kona hans Elínborg Stefáns- dóttir. Börn þeirra Helgu og Sigsteins eru. 1) Magnús Sig- steinsson, f. 16.4. 1944, maki Marta Sigurðardóttir, f. 18.4. 1948. Börn þeirra eru: Sigurð- ur, f. 18.4. 1970, maki Bjarn- heiður Jónsdóttir. Þau eiga tvo syni, Heiðar Snæ og Fann- ar Þór. Sigsteinn Helgi, f. 15.4. 1973, maki Elín Kristín Guðmundsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Jónínu Ósk. Magnús Þór, f. 15.6. 1978 og Helga Kristín, f. 8.12. 1981. 2) Kristín Sig- steinsdóttir, f. 26.8. 1945, maki Grétar Hansson, f. 14.4. 1944. Synir þeirra eru: Sigsteinn Páll, f. 8.11. 1966, maki Stella Stefáns- dóttir. Þau eiga eina dóttur, Söru Líf. Ólafur Hans, f. 10.8. 1968, maki Signý Ingadóttir. Þau eiga 2 börn, Dag Inga og Ölmu Krist- ínu. Grétar Ingi, f. 24.2. 1974. Helga var brautskráð frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1924. Verslunarnám við Kobm- andsskolen í Kaupmannahöfn 1930-1931. Skrifstofustúlka hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson) Með nokkrum orðum langar okk- ur til þess að kveðja bestu ömmu í öllum heiminum sem yfirgaf Hótel Jörð á afmælisdaginn hans Grétars Inga þann 24. febrúar s.l. „Langar ykkur í eitthvað elsk- urnar" var amma vön að segja þeg- ar við komum til hennar. Hún sá til þess að maður var aldrei svangur og með magann fullan af jólakökum og kleinum, eða öðru slíku góðgæti sem alltaf var nóg til af. Þegar við vorum yngri, hafði hún ofan af fyrir okkur með því að spila við okkur 01- sen Olsen, Rommí og Marías, en eftir því sem við urðum eldri kunn- um við frekar að meta sögurnar sem hún sagði okkur af viðburða- rfkri ævi sinni. Gott dæmi voru sög- urnar frá námsárunum í Kaup- mannahöfn, þar sem hún var við viðskiptanám í kringum 1930, sem taldist til tíðinda fyrir konu á þeim tíma. Þeirri reynslu sem hún öðlað- ist þar gat hún svo miðlað til Steina þegar hann fór erlendis til náms. Amma var í stjórn Ungmennafé- lagsins Aftureldingar um skeið og hafði hún einstaklega gaman af því að segja okkur frá þeim tima. Innan hreppsnefndar Mosfellshrepps barðist hún ötullega fyrir byggingu skóla og sundlaugar við Varmá. Sögum af þeirri baráttu hafði Oli, sá okkar sem stundaði hve mest íþróttir, ekki hve síst gaman af. Ékki síður voru skemmtilegar sög- urnar af störfum hennar sem odd- viti Mosfellshrepps, þar sem hún barðist ein á móti karlaveldi og hafði sigur með klókindum og skyn- semi. Það voru forréttindi fyrir okkur bræðurna að eiga ömmu í næsta húsi. Ef enginn var heima eða ís- skápurinn tómlegur var auðvelt að hlaupa til ömmu Helgu. Amma var alltaf svo hlý og góð, það var svo gott að faðma hana og eiga hana að. Hún var alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á, tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Minningin um ömmu mun lifa með okkur öllum. Elsku afi, betri ömmu, langömmu, móður, tengdamóður og eiginkonu er ekki hægt að hugsa sér. Megi Guð vera með þér og styrkja þig. Sigsteinn, Ólafur og Grétar Ingi. Elsku amma mín. Þú kenndir mér svo ótal margt sem ég mun ávallt vera þér þakklát fyrir. Samt var það eitt sem þú kenndir mér best; að vera ég sjálf og lifa lífinu fyrir mig og engan ann- *^an. Það var alltaf gott að koma til þín og vera hjá þér því þú hafðir alltaf tíma fyrir mig. Þegar ég var smástelpa var ég vön að vera hjá þér tímunum saman og þá spiluðum við rommí og margt fleira. Það var alltaf hægt að dunda sér mikið hjá þér. Þú kenndir mér margt sniðugt og nytsamlegt, s.s. að prjóna og sauma út. Þú varst alltaf vön að gefa mér mola og eitthvað gott að drekka, en allra best var þó að koma til þín í hádeginu á sunnudög- um því þá var alltaf annaðhvort steik eða lax í matinn og bragðaðist það alltaf best hjá þér. Já, þú gast alltaf snúist í kringum mann. Svo kom það stundum fyrir að svona lítil stelpa yrði lúin og þá sagðirðu að ég gæti lagt mig í afadívan. Já, ég á margar góðar minningar um þig. Það er mér ákaflega mikill heiður að hafa þekkt þig eins og ég gerði og fá að heita í höfuðið á þér. Þín er sárt saknað. Litla ömmustelpan, Helga Kristúi. Það var fyrir fjörutíu árum að ég kynntist frú Helgu Magnúsdóttur á Blikastöðum. Ég hafði heyrt henn- ar getið og séð hana nokkrum sinn- um. Það litu allir upp til hennar sem ég hafði talað við og báru henni einstaklega gott orð. Nú at- vikaðist það svo að ég þurfti að skipta um vinnu og þegar ég frétti af miklum byggingaframkvæmdum að Varmá sótti ég um starf sem múrarameistari við framkvæmdirn- ar. Helga hafði um þessar mundir tekið við sem oddviti hreppsins, ein af fáum konum sem þá höfðu gegnt því starfi á landinu, en það sem kom mér mest á óvart var að hún var allt í öllu er varðaði bygging- arnar. Við sömdum um verkið við stofuborðið heima hjá henni á Blikastöðum. Það var ekki einungis að hún sæi um allar ráðningar meistara til verksins, heldur einnig samninga um efniskaup í verslun- um sem og fundarhöld í ráðuneyt- um varðandi framlög til verksins. Ofan á þetta allt, sá hún um greiðsl- ur til okkar verktakanna og það sem meira var, þá var hún daglega á vinnustaðnum að fylgjast með verkinu og hrósa okkur fyrir vel unnin störf. Hún var ótrúlega glögg á sviði framkvæmda og ef einhver vandi kom upp var hún fljót að átta sig og leysa hann með okkur. Hún lét jafnt yfir alla ganga, aðkomu- menn sem heimamenn, við bygg- inguna og er mér minnisstætt að allir fengu frítt fæði í Hlégarði þó svo að þeir ættu heima í næstu hús- um. Helga var traust í starfi og var gott veganesti fyrir ungan mann að kynnast og starfa með henni. Þegar saga Mosfellsbæjar verður skrifuð mun nafn Helgu eflaust verða ofar- lega á blaði. Blessuð sé minning hennar. Hreinn Þorvaldsson. Mjólkursamlagi Kjalarnesþings og Mjólkurstöðinni í Reykjavfk 1931-1941. Húsfreyja að Blika- st öðiiin í Mosfellssveit frá 1942. I stgórn Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellssveit nokkur ár. Formaður Kvenfé- lagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966. For- maður Kvenfélag^ Lágafells- sóknar 1951-1964. I varastjórn Kvenfélagasambands Islands 1953, síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977. Kosin í hreppsnefnd 1954 og endurkos- in 1958, var þá varaoddviti en tók við oddvitastörfum í ágúst- mánuði. Síðasti oddviti hrepps- ins sem hafði öll störf á eigin hendi áður en hreppurinn fékk skrifstofu og sveitarstjóra. f stjórn Húsmæðrakennaraskóla Islands í nokkur ár. Kosin í Landsdóm af Alþingi 1969 til 6 ára og endurkosin næsta tíma- bil. Fálkaorða RF 1970, Stór- riddarakross StF 1976. Gull- merki Húsmæðrafélagasam- bands Svíþjóðar. Heiðursfélagi Kvenfélags Lágafellssóknar og Kvenfélagasambands fslands. Utför Helgu fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 8. mars og hefst athöfnin klukkan 14.00. Kveðja frá Kvenfélagasam- bandi Islands. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Heiðursfélagi Kvenfélagasam- bands íslands, frú Helga Magnús- dóttir frá Blikastöðum, er látin 92 ára að aldri. Helga Magnúsdóttir kom víða við í félagsmálum, en jafn- framt þeim störfum rak hún eitt stærsta kúabú landsins að Blika- stöðum ásamt eiginmanni sínum Sigsteini Pálssyni. Helga Magnúsdóttir vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu Kvenfé- lagasambands íslands. Helga sat í ritstjórn Húsfreyjunnar 1951-1953 og árið 1953 var hún kosin í vara- stjórn Kvenfélagasambands ís- lands, síðan í aðalstjórn þess og for- maður 1963-1971 og í stjórn Kven- félagasambands Norðurlanda á sama tíma. Störf Helgu einkennd- ust af raunsæi, þekkingu og góðri greind, hún vann sambandinu mikið og gott starf og hafði ávallt áhuga á velferð þess og fyrir baráttumálum kvenna yfirleitt. í formannstíð Helgu var Leiðbeiningarstöð heim- ilanna stofnuð og skrifstofa KÍ var flutt að Hallveigarstöðum. Kvenna- heimilið Hallveigarstaðir eru í eigu KÍ, BKR og KRFÍ. Það var mikið þrekvirki sem konur unnu við að koma upp Kvennaheimilinu Hall- veigarstöðum, þrekvirki sem tók mörg ár að koma í framkvæmd, en tókst með harðfylgi, dugnaði og baráttugleði þeirra kvenna sem komu að því verki. í erindi sem Helga flutti á bændaviku Búnaðarfélags íslands árið 1953, ræddi hún um stöðu bændakvenna og mikilvægi þess að létta störf húsmóðurinnar. Hún hvatti konur til samstöðu og endar erindi sitt þannig „íslenskar konur, hvort sem við búum til sjávar eða sveita, þá erum við allar smáhlekkir í sömu þjóðfélagskeðjunni og verð- um allar að gæta þess að láta aldrei stéttaríg, atvinnu eða verðlag sundra okkur, heldur standa saman og styðja hver aðra í lífsbarátt- unni." Þessi orð Helgu eiga jafn vel við í dag og þau gerðu þá. Á síðasta Landsþingi Kvenfélaga- sambands íslands sem Helga Magnúsdóttir ávarpaði sem formað- ur minnti hún á hve harða baráttu íslenskar konur hefðu fyrrum orðið að heyja til að fá að menntast og hve þáttur kvenfélaganna og Kven- félagasambands íslands hefði verið mikill í bættri menntunaraðstöðu. Hún sagði: „Öllum réttindum fylgja skyldur, skyldur sem við verðum að axla hverju sinni, ef við viljum verða langlíf í landinu, skyldur sem við megum ekki láta sjálfselskuna deyfa í vitund okkar, heldur leysa af hendi með glöðu geði og efla með því sálarþroska okkar. Kröfur okk- ar til lífsins, lífsþæginda og fjár- muna eru orðnar svo háværar að allt annað vill gleymast og okkur endist ekki ævin til þess að uppfylla þær. Gullið er að sjálfsögðu afl þess sem gera skal, en það eitt er vissu- lega ekki mælikvarði á hamingju manna, heldur miklu fremur sá frið- ur og það andlega jafnvægi sem fæst með vitundina að hafa gjört skyldu sína og því að vera sáttur við Guð og eign samvisku hverju sinni, en sá friður fæst ekki fyrir neina peninga." Kvenfélagasamband íslands þakkar Helgu Magnúsdóttur öll hennar störf, við kveðjum hana með virðingu og söknuði. Eftirlifandi eiginmanni Sigsteini Pálssyni og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Drífa Hjartardóttir, forseti Kvenfélagasambands Islands. Það voru 11 framsýnar konur sem komu saman á Völlum á Kjal- arnesi þann 26. desember árið 1909 og stofnuðu Kvenfélag Kjalarnes- hrepps, en árið 1912 á fundi sem haldinn var að Reykjum, var borin upp tillaga Guðrúnar Jósepsdóttur, sem var fyrsti formaður félagsins, um að breyta nafninu í Kvenfélag Lágafellssóknar og féll hún í góðan jarðveg, þar sem margar konur úr Mosfellssveit höfðu gengið í félagið og Lagafellssókn náði þá yfir báða hreppana. Konurnar á Kjalarnesi stofnuðu síðar sjálfstætt kvenfélag, Kvenfélagið Esja. Ungmennafélagið Afturelding var einnig stofnað árið 1909 og hafa alltaf verið traust bönd á milli þess- ara tveggja félaga. Þessi tvö félög eiga því bæði 90 ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt fyrstu fundargerð kvenfélagsins segir, að tilgangur fé- lagsins sé: að vinna að því eftir kröftum að styðja og styrkja fá- tæka. Kvenréttindabaráttan var rétt að hefjast og eitthvað var farið að rita um þau mál, en fæst af því tileinkuðu sveitakonurnar sér al- mennt. Eins og við vitum, þá varð það ekki fyrr en 19. júní árið 1915 sem konur fengu kosningarétt. í þá daga var mikil fátækt á bæj- um sem enginn leit eftir og gat við- komandi ekki leitað til neins aðila nema hreppsins, en þá leið vildu flestir forðast í lengstu lög. En tím- arnir breytast og mennirnir með, núna sjá almannatryggingar og líf- eyrisgreiðslur um einstaklinga í erf- iðleikum, þótt betur megi ef duga skal. Til að byrja með voru fundir fé- lagsins haldnir til skiptis heima hjá félagskonum, kannski eftir hádegi á fimmtudögum með kaffi og pönnu- kökum og tíðkast það ennþá víða til sveita, en varla er hægt að ímynda sér slíkan fund á höfuðborgarsvæð- inu í dag. Tímarnir hafa vissulega breyst. Þegar ég gekk í kvenfélagið árið 1976, var Helga Magnúsdóttir sú kona sem ég virti mest og dáði fyrir hennar röggsemi og þann fróðleik sem hún færði okkur á fundum fé- lagsins. Ef upp komu einhverjar vanga- veltur um hin ýmsu málefni, þá var alltaf hægt að treysta því, að Helga væri með réttu svörin. Hún hélt merki kvenfélagsins hátt á lofti með öflugri þátttöku í félagsstarfmu, var í stjórn félagsins og formaður þess um árabil. Helga var nákvæm í frásögn og hreinskiptin og hún var mjög dug- leg við að laða ungu konurnar í hreppnum í félagið og endalaust væri hægt að telja upp allt það sem Helga gerði fyrir kvenfélagið okkar. Hennar heiðarlegu og óeigingjörnu störf í þágu kvenfélagsins verða seint fullþökkuð. Við kvenfélagskonur vottum eig- inmanni hennar, börnum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Megi minningin um góða konu ylja okkur um ókomna framtíð. F.h. Kvenfélags Lágafellssóknar. Helga Thoroddsen. Þegar Helga Magnúsdóttir frá Blikastöðum er kvödd hinstu kveðju leita margar góðar minningar á hug- ann. Hún var á sínum tíma ein af forystukonum í Mosfellssveit og brautryðjandi margra framfara- mála. A sjötta áratug þessarar aldar var hlutur kvenna ekki stór í sveit- arstjórnum. Helga var snemma köll- uð til starfa á þeim vettvangi. Hún sat í hreppsnefnd Mosfellshrepps 1954 - 62, var kosin varaoddviti '58 en tók við oddvitastörfum í ágúst sama ár eftir að Magnús Sveinsson, oddviti, féll frá. Helga var fyrsta konan sem gegndi störfum oddvita í hreppsnefndum á íslandi. I oddvita- tíð hennar var tekin ákvörðun um framtíðarskipulag Varmársvæðisins sem skóla- og íþróttasvæðis og haf- ist handa við byggingu nýs barna- skóla, Varmárskóla, og sundlaugar sem hvort tveggja eru mannvirki sem standa enn fyrir sínu á hinu glæsilega íþróttasvæði að Varmá. Helga var formaður Kvenfélags Lágafellssóknar á árunum 1951-64. Á þeim tíma var starfsemi kvenfé- laganna í landinu með miklum blóma, enda má segja að það hafi verið sá vettvangur sem konur höfðu til að vinna að sínum áhuga- málum. Flestar voru heimavinnandi húsmæður og fundir haldnir á eftir- miðdögum. Hún lagði ríka áherslu á að virkja ungar og óreyndar konur í félaginu til virkrar þátttöku í félags- starfinu og fela þeim ýmis verkefni. Má segja að það hafi verið góður skóli að starfa undir hennar handar- jaðri. Helga var framsýn og opin fyrir ýmsum nýjungum sem hún taldi vera til framfara fyrir sveitar- félagið og ekki síst í því sem snéri að skólunum, m.a. var á vegum kvenfé- lagsins komið á danskennslu skóla- barnanna sem haldin var í Hlégarði. Einig var píanó og kvikmyndasýn- ingarvél keypt og gefin skólanum. Helga var kölluð til margvíslegra trúnaðarstarfa utan heimabyggðar. Hún var formaður Kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu um árabil, í stjórn Kvenfélagasam- bands íslands og formaður þess í átta ár, auk þess í stjórn Kvenfé- lagasambands Norðurlanda. Helga var virt og metin fyrir hæfileika sína og mikilvæg trúnaðarstörf. Hún var m.a. heiðursfélagi Kvenfélagasam- bands íslands og Kvenfélags Lága- fellssóknar og var sæmd Stórridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Auk mikilla anna á vettvangi fé- lagsmála stóð Helga fyrir myndar- legu og mannmörgu heimili að Blikastöðum en hún og eiginmaður hennar Sigsteinn Pálsson, bóndi og fyrrv. hreppstjðri, ráku stórbú sem orð fór af fyrir myndarskap í hví- vetna. Þegar varaforseti Bandaríkj- anna Lyndon B. Johnson og eigin- kona hans Lady Bird komu í opin- bera heimsókn til íslands var leitað til þeirra hjóna á Blikastöðum um að taka á móti varaforsetafrúnni og fylgdarliði hennar, en hún hafði ósk- að eftir að koma á íslenskan bónda- bæ. Það eru ánægjulegar minningar frá þeirri heimsókn. Helga bauð nokkrum kvenfélagskonum að vera viðstaddar og áttum við að klæðast íslenskum búningi. Þegar varafor- setafrúin og fylgdarlið komu í hlað á Blikastöðum stóðu hjónin Helga og Sigsteinn úti á hlaði ásamt kvenfé- lagskonunum og heilsuðu gestum. Það má geta nærri að það var eftir- minnileg upplifun á þeim tíma fyrir okkur að fá tækifæri til að hitta og drekka eftirmiðdagskaffi á myndar- legu heimili þeirra hjóna með svo virðulegum gestum. Þó að starfsvettvangur Helgu á félagsmálasviðinu hafi fyrst og fremst verið á vettvangi sveitar- stjórnarmála og kvenfélaganna þá lét hún sig einnig varða landsmálin og var virk í starfi innan Sjálfstæð- isflokksins. Það er alltaf uppbyggi- legt og gott að eiga samræður við þau hjón Helgu og Sigstein hvort sem um var að ræða landsmálin eða málefni líðandi stundar heima í hér- aði. Helga og Sigsteinn fluttu fyrir nokkrum árum að Hlaðhömrum í íbúðir aldraðra. Þar hafa þau átt saman rólegt ævikvöld. Helga hefur átt við nokkra vanheilsu að stríða undanfarin ár, en andlegri reisn hélt hún til hinstu stundar. Um leið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.