Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 28/2 - 6/3 ?:SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálsynda flokks- ins, mun Ieiða framboðslista flokksins á Vestfjörðum í komandi kosningum og Matthías Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra, verður þar í heiðurssæti. Stefnt er að því að framboðslistar flokksins verði tilbúnir fyrir páska. ?PÉTUR Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, var dæmdur í sex mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur á föstudag, en hann var ákærður fyrir að hafa staðið að fölsun málverka. Hann var einnig dæmdur til að greiða 2 milljónir í máls- kostnað og til að greiða eig- anda eins málverks 270 þús- und krónur í skaðabætur. Málinu verður áfiýjað til Hæstaréttar. ?TALIÐ er að Nígeríumað- ur sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fyrir rúmri viku fyrir að hafa innleyst falsaðar gjaldeyrisávísanir fyrir á tolftu milljón króna hjá Islandsbanka tengist al- þjóðlegum glæpahring. Al- þjóðalögreglan Interpol að- stoðar við rannsókn málsins sem beinist að aðilum í Ní- geríu, Bretlandi Bandaríkj- unum og fleiri löndum. ?HAGNAÐUR af rekstri Eimskipafélags Islands og dótturfélaga þess nam 1.315 niill.jóiuim króna árinu 1998, samanborið við 627 miHJónir árið á undan. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 16.573 milljónum króna á si'ðasta ári en voru 16.287 milljónir árið 1997. Landsbanki ís- lands hagnaðist um 911 milljónir króna á árinu 1998 samanborið við 326 milljónir árið áður. Samkomulag í Smugudeilunni ÞORSKKVÓTI íslendinga í Barents- hafí fyrir árið 1999 verður 8.900 lestir samkvæmt samkomulagi um lausn Smugudeilunnar sem skrifað var undir á fóstudag. Norðmenn munu fá afla- hehnildir innan íslensku lögsögunnar í staðinn. Refsiaðgerðum norskra yfir- valda gagnvart íslenskum skipum sem veitt hafa í Smugunni verður hætt. Aburðarverk- smiðjan seld GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnað- arráðherra skrifaði undir samning um kaup níu fjárfesta undir forystu Harald- ar Haraldssonar á Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi. Fjárfestarnir buðu 1.257 milljónir króna í verksmiðjuna og var sú upphæð staðgreidd á þriðjudag. Tveir þingmenn Framsóknarflokks- ins lýstu áhyggjum vegna áhrifa söl- unnar á samstarf við erlenda og inn- lenda aðila um vetnisframleiðslu í verk- smiðjunni. Asta Möller í 9. sæti ÁSTA Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, mun skipa 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í vor. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi, sem valinn hafði verið í 9. sætið, tekur 10. sætið að eigin ósk. Þetta varð niðurstaða kjör- nefndar flokksins á miðvikudagskvöld. FBA kaupir 50% í Vöku-Helgafelli Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hefur keypt 50% hlut í útgáfu- og miðlunar- fyrirtækinu Vöku-Helgafelli en stofn- endur og eigendur félagsins, hjónin Ólafur Ragnarsson og Elín Bergs, ásamt sonum þeirra, munu áfram eiga helming. Forsvarsmenn FBA segjast munu selja hlutaféð aftur og stuðla að þvi að fyrirtækinu verði breytt í al- menningshlutafélag. Kosovo-Albanir samningafúsir VAXANDI vonir eru um, að Kosovo- Albanir muni samþykkja fyrirliggjandi tillögur um bráðabirgðasjálfstjórn næstu þrjú árin innan Serbíu. Hafa Al- baníuþing og fulltrúar vestrænna lagst á eitt um að fá þá til þess og afsögn Adems Demaci, eins helsta harðlínu- mannsins í röðum UCK, Frelsishers Kosovo, hefur einnig ýtt undir það. Rússar hafa lýst sig reiðubúna að taka þátt í alþjóðlegri gæslu í Kosovo en þá því aðeins, að Serbar fallist á það. Þeir eru því andvígir og nokkuð ljóst, að Rússar muni ekki reyna að fá þá ofan af því. Stefnt er að því, að í alþjóðlega gæsluliðinu verði um 30.000 hermenn. Lítill sáttatónn er í Serbum og ekki ljóst hvort þeir komi aftur til viðræðna í Frakklandi 15. þessa mánaðar. Hafa þeir verið að efla mjög gæslu á landa- mærum Kosovo við Makedóníu og Al- baníu. Stöðugar skærur eru í Kosovo og kenna hvorir öðrum um. Harðar loftárásir á N- og S-írak BANDARÍSKAR og breskar herflug- vélar hafa haldið uppi miklum loftárás- um á írak að undanfórnu og virðist til- gangurinn með þeim vera að eyði- leggja loftvarnakerfi írakshers á flug- bannssvæðunum í horðri og suðri. Réð- ust þær bandarísku meðal annars á mannvirki tengd íraska olíuiðnaðinum og lagðist olíuflutningur til Tyrklands niður um tíma. Hafa þeir verið notaðir til að greiða fyrir matar- og hjálpar- gögn til landsins handa íröskum al- menningi. Gagnrýndi Suleyman Dem- irel, forseti Tyrklands, þessar loftárás- ir harðlega en varnarmálaráðherra Tyrklands sagði hins vegar, að um eðli- lega sjálfsvörn bandarísku flugmann- anna hefði verið að ræða. Bandaríkja- stjórn nhefur hins vegar heitið að kanna tildrög þess, að ráðist var á olíu- mannvirkin. ?DEILA Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, ESB, um bananana harðnar stöðugt en hún snýst um það, að bananainnflutningur frá fyrrum nýlendum Evr- ópuríkjanna er tolifrjáls en annar ekki. Hafa Banda- ríkjamenn sett refsitolla á ákveðnar voru frá ESB-ríkj- um og hefur það vakið mikla reiði þar og hefur nú verið svarað með kæru til WTO, Heimsviðskiptastofnunar- ?ARffiL Sharon, uf anrikis- ráðherra ísraels, lagði til í vikunni, að mynduð yrði þjóðsIjórn í landinu til sjá um brottflutning ísraelska herliðsins frá Líbanon. Hafa þeir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og Moshe Arens varnarmálaráðherra hafnað því og einnig Ehus Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins. líaun hefur hins vegar heitið þvi' að kalla herinn heim á einu ári nái hann kjöri í kosningunum f maí. ?HERINN í Úganda heldur nú uppi leit að þeim skæru- liðum hútúa, sem myrtu átta erlenda ferðamenn í Bwindi- þjoðgarðinum þar í landi í síóusf ii viku með mjög grimmilegum hætti. Sagði talsmaður hans, að á liniiiil udag hefðu 15 þeirra verið felldir í fyrirsát, sem þeim var gerð í Kongó. Hafa þessi morð vakið mikinn óhug en hútúar báru ábyrgð á fjöldamorðunum í Rúanda þegar um 800.000 manns voru drepin, aðallega tútsar. FRETTIR Þorsteinn Daviðsson 100 ára í dag Frumkvöðull í uppbygg- ingu skinnaiðnaðar ÞORSTEINN Davíðsson, fyrrver- andi verksmiðjuslgóri á Akureyri, er 100 ára í dag, sunnudaginn 7. mars. Hann fæddist á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal og ólst upp þar í dalnum. Foreldrar hans voru Arndís Jónsdóttir og Davíð Sigurðsson. Eiginkona Þorsteins var Þóra Guðmundsdóttir frá Arnarnesi, en hún lést árið 1957. Þau eignuðust þrjá syni, Ingólf, Guðmund og Héðin. Þorsteinn gekk í barnaskóla og lauk prófi með ágætiseinkunn frá unglingaskólanum á Ljósavatni ári fyrir fermingu. „Við sváfum á kirkjuloftinu á Ljósavatni og þar var oft mikill kuldi," sagði hann. Arið 1917 hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi tveimur áriim síðar. Kynnti sér gærurotun og skógrækt í útlöndum Þorsteinn var vinnumaður í Fjósatungu árið 1920, hjá Ingólfi Bjarnasyni sem sat í stjórn Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. „Ingólfur kallaði mig einhverju sinni til sín þar sem ég var uppi í hesthúsi að koma hestunum fyrir og spurði mig að því hvort ég vildi fara til Bandarfkjanna," sagði Þorsteinn um upphaf þess að hann hélt fyrst utan að læra það sem þá var kallað „gærurot- un" en hann var þá 22 ára gam- all. Förin leiddi til þess að Þor- steinn ásamt fleirum reisti Gæru- verksmiðjuna í Grófargili, en við hana starfaði hann um árabil, að- allega yfir vetrarmánuðina, en að sumrinu var hann skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal. Þorsteinn sigldi einnig til Nor- egs og kynnti sér skógrækt, en hún hefur alla tíð verið honum hugstæð. Meðal annars hefur Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Davíðsson á Akureyri er 100 ára í dag, sunnudaginn 7. mars. Hér er hann að tygja sig í ökuferð um æskuslóðirnar í Fnjóska- dal á föstudag, en þá ferð fór hann með Héðni syni sínum. hann komið sér upp fallegum reit í landi Hróarsstaða í Fnjóskadal sem afkomendur hans njóta nú góðs af og hafa skipulagt sumar- bústaðaland þar. Þá fór hann einnig til Þýskalands og aftur til Bandaríkjanna til að kynna sér sútun skiima. f framhaldi af síð- ari förinni til Bandarikjanna var skinnaverksmiðja reist á Gler- áreyrum og var Þorsteinn verk- smiðjustóri þar alla sína starfsævi. Þorsteinn kynnti sér einnig skógerð í Svíþjóð, en slík verksmiðja var reist á Gleráreyr- um. Starfaði Þorsteinn óslitið sem verksmiðjustjóri Skinnaverk- smiðjunnar Iðunnar og skógerð- arinnar þar til hann varð 70 ára að aldri, 1969, en hélt áfram störfum á verksmiðjunum til árs- ins 1981 og hafði þá starfað þar í sextíu ár. Ökuferð í Fnjóskadal Heilsa Þorsteins er almennt góð, þótt sjón og heyrn séu farin að gefa sig. „Ég get ekki sagt annað en að mér líði vel," sagði Þorsteinn þar sem drakk miðdeg- iskaffið eftir góða ökuferð í Fnjóskadal á föstudag. „Við reyn- um að fara í bíltúr austur í Fnjóskadal þegar færi gefst og sólin skín," sagði Héðinn sonur hans. Þorsteinn hefur alla tíð haft mikinn áhuga á ferðalögum, hann ferðaðist mikið og tók virkan þátt í störfum Ferðafélags Akureyrar. Þorsteinn er nú á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri, en þar hefur hann dvalið frá því haustið 1993. Morgunblaðið/Þorkell Frama- dagar í Há- skólanum FJÖRUTÍU íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína fyrir nem- endum í Háskóla Islands á siðasta degi svonefndra Framadaga sl. föstudag. Var kynningin fjölsótt. Framadagar hafa verið haldnir í Háskólanum árlega frá árinu 1995. Myndin var tekin fyrir framan bás Morgunblaðsins þar sem nemendur spurðust meðal annars fyrir um atvinnumögu- leika í framtíðinni. Hnattferð um goásagnaheiminn Inkar og Aztekar, Egyptar, Súmerar, Grikkir, Rómverjar, Keltar, norrænir menn, Afríkubúar og frumbyggjar Eyjaálfu; frá örófi alda hafa menn um veröld alla búið sér til sinn sérstaka goðsagnaheim. Bókin er „öllum þeim gagnleg sem vilja afla sér grunnþekkingar á goðsögnum heimsins." Morgunblaðið J» § Mél og mennlng Laugavegl 18 • Sími 515 2500 • Sföumúla 7 • Sími 510 2500 Fjölgað um tvo í borgar- ráði TVEIR nýir fulltrúar voru kjörnir í borgarráð á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fímmtudag. Er það gert í kjöl- far breytinga á samþykktum fyrir stjórn borgarinnar í byrj- un ársins. Af hálfu Reykjavíkurlistans var Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir kjörin til setu í borgarráði og Anna Geirsdóttir til vara. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins var Júlíus Vífill Ingvarsson kjör- inn, en hann var áður varamað- ur, og til vara þau Jóna Gróa Sigurðardóttir og Ólafur F. Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.