Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 19 LISTIR Uppskeru- hátíð æsk- unnar LEIKLIST Fúría, leikfélag Kvennaskólans f Reykjavík ESCOBAR Leikrit, smákökkur að hætti Bersa með 1/4 teskeið af hjartasalti og dansar úr hugmyndasmiðju hópsins. Leikstjóri: Þórhallur Gunnarsson. Danshöfundur: Eygló K. Benedikts- dóttir. Búningastjórn: Anna Rakel Aðalsteinsdóttir. Hljómsveitarstjórn: Omar Guðjónsson. Ljós: Jóhann Pálmason. Hljóð: Hrafnkell Pálsson. Förðun: Jóhanna, Margrét, Áslaug og Sigrún. Leikendur: Jón Jósefsson, Kristín Egilsdóttir, Jóhannes Ágústs- son, Atli Albertsson, Þórey Árnadótt- ir, Ragna Ragnarsdóttir, Bryndís Geirsdóttir, Kristján Karlsson, Ragn- hildur Bjarkadóttir, Halla Logadótt- ir, Ævar Sigurðsson, Stefán Friðriks- son, Sigurður Sigurbjörnsson. Þjón- ustur: Ragna, Katrín, Erna, Kolbrún. Saumaklúbbur: Ragnhildur, Eva, Arna Silja, Heiða, Anna. Sönghópur: Hekla, Halla, Hulda, Elín Ösp. Frum- sýning í Islensku óperunni 4. mars. Á UNDANFÖRNUM árum hefur Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, sett upp metnaðarfull og áhugaverð leikrit og með þeim hætti lagt drögin að leiklistarhefð í skólan- um. Að þessu sinni voru árshátíðin og Fúría sameinaðar og ber sýningin Escobar nokkur merki þess að vera eins konar uppskeruhátíð þessa lífs- glaða hóps við Tjörnina í Reykjavík. Leikverkið er samið af þátttak- endum og líður fyrir það að því eru ekki settar skorður í þema, tíma eða stað. Innri og ytri skirskotun er þvi lítil, og tengist helst einstaklingum en síður þeim persónum sem þeir leika. Að semja og setja upp eigið verk er mikil áskorun og erfiðara en í fyrstu mætti ætla. Hugdettunnar duga ekki einar saman heldur er krafist hugsunar, skipulagningar, næmi á gildi framvindu og vitundar um stílmörk. Ég hygg að leikhópn- um hefði verið lærdómsríkara að hafa handrit til að vinna frá, fast land undir fótum á hálu sviði. Eigi að síður er hér margt vel gert. Leikhópurinn er stór og það gefur sýningunni þróttmikið yfír- bragð og lögðu bæði þjónustustúlku- hópurinn og saumaklúbburinn þar tD sinn skerf. Mikil vinna hefur verið lögð í búninga, fórðun og lýsingu. Margir dansanna eru vel útfærðir og glettni og skop í fyrirrúmi, og sömu sögu er að segja um sönginn. I hljómsveitinni er einhver sem kann vel að þenja strenginn á gítarnum. Leikarar fóni með hlutverk sín af þokka og kankvíslega sumir, og hjá mörgum leynast hæfileikar undir. Þau Jón Svavar, Atli Þór, Berglind Björg og Halla Hrund sýndu ágæta takta. Ekki kæmi mér á óvart þótt sum þeirra ættu eftir að sjást á sviði oftar. Bjórauglýsing var það sem mest bar á í sviðsmyndinni. Það er afar ósmekklegt og alls ekki samboð- ið virðingu Kvennaskólans í Reykja- vík. Guðbrandur Gíslason ----------------- Píanótón- leikar end- urfluttir ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson pí- anóleikai-i flytur píanótónleika sína í annað sinn í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 9. mars kl. 20.30. Tónleikar Þorsteins Gauta hefjast á þremur smástykkjum eftir G. Gershwin, þá Gnossíu eftir Eric Satie og hina Tunglskinssónötu Beethovens. Eftir hlé verða fluttar Etýður eftir Fr. Chopin op. 10 nr. 4, 6 og 8 og tónleikunum lýkur með sónötu op. 26 eftir S. Barber. aFslátt una i sumar Nýja Islendingahótelið á Benidorm Nýja Islendingahótelið, Picasso hefur slegið í gegn í sumar og nú er uppselt í margar brottfarir í sumar. Bókaðu strx til aö tryggja þér gistingu á þessum ágæta gististað sem er frábærlega staðsettur í hjarta Benidorm. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, á Picasso/Acuarium, 19. maí, 2 vikur meö 40.000 kr. afsl. Skattar innif. Aldrei betri hótel á þessum vinsælasta áfangastaö við Miðjarðarhafið. Beint flug í allt sumar. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 18. maí, í 2 vikur, á Hótel El Pinar, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Nú fljúgum við vikulega alla miðvikudaga í allt sumar og bjóðum úrval hótela bæði í borginni sjálfri og niðri viö ströndina. Vikulegt flug til Gatwick flugvallar í London með nýjum Boeing þotum Sabre Airways. í London bjóðum við góð hótel í hjarta borgar- innar og sértilboð á flugi og bíl. Kr. 16.645,- M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, ef bókað er fyrir 10. mars. Skattar innifaldir M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flugsæti í júní ef bókað er fyrir 10. mars. Skattar innifaldir. Austurstræti 17 • 101 Reykjavík Sími 562 4600 Fax 562 4601 • www.heimsferdir.is BöKAflU í SÍMA 562 4600 MILL113 06 16 Í0AG Heimsferðir kynna nú nýja sumaráætlun sína. Aldrei fyrr höfum við fengið jafn góðar undirtektir, því nú þegar er uppselt í fjölda ferða og íslendinga- hótelið okkará Benidorm er langeftirsóttasti gististaðurinn okkar. Hjá Heimsferðum færðu beint leiguflug á vinsælustu áfangastaði Islendinga með nýjustu og fullkomnustu þotu Boeing verksmiðjanna. Þeir sem bóka strax tryggja sér ótrúlegan afslátt á ferðinni í sumar og um leið vinsælustu gististaði Heimsferða. Bókaðu meðan enn er laust Flug til Costa del Sol alla þriðjudaga í sumar Barcelona r || t % 0I 3 silj4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.