Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 64
fu II kom i n fyrirtækjatölva iH*f$tsii(I*feifr o Sími 580 1010 íslancíspóslur hf MORGUNBLAÐIB, KRWGLAN1,103 REYKJAVIK, SIMI5691100, SIMBREF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Agæt loðnu- veiði við ** Stokksnes ÁGÆT loðnuveiði var aðfaranótt iaugardagsins við Stokksnes. Að sögn Sturlu Þórðarsonar, skip- stjóra á Berki NK, glæddist veiðin þegar dimma tók á föstudagskvöld og gengu veiðarnar vel fram undir morgun en i birtingu lögðust loðnutorfurnar á botninn. Börkur var með fullfermi, 1.800 tonn, á leið til löndunar á Norðfirði þegar rætt var við Sturlu í gærmorgun, Iaugardag. Börkur er í eigu Sfld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Samkvæmt upplýsingum tilkynn- ingaskyldu íslenskra fiskiskipa ' voru þá 33 ioðnuskip skráð úti. Mörg voru á siglingu að eða frá miðunum því fáir bátar voru eftir við Stokksnes samkvæmt upplýs- ingum skipstjórans á Berki. Mynd- in var tekin á föstudag þegar loðnuskipin biðu úti af Hornafirði eftir að loðnan yrði veiðanleg. s í Flugferðum til Fær- eyja verði fjölgað HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra og Finnbogi Arge, ferðamála- og samgönguráðherra Færeyja, vilja fjölga flugferðum milli landanna og gera ísland að viðkomustað Færey- inga á leið til Bandaríkjanna og Færeyjar að viðkomustað Islendinga á leið til Danmerkur. Halldór, sem nú er í opinberri heímsókn í Færeyjum, Birgir Þorgilsson, fyrrverandi formaður Ferðamálaráðs, og Kristján Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri, funduðu í gær með Finnboga og Magna Arge, forstjóra færeyska flugfélagsins Atl- antic Airways. „Við ræddum með hvaða hætti hægt væri að auka samskipti land- anna með gagnkvæmum viðskiptum," segir Halldór. „Sérstaklega ræddum við það að beina því til Atlantic og Flugfélags íslands hvort hægt væri að setja sér það sem fyrsta mark að fjölga ferðum milli íslands og Færeyja í fimm á viku yfir sumarið og þrjár yfir veturinn. I framtíðinni mætti jafnvel stefna að því að hafa þessar ferðir á hverjum degi." Færeyingar tengist Ameríkuflugi Flugleiða Halldór segir að ljóst sé að stopular ferðir milli landanna standi ferðaþjónustu og viðskiptum þeirra á milli fyrir þrifum. „Meðal annars hafa Færeyingar áhuga á því að geta tengst Ameríkuflugi Flugleiða frá Keflavíkurflugvelli og með sama hætti myndu tíðari ferðir opna mögu- leika á því að farþegar með Flugleið- um gætu komið við í Þórshöfn á leið sinni til Kaupmannahafnar." Halldór segir að rætt hafi verið um að bjóða mætti íbúum á lands- byggðinni á íslandi upp á sérstök kjör á ferðum til Færeyja. „Ég hef talað við Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Islands, um þessi mál og hann hefur áhuga á því að flugfélögin komi að því, í sam- vinnu við stjórnvöld, að reyna að auka ferðatíðnina milli íslands og Færeyja." Halldór segist hafa rætt við Færeyingana um það að ástæða væri til þess að láta gera sérstaka rann- sókn á því hvernig hægt sé að auka ferðaþjónustu og samskipti landanna. Opinberri heimsókn Halldórs til Færeyja lýkur í dag. Kristinn Björnsson Sárast að valda von- brigðum KRISTINN Björnsson, skíða- maður frá Ólafsfirði, segir um gengi sitt í svigkeppni heims- bikarsins í vetur að sárast sé að valda vonbrigðum, því hann vildi svo gjarnan gera betur. Þetta kemur fram í ít- arlegu viðtali við Kristin í Morgunblaðinu í dag. Kristinn sló eftirminnilega í gegn á heimsbikarmóti í Park City í Bandaríkjunum í nóv- ember 1997, náði þá óvænt öðru sæti. Skömmu síðar end- urtók hann leikinn á heims- bikarmóti í Sviss, en síðan þá hefur lítið gengið í keppni þeirra bestu. Allar áætlanir brugðust „Það er vissulega skemmti- legra þegar vel gengur, en þetta er líklega lexía sem mér er ætlað að ganga í gegnum," segir Kristinn í viðtalinu þeg- ar hann ræðir um vonbrigði vetrarins. „Allar áætlanir okkar Hauks [Bjarnasonar þjálfara] hafa brugðist, það er ekkert hægt að leyna því. En mikilvægast er að halda haus og berjast áfram - það er eng- in lægð svo djúp að maður komist ekki upp aftur." ¦ Engin lægð svo djúp/22 Arásar- maðurinn handtekinn LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók á tólfta tímanum í gærmorgun, laugardag, 18 ára pOt, sem grunað- ur er um að hafa ráðist á leigubíl- stjóra í Grafarvogi á föstudags- kvöld. Pilturinn var handtekinn í húsi við Rósarima í Grafarvogi og er hann grunaður um að hafa veitt leigubílstjóra á sextugsaldri áverka á hálsi með eggvopni og stolið peningaveski hans. Lögreglan leitaði hans ákaft frá því að atvikið átti sér stað og fram á há- degi á laugardag og beittí m.a. leitar- hundi. Málið er í rannsókn. Hátæknifyrirtækið Flaga hf. ráðgerir að fjölga starfsmönnum verulega vegna aukinna umsvifa FORSVARSMENN hátæknifyrir- tækisins Flögu hf. sjá fram á stór- aukna framleiðslu á rannsóknar- tækjum þeim sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á. Helgi Kristbjarn- arson, stofnandi Flögu hf., segir í viðtali 1 sunnudagsblaði Morgun- blaðsins að árið 1997 hafi fyrirtækið selt alls 10 tæki en nú liggi fyrir pöntun frá einu fyrirtæki upp á alls 1 '25 tæki og þannig sé útlit fyrir stór- aukna framleiðslu. Upphaf Flögu hf. er rakið til tæk- isins Emblu, sem notað er við svefn- rannsóknir, en út frá sömu hug- mynd hafa síðan önnur tæki verið að þróast, svo sem tæki til að mæla heilarit, hjartarit og til annarra fc^æknisfræðilegra rannsókna. Að sögn Helga eru yfirleitt samsvar- andi tæki til á markaðnum, en Flaga Selur tæki sín til um þrjátíu landa leggi sig fram um að gera sín tæki fullkomnari og fyrirferðarminni. „Nú erum við til dæmis að velta fyr- ir okkur tækjum vegna þvagfæra- vandamála og öðrum tækjum til að mæla astma hjá börnum og öndun hjá nýburum til að koma í veg fyrir ungbarnadauða," segir Helgi. Að sögn Helga er vöxturinn í fyr- irtækinu slíkur að hann gerir ráð fyrir að starfsmönnum muni fjölga úr 35 eins og nú er, upp í mörg hundruð, ef allt gangi samkvæmt áætlun. „Við erum með margar mis- munandi vörur, sem tengjast ekki bara svefnrannsóknum og því getur framleiðslan orðið mjög mikil í framtíðinni. Við ætlum okkur að verða eitt öflugasta fyrirtækið í þessum geira." Kynna tæki til lungnalækninga Flaga hefur selt framleiðsluvörur sínar til um 30 landa og segir Helgi að þær séu í notkun á flestum þekktustu svefnrannsóknarstofum heims. I framhaldi af samvinnu við bandaríska fyrirtækið ResMed, sem nýverið keypti 10% hlut í Flögu, segir Helgi að lögð verði áhersla á að kynna tækin næst fyrir lungna- læknum, sem eru umsvifamestir í hroturannsóknum og mun stærri markhópur en þeir sem stunda svefnrannsóknir. I samtalinu kemur fram að nú hafi tvö fyrirtæki í heiminum mark- aðsforskot á Flögu. „Við erum þó alltaf að draga á þau, enda erum við tæknilega með fullkomnustu vöruna og forritið okkar er það öflugasta. Nú þegar við erum komnir með ResMed sem samstarfsaðila tel ég líklegt, að við náum að verða mark- aðsleiðandi á þessu ári, a.m.k. ekki síðar en á því næsta." ¦ Flaga/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.