Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 1= Krabba- meinsfélag Reykjavíkur í hálfa öld A morgun, 8. mars, er hálf öld liðin frá því fyrsta krabbameinsfélagið, Krabbameins- ---------------------7---- félag Reykjavíkur, var stofnað á Islandi. Þekking fólks á krabbameinum hefur aukist til muna frá stofnun félagsins en markmiðin eru þau sömu og sett voru fyrir fimmtíu árum. María Hrönn Gunnarsdóttir þáði heimboð í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og frétti m.a. að á þessum tímamótum er starfsfólki félagsins ofar- lega í huga að breyta neikvæðum viðhorf- um þjóðarinnar til krabbameins. MEGINTILGANGUR Krabba- meinsfélags Reykjavíkur hefur alltaf verið að styðja baráttuna gegn krabbameini með því að fræða almenning um krabbamein og krabbameinsvamir, stuðla að auk- inni menntun heilbrigðisstétta og styðja við bakið á fólki sem greinist með krabbamein auk þess sem það stuðlar að krabbameinsrannsóknum á íslandi. Sífellt eru reyndar nýjar leiðir til að ná fram þessum mark- miðum og nú á afmælisárinu verður sannarlega líflegt í kringum félagið. Á sjálfan afmælisdaginn kemm- út 32 síðna rit um sögu félagsins og á næstunni verður gefinn út bækling- urinn „Mamma, pabbi, hvað er að“ en í honum verður fjallað um þau áhrif sem böm verða fyrir þegar foreldrar þeirra veikjast alvarlega. í framhaldi af útgáfu bæklingsins verður haldin sérstök námstefna fyrir foreldra og fólk sem starfar Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN og for- maður afmælisbams- ins. Lengst til vinstri em Þóra Magnea og Ingileif, fræðslufull- trúar félagsins. Þá koma Guðlaug, fram- kvæmdastjóri, og Sig- ríður Lister, formaður. Lengst til hægri er Ás- björg Ivarsdóttir, starfsmaður félagsins í yfir þrjá áratugi. með börnum og ungmennum. Þá ætlar félagið að færa grunnskólum á landinu margmiðlunardisk að gjöf. Diskurinn nefnist Cut it out og er á ensku. Hann fjallar um tóbak og áhrif þess og getur því nýst til tungumálakennslu enda er það tak- mark félagsins að tóbaksvörnum sé sem víðast fléttað inn í líf og náms- efni grunnskólabarna. Tóbaksvarnir fyrirferðarmiklar Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur frá árinu 1963 séð um stærstan hluta fræðslu- og útgáfu- starfseminnar fyrir hönd Krabba- meinsfélags Islands. Fræðslan og útgáfumálin eru, ásamt fjáröflun, veigamesti þáttur starfseminnar. Gefnir eru út bæklingar um sér- tæk krabbamein og er þeim dreift ókeypis um land allt. Sá þáttur í fræðslustarfinu sem er þó fyrir- ferðarmestur tengist tóbaksvörn- um. Tóbaksnotkun er, eins og fræðslufulltrúar félagsins, Þóra Magnea Magnúsdóttir og Ingileif Ólafsdóttir, segja, veigamesta or- sök sjúkdóma og ótímabærs dauða, sem hægt er að koma í veg fyrir. „Við gefum út námsefni um tó- baksvamir fyrh- grunn- og fram- haldsskóla og kennsluleiðbeiningar fyrir kennara," segja fræðslufulltrú- amir. „Við gefum einnig út efni fyrir félagsmiðstöðvar og bók fyrir starfs- fólk skóla, sem vilja vinna að forvöm- um. Við veitum einstaklingsráðgjöf til þeirra sem vilja hætta að reykja, til foreldra og til fyrirtækja," segja þær enn fremur og leggja áherslu á að áríðandi sé að vel sé að málum staðið ef gera á vinnustað reyklaus- an. „Það em ekki allir reykingamenn tilbúnir að hætta að reykja þótt vinnustaður þeirra sé gerður reyk- laus. Reykingamaður, sem starfar á reyklausum vinnustað og reykir úti er þátttakandi í þessu ferli. Hann virðir reglumar og okkur ber að virða hann fyrir það. Hans framlag til að gera vinnustað reyklausan er jafnmikiivægt og hinna sem ekki reykja,“ segir Ingileif. Þá hefur Krabbameinsfélagið út- búið sérstakt fræðsluefni ætlað ljós- mæðrum og hjúkrunarfræðingum sem stunda mæðravemd. Þar er þeim m.a. kennt hvernig best sé að ræða um tóbaksvarnir við verðandi foreldra og segja fræðslufulltrúarn- ir að þessu efni hafi verið afar vel tekið. Enginn vill að böm reyki Haustið 1997 var tekið í notkun nýtt námsefni í skólum og fékk það nafnið „Sköpum reyklausa kyn- slóð“. Kennsla í tóbaksvömum hefst í 6. bekk grunnskóla. Farið er í gegn um allt sem snertir tóbak, sagt frá tóbaksplöntunni og áróðri tóbaksframleiðenda og fjallað er um bæði skammtíma- og langtímaáhrif tóbaks," segja þær og benda á að unglingar séu mun móttækilegri fyrir upplýsingum um skammtímaá- hrif tóbaksins á borð við áhrif þess á húð og tannhold, þreytu á morgn- ana, lykt og auraleysi en fyrir lang- tímaáhrifum á borð við krabbamein og hjartasjúkdóma. Tóbaksvamar- nefnd kostar útgáfu nýja námsefn- isins en milli hennar og Krabba- meinsfélags Reykjavíkur er gott og mikið samstarf. Mikilvægasta vinnan Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁSTHILDUR Elva hefur verið gjaldkeri í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá árinu 1997. Hún er fyrsti kvengjaldkeri félagsins. ÁSTHILDUR Elva Bernharðs- dóttir var ekki nema 27 ára gömul þegar hún greindist með krabba- mein. Við tók læknismeðferð og var strax ákveðið að hún færi í skurðaðgerð og geislameðferð. Nokkrum mánuðum seinna kom í ljós að meinið hafði náð að dreifa sér og tók þá við erfið lyfjameðferð og önnur geislameðferð. „Mér fannst ég vera komin í þá mikil- vægustu vinnu sem ég gæti nokkum tímann tekið að mér, það er að ná heilsunni á ný. Að sjálf- sögðu með mikilli hjálp,“ segir Ást- hildur. Nú, rúmum tíu árum síðar, kennir Ásthildur sér einskis meins. Hún segist ekki vilja skilgreina sig sem fyrrverandi krabbameinssjúk- ling og segir: „Eg var veik en nú er mér batnað, eins og börnin myndu segja.“ Ásthildur lauk prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla Islands vorið 1984 og fór þá út á vinnumarkað- inn. Áður en hún veiktist hafði hún unnið hjá Verðlagsstofnun, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Sjónvai-pinu og Stöð 2. Sonur hennar fæddist árið 1986 og var hann rétt tveggja ára er hún veikt- ist. Eftir að hún náði sér á strik eftir veikindin réð hún sig sem framkvæmdastjóra hjá Gæða- stjómunarfélagi Islands og stund- aði jafnframt tónlistarnám. í fyrra- haust dreif hún sig síðan í meist- aranám í stjórnsýslufræðum, sem þá var í fyrsta skipti boðið upp á við Háskóla íslands. Um þessar mundir leysir hún núverandi fram- kvæmdastjóra Gæðastjórnunarfé- lagsins af á meðan hann er í leyfi auk þess sem hún vinnur að því að ljúka MA-ritgerðinni. Skilaboð í draumi Áður en Ásthildur greindist með krabbameinið var hún bæði þreytt og slöpp en hún skrifaði það á alltof erilsamt starf auk þess sem sonur hennar hafði á sinni stuttu ævi verið oftsinnis veikur. „Eg var eins og oft vill brenna við með fólk á þessum aldri. Það er andvara- laust um eigin heilsu og upptekið af því að afkasta óháð því hvort það eigi til þess orku. Þegar svo vara- orkan er uppurin er maður að sjálf- sögðu stöðvaður af. Við vorum að flytja til útlanda og ég var önnum kafin við að undirbúa það þegar hrist var upp í mér í draumi. Eg fékk þar skýr skilaboð sem urðu til þess að morguninn eftir pantaði ég tíma hjá Leitarstöð krabbameins- félagsins. Vegna veikindanna þurfti ég skyndilega að stokka upp, sinna líkamanum og finna hvað veitti mér styrk og næringu, bæði líkamlega og andlega." Ásthildur fann að eitt af því mik- ilvægasta sem hún gæti leitað styrks til væri tónlistin. Hún hafði lært að leika á píanó þegar hún var barn og unglingur á Isafírði og tók nú upp þráðinn þar sem frá var hoifið. „Eg fór í tíma til Þóreyjar Fríðu Sæmundsdóttur og fékk að koma heim til hennar þegar heilsan leyfði. Seinna sótti ég tíma hjá henni í tónlistarskóla FIH.“ Fyrsta árið eftir að meðferðinni lauk hóf hún einnig söngnám, fyrst hjá Guð- mundu Elíasdóttur og síðan hjá Signýju Sæmundsdóttur í Nýja tónlistarskólanum. Þar lauk hún 7. stigi vorið 1997. „Tónlistin er mér lífsnauðsyn og hún hefur gefið mér mikið.“ Ásthildur leitaði bæði á náðir hefðbundinnar læknisfræði og óhefðbundinna lækninga. Hún var með þeim fyrstu sem fékk lúpínu- seyði hjá Ævari Jóhannessyni og segir hún að það hafi verið sér ómetanlegt. „Fyrir utan hvað mér fannst seyðið gera mér gott þá fékk ég mikinn styrk frá honum og Kristbjörgu konu hans. Hann er mjög fróður og mér fannst gefandi að hlýða á hann segja frá ýmsum rannsóknum sem gerðar höfðu ver- ið á krabbameini og meðhöndlun þess. Eg fór alltaf betri maður frá honurn," segir hún. Þá breytti Ásthildur mataræði sínu og stundaði hugleiðslu og slökun oft og reglulega. „Mér fannst ómetanlegt að eiga kost á að beita allri minni orku og tíma í að ná bata.“ Það að horfa á veikindi sín sem vinnu, segir Ásthildur, að geti hjálpað sjúklingum við að líta ekki á sig sem fórnarlamb krabba- meinsins. Þá trúir hún því að þótt viljinn einn og sér nægi ekki hjálpi hann til við að virkja ónæmiskerfið. Hún segist hafa velt fyrir sér draumum frá því hún man eftir sér og að í veikindum sínum hafi hún skrifað þá niður og notað sem veg- vísa á leið sinni til heillrar heilsu. Sigríður í Heilsubælinu Aðhlynningin á kvennadeildinni, segir Ásthildur að hafi verið góð. „Til eru margar rannsóknir sem benda til þess að ónæmiskerfi fólks styrkist ef vel er hlúð að andlegri líðan þess. Ég kynntist vönduðu hjúkrunarfólki sem veitti mér styrk og þótt ég umgangist það ekki lengur á það alltaf stórt pláss í hjarta mínu,“ segir Ásthildm’. Hún segist líka vera bjartsýn á að þver- faglegt stuðningsprógram, sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur er að beita sér fyrir að verði ýtt úr vör, eigi eftir að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra ómetan- lega aðstoð. „Ég efast ekki um að ég hefði þegið að fara í gegnum slíkt ferli,“ segir hún. Þó svo að undirtónninn í sjúkra- húsdvölinni hafi verið alvarlegur segir Ásthildur að sorgin hafi síður en svo alltaf ráðið ríkjum. „Maður hafði sem betur fer oft ástæðu til að hlæja, sem jú styrkir ónæmis- kerfið. Þegar ég var að vinna á Stöð 2 var verið að framleiða og sýna gamanþáttaröðina Heilsu- bælið. Þar lék Edda Björgvinsdótt- ir af listfengi hana Sigríði, sem lufsast um ganga bælisins. Var gripið til tuskudúkku sem stað- gengils hennar þegar sýna átti hvernig henni var fleygt um alla ganga. Mér fannst ég stundum upplifa mig sem þessa Sigríði og mér er minnisstætt eitt sinnið er f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.