Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Merkasta löggjöf Islands sögu STERKAR líkur standa til þess að „Guð vors lands" hafi verið lofsung- inn hér frá fyrstu mannvist í landinu. Elztu frásögn um búsetu hér er að finna í ritinu „De mensura orbis terrae" (um stærð jarðar), sem skráð var af írskum munki og sagnarit- ara, Dicuil að nafni, árið 825, að því talið er. Höfundur greinir þar frá viðræðum við kristna menn árið 795 er dvalizt höfðu á eyjunni Thule, en það nafn höfðu írar um ísland, segir í íslandssögu Einars Laxness. I íslend- ingabók Ara fróða segir og að þegar landnám norrænna mr.nna hófst hér, um eða skömmu SIGLUFJARÐARKIRKJA, teikning Arnfinna Björnsdóttir, Abbý. fyrir 870, hafi verið fyrir í landinu „roenn kristnir, þeir er Norðmenn kaila Papa" (úr latínu papa: faðir). Þetta vóru kristnir, írskir einsetu- menn, sem talið er að hafi siglt hingað á skinnbátum (curach) á 7. eða 8. öld. Flestir norrænna landnáms- manna (landnámsöld: tímabilið frá þv! um 8J0 til um 930) vóru Asatrúar. í hópi þeirra var engu að síður kristið fólk. Jón Jónsson Aðils sagnfræðingur segir m.a. í bók sinni Gullöld Islendinga: „Höfðu sumir af þessum land- námsmönnum dvalið árum saman í írlandi, Skotlandi og Vesturhafs- eyium áður en þeir fluttust til ís- lands, og er þess getið um nokkra þeirra að þeir hafi verið kristnir. Vóru þeir flestir af ættlegg Ketils flatnefs, og eru þessir taldir helztir: Helgi bjóla, sonur Ketils, og Örlyg- ur Hrappsson, bróðursonur Ketils, er báðir settust að á Kjalarnesi; Auður djúpúðga, dóttir hans, nam land í Dölum vestra; Helgi magri, tengdasonur hans, nam Eyjafjörð, og Ketill fíflski, dóttursonur hans, nam land á Rangárvöllum. Enn- fremur telja heimildaritin Jörund hinn kristna og Asólf alskik, er báð- ur bjuggu á Akranesi. Fleiri land- námsmenn hafa eflaust verið kristnir, þótt eigi sé þess getið, og eins man það (þrælar) er landnáms- menn höfðu með sér og mestmegn- is var af keltneskum uppruna." I íslandssögu Einars Laxness segir um sama efni: „Flestir land- námsmanna vóru ásatrúar, en nokkrir þó kristnir: Ásólfur alskik, Auður djúpúðga, Ketill fíflski í Kirkjubæ, Óriygur gamli á Esju- bergi o.fl., og tveir síðastnefndu eiga að hafa reist kirkjur á bæjum sínum. Hinir írsku þrælar, er hingað fluttust, vóru vafalaust kristnir." Það orkar því ekki tvímælis að kristin trú átti ítök hér frá fyrstu mannvistardögum í landinu, þótt hún yrði ekki „sameign" þjóðar- innar fyrr en árið 1000 þegar kristni var lögtekin á Þingvöllum við Öxará. Þorgeir Ljósvetninga- goði sagði þá upp þau lög „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður vóru Kristnitakan árið eitt þúsund er, að mati Stefáns Friðbjarnar- sonar, merkasta löggjöf íslands sögu. óskírðir á landi hér...". Kristnitakan er að mati höfundar þessa pistils merkasta löggjöf ís- lands sögu. Kristinn dómur hefur ríkulega mótað samfélag okkar í aldanna rás, löggjöf þess, menningu, siði og viðhorf. Menningarleg arfleifð okkar, ljóð, sögur og tónverk, er barmafull af kristnum áhrifum. Almannatryggingar, félagsleg þjónusta og heilbrigðiskerfi bera þessum áhrifum og vottinn, þótt alltaf megi betur gera. Allt það bezta, sem einkennir þjóðfélag okkar, má rekja til þessarar rótar. Alþingi og kirkja eru elztu stofnanir íslenzks samfélags - og í raun og sann hornsteinar þess, sem okkur er skylt að standa traustan vörð um. Það er og engin tilviljun að tæp 90% landsmanna heyra til þjóðkirkjunni við upphaf nýbyrjaðs árs, tæpum þúsund ár- um eftir að kristinn siður var lög- tekinn á Alþingi við Öxará. Orð Þorgeirs Ljósvetningagoða á þessum löngu liðna tíma, „höfum öll ein lög og einn sið", bergmála enn í eyrum þjóðarinnar. Þegar þess er gætt hve mjög kristinn dómur hefur mótað menningu, samfélag, siði og viðhorf landsmanna fer vel á því að upphafsorð lofsöngs Matthías- ar Jochumssonar, þjóðsöngs okk- ar, séu þessi: „0, Guð vors lands! 0 lands vors Guó", vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn." Og með hliðsjón af nýrri öld, sem er í hlaðvarpa, fer vel á því að þjóðkórinn syngi bænarorðin, sem lokastef þjóðsöngsins geyma: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs-ríkis braut." Höfundur er fyrrverandi blaðamað- ur við Morgvnblaðið. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi tíl föstudags Um Sundabraut NÚ virðist vera að skýr- ast, hvar fyrirhuguð „Sundabraut" mun liggja, en hún verður rnikilvæg tengibraut milli þéttbýlis- hluta á „norður-Reykja- víkur"-svæðinu og auk þess og aðalbrautin til og frá Reykjavík vestur og norður um land. Ekki er að efa að braut- in er löngu tímabær og víst er að frá upphafl verð- ur mikil umferð á henni þar sem hún tengist Kleppsmýrarvegi við Gelgjutanga. Kleppsmýr- arvegur verður vafalítið a.m.k. tvær akreinar í hvora átt, þar sem hann tengist Sæbrautinni og sú tenging hlýtur að verða talsvert mikið umferðar- mannvirki. Núverandi framhald Kleppsmýrarvegar hand- an Sæbrautarinnar er Skeiðarvogurinn og þá er komið að kjarna málsins. Skeiðarvogurinn er ein- fóld gata í gegnum íbúða- hverfi Voga og Heima. íbúðarhús standa við gangstéttarbrúnir og við götuna eru skólar hverfís- ins. Skeiðarvogurinn getur ekki tekið við umferð gegnum Vogahverfið, allra sfst hraðaumferð í beinu framhaldi af Kleppsmýr- arvegi og Sundabraut. Umferð milli borgarhverfa á heldur ekki erindi þarna í gegn. Eitt dauðaslys á barni á Skeiðarvogi var einu dauðaslysi of mikið og þau mega ekki verða fleiri. Borgaryfirvöld skilja þetta og þrengdu götuna í fyrra. Hún er nú ein akrein í hvora átt með þrengingum og hraðahindrunum. Þetta þökkum við fyrir sem bú- um þarna og teljum það vera skref í rétta átt. Heppilegast væri að Skeiðarvogurinn næði að- eins að Njörvasundi og tengingunni við Sæbraut verði endanlega lokað. Ég skora á íbúasamtök og foreldrafélög hverfisins að fylgjast vel með áform- um veghönnuðanna og sjá til þess að Skeiðarvogur- inn verði aldrei aftur gerð- ur að hraðbraut í- gegnum íbúðahverfi okkar. Skúli. Alli sem ekur Subaru og býr á Seltjarnarnesi ÞÚ varst svo vinalegur að keyra okkur vinkonurnar heim úr kuldanum aðfara- nótt sunnudagsins 14. febrúar. Ég hélt á litlum poka fyrir þig á meðan, sem ég tók svo óvart með mér. Við viljum koma pok- anum til þín. Hafðu sam- band í síma 4811178 eftir kl. 19. Ánægðir viðskiptavinir Til íþróttafréttamanna AF hverju skrifa íþróttaf- réttamenn aldrei neitt um sund. KR-mótið var um síðustu helgi, helgina þar á undan Reykjavíkurmótið og ekkert hefur birst um þessi mót í fjölmiðlum. Á þessum mótum eru krakk- ar sem leggja hart að sér til að taka þátt í þessum mótum og ættu fjölmiðlar að fjalla meira um svona mót. Eru fréttamenn kannski vatnshræddir? Vil ég gjarnan fá svar við þessari fyrirspurn. Guðlaug. Snæfellsjökull hulinn mengunarskýjum Eg bý í Hólahverfi og hef mjög gott útsýni yfir borg- ina og Snæfellsjökul. Einn bjartan dag í vikunni tek ég eftir að jökullinn er að mestu hulinn gulbrúnu mengunarskýi. Eg hafði samband við Hollustu- vernd ríkisins og þar var mér sagt að mengunin stafaði að mestu frá bílum. Á góðviðrisdögum er helst ekki hægt að ganga um miðborgina vegna meng- unar. Er ekki kominn tími fyrir umhverfisráðherra að gera eitthvað til að minnka mengun? Lára. Þakkir til Europay ÞANNIG er mál með vexti að við hjónin höfum verið með kreditkort í tæp 5 ár hjá Europay og alltaf stað- ið í skilum þar til nú að við lentum í peningalegum hremmingum. Allt starfs- fólk Europay hefur verið mjög almennilegt við okk- ur og ber þar að nefna eina sem okkur finnst bera af í hjálpsemi og greiðasemi og er það Margrét Lárus- dóttir. Við mælum með viðskiptum við Europay. Tapað/fundið Gullnæla týndist GULLNÆLA týndist fyr- ir rúmum mánuði, líklega í Kringlunni. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 552 7468. Lyklar í óskilum LYKLAR fundust síðdegis sl. ftmmtudag á Einimel. Þetta eru húslyklar. Upp- lýsingar í síma 551 4801. Lyklakippa týndist í Síðumúla LYKLAKIPPA (skart- gripur eftir Jens) týndist sl. miðvikudag, líklega í Síðumúla. Skilvís finnandi hafi samband í síma 896 2322 eða 567 0709. Fundarlaun. Hvað er í rauða kassanum? FYRIR nokkrum vikum fannst rauður kassi með gömlum munum í Vestur- bænum. Upplýsingar í síma 551 2206, Sigrún. Svört flíshúfa „Extremities" SVÖRT flíshúfa týndist á Café Milano eða á Skeifu- svæðinu um miðjan febr- úar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 5407. Fundarlaun. Víkverji skrifar... íþróttir á Netinu vg>mbl.is \LLiyKf= e/TTHV^KÐ /VK7T- EFTIRFARANDI bréf barst í vikunni: vTil ritstjórnar Morgunblaðsins. I pistli Víkverja í Morgunblaðinu 28. febrúar s.l. eru tvö atriði, sem ekki eru Morgunblaðinu sæmandi sem vönduðum fjölmiðli. Þar sem skrif Víkverja eru nafnlaus á ábyrgð blaðsins, verður að krefjast vandaðra vinnubragða, svo sem að leitað sé þekkingar á málum áður en skrifað er um þau. I fyrsta lagi er Happdrætti Há- skóla íslands vænt um glæpsamlegt athæfi út frá vinningasögu eins happdrættismiða. Sjálfsagt hefði verið að kynna sér fyrst hjá Dóms- málaráðuneytinu, sem annast eftir- lit með öllum happdrættum, hvaða öryggisráðstafanir eru gerðar til þess að útiloka afbrot af þessu tagi. í öðru lagi er gerður fáránlegur samanburður á sambandi milli með- aleinkunna skóla og menntunar for- eldra annarsvegar og milli krabba- meins í lungum og reykinga hins- vegar. Hér hefði upplýsingaleit hjá tölfræðingi verið sjálfsögð. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu 26. febrúar s.l. er mjög marktækt sam- band milli meðaleinkunnar skóla í samræmdum prófum og menntunar foreldra. Útskýrt er 65% af breyti- leika milli skóla. Líkindi á að svo sterkt eða sterkara samband stafi af hreinni tilviljun eru um einn á móti tvö hunduð þúsund. í grein, sem birtist í nóvember 1997 í tíma- ritinu Cancer epimiology, biomar- kers and prevention, eru niðurstöð- ur fengnar með samnýtingu gagna Hjartaverndar og Krabbameins- skrár. Reykingar útskýrðu þar 85% af lungnakrabbameini hjá kórlum og 88% hjá konum. Líkindi fyrir slfku sambandi, væri um tilviljanir einar að ræða, eru minni en nokkur tala, sem Víkverji gæti nefnt t.d. einn á móti miljón miljörðum. Vonandi verða þessum höfundi Víkverja kennd betri vinnubrögð, haldi hann áfram að skrifa í Morg- unblaðið. Með ósk um birtingu. Helgi Sigvaldason, Logafold 134." x x x VÍKVERJI þakkar Helga fróð- legar upplýsingar og verður að játa sig og kunningja sinn sigraða varðandi samanburð á sambandi mílli meðaleinkunna skóla og menntunar foreldra annarsvegar og milli krabbameins í lungum og reykinga hinsvegar. En Víkverji vonar innilega að aðrir lesendur, jafnvel þó Háskóla- menn séu, hafi ekki tekið vanga- velturnar síðasta sunnudag um Happdrætti Háskóla íslands jafn óstinnt upp og Helgi. Ekki var ætl- unin að væna HHÍ um glæpsamlegt athæfi heldur var spurningin varð- andi happdrættið ósköp einföld og sárasaklaus að mati Vfkverja, vegna hugleiðinga kunningja hans. Sá taldi einmitt að lög og reglur væru ef til vill þannig að miðar í eigu happdrættisins ættu meiri möguleika á útdrætti en aðrir en var alls ekki með það í huga að af- brotamenn væru við stjórnvölinn í HHÍ, eins og Helgi túlkar orð Vík- verja. GETUR verið að kosningar séu í nánd, sagðist kunningi Vík- verja hafa hugsað á dögunum þegar hann horfði á kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar var greint frá því að Halldór Blöndal samgönguráðherra hefði á fundi á Siglufirði fyrr um kvöldið lýst þeirri skoðun sinni að hann ætti þá ósk að jarðgöng yrðu gerð milli Olafsfjarðar og Siglufjarðar á næsta kjörtímabíli. Ráðherra gat þess einnig að hann teldi raunhæft að af gerð ganganna yrði. Halldór Blöndal er sem kunnugt er þingmaður Norðurlands eystra. Páll Pétursson, samráðherra hans, er þingmaður Norðurlands vestra og hefur lýst yfir stuðningi við mál- flutning Halldórs. Að næstu jjöng sem ráðist verði í komi milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Norður- lands eystra, hefur hins vegar minnt á að þegar farið var út í jarð- gangnagerð á Vestfjörðum hafi ráðamenn jafnan sagt að næstu göng þar á eftir yrðu á Austurlandi. Og þau orð skuli standa. Víkverji getur ekki annað en tekið ofan fyrir Valgerði að tala á þessum nótum - í raun gegn eigin kjördæmi - svo skömmu fyrir kosningar. x x x GUÐMUNDUR Bjarnason, Húsvíkingur og landbúnaðar- ráðherra, hafði uppi áform um að flytja Lánasjóð landbúnaðarins til Húsavíkur fyrir skemmstu, þegar ljóst var að hann yrði fluttur út á land. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Selfoss varð fyrir valinu. Stjórn sjóðsins taldi það betri kost en Húsavík. Faglegt mat hefur án efa ráðið þeirri ákvörðun, en eins og fyrir algjöra tilviljun er formaður stjórnarinnar Guðni Agústsson, þingmaður Sunnlendinga. ÞAÐ var einnig fyrir einskæra tilviljun að innheimtudeild íbúðalánasjóðs var flutt á Sauðár- krók, í kjördæmi Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, en sjóðurinn heyrir undir hann. Víkverji tekur undir orð eins vinar síns í vikunni: Kjördæmi mega ekki líða fyrir það að eiga ráðherra eða aðra forystu- menn flokkanna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.