Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 41
-f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 4 L. MINNINGAR i -i I i i i 4 KRISTIN ÁSGEIRSSON + Kristín Ásgeirs- son Jónsdóttir Antonssonar fædd- ist í Reykjavík 24. ágúst 1901. Hún fékk friðsælt andiát í svefni á Carleton- Willard Village í Bedford, Massachu- setts, Bandaríkjun- um, og var jarðsett 1. mars sl. þar vestra. Foreldrar hennar voru Jón Antons- son, stýrimaður, Reykjavík, f. 28. ágúst 1879, d. 19. ágúst 1977, og Kristín Ingvarsdóttir, f. 27. júlí 1881, d. 28. ágúst 1952. Auk Kristínar eignuðust þau son, Ingvar, gullsmið, sem flutti til Bandaríkjanna og er þar. Þau skildu. Seinni maður Kristínar Ingv- arsdóttur var Haraldur Sig- urðsson. Með honum eignaðist hún eftirtalin börn: 1) Ragna Haraldsdóttir, húsfreyja, maki Jóhann Gunnar Olafsson, sýslu- maður. 2) Kalmann Haraldsson, rennismiður, kona, Auður Hjálmarsdóttir. 3) Hörður Trausti, (dó smábarn). 4) Trausti Haraldsson, múrara- meistari, kona hans Margrét Guðnadóttir. 5) Sigurður Har- aldsson, gullsmiður, kona hans Sigríður Guðjónsdóttir. 6) Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir, deild- arstjóri, maki Guðmundur Sig- urðsson, skáld og bankastarfs- maður. Uppeldisbróðir þeirra var Birgir Kalmannsson, raf- virkjameistari, Bandaríkjunum, kona Chirley Kalmannsson, hjúkrunarfræðingur. Fjóla, sú yngsta og Ingvar hinn elsti systkinanna lifa systur sína. Haraldur og Kristín Ingvars- dóttir skildu. Rúmlega tvítug fór Kristín til Bandaríkj- anna í boði föður síns, sem var farinn vestur áður. Þar kynntist hún eigin- manni súium, Arna Ásgeirssyni, f. 11. febrúar 1898, sjó- maður og smiður í Boston, bróðir for- seta Islands herra As- geirs Asgeirssonar. Hinn 1. ágúst 1925 gengu þau í hjóna- band og bjuggu lengst af í Forest Street 72, Greenwood, Massachusetts þar sem Arni byggði þeim hið falleg- asta hús. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: A. Sólveig Asgeirsson Jónsson, f. 5. júní 1927 í Bandaríkjunum, hjúkrun- arfræðikennari, maki Jón Hjör- leifur Jónsson, f. 27. október 1923, skólastjóri og prestur. Þau eiga fjögur börn: 1. Sólveig Hjör- dís Jónsdóttir, f. 27. nóvember 1955, hjúkrunarfræðikennari, maki, Stefán Stefansson, f. 27. maí 1954, vélfræðingur. Börn þeirra: a) Jón Hjörleifur Stefáns- son, b) María Hrund Stefánsdótt- ir, c) Stefán Rafn Stefánsson. Að- ur hafði Stefán eignast dótturina Helgu Birnu. 2. Kristín Guðrún Jónsdóttir, f. 7. október 1958, magister og organisti, maki Jón Thoroddsen, f. 15. febrúar 1957, heimspekingur og kennari. Börn þeirra: a) Sólveig Thoroddsen, b) Drífa Thoroddsen. 3. Jón Árni Jónsson, f. 1. janúar 1962, fram- kvæmdastjóri, kona, Linda Dís Guðbergsdóttir, f. 23. janúar 1967, verzlunarkona. Börn þeirra: a) Fannar Freyr, b) Aron Alex, c) Ingunn Eydal. 4. Kolbrún Sif Jónsdóttir Muchiutti, f. 9. mars 1971, sjúkraþjálfari, maki Ricardo Muchiutti, f. 31. ágúst 1971, sjúkraþjálfari. Börn þeirra: a) Alexa Björk, b) Ivan Atli. B. Jón Ásgeir Ásgeirsson, f. 18. maí 1929, lögmaður, kona, Beverly June Allen, f. 22. júní 1929, hjúkrunarfræðingur. Þau eiga fjögur börn. 1. Karen Jani- ne Jónsdóttir Sturlaugsson, f. 11. ágúst 1956, tónlistarkenn- ari, maki Björn Sturlaugsson, f. 6. nóvember 1955, myndlistar- kennari, húsasmíðameistari. Börn þeirra: a) Sturlaugur Jón Björnsson. b) Rebekka Bryndís Björnsdóttir. 2. Kristján Arni Ásgeirsson, f. 18. febrúar 1960, lögfræðingur, kona Cherie Marquise Asgeirsson, f. 31. maí 1962, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra: a) Gréta Kristín, b) Jón Brynjólfur. 3. Nína Arný Laird Asgeirsson, f. 27. marz 1966, stærðfræðikennari, maki Michael John Stepniak, f. 23. maí 1969, tónlistarmaður. Börn þeirra a) Mariana Beverly, b) Caroline^ Elisebeth. 4. Jón Ragnar Asgeirsson, f. 12. ágúst 1968, gjaldkeri, kona, Tammy Lee Tauro, f. 8. september 1967 fjármálastjóri. Barn þeirra: Hanna Yvonne. C. Páll Ásgeirsson, f. 1. júní 1932, gleraugnasérfræðingur, konu Phyllis Irene Larsen, f. 28 ágúst 1934. Kjörbörn: a) Steph- en Ásgeirsson, b) Eric Asgeirs- son, eigin synir: a) Thomas^ AI- len Ásgeirsson, b)_Joseph Árni Ásgeirsson. D. Árni Gunnar Ásgeirsson, f. 11. október 1937, tannlæknir, kona, Ruth Golsner, f. 28. janúar 1937, hjúkrunarfræðingur. Barn þeirra: 1. Laura Linne Asgeirs- son, f. 27. desember 1959, sjúkraþjálfari, maki: Keith Collins, f. 1. apríl 1958, sjúkra- þjálfari. Börn þeirra: a) Rene Collins, b) Daníel Bradberry Collins, c) Stephan Árni Coll- ins, 2 kjörsynir: a) Leifur Arni Ásgeirsson, b) Eiríkur Gunnar Asgeirsson. STEFAN KARL JÓNSSON + Stefán Karl Jónsson fæddist á Akureyri 20. mars 1938. Hann lést á heimili sínu 26. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. mars. Elsku afí og langafi. Nú ert þú kominn til guðs og englanna. Þú varst okkur öllum svo góður og okkur þykir svo vænt um þig. Það var alltaf svo gaman þegar þú varst að passa okkur. M var oft farið í bíltúr og skoðað allt mögulegt. Vertu nú yfir og allt um kring meó" eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Góða nótt, elsku afí, og takk fyrir allt. Stefanía, Guðjón, Sigurð- ur og Lúkas Iitli. Elsku afi. Hvers vegna varstu tekinn frá okkur svona fljótt? Af hverju? Þú sem varst alltaf svo hress þrátt fyr- ir veikindin. Það er margt sem við minnumst þegar við lítum til baka. Sérstaklega allar stundirnar okkar í Tjarnargerði á sumrin, þegar við skírðum dúkkurnar okkar og allar bátsferðirnar. Þá var gaman og mikið hlegið. Svo varstu nú alltaf svolítið stríðinn og kallaðir okkur aldrei annað en Pésu og Rúsí. Þeg- ar við urðum eldri varst þú alltaf til- búinn að gera allt fyrir okkur, það þurfti bara eitt símtal og þú varst kominn. Við vitum elsku afi að það hefur verið tekið vel á móti þér og þér hefur veríð ætlað eitthvert æðra hlutverk sem við tökum þátt í seinna, en söknuðurinn er sár. En allar góðu minningarn- ar um þig eru geymdar í hjörtum okkar. Þakka þér fyrir allt og við biðjum góðan guð um að passa ömmu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð veri með þér. Petra og Regína. Þungur er harmur, þú ert horfinn vinur Þöglar við horfum yfir djúpið kalda. Brotinn er vængur, burtu ungur hlynur. Bitur þau sköp er slíku sári valda. Elsku pabbi og fósturpabbi. Já, þau eru bitur örlögin nú eins og svo oft áður. Þungt högg svo óvænt. Þú komst heim af sjúkrahúsinu á fimmtudaginn og varst svo bjart- sýnn og glaður. Svo kom föstudag- urinn og þið mamma sátuð við eld- húsborðið með kertaljós og drukkuð kaffi eins og aðra morgna. En rétt á eftir kom kallið öllum að óvörum og það dimmdi í hjörtum okkar allra. Sorg sem lætur okkur fmna svo sárt til. Tilfinningarnar hellast yfir okk- ur, sorg, reiði og söknuður. En árin sem við áttum saman, munu lifa í hjörtum okkar allra. Þú áttir í raun bara eina dóttur en leist alla tíð á okkur hinar tvær sem dætur þínar líka. Aldrei gerðir þú upp á milli okkar, þú varst bara ekki þannig gerður. Þú varst börnum okkar sá besti afi sem hugsast getur. Þau voru mestu sólargeislarnir í lífi þínu. Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, og kveðjum þig á sama hátt og við kvöddum Sigga bróður. Skipt er um svið og sköpum má ei renna. Skíni nú sól á vegu þína nýja. Á harmanna stundu bænir heitar brenna. Þær borið þig fái yfir tjöldin skýja. Við biðjum guð að blessa minn- ingu þína, við hittumst aftur, elsku vinur. Helga María, Regína (Begga) og Inga. ^mbl.is \LLTA/= GITTHVA.B A/YTT <Daíía xFákaíeni 11, sími 568 9120, Þegar ég minnist Kristínar Ás- geirsson í ljósi þess sem hún innti af höndum og lét eftir sig, finnst mér hún skipa sess meðal hinna sönnu, íslenzku mæðra. Kvenna sem stóðu raunar í þrautlausum stórræðum við að ala börn, fóstra og fræða börn, sjá þeim fyrir öllu, sem þurfti með hið ytra og innra, beina þeim til lærdóms, vanda til við að leggja framtíðarlífsgrundvöll fyrir þau sem einstaklinga, svo og til gagn- legs þegnskapar fyrir samfélagið. kvenna, sem urðu stöðugt að beita útsjónarsemi, sparnaði og hagsýni við að stjórna stóru, fjölmennu heimili með reisn og myndarskap til þess, að allt gengi farsællega. Það var ekki mulið undir þetta fólk - þessa kreppuárakynslóð í Banda- ríkjunum fremur en hér - né lagt upp í hendur þess hvaðeina sem til þurfti. Væri það ei til, varð að búa það til. Nei, hér dugði ekkert annað en þrotlaus eljusemi þar sem dagar urðu oft langir og nætur eftir því hlutfallslega styttri. Nútíð þessa fólks og framtíð stóð og féll með því sem það var sjálft... réttilega verð- ur því sagt um Kristínu - sem og aðrar slíkar konur - að hún var í senn mikil móðir og húsmóðir. Ekki var það þó sem hún stæði ein í stórvirkjum sínum, því þó mað- ur hennar væri allnokkuð fjarvist- um vegna sjómennskunnar, gekk hann í heimilisstörfin með henni er hann var í landi. Sem æfður mat- sveinn skipshafnar sinnar matreiddi hann og vann hvers kyns önnur heimilisstörf. Hann var garðyrkju- meistari fjölskyldunnar og ræktaði hvers kyns grænmeti. Hjónin voru samhent í öllu og einnig því að mennta börn sín sem bezt, svo sem sjá má hér að framan. Kristín var skaprík, hjartahlý, traust og trygg og kunni vel að gleðjast í góðvinahóp. Hún var ekki eitt í dag og annað á morgun. Hún var mikil kvenfélagskona, starfaði . mikið í og stýrði um tíma kvenfélag- inu í heimakirkju sinni. Þar var unnið umf'angsmikið líknarstarf. Trúuð var hún og lagði mikla áherzlu á að ala börn sín upp í kristilegum dyggðum. Enda er allt þetta fólk reglusamt með þá hug- sjón að þjóna samfélagi sínu sem bezt. * Samkvæmt fyrirheiti Frelsarans um eilíft líf trúði hún á endurfund- ina á landi lifenda. Hún skírðist inn í Aðventkirkjuna 26. febrúar 1918 og var dyggur þegn hennar alla ævi. Mann sinn missti Kristín 4. marz 1967. Hann er einnig greftraður í Bandaríkjunum. Hér er löngum ævidegi og lífs- starfi lokið. Við kveðjum með djúpri virðingu og næmu þakklæti fyrir allt, sem hún gerði fyrir stóru fjöl- skylduna sína - þennan stóra hóp sem hún lætur eftir sig til að þjóna mannlegu samfélagi. Aðventkirkjan kveður einnig með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning Kristínar As- r geirsson. Jón Hjörleifur Jónsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans' fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. + Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BÓTÓLFUR SVEINSSON, áður til heimilis í Breiðholti við Laufásveg, sem lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 26. febrúar, veröur jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 13.30. Erla Bótólfsdóttir, Guðmundur Kristleifsson, Sólveig Bótólfsdóttir, Guðmundur Helgason, Fjóla Bótólfsdóttir, Ólafur Gislason, Erlingur Bótólfsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ragnhildur Bótólfsóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA GUNNARSDÓTTIR frá Þinganesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Gunnar Bernhard, Sigríður Guðmundsdóttir, Ragna G. Gould, Richard Gould, Guðmundur Geir Gunnarsson, Ingibjörg Snorradóttir, Gylfi Gunnarsson, Dóra Bjarnadóttir, Edda Gunnarsdóttir, Sveinn Ásgeir Baldursson, Gunnar Gunnarsson, Ylfa Pétursdóttir og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður mánudaginn 8. mars frá kl. 14.00—18.30 vegna jarðarfarar RÖGNU GUNNARSDÓTTUR. Silfurbúðin, Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.