Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 29 LISTIR Norræna húsið Dagskrá um spennu- sögur SPENNUSÖGUR á Norðurlönd- um vei'ða í brennidepli í Norræna húsinu laugardaginn 20. mars kl. 15-19. Þá munu rithöfundar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna bækur sínar og rit- störf. Þessir rithöfundar eiga það sam- eiginlegt að skrifa spennusögur eða reyfara og njóta þeir allir vin- sælda og eiga fastan lesendahóp í heimalöndum sínum. Bækur þeiri'a hefa einnig verið þýddar á önnur tungumál, m.a. á íslensku. Rithöf- undarnir eru Leif Davidsen frá Danmörku, Leena Kartiina Lehto- lainen frá Finnlandi, Fredrik Skagen frá Noregi og Hákan Ness- er frá Svíþjóð. í lok dagskrárinnar verða pall- borðsumræður sem Kristján Jó- hann Jónsson bókmenntafræðing- ur stýrir. Þátttakendur eru rithöf- undarnir og Arnaldur Indriðason sem fulltrúi íslenskra spennu- sagnahöfunda. Aðgangur ókeypis. --------------- Kóramót íslenskra kóra í Ósló KÓRAMÓT íslenskra kóra í Evr- ópu verður haldið í Ósló laugardag- inn 13. mars. Slíkt mótið er haldið annað hvert ár og er nú röðin komin að íslendingakórnum í Ósló að halda mótið. Alls verða sjö kórar frá fimm löndum sem taka þátt í ár, eða um 180 söngelskir Islendingar. Að morgni laugardagsins munu kór- arnir koma saman og æfa sín lög og sameiginleg lög. Þau verða flutt á tónleikum í Forgner-kirkju við Bygdöy Allé í miðborg Óslóar. ------♦-♦-♦---- Lesið úr þýðingum Kópavogsskálda UPPLESTUR á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs verður í kaffistofu Gerðarsafns í dag, flmmtudag, frá kl. 17-18. Að þessu sinni munu þeir Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson, Hrafn A. Harðarson og Eyvindur P. Eiríks- son lesa úr þýðingum Kópavogs- skálda. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ------♦-♦-♦---- „Masterklass“ í píanóleik í Gerðubergi ÍSLANDSDEILD EPTA (Evrópu- samband píanókennara) stendur fyrir námskeiði í píanóleik fyrir byrjendur sem og lengi'a komna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi helgina 13.-14. mars. Leiðbeinend- ur verða Sigríður Einarsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté píanóleikari. Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning ídag kl. 14-18 í Breiðholts Apóteki og Rima Apóteki. Kynningarafsláttur Sjálfstæðisstefnan í sjötíu ár Þrír opnir fundir um Sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðisstefnuna á Hótel Sögu fimmtudaginn 11. mars kl. 21.00 Frelsi og framtarir í sjötíu ár Hó Hótel Saga, Skáli. SigríðurAnna Þórðardóttir, Ingvi Hrafn Oskarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks formaður Heimdallar alþingismaður sjálfstæðismanna SteingrímurAri Arason, framkvæmdastjóri Fundarstjóri Drífa Hjartardóttir, bóndi Frjáls þjóð í frjálsu landi Hótel Saga, A-salur. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Stefanía Óskarsdóttir, stjómmálafræðingur Tómas Ingi Olrich, alþingismaður María E. Ingvadóttir, viðskiptafræðingur Fundarstjóri Sigurjón Pálsson, verkfræðingur Sjálfstæðisstefnan í nútíð og framtíö Hó Hótel Saga, Arsalur. Fundarstjóri Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor framkvæmdastjóri Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri Þorgerður K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi oddviti Y Sjálfstæðisflokkurinn 70 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.