Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Aldursdreifing sprautufíkla með lifrarbólgu C á Sjúkrahúsinu Vogi 1998 25 Hlutfall amfetamínfíkla og sprautufíkla á Sjúkrahúsinu Vogi 1983-1998 30%--------:----;--—------------------- Hepatítis C hjá þeim sem hafa sprautað sig í æð og komu á Sjúkrahúsið Vog 1991-1998, N=860 Fengu bata eftir lifrarbólgu C (66) LIFRARBÓLGA C er veirusýking sem veldur stundum skemmdum á lifrinni. Fimmtungur þeirra sem smitast losa sig við veiruna en hinir (um 80%) fá langvinna veirusýkingu. Þessi veirusýking er oftast væg og engin ástæða til að reyna að lækna hana með flókinni og kostnaðarsamri lyfja- meðferð. Einstakling- arnir deyja með veiruna án þess að hún geri þeim teljandi mein. Hluti þeirra sem smitast fær þó alvarlegri sjúkdóm og eftir 10-20 ár geta þeir dáið úr iifrarbilun eða lifrarkrabbameini. Þó að hlutfall þeirra sem deyja úr þessum sjúkdómi sé ekki hátt er fjöldi þeirra sem hafa sjúkdóminn það mikill að í óefni stefnir á Vest- urlöndum og einnig hér. Á íslandi er þessi heilbrigðis- vandi nýr og almenningi hér nán- ast ókunnur. Ætla má að um 100 milljónir manna í heiminum hafi lifrarbólgu C og um 400 á íslandi. Fjöldi þeirra sem deyja vegna lifr- arbólgu C fer hratt vaxandi á Vesturlöndum og nálgast fjöldinn að verða sá sami og deyr úr al- næmi á þessu svæði. Ástæður þess eru framfarir í lyfjameðferð við al- næmi og vaxandi fjöldi þeirra sem LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kipovogi. S. 58/ 0980. Fox 557 4243 fá lifrarbilun eða lifr- arkrabbamein vegna C lifrarbólgu. Segja má að lifrar- bólga C jiafi verið afar fátíð á Islandi fram á miðjan áttunda ára- tuginn. Kom einkum til góður Blóðbanki en sjúkdómurinn barst oftast með blóðgjöfum áður en fundnar voru rannsóknaraðferðir til að finna sýkt blóð af C-veiru. Eftir að menn höfðu yfir að ráða slíkum aðferðum og gátu gert blóð- bankana hreina á þessu sviði barst sýkingin fyrst og fremst á milli sprautufíkla þegar þeir notuðu sömu áhöldin til að sprauta sig í æð. Sprautufíklar sáust ekki á Islandi fyrir en eftir 1980. Upp frá því hefur sprautu- fíklum stöðugt fjölgað og með tím- anum hafa æ fleiri þeirra fengið lifrarbólgu C. Hvernig smitast fólk af lifrarbdlgu C? Islendingar smitast nær ein- göngu af lifrarbólgu C með því að sprauta sig í æð með áhöldum sem sprautufíklar með langvinna lifrar- bólgu C hafa notað. Óhreinar sprautur eru aðal skaðvaldurinn en nálarnar og ílátið eða skeiðin sem amfetamínið er leyst upp í áð- ur en því er sprautað getur líka haft veiruna að geyma. Aðrar smitleiðir sem era fátíðari eru þeg- ar óhrein áhöld eru notuð við tattóveringu eða þegar notað er sama sogrörið til að sjúga vímuefni í nef. Lifrarbólga C getur smitast við kynmök en hættan er lítil og langt innan við 1%. Hverfandi hætta er nú orðin á að fá sýking- una við blóðgjöf þó að slíkt hafí ekki verið óalgengt hér áður. Lifr- arbólga C fer frá móður með lang- vinna lifrarbólgu C um fylgju yfir i barn í 6% tilvika. Hversu algeng er lifrarbólga C? Lifrarbólga C er fyrst og fremst sjúkdómur sprautufíkla og orðin býsna algeng hér á landi. Á sjúkrahúsinu Vogi hafa greinst 860 sprautufíklar á áranum 1991-1998 og 560 þeirra sprautuðu sig reglu- lega í æð einhvem tímann á tíma- bilinu. Ur sjúklingabókhaldinu á Vogi fyrir árið 1998 má lesa að 14% þeirra sem hafa sprautað sig 1 til 10 sinnum í æð hafa smitast af lifrarbólgu C. Meðal þeii'ra sem sprauta sig reglulega í æð hafa 63% fengið lifi'arbólgu af C-gerð. Alls hafa fundist 345 tilfelli af lifr- arbólgu C á síðustu átta áram á Vogi og þar af fundust 46 ný tilfelli á síðasta ári. Hvernig er hægt að greina sjúkdóminn? Sjúkdómurinn er fyrst og fremst greindur með blóðrann- sóknum sem gerðar era á Rann- sóknarstofu Háskólans í veiru- fræði. Hægt er að fá slíkar rann- sóknir gerðar á öllum heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum þessa lands og líka á sjúkrahúsinu Vogi. Margir sem sýkjast af lifrarbólgu C era einkennalausir í fyrstu og sjúkdómurinn fer því framhjá flestum nema þessar rannsóknir séu gerðar hjá þeim sem era lík- legir til að fá sýkinguna. Um sex Heilbrigðismál C lifrarbólga er þegar orðið stórkostlegt heil- ----------------------7-- brigðisvandamál á Is- landi, segir Þórarinn Tyrfíngsson, sem mun á komandi árum fjölga verulega frá því sem nú er tilfellum af skorpulifur og lifrar- krabbameini. vikur líða fi'á því að veiran kemst í blóð fólks, þar til mótefni gegn veiranni finnast og einkenni koma fram hjá viðkomandi sjúklingi. Mikill meirihluti sjúklinga losar sig ekki við C-veiruna og rann- sóknir á Vogi sýna að tæplega 80% hafa veirana áfram í blóðinu og era smitandi. Sjúkdómsþróunin, þegar svo er komið, er mjög mis- munandi og margt enn á huldu um hana. Flestir sjúklingar virðast fá vægan sjúkdóm sem óþarfi er að hafa áhyggjur af eða meðhöndla með kostnaðarsamri lyfjameðferð sem getur haft í för með sér fylgi- kvilla. Hluti sjúklinganna, um 10 til 20%, fær þó meiri bólgur í lifr- ina og hún eyðileggst smám saman ef ekkert er að gert, oftast á 10-15 árum. Með núverandi þekkingu er erfitt að spá fyrir um framvinduna eða í hvorn hópinn sjúklingar fara. Sjúklingarnir verða því að vera undir stöðugu lækniseftirliti svo að hægt sé að grípa inn í ef í óefni stefnir. Meðferð við lifrarbóigu C Það er einungis á færi sérfróði'a lækna að meta hvenær beita á lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C. Áður en meðferðin hefst þarf að gera ítarlegar rannsóknh’ og meta stöðuna. Ef ástæða þykir til að hefja slíka meðferð er hún dýr og getur tekið allt að einu ári. Fram- farir hafa orðið nokkrar í meðferð- inni þótt enn sé bati alls ekki tryggður þó meðferð sé hafin. C lifrarbólga er þegar orðið stór- kostlegt heilbrigðisvandamál á ís- landi sem mun á komandi áram fjölga veralega frá því sem nú er tilfellum af skorpulifur og lifrar- krabbameini. Til að takast á við þennan vanda hafa læknar Lands- spítala, Sjúki-ahúss Reykjavíkur, Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyi'i og SÁA tekið höndum saman um að veita þessum sjúklingum þá þjónustu sem nauðsynleg er. Þeir meðhöndla með lyfjum þá sem hafa þörf iýrir slíkt og halda uppi nauð- synlegu eftirliti og rannsóknum. Fyrirbyggjandi aðgerðir Til að stemma stigu við frekari útbreiðslu þessa sjúkdóms er nauð- synlegt að auka aðhald að sprautu- fíklum og koma þeim í meðferð um leið og þeir era fræddh' um smit- leiðir. Leggja ber áherslu á forvam- ir sem beinast að ólöglegri vímu- efnaneyslu, einkum kannabisneyslu, sem gjaman er grannuiinn sem amfetamínneysla og sprautufíkn er reist á. Þannig verður rámlega helmingur stómeytenda kannabis einnig stómeytendur amfetamíns og rámlega helmingur amfetamínn- eytenda fer að sprauta sig í æð. Mikið er í húfi því sprautufíklum með langvinna lifrarbólgu C má ekki fjölga mikið frá þvl sem nú er til þess að sjúkdómurinn breiðist frá þeim til annarra í þjóðfélaginu. Höfundur er yfírlæknir Sjúkraluíss- ins að Vogi. Lifrarbólga C er nýr og alvarlegur heilbrigðisvandi Þórarinn Tyrfingsson KOMIN AFTUR @ Husqvarna Husqvama heimilistækin ern kominafturtil landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! lógmúlo 8 • Slmi 533 2800 „Auðlindir sævar ótæmandi bruna“ FÆRA má lyrir því rök að röng fiskveiði- stjórn hafi haft af ís- lenska þjóðarbúinu að meðaltali útflutnings- tekjur upp á 30-40 milljarða króna árlega undanfarin ár eða hundrað milljarða króna alls síðan kvóta- kerfið var tekið upp 1984. Ef upphæðin hefði öll farið í að greiða niður erlendar skuldir þjóðarinnar væram við skuldlaus og ættum digran vara- sjóð í þokkabót. Þrátt fyrir að kvóta- kerfið hafi átt að byggja upp fiski- stofnana nú um 14 ára skeið eram við þessi árin að veiða aðeins um 40% af þeim þorskafla sem veiddist á Islandsmiðum áratugum saman eða á áranum frá 1952 til 1984. Þessa þrjá áratugi veiddum við Islend- ingar og ýmsar aðrar þjóðir að meðaltali um 450 þúsund tonn af þorski á Islandsmiðum samkvæmt aflaskýrsl- um. Veiðin hefur ef- laust verið mun meiri þar sem aflaskýrslur veiðiskipa sumra þjóða hafa ekki verið tæm- andi. Má því varlega áætla að þorskveiðin hafi verið a.m.k. 500 þúsund tonn árlega í stað um 200 þús. tonna árlega nú. Það eru því í meira lagi grátbrosleg öfugmæli að þakka kvótakerfinu aukna hag- ræðingu innan sjávarátvegsins, betri afkomu þjóðarbúsins og upp- byggingu fiskstofnanna. Kvóta- kerfið hefur leitt af sér gjaldþrot Fiskveiðistjórn Ég hef það frá fjölda sjómanna, segir, Valdimar Jóhannes- son, að brottkastið er gífurlegt. fjölda útgerða og fískverkenda. Kvótakerfið veldur skerðingu út- flutningstekna svarandi til þriggja álverksmiðja í þorskafurðum. Kvótakerfið hefur leitt til vannýt- ingar þorskstofnanna en ofnýting- ar annarra fiskstofna að mati lang- flestra sjómanna. Skerðing þjóðar- tekna af þessum sökum jafngildir fleiri álverksmiðjum en meira að segja framsóknarmönnum dytti til hugar að hola hér niður. Ekkert gefur ástæðu th að ætla að pkki sé hægt að veiða jafn mikið á Islandsmiðum eins og gert var ofangreinda þrjá áratugi við ýms- ar sveiflur náttúrannar. Sumir sjó- menn, þar með taldir landsfrægir aflamenn, halda því fram að mis- muninum á því sem veiðist nú og því sem veiddist hér á áranum, áð- ur en velmeinandi en misvitrir menn komu á hinu makalausa kvótakerfi, sé kastað í hafið. Erfitt er að tráa því að magnið geti verið svo gífurlegt. Hitt er alveg ljóst að vannýtingin og brottkastið nemur árlega samtals 200-300 þúsund tonnum af þorski. Eg hef það frá fjölda sjómanna að brottkastið er gífurlegt. Skip- stjóri og útgerðarmaður, sem þarf að leigja kvóta, sagði mér frá því fyrir skömmu að hann neyddist nú til að henda 9 af hverjum 10 þorsk- um í hafið aftur vegna þess að stór- þorskurinn einn færði honum nægt Valdimar Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.