Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANDRÉS KRISTJÁN GUÐLA UGSSON + Andrés Krislján Guðlaugsson var fæddur á Bessa- stöðum á Dalvík hinn 25. júní 1932. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrea Krist- jana Bessadóttir, f. 5. maí 1893, d. 7. júlí 1932, og Guð- laugur Jón Þorleifs- 'r*‘ son, sjómaður, f. 5. janúar 1894, d. 31. mars 1979. Andrés Kristján var yngstur níu systk- ina og voru þau: Bergþóra, f. 11. maí 1917; Sigríður, f. 16. júní 1918, d. 5. mars 1992; Anna Jóna, f. 10. september 1919, d. 28. júlí 1978; Bessi, f. 16. maí 1921, d. 26. desember 1980; Ingibjörg Júlíana, f. 30. júlí 1923; Baldvina Jóna, f. 10. októ- ber 1925; Þorbjörg Jóhanna, f. 24. september 1929; og Guð- laugur Jónas, f. 10. maí 1931. Hinn 1. mars 1956 kvæntist Andrés eftirlifandi eiginkonu sinni, Pálínu Júlíusdóttur, f. 1. ^ mars 1931. Foreldrar hennar voru T. Júhus Jónsson, f. 21. júlí 1902, d. 26. ágúst 1992, og Rannveig Guðjónsdóttir, f. 23. desember 1902, d. 13. desember 1996. Börn Andrésar og Pálínu eru: 1) Júlíus, að- stoðardeildarstjóri, f. 15. júní 1951, maki Ingibjörg Richter, kerfisfræð- ingur, f. 18. júní 1952. Synir þeirra eru Finnur, raf- eindavirki, f. 12. desember 1973, og Andrés Páll, fram- reiðslumaður, f. 28. desember 1976. 2) Rannveig, aðstoðar- skólastjóri, f. 2. júlí 1956, maki Sveinn Finnbogason, stoð- tækjasmiður, f. 9. desember 1952. Synir þeirra eru Haukur Már, f. 13. febrúar 1984, og Birkir Orn, f. 16. desember 1993. 3) Björg, húsmóðir, f. 21. september 1959, maki Einar H. Einarsson, löggiltur endurskoð- andi, f. 20. október 1956. Synir þeirra eru Arnar Freyr, f. 26. júlí 1984, Daníel, f. 28. janúar 1988, og Árni Þór, f. 28. mai' 1992. 4) Þorleifur, húsasmiður, f. 4. nóvember 1964, maki Ragnheiður Valgarðsdóttir, hársnyrtir, f. 10. janúar 1966. Synir þeirra eru Andri Snær. f. 14. júlí 1987, og Almar, f. 6. júní 1992. títför Andrésar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Söknuður minn er meiri en nokkur orð fá lýst. Það er þó huggun harmi gegn að þinni stuttu, en erfiðu, baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm er Jokið og þú hefur öðlast frið. Þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og allt það sem þú varst mér. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu um ókomin ár. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvemig sem syrti í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið. Pig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eymm þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og fæm þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðmumdsson.) Hvíl þú í friði, pabbi minn. Björg. Látinn er tengdafaðir okkar og af! eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. I veikindum sínum sýndi Andrés það sem einkenndi hann svo mjög í lífinu - baráttuviljann. Það var ekki í hans anda að gefast upp, en fljótlega var ljóst að við of- urefli var að etja. Okkur tengda- börnin hans og afastrákana langar að minnast Andrésar nokkrum orð- um á þessari kveðjustund. Þegar við hugsum til baka og minnumst Andrésar koma fram myndir af vinnusömum og kraft- miklum manni sem var okkur hjálpfús og góður samferðamaður. Lífið var Andrési ekki alltaf auð- velt. Hann missti móður sína stuttu eftir fæðingu og ólst upp á Dalvík hjá föður sínum, Guðlaugi, og föð- urforeldrum, Björgu og Þorleifi, sem fluttu inn á heimilið. Allt frá unglingsaldri sá Andrés fyrir sér sjálfur með sjósókn og síðar með húsasmíðum sem hann lærði í Reykjavík hjá tengdaföður sínum, Júlíusi Jónssyni. Dóttir hans átti síðar eftir að verða lífsfórunautur Andrésar, en þau Pálína giftu sig fyrir 43 árum, á afmælisdegi henn- ar 1. mars 1956. Þrátt fyrir langan vinnudag fann hann sér tíma til að stunda áhugamál sitt, sem voru stangveið- ar. Lengst af var farið í Kaldaðar- nes, eins oft og færi gafst, og svo hin árlega fjölskylduferð í Hauka- dalsá. Seinni árin var svo farið í hinar ýmsu veiðiár landsins. Andrés var yfirleitt fiskinn, en þótt lítið fengist á stundum þá skipti það hann litlu máli, því hann miðlaði veiðikunnáttu sinni til okk- ar yngri veiðimannanna í fjöl- skyldunni og mörgum stundum var hann með afastrákunum sínum við veiðar á Meðalfellsvatni þegar þeir voru í sveitinni hans þar sem hann og Pálína höfðu reist sér sumarhús af miklum myndarskap. Sumarhöll þeirra hjóna bar verk- lagni Andrésar gott vitni því þar var handverk allt honum til mikils sóma. Andrés og Pálína höfðu gaman af því að ferðast og fóru a.m.k. árlega til útlanda í seinni tíð ásamt ferðalögum innanlands. Þegar Andrés fékk úrskurð um hvaða sjúkdómur hrjáði hann í haust höfðu þau hjónin áætlað að fara til Kanaríeyja. En þar kom að því að Andrés stjómaði ekki ferð- inni sjálfur og varð að fresta för á meðan hann væri að rífa sig upp úr þessu, svo vitnað sé til hans orða. Hjálpsemi Andrésar er okkur tengdabömunum ofarlega í huga en hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar. Ef einhver nefndi að það þyrfti að fara að mála eða eitt- hvað að sýsla við heimilið, þá var hann mættur með verkfærin sín með það sama og verkið drifið af. Okkur yngra fólkinu óx oft í augum að gera hluti en íýrir Andrés var það auðvelt, bara byrjað og klárað. Svo einfalt var það. Að lokum viljum við minnast á og þakka hjúkrunarfólkinu á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir einstaka umhyggju og lipurð í garð Andrésar og ekki síður aðstand- enda hans þann tíma sem Andrés var þar síðustu vikurnar. Einnig viljum við þakka hjúkrunarfólki Karitas fyrir aðstoð þess og stuðn- ing í veikindum hans meðan hann dvaldi heima. Við vottum tengdamóður okkar og fjölskyldu allri okkar dýpstu samúð og þökkum Andrési fýrir samferðina í lífinu. Tengdabörn og afastrákar. Hann Andrés svili minn og mág- ur er dáinn, eftir stutt en snöi'p átök við illvígan sjúkdóm, langt um aldur fram. Margs er að minnast frá þeim tíma sem við höfum þekkst. Þegar ég læt hugann reika til baka koma margar minningar upp. Okkar fyrstu kynni voru þegar við Þór- unn vorum að draga okkur saman og þú fylgdist með úr kjallara- glugganum á verkstæðinu hjá tengdapabba. Fljótlega fórum við svo að fara saman í veiðitúra, ásamt tengdaforeldrum okkar. Margar voru ferðirnar í Kaldað- ames, Hauku og hin síðustu ár í Grímsá, en þar höfum við átt marg- + Gunnar Gísli Halldórsson, stýrimaður, Álfa- skeiði 88, Hafnar- firði, var fæddur á Hellu, Hafnarfirði, 13. ágúst 1924, en ólst upp á Suður- götu 67. Hann lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Amalía Gísla- dóttir, f. 1897, látin, og Halldór Guð- mundsson, f. 1890, - » látinn. Amaha og Halldór eign- uðust 7 syni, en áður átti Amal- ía eina dóttur, Unni Bjarnadótt- ur, f. 1920, býr í Hafnarfirði. Gunnar var elstur bræðranna, f. 1924; Guðmundur, f. 1925, lát- inn; Sigurgeir, f. 1927, látinn; Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund. Mig langar til að minnast þín í fáum orðum. Það var sólríkur dagur, þú hringdir í mig og sagðist vera heima. Þú varst eitt- ^hvað slappur og fórst ekkert út, það tíar erfitt að kveðja þig þann dag en ég vissi ekki þá að þetta væri í síð- asta sinn sem við mundum tala sam- an, enn daginn eftir varstu farinn frá okkur. Ég mun alltaf minnast þín sem mjög tryggs og skynsams manns. Þú varst alveg ótrúlegur því eftir að þú hættir að vinna stundað- þú sund, gönguferðir og hjólreið- Halldór. f. 1928, lát- inn; Hafsteinn, f. 1930, látinn; Ásgeir, f. 1932, býr í Hafn- arfirði; Baldur, f. 1933, látinn. Gunn- ar missti föður sinn fermingarárið, og byijaði upp úr því að vinna. Hann út- skrifaðist úr Stýri- mannaskólanum 1949 og stundaði sjóinn til ársins 1973. Þá fór hann að vinna á dráttar- bát við hafnargerð í Straumsvík. Seinna fór hann að vinna í kerskálanum og starfaði þar til 69 ára aldurs. Gunnar kvæntist 1962 Eddu Sigurbjörgu Þorvaldsdóttir, f. 1934. Þau eignuðust eina dótt- ur, Amalíu Rut, f. 1963 og er ar og aldrei misstir þú úr dag nema eitthvað mjög sérstakt væri. Þú stóðst þig mjög vel eftir að mamma dó. Aldrei þurftum við að hafa áhyggjur af þér þessi tvö ár að þú bjargaðir þér ekki sjálfur. Þú hugs- aðir vel um heimilið þitt eins og allt annað. Okkar tengsl hafa alltaf ver- ið sterk, sérstaklega síðastliðin 3 ár eftir að strákarnir okkar Helga fæddust, sólargeislarnir þínir og nafni. Ávallt biðu þeir þín við dyrn- ar þegar bjallan hringdi á morgn- ana. Þá vissu þeir að afi var að koma í heimsókn eftir sundið. Þú hún gift Jónasi Yamak og eiga þau 2 börn. En Edda átti eina dóttur áður, Ingbjörgu Stefáns- dóttir, f. 1960, en hún á eitt barn. Gunnar og Edda skildu. 1967 kvæntist Gunnar Oddnýju Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 1928, látin 1997, og eiga þau eina dóttur, Hafsteinu, f. 1967 í sambúð með Helga Bentssyni og eiga þau 2 syni. En fyrir átti Oddný 4 dætur: Guðrún Helga Ágústsdóttir, f. 1944, gift Stef- áni Sigurðssyni, og eiga þau 3 börn, en fyrir átti Helga eina dóttur sem er Iátin. Magnúsína Ágústsdóttir, f. 1946 gift Krist- jáni Ólafssyni og eiga þau 3 dætur. Oktavía Agústsdóttir, f. 1947, gift Karli Kristensen og eiga þau einn son en fyrir átti Oktavía einn son. Anna María Valtýsdóttir, f. 1960 gift Jóni Bjarna Hermannssyni og eiga þau 2 dætur. Oddný og Gunnar bjuggu allan sinn búskap á Alfaskeiði 88, Hafnarfirði. títför Gunnars fer fram í Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hjálpaðir mér mjög mikið með Gunnar Bent eftir að Alexander fæddist og fórst ófáar strætóferð- irnar og gönguferðir niður á Tjörn. Þá komst þú á hverjum degi. Elsku pabbi, ég veit að mamma hefur tekið vel á móti þér og núna eruð þið saman. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfúm þér. (Steingr. Thorst.) Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir GUNNAR GISLI HALLDÓRSSON allt sem þú gerðir fyrir mig, Helga og strákana. Þín Hafsteina. Elsku afi. Nú ert þú kominn til Guðs og Oddnýjar ömmu. Við söknum þín mikið. Okkur fannst svo gaman þegar þú komst í heim- sókn og eins að tala við þig í sím- ann. Og þegar Alexander var ný- fæddur hafðir þú alltaf tíma til að fara með mér niður á tjörn og gefa öndunum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Góða nótt, elsku afi, og takk fyrir allt. Gunnar Bent og Alexander. Nú þegar ég kveð, elsku Gunnar, styrkja góðar minningar mig í sorg- inni. Þú reyndist mér traustur og ljúfur stjúpi, og er ég þakklát fyrir að hafa átt þig að alla tíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ekki óraði okkur fyrir því að svona stutt væri f endalokin, það styrkir okkur að þú varst í góðra vina hópi þegar kallið kom. Elsku Gunnar, hafðu þökk fyrir allt. Þín Anna María. ar ánægjustundir. Öll handtökin sem við áttum við viðhaldið á Langholtsveginum og á Hverfis- götunni og margt fleira. Síðastliðið sumar þegar þú varst farinn að kenna þér meins fórum við með konurnar okkar inn á Arn- arvatnsheiði og í Veiðivötn og nut- um þess af mikilli ánægju í fógru umhverfi og góðu veðri, sérstak- lega í Veiðivötnum, og var það fast- ákveðið að fara aftur á komandi sumri. Við eigum eftir að sakna þín í veiðiferðunum. I haust þegar þú fréttir að við hjónin hefðum keypt lóð undir sumarhús, varst þú friðlaus þangað til þú varst búinn að koma austur og skoða landið, skipuleggja og staðsetja, því þú ætlaðir að hjálpa okkur við smíðarnar. Ég veit að þegar ég hefst handa við að smíða þá verður þú, Andrés minn, ekki langt undan. Elsku Dúdú og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Kristján Öm og Þórann. Ég fluttist til útlanda síðasta haust. Daginn áður en ég fór kom Andrés í heimsókn til mín ásamt Dúdú frænku og færði mér litla bók. Bókin heitir „Lítill leiðarvísir um lífið“ og inniheldur 509 heiUa- ráð. Bókina átti ég að taka með mér, þar sem ég var nú að fara ein út í hinn stóra heim. Mér finnst þetta lýsandi dæmi um Andrés. Þá sem honum þótti vænt um vildi hann hugsa vel um. Þó að Andrés hafi verið giftur systur mömmu minnar gegndi hann oft allt öðram hlutverkum í lífi mínu. Ég man þegar afi minn dó sumarið 1992, að þrátt fyrir söknuðinn eftir afa minn fannst mér ég enn svo rík, vegna þess að Andrés var enn hjá mér. Mér finnst það mjög sárt að hafa ekki getað komið til þín og kvatt þig og sér- staklega finnst mér það sárt að geta ekki verið innan um fólkið sem elskaði þig á þessum erfiða tíma. I staðinn sit ég hér og hugsa tU allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman. Elsku Dúdú og fjölskylda, ykkur sendi ég mínar ástar- og saknaðar- kveðjur á þessum erfiða tíma. Kveðja. Rannveig Kristjánsdóttir. í dag er vinur okkar, Andrés Guðlaugsson, tU grafar borinn. Með honum er falUnn í vaUnn góð- ur vinur og eftirminnilegur maður fyrir margra hluta sakir. Hans mun lengi minnst og alltaf með hlýju og ánægju. Andrés og Pálína hafa verið nánir vinir okkar hjóna í mörg ár, enda frænkumar æsku- vinkonur. Við fóram saman í veiði nokkur ár og nutum þess vel. Það var gam- an að koma til þeirra hjóna Andrésar og Pálínu við ána, setjast og skrafa, huga að veiðigræjum og fleira. Þá var enginn asi á liðinu og Andrés sem alltaf var hugmaður mikill og kappsfullur við aUt sem hann gekk að, var sannarlega í ess- inu sínu úti í náttúranni og naut kyrrðarinnar. Andrés var alltaf reiðubúinn til þess að leggja öðrum lið, hvort sem var með vinnu eða góðum ráðum, enda maðurinn með mikla reynslu á sínu fagsviði og vel metinn smið- ur. Andrés gekk ekki heill til skógar hin síðari ár en aldrei gerði hann veikindi sín að umræðuefni eða hlífði sér í einu eða neinu við því sem gera þurfti. Við hjónin spiluð- um nokkram sinnum síðustu tvö árin, og skemmtum okkur vel þó að spilamennska okkar væri nú svona og svona nema Andrésar sem þar kunni vel, og átti til að stríða okkur hinum á einhverjum rósum sem við gerðum. Andrés var maður ákveðinn og hreinskiptinn og hikaði ekki við að láta sína skoðun uppi ef eftir var leitað, gat á stundum verið snögg- ur til svars og faldi með slíku við-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.