Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 52
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR KRISTINN ÁRMANNSSON endurskoðandi, Goðheimum 17, Reykjavík, lést á Landakoti þriðjudaginn 9. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Guðmundsdóttir, Ármann Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Björnsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Árskógum 8, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans að morgni þriðjudagsins 9. mars. Ragnheiður Björgvinsdóttir og fjölskylda, Guðmundur Ó. Björgvinsson og fjölskylda. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DRÖFN P. SNÆLAND, Garðaflöt 29, Garðabæ, áður Hólmgarði 37, Reykjavík, lést á Landspítalanum 10. mars. Aðstandendur. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN Þ. STEINDÓRSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Víðihvammi 28, andaðist föstudaginn 26. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Auður Ágústsdóttir, Jóhannes Lange, barnabörn, tengdabörn og langömmubörn. + Faðir minn og tengdafaðir, MARINÓ SIGMUNDSSON, (Ajduk Ljubomir), Rauðarárstíg 11, Reykjavík, lést á heimiii sínu föstudaginn 5. mars. Snorri Mir, Linda Baldursdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, bróðir og afi, HARALDUR BJARNASON, Birtingakvísl 22, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Sigurðardóttir, Jóhann Óskar Haraldsson, Anna Guðmundsdóttir, Páll Ragnar Haraldsson, Lilja Hafdís Guðjónsdóttir, Birna Sigurjónsdóttir, Unnur Sigurjónsdóttir, Hilmar Sigurjónsson, Bragi Sigurjónsson, Jónas Bjarnason, Bjarni Bjarnason, Rakel Rán Guðjónsdóttir, Pálmi Hamilton Lord, Guðný Eggertsdóttir, Fríður Pétursdóttir og barnabörn. FRIÐRIK VILHJÁLMSSON + Friðrik Vil- hjálmsson fædd- ist í Hátúni á Nesi í Norðfirði, eins og staðurinn hét þá, 2. janúar 1921. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykja- vík 27. febrúar síð- astliðinn, á sjötug- asta og níunda ald- ursári. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir, f. 8. október 1886, d. 12. október 1936, og Vilhjálmur Stefáns- son, útvegsbóndi, f. 28. apríl 1877, d. 12. apríl 1953. Hann var áttundi í röð alsystkina sinna. Látin eru Laufey (1911-1998), Sigfinnur (1912— 1965), Sigurður Björgvin (1914-1981), Bjarni (1915-1987) og Guðni (1922-1974). Þau sem lifa eru Sveinhildur (1909), Þor- björg Guðríður (1917), Árni (1919), Valgeir Gunnlaugur (1923) og Steingrímur (1924). Hálfsystkini Friðriks, börn Vil- hjálms og fyrri konu hans, Sveinhildar Hildibrandsdóttur, voru Brandur (1900-1988), Sig- urhn (1901-1947), Þórunn (1901-1990) og Stefán Valgeir (1903-1923). Stjúpdóttir Vil- hjálms, dóttir Sveinhildar og fyrri manns hennar, Brands Jónssonar, var Guðrún (1898-1972). Friðrik kvæntist hinn 2. október 1982 Þórönnu Stef- ánsdóttur, f. 1. febr- úar 1929. Foreldrar Þórönnu voru Sveinsína Sigurðar- dóttir (1904-1977) og Stefán Júlíus Jónsson (1887-1953), skip- sljóri. Börn hennar eru Rúnar Ármann Arthúrsson (1947), Brynja Arthúrsdótt- ir (1949), Rut Arthúrsdóttir (1956), Pétur Friðrik Arthúrsson (1959) og Stefán Júlíus Arthúrssson (1960). Friðrik var netagerðarmeist- ari og starfaði að iðn sinni í ijörutíu ár, lengst af í eigin fyr- irtæki, Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar ehf. í Neskaupstað. Hann gerði út vélbátinn Frey- faxa NK 101 ásamt fleirum. Friðrik var heiðursfélagi í Landssambandi veiðarfæra- gerða. Hann hlaut einnig heið- ursmerki Sjómannadagsráðs í Neskaupstað. Friðrik var í ýms- um stjórnum, nefndum og ráð- um í heimabæ sínum, Neskaup- stað. títför Friðriks fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Friðrik Vilhjálmsson, er hann óx upp, var ekki hár, meðalmaður og allþreklegur, sterkur að afli, ljós- jarpur á hár, breiðleitur, ljós og rjóð- ur í andliti, eygður forkunnar vel, fagureygur og snareygur, svo að ótti var að sjá í augu honum ef hann var reiður.“ Þessi mannlýsing er í Olafs sögu helga í Heimskringlu. Að breyttu breytanda læt ég þessa mannlýsingu eiga við um fóðurbróð- ur minn, Friðrik Vilhjálmsson, sem kvaddur er í dag. Friðrik var um flest sérstakur maður. Hann var úr hópi margra systkina frá Hátúni á Nesi í Norð- fírði, einn átta bræðra og þriggja systra sem upp komust og fjögurra hálfsystkina auk hálfsystui' þeirra. Sextán voru þau alls, sem náðu full- orðinsaldri. Oft var gestkvæmt í Há- túni því frændgarður hjónanna var stór í Norðfjarðarsveit og nærliggj- andi byggðum. Eftir að hafa alið þennan stóra hóp í heiminn var Kristín amma mín farin að heilsu og á árinu eftir að Friðrik átti að ferm- ast dó hún fyrir aldur fram, aðeins nýorðin fimmtug. Byggð og útgerð á Nesi fóru vax- andi á uppvaxtarárum Friðriks. Vil- hjálmur afi minn var útvegsbóndi, hann átti og gerði út Göngu-Hrólf og fleiri báta, stundum í félagi við ná- granna sinn, Hinrik á Tröllanesi. Auk útgerðarinnar höfðu amma mín og afí kýr og kindur fyrir sitt stóra heimili. Ekki þurfti að vernda börnin fyrir umferð en hættur voru aðrar fyrir kraftmikla stráka. Hver útgerð átti sína bryggju og beitningaskúr. Hætt er við að Friðrik frændi minn hafí einhvem tíma farið í sjóinn þeg- ar hann var við leik á bryggjunum. Persónuleg, alhtiða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Jóhannes Stefánsson segir um upp- vaxtarár sín á Nesi: „Það var mikið líf á uppvaxtarárum okkar í Ti’ölla- neshverfinu og inn á Strönd. Mikill fjöldi báta, skúra, fiskreita og bryggja. Bömin fóra ung að hjálpa til við útgerðina. Heimilin voru barn- mörg. Alltaf nógir leikir, fara í hús- bolta, slagbolta, felingaleik, rúlla gjörð, Hróa hött inn á Villatúni og margt fleira. Krakkarnir komu oft saman frá Mel, Stóra-Tröllanesi, Há- túni, Hinrikshúsi, Framnesi, Valde- marshúsi, Bjarnaborg, Lárusarhúsi og inn að Jakobshúsi.“ I þessu fjör- lega umhverfi ólst Friðrik upp og Garðar bróðir Jóhannesar var einn bestu vina Friðriks. Hefðbundin skólaganga Friðriks var ekki löng. Eftir að barnaskólanámi lauk hóf hann störf við beitningar og annað er til féll. Ekki var það svo að Friðrik skorti gáfur til að stunda nám en sjón hans var ekki sem skyldi og því miður vora aðstæður aðrar þá en þær sem nú era og enga aðstoð að fá fyrir sjónskerta nemendur. Ég hef heyrt sagt að hann hafi viljað fai-a í Samvinnuskólann en hann var ekki sagður skrifa nógu vel til að vera gjaldgengur þar! Sjónin hans Friðriks aftraði þvi ekki að hann valdi sér erfiðan starfs- vettvang. Jónas Valdórsson, maður Sveinhildar systur hans, var lærður netagerðarmaður. Friðrik fór snemma að starfa hjá honum og tók sveinspróf í netagerð og fékk síðar meistararéttindi í greininni. Þar með var lífsstarf Friðriks ákveðið. Hann tók við rekstri netagerðarinnar árið 1958 og er það stofnár Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonai- ehf. Neta- gerð Friðriks er þjónustufyrii-tæki og viðskiptavinir hans era kröfu- harðir. Ef illa gengur á sjó er það veiðarfærum að kenna. Er skemmst frá því að segja að Frissi og sam- starfsmenn hans áttu traust skip- stjóra alls staðar að á landinu sem og efnissala víða um heim. Veiðarfæra- gerð er sérstök vegna þess að neta- gerðarmenn geta ekki séð verkfærið vinna í sjó. í Heimskringlu segir um Ólaf helga: „... hagur og sjónhannar um smíðir allar, hvort er hann gerði eða aðrir menn“. Þarna er Friðriki vel lýst. Hann sá fyrir sér veiðarfæri í sjó og skynjaði hvernig kraftar verkuðu þegar nót eða trolli var beitt. Það bætti honum upp sjóndep- urð og gerði hann og fyrirtæki hans farsælt í starfi fyrir viðskiptamenn þess. Það var ekki mikil starfs- mannavelta á Netagerðinni. Sjó- menn sem komu í land kunnu því vel að vinna á Netagerðinni. Friðrik byggði stórhýsi yfir starfsemi Neta- gerðarinnar og fylgdist vel með í iðn- greininni, sem og að laga starfsem- ina að breyttum útgerðarháttum þegar síldin hvarf. Ég man Friðrik frænda minn síð- ustu fjöratíu árin. Hann var höfðingi í lund og hvers manns hugljúfi, sann- kallaður Ijúflingur en þó ekki skap- laus. Hann var fyrir mér heimsborg- ari því fáir í fjölskyldunni voru sigld- ir. Hann fór á heimssýninguna í Brassel 1958. Mér er minnisstætt kortið sem ég fékk frá honum, með hnettinum sem var merki sýningar- innar. Það var fyrsta póstkortið sem ég fékk. Um hver jól rifjast upp fyrir mér þessi ferð Frissa því á heimili mínu hefur orðið innlyksa’ pappa- kassi, sem Friðrik kom með úr ferð- inni en ég nota fyrir perur í ljósaser- íu. Aðra og ekki síðri ferð fór Friðrik með Garðari Stefánssyni vini sínum til Spánar með skipi á sjötta ára- tugnum. Hann rifjaði þessa ferð oft upp sem og minntist annars ferðafé- laga en það var Bjöm Bjamason magister frá Steinnesi. I dag rifjast þessi ferð upp því Friðrik verður kvaddur með tónum frá Katalóníu. Þótt Friðrik virtist sterkbyggður þá átti hann við vanheilsu að stríða um langt árabil. Vera má að hann hafi ekki látið fylgjast með heilsu sinni sem skyldi. Langar vökur og mikil vinna voru ekki hollar fyrir heilsu hans. Haustið 1966 fékk Friðrik Iík- lega blóðtappa við heila, sem leiddi til lömunar og að hann missti málið. Það gekk til baka og náði hann góðri heilsu. Árið 1988 gekkst hann undir hjartaaðgerð. I kjölfar þeirrar að- gerðar virðast blóðtappar hafa farið aftui- af stað og því þótti tímabært að hann gengi enn undir aðgerð til að hreinsa æðar til höfuðs. I aðgerðinni gerðist það að örlítil blóðflaga fór af stað og Friðrik lamaðist og missti mál. Upp frá því var hann ósjálf- bjarga og öðrum háður. I veikindum sínum sýndi Frissi æðruleysi sem þeim sem heilbrigðir teljast mega taka sér til fyrirmyndar. Hann skildi það sem við hann var sagt og hann reyndi að koma skilaboðum frá sér. Honum þótti leitt þegar fólk skildi hann ekki. Hann taldi á fingrum sér og hefur þá líklega átt við árin, sem voru liðin frá því hann missti málið. Síðustu mánuði dvaldi Friðrik á Hrafnistu. Honum leið vel þar. Hann ljómaði þegar ég kom í heimsókn. Ef gott var veður fór ég með hann í hjólastólnum norður fyrir bygging- una þannig að við sáum niður að sjó og skipin í Sundahöfn. Vonandi hef- ur hann séð fyrir sér Norðfjörð og Búlandið þegar vindur strauk vanga hans og hár. Þegar ég man Frissa fyrst var hann piparsveinn. Hann bjó hjá bróður sínum og borðaði hjá systur sinni. Við systkinabörnin hændumst að honum og raunar var það svo að öllum sem kynntust Frissa þótti vænt um hann. Það voru alltaf fagn- aðarfundir með honum og dætrum mínum. Upp úr 1980 varð breyting á högum hans. Hann kynntist ágætri konu, Þórönnu Stefánsdóttur, og gengu þau í hjónaband hinn 2. októ- ber 1982. Friðrik var í raun mikO fjölskyldu- og félagsvera og það var leitt að hann skyldi ekki kvænast fyrr. Þau hjón ferðuðust mikið á meðan heilsa Friðriks leyfði. Þór- anna reyndist Friðriki vel í veikind- um hans. Hún hugsaði framúrskar- andi um hann heima og á stofnunum og reyndi að gera honum allt það besta, eins og aðstæður frekast leyfðu. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að Friðrik kynntist jafn ágætri konu og henni Þórönnu, sem syrgir nú sinn elskulega eiginmann. Friðrik verður lagður til hinstu hvflu í Gufuneskirkjugarði þar sem hann valdi sér legstað fyrir réttum tólf árum. Víst er að þeir bræður hans sem þar hvíla, Brandur og Bjarni, taka vel á móti honum. Ég kveð Frissa frænda minn með sökn- uði og virðingu. Far þú vel, frændi. Guð geymi Friðrik Vilhjálmsson. Vilhjáhnur Bjarnason. í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Friðrik Vilhjálmsson netagerðarmeistari. Móðir mín gift- ist Frissa, eins og hann var ávallt kallaður, eftir að ég komst á fullorð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.