Morgunblaðið - 11.03.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 53
insár og var hjónaband þeirra far-
sælt.
Fyi-ir rúmum sjö árum lamaðist
Frissi, vai-ð umtalsvert hreyfihaml-
aður og átti mjög erfitt með að tjá
sig. Eftir það annaðist móðir mín
hann heima og sýndi þar einstaka
natni og umhyggjusemi. Hann and-
aðist á sjúkradeild Hrafnistu eftir
nokkurra mánaða legu.
Frissi var einstakur persónuleiki.
Hann var að eðlisfari glaðlyndur og
gaf mikið af sér. Hann var dugnaðar-
forkur og gat verið ákveðinn ef því
var að skipta. Frissi var félagslyndur
og naut þess að blanda geði við fólk.
Söng með kirkjukór og Samkór Nes-
kaupstaðar í mörg ár, var keppnis-
maður í brids og sat í stjórn Spari-
sjóðs Neskaupstaðar um árabil.
Frissi var rausnarlegur og gestris-
inn og góður heim að sækja, en
heimilið var mjög gestkvæmt, sér-
staklega áður en hann veiktist. Oft
áttum við ánægjulegar samveru-
stundir bæði fyrir austan og hér
syðra.
Frá fyrstu kynnum vorum við
Frissi afar góðir vinir. Við gátum
spjallað um allt milli himins og jarð-
ar. Frissi var góðum gáfum gæddur
og víðlesinn, hann leyfði mér að
njóta góðs af, og las upphátt fyrir
mig ýmislegt sem honum þótti at-
hyglisvert, þar sem ég vegna
sjónskerðingar les ekki prentletur.
Hann var heimsmaður og kunni vel
að meta það sem lífíð hafði að bjóða.
Hann hafði ferðast víða um lönd og
hafði frá mörgu merkilegu og
skemmtilegu að segja.
Fjtít nokki-um árum naut ég þess
að vera með honum og móður minni
suður á Kanai-íeyjum og fór hann þá
daglega með mér í gönguferðir með-
fram ströndinni og var þá ýmislegt
spjallað og spekúlerað. Frissi hafði
hlýlega framkomu og var óspar á að
lýsa fyrir mér umhvei-fi og aðstæð-
um þar sem við vorum stödd.
Systkinabömum mínum var hann
góður afí, naut þess að gleðja þau og
bar mikla umhyggju fyrir þeim, en
hann var afar barngóður.
Það var lærdómsríkt að kynnast
Frissa, hann var einstaklega góður
maður. Hann var sterkur persónu-
leiki og var aðdáunarvei't að fylgjast
með dugnaði hans og sálarþreki eftir
að hann fatlaðist og má með sanni
segja að hann hafí borið fötlun sína
með reisn.
Ég kveð Frissa með söknuði og
þakka íyrir að hafa verið svo lánsöm
að fá að kynnast honum.
Brynja Arthúrsdóttir.
Mér er það minnisstætt þegar
Frissi frændi minn kom einu sinni
til mín í heimsókn á sumardaginn
fyrsta. Hann hafði orð á því að það
hefði alltaf verið uppáhaldsdagurinn
sinn. Og það var yfír honum nánast
barnsleg einlægni. Þegar ég rifja
upp kynni mín af Frissa er það
einmitt einlægni hans og góðjátleg
glettni sem eru efst í huga. I allri
sinni hógværð lumaði hann jafnan á
smellnum gamansögum sem hann
hafði yndi af að krydda samtöl með.
Þetta voru sögur af mönnum
hvaðanæva af landinu, enda Frissi
vinmargur og fundvís á kímni tilver-
unnar. Á æskuárum mínum í Nes-
kaupstað leigði Frissi herbergi í
Blómabúðin
öat^Sskom
v/ 1 . V.SVÍ 1<I i'Uif
Sími: 554 0500
^iiixxiiixinxxxy
Erfisdrykkjur
H
H
P E R L A N
Sími 562 0200
EIiiiiii ii i miix£
húsi foreldra minna. Þetta var
ósköp venjulegt herbergi en ég man
að mér fannst vera yfir því ákveðin
dulúð. Frissi hafði ferðast töluvert
um heiminn og í herberginu voru
ýmsir skemmtilegir munir sem
hann hafði safnað á þessum ferða-
lögum. Hann átti líka forláta
„græjur" á þeirra tíma mælikvarða,
myndarlega hljómflutningssam-
stæðu með útvarpi og plötuspilara.
Þegar hann var að vinna leyfði
Frissi okkur bræðrunum oft að vera
í herberginu sínu á daginn og spila
plötur. Þar kynntist ég leikgerð ís-
landsklukkunnar eftir Halldór Lax-
ness og nýjustu twistlögum
Chubbie Checker, svo dæmi séu
tekin. Þá átti Frissi líka safn góðra
bóka sem ég nýtti mér til hins
ýtrasta. Síðar varð netaverkstæðið
sem Friðrik rak af miklum myndar-
brag í Neskaupstað vettvangur
bæði sumarvinnu og leikja. Það var
gaman að skapa sér ævintýi-aheim í
gríðarstórum kjallaranum þar sem
svartar síldarnætur flæddu út í
hvert horn. Síðan rann mesti ævin-
týrabragurinn af nótunum þegar
þær voru færðar upp í vinnslusal til
viðgerða. Frissi réð stundum til sín
unglinga í sumarvinnu og naut ég
þar frændseminnar. Á námsárum
mínum bar fundum okkar mun
sjaldnar saman eins og gefur að
skilja. En það var alltaf bæði gott
að leita til hans og gaman að tala við
hann. Hann átti það þó til að setja
ofan í við mig og mína líka sem
„þekktum ekki lífíð“ og höfðum
kynnst því mest af bókum. Þegar ég
MINNINGAR
var við nám í Bandaríkjunum heim-
sótti Frissi mig í nokkra daga.
Hann var þá á leið til Flórída, en lét
sig ekki muna um að taka á sig krók
til Indiana í miðvesturríkjunum.
Þetta var skemmtileg heimsókn og
kynntist ég þá margvíslegu örlæti
hans jafnvel enn betur en áður.
Hann hafði alla tíð mikið yndi af
börnum og fundu börnin mín vel
hve mikill ljúflingur frændi þeirra
var. „Hann er svo góðlegur,“ sagði
dóttir mín. Hún gaf ekki betri ein-
kunnir. Síðustu árin bjó Friðrik við
afar skert líf. Hann lamaðist og
missti málið eftir heilablóðfall,
Hann virtist þó yfírleitt skilja það
sem við hann var sagt og gat gert
sig skiljanlegan með ýmsu móti. I
þessum þrengingum bar hann sig
ótrúlega vel, þótt hann hnýtti oft
saman þegar honum var um megn
að tjá sig með öðrum hætti. í
grunninn virtist mér hann halda
áhuga sínum á lífinu og umhverfinu
og alltaf var stutt í glettnina og
glaðvært brosið. Síðasta árið dvaldi
Frissi á Hrafnistu og líkaði honum
greinilega vel sá sjómennskubragur
sem þar er sýnilegur. Þóranna, eig-
inkona Friðriks, annaðist hann af
stakri umhyggjusemi á þessum erf-
iðu árum í lífi hans. Ég sendi henni
og öðrum ástvinum Friðriks einlæg-
ar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning góðs drengs.
Vilhjálmur Árnason.
• Fleiri miimingargreinar um Frið-
rik Vilhjálmsson bíða birtingar og
munu birtast íbhiðinu næstu daga.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN STEINSDÓTTIR,
Reynistað,
Skagafirði,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki að
morgni 7. mars, verður jarðsungin frá
Reynistaðarkirkju laugardaginn 13. mars kl.
16.00.
Sigurður Jónsson,
Jón Sigurðsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Steinn L. Sigurðsson, Salmína S. Tavsen,
Hallur Sigurðsson, Sigríður Svavarsdóttir,
Helgi J. Sigurðsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
SIGURÐUR ÁSGEIRSSON
frá Reykjum,
í Lundarreykjadal,
verður jarðsunginn að Lundakirkju í Lundar-
reykjadal laugardaginn 13. mars kl. 14.00.
Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni
laugardaginn 13. mars kl. 11.30 og frá
Hyrnunni í Borgarnesi kl. 13.00.
Ásgeir Sigurðsson,
Björg Sigurðardóttir, Sveinn J. Sveinsson,
Freysteinn Sigurðsson, Ingibjörg Sveinsdóttir,
Ingi Sigurðsson,
Magnús Sigurðsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamms,
SESSELJA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR,
Garðvangi, Gerðahreppi,
áður búsett á Vatnsnesvegi 13,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 12. mars kl. 14.00.
Birgir Axelsson, Elsa Lilja Eyjólfsdóttir,
Páll Axelsson, Dagný Hermannsdóttir,
Kristín Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DAÐÍNA MATTHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Arnarnúpi í Dýrafirði,
Bogahlíð 15, Reykjavík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. mars.
Elsa Kristinsdóttir,
Jóhannes Kristinsson,
Halla Kristinsdóttir,
Lára Kristinsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og langömmubörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BÁRA MAGNÚSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju
á morgun föstudaginn 12. mars kl. 15.00.
Frímann Frímannsson,
Margrét Kristín Frímannsdóttir, Jón K. Friðgeirsson,
Elísabet Frímannsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson,
Ingveldur Bára Frímannsdóttir, Ingvar Bjarnason
og barnabörn.
+
Fósturfaðir okkar, afi og langafi,
RAGNAR JÓNSSON,
fyrrverandi bóndi Bollakoti, Fljótshlíð,
síðast til heimilis að
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju, Fljóts-
hlíð laugardaginn 13. mars kl. 14.00.
Vilmunda Guðbjartsdóttir, Árni Ólafsson,
Ólafur Þorri Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir,
Ragnar Björn Egilsson,
Þórir Már Ólafsson,
Ólína Dröfn Ólafsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SVAVA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Norðurgötu 20,
Sandgerði,
verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sand-
gerði föstudaginn 12. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Henrik Jóhannesson.
+
Útför eiginkonu minnar,
ÖNNUJÓNSDÓTTUR,
Stóru-Ökrum,
Skagafirði,
fer fram frá Miklabæjarkirkju laugardaginn
13. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Hólm Jóelsson.
+
Ástkær eiginkona mín,
ÞÓRUNN ÓLÖF JÓNSDÓTTIR,
Túngötu 38,
Eyrarbakka,
er lést á Ljósheimum 6. mars, verður jarðsungin
frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. mars kl.
14.00.
Torfi Nikulásson og aðstandendur.
t