Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 59 Dagbók Háskóla íslands Dagbók Háskóla íslands 9.-13. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Islands. Dagbókin er uppfærð vikulega á heimasíðu Háskólans http://www.- hi.is/hiHome.html. Fimmtudagnrinn 11. mars: Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor í ljósmóðurfræði, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í Kvenna- fræðum í stofu 210 í Odda kl. 12-13. Ólöf Ásta nefnir rabb sitt: „Fæðing- in, kraftmikið og skapandi ferli: Hugmyndafræði ljósmæðra". Ingibjörg Harðardóttir dósent flytur fyrirlestur í málstofu lækna- deildar um ,Áhrif ómega-3 fltusýra í fæði á viðbrögð við sýkingum". Málstofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16.00 með kaffiveitingum. Málstofan er öllum opin. „Gildi siðfræði og fagurfræði í námi og starfí verkfræðingsins" er fjórði fundur í fundarröð um nám og starf verkfræðingsins á næst- unni. Frummælendur: Pétur Stef- ánsson, form. VFÍ. Þorvarður Árnason, Siðfræðistofnun Háskóla Islands, Jóhann Már Maríusson, að- stoðarforstj. Landsvirkjunar, og Anna Runólfsdóttir, verkfræðinemi. Fundurinn er haldinn í fundarsal VFÍ að Engjateigi 9 kl. 16.15. Þór Whitehead, prófessor í sagn- fræði, flytur fyrirlestur í málstofu hagfræði- og sagnfræðiskorar um hagstjórn á íslandi 1920-1960 og nefnir erindi sitt: „Atvinnustefna Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks á milli stríða". Málstofan fer fram kl. 16.15 í stofu 422 í Árna- garði, 4. hæð. í erindi sínu mun Þór fjalla um pólitískar rætur og forsendur atvinnustefnu Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks með sérstöku tilliti til stjórnar hinna vinnandi stétta. Föstudagurinn 12. mars: Sigurður Snorrason dósent flytur föstudagsfyrirlestur Líffræðistofn- Kynning á framboðs- lista VG FUNDUR í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 11. mars. Fundurinn verður á Kaffi Reykja- vík á Vesturgötu 2 og hefst kl. 20.30. Á fundinum verður framboðslist- inn í Reykjavík við komandi Alþing- iskosningar kynntur og borinn upp til afgreiðslu félagsfundarins. Áð því loknu verða umræður um stjórnmálaástandið og kosningabar- áttuna framundan. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík og hægt er að ganga til liðs við hreyfinguna á staðnum. Oddviti uppstillingarnefndar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er Sigurbjörg Gísladóttir og formaður kjördæmisfélagsins í Reykjavík er Sigríður Stefánsdótt- ir. ar sem hann nefnir: „Breytileg lífs- saga lax á íslandi: Vaxtarferlar og lífslíkur í sjó“. Fyrirlesturinn eru fluttur að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst kl. 12.20. Laugardagurinn 13. mars: Ráðstefna um fornar leiðir verður haldin á vegum Náttúruverndar ríkisins, Skipulagsstofnunar, Þjóð- minjasafns Islands, Örnefnastofn- unar og Samtaka um útivist. Ráð- stefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík kl. 13-17. Dagskrá: Páll Skúlason, rektpr Háskóla íslands, flytur ávarp. Árni Bragason, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins: „Al- mannaréttur og útivist". Hjörleifur Stefánsson, Þjóðminjasafni Islands: „Verndargildi fornra leiða“. Rögn- valdur Guðmundsson, ferðamála- fræðingur: „Ferðamenn og íslensk- ur menningararfur". Svavar Sig- mundsson, forstöðumaður Örnefna- stofnunar íslands, „Örnefni og fom- ar leiðir". Guðjón Kristinsson garð- yrkjumaður frá Dröngum: „Viðhald á vörðum og hleðslutækni". Gaute Sönstebö, landslagsarkitekt hjá Di- rektoratet for naturforvaltning: „Skýrsla Norðurlandaráðs um forn- ar leiðir á Norðurlöndum". Ágúst Sigurðsson sóknai’prestur á Prest- bakka: „Fornar leiðir frá Hólum í Hjaltadal". Haukui; Jóhannesson, forseti Ferðafélags Islands: „Merk- ingar á fornum leiðum og útgáfa fræðslurita“. Helgi Þorláksson, pró- fessor: „Fornar leiðir á milli höfð- ingjasetra". Ina Gísladóttir, leið- sögumaður á Austurlandi: „Fornar leiðir með tilliti til ferðaþjónustu". Fyrirspumir og umræður. Ráð- stefnan er öllum opin og er enginn aðgangseyrir. Sýningar Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1. september til 14. maí er handrita- sýning opin þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga kl. 14.00-16.00. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Þjóðarbókhlaða 1. Sýning á rannsóknartækjum og áhöldum í læknisfræði frá ýms- um tímum á þessari öld. Sögusýn- ing haldin í tilefni af 40 ára afmæli Rannsóknardeildar Landspítalans (Department of Clinical Biochem- istry, University Hospital of Iceland) og að 100 ár eru liðin frá því að Holdsveikraspítalinn í Laug- amesi var reistur. (The Leper Hospital at Laugames, Reykjavík). Sýningin stendur frá 10. október og fram í mars. 2. Bríet Bjarnhéðinsdóttir-Örsýn- ing í forsal þjóðdeildar. Kvenna- sögusafni íslands barst nýlega að gjöf málverk Gunnlaugs Blöndal af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur frá 1934. Gefandi er Guðrún Pálsdóttir, tengdadóttir Bríetar. í tilefni af því hefur verið sett upp örsýning um Bríeti í forsal þjóðdeildar Lands- bókasafns Islands- Háskólabóka- safns. Þar er málverkið til sýnis ásamt skrifborði Bríetar og gögnum úr fórum hennar. Sýningin stendur frá 8. febrúar til 31. mars. Orðasöfn og gagnabankar Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnsöfn- um á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgrein- um: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir: http://www.b9k.hi.is/gegnir.html Orðasafn íslenska stærðfræðifé- lagsins:http://www.hi.is/~mmh/ord/- leitun.html Gagnasafn Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is/ H/ES&\INl^URENf Vor- ojj sumaríitirnir eru kvmnir Skilaðu VR könnuninni fyrir • Hún er hjálpartæki þegar þú semur um kaup og kjör. • Valiö er fyrirtæki ársins. • Niðurstöður hennar geta haft áhrif á næstu kjarasamninga. Taktu þátt í könnuninni, niðurstöóur hennar gætu bætt kjör þín. Mundu að spennandi ferðavinningar eru dregnir úr innsendum könnunum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Defender STORM, ný og öflug Storm TD5 vél, 5 strokka me5 túrbínu og millikæli. Umtalsvert meiri kraftur í hljóSlótari vél TogiS er 300 Nm viS 2000 snúninga. Suðuriartdsbraut 14 Sfmí 575 1200 Söludeild 575 1210

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.