Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 64

Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Hjónanámskeið í Akraneskirkju FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA kirkj- unnar og Akraneskirkja efna til hjónanámskeiðs í Safnaðarheimil- inu Vinaminni nk. laugardag, 13. mars, frá kl. 13-18. Leiðbeinendur verða sr. Þor- valdur Karl Helgason og Kolbrún Ragnars sem bæði eru fjölskyldu- ráðgjafar að mennt. Fjallað verður um ástina, kær- leikann, samskipti kynjanna og íjölskylduna - og það hvemig hægt » er að gera gott samband betra. Námskeið þessi hafa verið haldin víða um land við miklar vinsældir. Það stendur einnig fólki í sambúð til boða. Námskeiðsgjald er 2.500 kr. fyr- ir parið én Akranessöfnuður býður kaffiveitingar. Skráning fer fram í síma 431 1690 alla virka daga frá kl. 13-16. Missið ekki af góðu og upp- byggilegu námskeiði. Sóknarprestur. Samkoma Byrg- isins og Hafnar- fjarðarkirkju SAMKOMA á vegum Byrgisins og Hafnarfjarðarkirkju mun fara fram föstudagskvöldíð 12. mars kl. 20.30. Hljómsveit á vegum Byrgis- ins með þaulæfðum hljóðfæraleik- urum mun leika gefandi og fjörleg kristileg lög. Beðið verður fyrir bágstöddum og lagðar bænahend- ur yfir sjúka. Forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, mun prédika og leiða samkomuna ásamt sr. Gunnþóri Ingasyni. Fyrir mánuði var haldin fyrsta samkom- an í samstarfi Byrgisins og Hafn- arfjarðarkirkju. Hún var fjölsótt, gefandi og innihaldsrík. Þessar samkomur eru haldnar til stuðn- ings starfi Byrgisins og til að auka fjölbreytni í helgihaldi kirkjunnar. Eftir þær er Strandberg opið og boðið þar upp á kaffi og meðlæti. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhannesarbréf lesin og skýrð. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar „ kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu á milli kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, passíusálmalestur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. I auga stormsins, kyrrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla. Kl. 19.30 innri íhugun. Kirkjan opnuð kl. 19.15 til kynn- ingar fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti. Kl. 20.15 trúarreynsla - fræðsla, kl. 21 Taizé-messa. Langholtskirkja. Opið hús fyrir foreldra yngri bama kl. 10-12. Söngstund. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leik- ur á orgel frá kl. 12. Léttur máls- verður að stundinni lokinni. Seltjarnarneskirkja. Passíusálma- lestur kl. 12.30. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 17-18.15. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bænar- og kyrrðai'- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 árakl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrir- lestrar, létt spjall og kaffi og djús fyrir bömin. Kyrrðarstundir í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, fyrir- bænir, altarisganga og léttur há- degisverður. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænar- stund í dag kl. 18. Fyrirbænarefn- um má koma til prests eða kirkju- vai'ðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linn- etstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarijarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bænar- og kyrrð- arstund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænarstund kl. 18.30. Keflavíkurkirlga. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar- og bænarstund í kirkjunni kl. 17.30. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá íjölskylduþjónustu kirkjunnar, flytur erindi sem hún nefnir: Að yf- irgefa foreldrahús og verða sjálf- stæður. Einkum ætlað fólki á aldr- inum 18 til 35 ára, en allir em vel- komnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Kl. 17 TTT-starfið í fullum gangi. Kl. 20.30 opið hús í KFUM og K. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 vakn- ingasamkoma. Ofurstarnir Norunn og Roger Rasmussen. Akraneskirkja. Fyrirbænarstund kl. 18.30. „Be Happy“ Litir: Ijósir - bláir Stæröir: 36-41 Verð kr. 6.900 Póstsendum samdægurs KRINGLUNNI, 1. HÆB, SIMI568 9345 Stjörnuspá á Netinu vfj) mbl.is ^ALLTAf= e/TTHVA£? NÝTT VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Myndir eftir Sölva Helgason MYNDIR eftir Sölva Helgason eru til hjá mörg- um einstaklingum víða um land. Af skiljanlegum ástæðum er ekki jafn auð- velt að vita hvar þær eru niðurkomnai' og ef um op- inbera aðila væri að ræða (t.d. Þjóðminjasafn ís- lands). Þetta er tilkynning til þeirra einkaaðila, sem eiga myndverk eftir Sölva Helgason í fóram sínum. Undirritaðui' er væntan- legur útgefandi bókar um myndlist Sölva og væri mjög þakklátur fyrir að fá upplýsingar um myndir hans, þær sem eru í einka- eign. Bið ég þá sem málið er skylt vinsamþega að hafa samband við Ólaf Jónsson, pósthólf 7077, 127 Reykja- vík og í síma 895 9852. Beðið er um nafn, heimilis- fang og símanúmer við- komandi og upplýsingar um myndverkið (helst ljós- rit af því). Ágætir fréttamenn VELVAKANDA barst eft- irfarandi. Kæri Velvakandi. Eg var undrandi yfir kvörtunum vegna frétta- manna Stöðvar 1. Mér finnst þeir standa sig alveg prýðilega. Mér þykir svo gaman að fylgjast með veðurfréttunum, sjá lægð- irnar og hæðirnar færast til. Ég á kunningja í öllum nálægum löndum og hef gaman af að sjá veðrið hjá þeim. Maður þyi'fti að fara á hraðlestrarnámskeið til að geta lesið á töfluna sem þeir bregða upp á Stöð 2. Svo finnst mér leiðinlegt þtta pot með hendurnar. Ég hef verið að hugsa hvort ég ætti að spandera á þá kennarapriki, svo þeir stæðu ekki svona fýrir Austurlandi. Svo í allt annað. Er það ekki vanhugsað að reisa margra metra háa brú á Sundunum? Það er svo oft rok þai'na og gæti þá verið hættulegt að keyra yfir. Þriðja atriði. Ganga- gerð. Það er ekki bara stytting á vegalengd, held- ur mikið öryggi að fá göng milli Fáskrúðsfjaðar og Reyðarfjarðar. Vattar- nesskriður eru nú ekki skemmtilegar að sumar- lagi, hvað þá heldur í snjó- komu að vetri. Breiðdals- heiðin er oft ófær að vetri til og þá á fólk ekki ann- arra kosta völ en aka firð- ina. Væri ekki nær að flytja íbúa Siglufjarðar burtu heldur en grafa göng? Það þarf að gera snjóflóðavarn- ir, gera við bryggjurnar. Það þai'f líka að halda við veginum frá Sauðárkróki, þar sem fólki er ekið þaðan frá flugvellinum. Það gæti þétt byggðina í Ólafsfirði eða á Dalvík, að ég tali nú ekki um hvað Sauðárkrókur er fýsilegur staður með sjúkrahús og skóla. Ein áttræð. Tapað/fundið Gsm-sími í óskilum GSM-sími fannst á bíl- stæðinu við verslunarmið- stöðina Glæsibæ sl. föstu- dag. Upplýsingar hjá Glæsiskónum, Glæsibæ, sími 561 2966. VIÐ HOFNINA Víkveiji skrifar... STJÖRNUBÍÓ sýnir um þessar mundir einstæða kvikmynd sem heitii' Savior. Hún er gerð af júgóslavneska leikstjóranum Pre- drag Antonijevic en flestir aðstand- endur eru breskir eða bandarískir. Meðal framleiðenda er Oliver Sto- ne. Kunningi Víkverja sá myndina um daginn og varð fyrir sterkum áhrifum. Þótt sögusvið myndarinn- ar sé átökin í Bosníu hefur hún al- menna skírskotun og fjallar á vægð- arlausan hátt um það ótrúlega hat- ur sem getur heltekið menn og lagt fjölskyldur og samfélög í rúst. Myndin leitar ekki skýringa á þeim voðaverkum, sem unnin hafa verið í Júgóslavíu sem var, í sögulegum bakgrunni óvildarinnai' milli Serba, Króata og muslima eins og svo oft er gert. Sveitir allra þjóðarbrotanna sjást fremja voðaverk í myndinni. I stað þess að leita skýringa á voðaverkunum með því að tala um deilur trúarhópa og sögu þjóðar- brota einblína kvikmyndagerðar- mennirnir á aðstæður og ábyrgð einstaklinganna, sem í hlut eiga; ábyrgð sem þeir geta ekki skotið sér undan í skjóli nokkurs málstað- ar. xxx MYNDIN sýnir voðaverk í miklu nágvígi en ekki til að velta sér upp úr ofbeldinu heldur til þess að spyrja spurninga eins og þessara: Hvernig menn hafa tögl og hagldir í heimi þar sem þunguðum konum er misþyi-mt og útskúfað í nafni mál- staðar? Hvemig getur nýbakaður afi tekið á móti barnabarni með því að heimta að dóttir sín stytti sér aldur vegna fæðingarinnar? Hvað getur fengið konu til að hafna ný- fæddu barni sínu? Hvert er hugará- stand manns, sem skýtur á börn að leik? Er einhvern tímann of seint að snúa við? Boðskapur myndarinnar virðist vera sá að það sé aldrei of seint. I návígi við brjálæðið geti augu manna þrátt fyrir allt opnast fyrir raunverulegum verðmætum og að kærleikurinn geti fest rætur í hörðustu brjóstum. Sá sem bjargar lífi bjargar heiminum. í máli manna eru villimannsleg voðaverk stundum kennd við dýra- ríkið eða lögmál frumskógarins en í myndinni er að finna lítið og eftir- minnilegt atriði þar sem leikstjór- inn notar viðbrögð geitar við glóru- lausum glæp gegn lífinu til að koma því til skila að ástand eins og ríkir á Balkanskaga gengur gegn öllum lögmálum í ríki náttúrunnar. Myndin Savior er ekki gallalaus fremur en aðrar kvikmyndir eða önnur mannanna verk en hún fjallar um staðreyndir stríðsins og gerir það svo eftirminnilega og á svo áleitinn hátt að stundum er erfitt á að horfa. Kunningi Víkverja sagðist vilja hvetja fólk til að láta myndina ekki fram hjá sér fara. XXX A EG ER hættur að botna í þér,“ sagði kunningi við Víkverja um daginn. Víkverja brá í brún því nú kom í ljós að kunninginn vildi kvarta yfir Víkverja sjálfum. „Þú ert alltaf að lenda í fólki, sem veitir lélega þjónustu. Eg lendi eiginlega aldrei í svona veseni og þegar það gerist reyni ég að yppta öxlum og láta það ekki á mig fá. En hjá þér virðist neikvæðnin öll leita beint út í umhverfið. Þú ert stundum svo pirraður að það er pínlegt. Svo er annað. Þú ert sýknt og heilagt að skrifa um knattspyrnu og íþróttir en stundum tekurðu svo upp á því að kvarta undan beinum útsending- um af heimssögulegum atburðum á íþróttasviðinu. Einn daginn kvart- arðu undan Landssímanum og þann næsta hrósarðu Halldóri Blöndal, sem ber ábyrgð á þjónustu Lands- símans. I dag hrósarðu þjónustu Flugleiða en í gær máttirðu ekki heyra á fyrirtækið minnst vegna þess hve þjónustan sem þér hafði verið veitt var léleg. Eg veit að í skapgerð flestra er marga ólíka þræði að fínna en hjá þér, Víkverji minn, gengur þetta eiginlega út í öfgar. Hvemig rúmast allar þessar mótsagnir og stríðandi tilfinningar undir einum blaðamannshatti?"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.