Morgunblaðið - 31.03.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 31.03.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðræður SKELLTU þér í stríðið með þeim Hafsteinn minn. Við verðum einhvern veginn að komast framhjá alþjóðlegu útboði á nýja dallinum. Hæstiréttur Forræðissvipting barnaverndarráðs viðurkennd HÆSTIRÉTTUR álítur að rétt hafi verið að barnaverndarráð svipti móður forræði yfir barni sínu með dómi sínum í síðustu viku. Dómi Héraðsdóms Reykja- víkur um að felldur skyldi úr gildi úrskurður barnaverndarráðs, sem úrskurðaði móðurina í forræðis- sviptingu yfir þá tveggja ára gömlu bami sínu hinn 29. apríl 1997, var þannig snúið við í Hæstarétti. Ennfremur var í Hæstarétti staðfestur samningur milli bama- vemdarnefndar Reykjavíkur og fósturforeldra barnsins um fóstur barnsins, sem héraðsdómur hafði einnig ógilt. Fyrir Hæstarétti vora lögð fram ný gögn, þeirra á meðal skýrslur um samskipti móðurinnar og lög- reglu eftir að hún var svipt forsjá barns síns og álitsgerð geðlæknis og sálfræðings, en þeir vora dóm- kvaddir af Héraðsdómi Reykjavík- ur til að skila rökstuddri álitsgerð um geðheilsu og þroska móðurinn- ar, persónulegar og félagslegar að- stæður hennar og hæfi til að fara með forsjá bamsins. í álitsgerð hinna dómkvöddu matsmanna kom fram að móðirin hefur verið metin meira en 75% öryrki af geðrænum ástæðum og í ljósi félagslegra og persónulegra aðstæðna hennar töldu hinir dóm- kvöddu matsmenn móðurina ekki hæfa til að fara með forsjá sonar síns, en tóku um leið fram, að í því fælist ekki að óæskilegt væri að hún hefði nokkra umgengni við barn sitt. Hundeigandi sýknaður í skaða- bótamáli HÆSTIRÉTTUR snéri á mánu- dag við dómi Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að hundeigandi skyldi greiða konu 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir höfuðá- verka, sem konan taldi að hundur hundeigandans hefði valdið dóttur hennar árið 1990. Barnið, sem hlaut höfuðáverk- ana, var tæplega fimm ára gam- alt þegar atvikið átti sér stað og var gert að sárum barnsins á slysadeild Borgarspítalans sam- dægurs. Þrjú sár voru á höfði barnsins vinstra megin í hár- sverði yfir eyra af stærðinni 1,5+1,5+2 cm. Ekki reyndist um örorku að ræða vegna áverkanna, heldur eingöngu útlitslýti, skalla- bletti, sem dyljast við venjulega hárgreiðslu. Móðir barnsins kærði hundeig- andann fyrir ólöglegt hundahald og bar fyrir lögreglunni að barn sitt hefði sagt sér að hundurinn hefði bitið sig. Rannsókn á slysinu ekki næg Fyrir héraðsdómi krafðist kon- an 800 þúsund króna í skaðabæt- ur og fékk 100 þúsund krónur í bætur. Stefndi áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem dóminum var snúið við og stefndi sýknað- ur. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið nægjanlega sannað að bamið hefði hlotið áverkana af völdum hundsins og sýknaði hundeigand- ann á þeim forsendum að móðir bamsins hefði ekki hlutast til um að láta fara fram frekari rannsókn á slysinu. Ennfremur leit Hæstiréttur til framburðar vitna, sem höfðu verið að leik með baminu og bára fyrir héraðsdómi að barnið hefði stung- ið fingri upp í nefið á hundinum, sem hefði urrað og við það hefði bamið hörfað aftur á bak og dottið á hraunvegg og fengið sár á höfuð- ið. M I N ( , I ( ) N Fara vel með þig Fáanlegar beíntengdar.hleðslu og meá rafhlöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtístofum og stórmörkuðum um allt land DREIFINGARAÐIU .. :............................................. ' • ■ . ■ : ■ Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Félag íslenskra landsbyggðarlækna Úrbóta þörf í sjúkra- flutningum FÉLAG íslenskra landsbyggðar- lækna var nýlega stofnað en markmið þess er að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu dreif- býlisins svo og gæta al- mennra hagsmuna lands- byggðarlækna. Agúst Oddsson er formaður fé- lagsins. „Það hefur lengi verið til umræðu meðal lækna í dreifbýlinu að stofna samtök landsbyggðar- lækna. Það má kannski segja að drifkrafturinn hafi síðan verið sá lækna- skortur sem er úti á landi og í því sambandi brýn þörf á að bæta ímynd landsbyggðarlækninga.“ Agúst segir að læknis- starf á landsbyggðinni geti verið áhugavert og aðlaðandi og það beri að leggja áherslu á það frek- ar en að landsbyggðarlækningar séu eitthvað sem menn flýja frá. „I Astralíu era landsbyggðar- lækningar sérstök grein innan læknadeildar sem er æskilegt í ljósi þess hversu fjölbreytilegt starfið er. Þar í landi sprattu samtök landsbyggðarlækna og fagmenntunin upp úr lækna- skorti á landsbyggðinni. Tekin var ákvörðun um að snúa vörn í sókn og vinna að því að gera landsbyggðarlækningar að sér- stöku fagi.“ - Hversu marga lækna vantar á landsbyggðina hér á landi? „Það má segja að það vanti . lækni í fimmtu hverja læknis- stöðu í dreifbýli. Alls era 85 læknastöður fyrir utan höfuð- borgarsvæðið og Akureyri. Þar af era 67 setnar en af þeim era kannski ekki nema um 40 stöður setnar af heimilislæknum. Hin- um sinna unglæknar og jafnvel læknar með aðrar sérgreinar og dæmi era um að læknar sem era komnir á aldur séu að sinna þessum störfum.“ Ágúst segir að annað sem skipti máli fyrir dreifbýlislækna sé að starfsumhverfi þeirra sé töluvert frábragðið því sem starfsbi-æður þeirra í þéttbýli búa við. „Auk þess sem við sinn- um almennri læknisþjónustu sinnum við allri neyðarþjónustu og sjúkraflutningum auk þess sem vaktabyrðin er mun meiri. Á landinu era til dæmis um 15 ein- menningshérað þar sem einn læknir gegnir vakt allt árið um kring. Þetta þýðir að lands- byggðarlæknar þurfa breiðari endurmenntunarmöguleika en starfsbræður þeirra á höfuð- borgarsvæðinu og ______________ fyrir því munu sam- tökin meðal annars berjast.“ - Hvaðan fenguð þið fyrirmyndina að samtökum ykkar? „Starfsbræður okkar víða er- lendis hafa stofnað svipuð félaga- samtök eins og til dæmis í Kanada og Ástralíu. Þetta era yfirleitt mjög fjölmenn og virk félög.“ -Þið héhluð nýlega ykkar fyrsta aðalfund og skoruðuð á heilbrigðisyfírvöld að koma með úrbætur í sjúkrafíutningum? Ágúst Oddsson ►Ágúst Oddsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóia Islands árið 1982. Hann hlaut sérfræðiréttindi í heimilis- lækningum frá KSS-sjúkrahús- inu í Skövde í Svíþjóð árið 1989. Ágúst hefur verið starfandi heilsugæslulæknir á Bolungar- vík frá árinu 1987. Hann er formaður Félags ís- lenskra landsbyggðarlækna. Eiginkona hans er Hulda Karlsdóttir hjúkrunarforsljóri og eiga þau þijú börn. Þörf er á sjúkraflugvél með jafn- þrýstibúnaði „Já, Stefán Þórarinsson hér- aðslæknir Austm-lands bar upp þá tillögu að skorað yrði á yfir- völd heilbrigðismála að koma sem fyrst á úrbótum í sjúkraflutning- um með flugvélum og Félag ís- lenskra landsbyggðarlækna telur að fá verði öfluga flugvél með jafnþrýstibúnaði sem yrði sér- staklega útbúin til sjúkraflutn- inga. Félagið telur að best sé að staðsetja vélina á Akureyri." - Hvernig hefur þessum mál- um veríð háttað fram að þessu? „Núverandi fyrirkomulag sjúkraflugs á íslandi hefur geng- ið sér til húðar og það er þörf á stórátaki til að bæta þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar. Það ber enginn ábyrgð á þess- um málum því um leið og sjúkra- bíl sleppir þá tekur við þoku- kennt ferli sem verið er að togast á um.“ Ágúst segir að gerðir hafi verið samningar við flugfélög um sjúkraflutninga en flugvélaflot- inn, sem notaður er, er kominn til ára sinna og skipulag óviðun- andi. „Við teljum að staðsetning sjúkraflugvélar á Akureyri hafi marga kosti, m.a. styttri vega- lengdir á helstu sjúkraflugvelli og __________ styttri viðbragðstíma. Með þessum aðgerð- um myndi Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akur- eyri einnig eflast sem bráðasjúkrahús með '“ auknum verkefnum og þar með landsbyggðarlækn- ingar. Sjúkrahúsið gæti komið til hjálpar með greiningasveit og fyrstuhjálparteymi við stærri áfoll. Þá era Norðausturland og Austurland utan núverandi þyrlu- þjónustusvæðis í bráðatilvikum. Staðsetning á Akureyri væri stuðningur við byggðaþróunina á landsbyggðinni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.