Morgunblaðið - 31.03.1999, Page 23

Morgunblaðið - 31.03.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 31. MARZ 1999 23 ERLENT 110 fórust á Indlandi HJÁLPARSTARFSFÓLK reyndi í gær að ná til af- skekktra þorpa í Himalaja- fjöllunum sem urðu illa úti í öflugum jarðskjálfta sem skók Indland í fyrradag. Að minnsta kosti eitt hundrað og tíu manns fórust í náttúru- hamförunum og er talið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar. Skjálftinn mældist 6,8 á Riehter og lagði þorp í ná- grenni upptakanna nánast í rúst. Kínverjar senn í WTO? WILLIAM Daley, viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær vongóður um að Kína myndi gerast aðili að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) á næstunni, en við- ræður hafa verið í gangi milli Kínverja og fulltrúa WTO á síðustu vikum og mánuðum um inngöngu Kína. Daley sagði þó að enn ætti eftir að leysa ýmis erfið deilumál í viðræðunum. Pinochet áfram í haldi LÖGMENN Augustos Pin- ochets, fyi-rverandi einræðis- herra í Chile, mistókst í fyrrakvöld að telja æðstu dómstóla í Bretlandi á að vísa frá framsalsbeiðnum Spánverja á hendur Pin- oehet, sem orðið hefði til þess að einræðisherranum fyrrverandi hefði verið frjálst að halda heim til Chile. Sögðu þrír dómarar að þeir myndu ekki grípa inn í málið, og engin afskipti hafa af því, fyrr en Jack Straw innanríkisráðherra hefði gefið út nýja tilskipun um að málinu skyldi vísað áfram í dómskerfinu, í kjöl- far úrskurðar dómstóls bresku lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar að lútandi. Reynt að blása lífí í efnahag1 Taílands STJÓRNVÖLD í Taílandi samþykktu í gær að eyða 245 milljörðum ísl. króna til að blása nýju lífi í efnahag landsins og er markmið þeiira m.a. að skapa hálfa milljón af nýjum störfum og um leið koma í veg fyrir gíf- urlegan efnahagssamdrátt. Chuan Leekpai, forsætisráð- herra Taílands, lét þess getið að með þessum framlögum úr ríkissjóði mætti vænta að hagvöxtur yrði eitt prósent á árinu 1999. Alexandra prinsessa ófrísk DANSKA konungsfjölskyld- an tilkynnti í gær að Alex- andra prinsessa, eiginkona Jóakims, yngsta sonar Mar- grétar Danadrottningar, væri ófrísk. Á Alexandra von á sér í september og verður afkom- andinn fyrsta barnabarn drottningarinnar. Leðurhornsófi á tilboðsverði 'BlÁmawd -Tmkakmdið HÖNNUN ODD! HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.